Leita í fréttum mbl.is

Af hverju eru Jóhanna og Steingrímur ekki krafin svara?

JogaSteinkiÞað vekur talsverða furðu að forystufólk Evrópusambandsaðildar skuli ekki vera dregið fram núna þegar í ljós er komið að sýn þeirra á stjórnarhætti innan ESB var rammfölsk.

Meira að segja hinn hógværi fréttamaður, Þorbjörn Þórðarson á Stöð 2, visi.is og Bylgjunni, sem gerði sér ferð til Grikklands til að kynna sér málin betur, segir nú að neyðarlögin sem björguðu Íslandi frá frekara falli hefðu aldrei verið samþykkt hefðum við verið í ESB. Þá hefðum við, þ.e. þjóðin, í gegnum íslenska ríkið, þurft að taka á okkur skuldbindingar sem numið hefðu margfaldri landsframleiðslu Íslendinga. Við hefðum verið í enn verri málum en Grikkir. 

Þetta var það sem leiðtogar ESB-landa, næstum allir með tölu og sérstaklega hinna stærri og jafnvel þeir sem standa okkur næst, vildu að Íslendingar gerðu. Þeir vildu að Íslendingar gerðu þetta til að bjarga evrunni! Írar og fleiri þjóðir voru þvingaðir til að gera þetta en byrði þeirra var þó sem betur fer hlutfallslega minni.

Nú standa ýmsir ESB-aðildarsinnar, auk ýmissa sem kallaðir eru Evrópusinnar, upp og segja Evrópuhugsjónina vera illa laskaða. Þorvaldur Gylfason prófessor er einn þeirra. Egill Helgason er annar. Jafnvel Össur muldrar einhver vanþóknunarorð.

En hvers vegna er þetta lið sem ætlaði að koma okkur með hraði inn í ESB og evruna, sem hefði kostað okkur ómælda fjármuni og ennþá meiri skaða, látið ótruflað í ljósi þess harmleiks sem ESB og evran lætur dynja á grísku þjóðinni?

Hvers vegna er þetta fólk ekki spurt út í þá rammföslku mynd af ESB sem það hélt að þjóðinni?

Er Jóhanna heilög?

Er Steingrímur, sem einu sinni ætlaði sér að verða landsstjóri í Grikklandi, líka heilagur?


ESB stjórnað án umboðs og laga

Yanis VaroufakisÞað er athyglisvert að lesa frásögn Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, um ólýðræðisleg vinnubrögð forystumanna evrusvæðisins. Þegar það hentar forystu ESB (evrusvæðisins) er hægt að halda ríki eða ríkjum utan við ákvörðun enda eru ekki til neinar skráðar reglur um hvernig taka skuli ákvarðanir, t.d. um evruna, sem þó skipta sköpum fyrir afkomu fólks á svæðinu. 

Eins og Varoufakis segir hér í lauslegri þýðingu:
"Þessi hópur, sem er í raun hvergi til sem slíkur, hefur ofurvald til að taka ákvarðanir um líf Evrópubúa. Þessi hópur þarf ekki að standa skil á sínu gagnvart neinum þar sem hann er í raun ekki skráður í nein lög. Engar fundargerðir eru haldnar og allt er leynilegt. Íbúar ríkjanna munu aldrei fá að vita hvað sagt er þar inni . . . Þarna er um að ræða ákvarðanir sem varða næstum líf og dauða og enginn fulltrúi þarna inni er ábyrgur gagnvart neinum."

Sjá hér

After a handful of calls, a lawyer turned to him and said, “Well, the Eurogroup does not exist in law, there is no treaty which has convened this group.”

 “So,” Varoufakis said, “What we have is a non-existent group that has the greatest power to determine the lives of Europeans. It’s not answerable to anyone, given it doesn’t exist in law; no minutes are kept; and it’s confidential. No citizen ever knows what is said within . . . These are decisions of almost life and death, and no member has to answer to anybody.”


Varoufakis sparkað fyrir "hættulegar" hugmyndir

Varoufakis_hugsiYanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, var sparkað fyrir að setja fram róttækar hugmyndir sem leiðtogar ESB-ríkjanna þoldu ekki að heyra. Ef ekki hefði verið fyrir ást grísku þjóðarinnar á manninum hefði Varoufakis verið sparkað löngu fyrr.

Það sem fyllti mælinn hjá leiðtogum ESB og fékk Tsipras til að láta undan þrýstingi og biðja Varoufakis að taka pokann sinn var sú staðreynd að Varoufakis orðaði þá hugmynd lauslega í samtali við viðskiptaritstjóra The Telegraph að Grikkir gætu tekið upp hliðargjaldmiðil fyrir innlend viðskipti, þ.e. stundað erlend viðskipti með evrum en að ríkið greiddi innlend útgjöld með innlendum gjaldmiðli. 

Sjá hér viðkomandi ummæli í The Telegraph:

Ambrose Evans-Pritchard: Creditors will gain nothing from toppling Varoufakis

Martin Schulz, head of the European Parliament, was still insisting on Sunday that a "No" vote must mean expulsion from the euro, but his view is becoming untenable.

Jean-Claude Juncker, the Commission's chief, is equally trapped by his own rhetoric after warning last week that a No vote would be a rejection of Europe itself, leading to calamitous consequences.

Top Syriza officials say they are considering drastic steps to boost liquidity and shore up the banking system, should the ECB refuse to give the country enough breathing room for a fresh talks.

"If necessary, we will issue parallel liquidity and California-style IOU's, in an electronic form. We should have done it a week ago," said Yanis Varoufakis, the finance minister.

Nánar síðar um lýsingu Varoufakis á stjórnarháttum innan evru-hópsins.

 


Bloggfærslur 14. júlí 2015

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 30
  • Sl. sólarhring: 332
  • Sl. viku: 780
  • Frá upphafi: 1119157

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 669
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband