Leita í fréttum mbl.is

Icesave, siðferði og sjálfsvirðing

Það er ekki sannfærandi málflutningur að samþykkja beri Icesave-samninginn til að komast hjá áhættu. Samningurinn er ekki um hina eða þessa tiltekna upphæð sem menn hafa reiknað út miðað við ákveðnar aðstæður í efnahagsumhverfinu næstu ár (hvenær gerðist það annars síðast að hagspá rættist?). Samningurinn er skaðleysissamningur þar sem Íslendingar taka það á sig að tryggja breskum og hollenskum stjórnvöldum fullar endurheimtur þess fjár sem þau lögðu út fyrir Icesave-innistæðunum. Samningurinn snýst beinlínis um áhættu. Hvað ef kínverska bólan springur á endurgreiðslutímanum eða Grikkland, Írland eða Portúgal fara í greiðsluþrot? Meira þarf ekki til. Þá eru öll spil gefin upp á nýtt.

Ekki sé ég vitið í því að taka tæplega 700 milljarða áhættu í þeirri von að fá hugsanlega möguleika á lánafyrirgreiðslu sem hugsanlega leiðir til fjárfestinga sem hugsanlega kunna að vera nægilega þjóðhagslega arðbærar til að standa undir kostnaðinum af samkomulaginu, hver sem hann kann að verða.

Vissulega fylgir því líka áhætta að hafna en sá valkostur hefur þó þann kost að við höldum frekar sjálfsvirðingunni sem þjóð og eigum möguleika á að verja okkur fyrir dómi.

Kreppan er ekki fyrst og fremst fjárhagleg heldur siðferðileg. Búsifjarnar sem við höfum orðið fyrir eru ekki þyngri en svo að við erum enn meðal 20 efstu þjóða á lífskjaralista SÞ og á sama róli og Danir og Þjóðverjar hvað varðar þjóðarframleiðslu á mann. Það er ekki kjaraskerðingin sem við höfum orðið fyrir sem er óbærileg heldur er það óásættanlegt að því sem við höfum tapað höfum við tapað í fjárhættuspili sem við vissum ekki að við værum þáttakendur í og þar sem sumir höfðu stórkostlega rangt við.

Á Íslandi þarf bætt siðferði. Góðu siðferði fylgir traust og traustið er undirstaða þess að menn þori að framkvæma. Vandinn er ekki ímyndarvandi frekar en vandi bankanna 2008 og viðfangsefnið er ekki að þoka lánshæfismati ríkisins upp um einn flokk með þokkalega útlítandi samningi heldur að leggja siðferðisgrunn en siðferðisgrunnur hvílir á meginreglum og sjálfsvirðingu.

Það er ekki leið til endurreisnar að éta ælu fyrir peninga.

(Fengið af bloggi Hans Haraldssonar).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 186
  • Sl. viku: 1464
  • Frá upphafi: 1120095

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1219
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband