Leita í fréttum mbl.is

Evrópuelítan, evran og eymdin framundan

Theo Waigel var fjármálaráđherra Ţýskalands 1989 til 1998 og einn ađalhöfundur evrunnar, raunar talinn hafa gefiđ henni nafn. Ţegar hann segir ađ Grikkjum hefđi aldrei átt ađ hleypa inn í samstarf evruríkjanna stađfestir ţađ reginmistök valdaelítunnar í Evrópu.

Evran var of stórt skref ađ stíga í samrunaţróun álfunnar. En árangur áratuganna eftir seinna stríđ steig höfđingjunum í París og Berlín til höfuđs. Ţegar ţýsku ríkin tvö sameinuđust var ákveđiđ ađ nýtt Ţýskaland skyldi bindast Evrópu međ nýjum gjaldmiđli.

Gjaldmiđillinn átti fyrst og fremst ađ ţjóna pólitísku markmiđi. Evrópuelítan hélt ađ hćgt vćri ađ nýta smákreppur evrunnar til ađ hvetja áfram samrunaţróunina. 

Mistökin liggja í ţví ađ sérhver ađildarţjóđ Evrulands er ađ nafninu til fullvalda án ţess ađ geta stýrt gjaldmiđli sínum. Ţegar Grikkir vakna upp viđ vondan draum, eru skuldugir og ósamkeppnishćfir er ţeim meinađ ađ gera ţađ eina hagfrćđilega rétta í stöđunni - fella gengiđ.

Ţegar rennur upp fyrir Grikkjum ađ ţeir eru ekki fullvalda vilja ţeir ađ Ţjóđverjar greiđi reikninginn fyrir skert grískt fullveldi. En Ţjóđverjar líta allt öđrum augum á máliđ: ţeir telja sig niđurgreiđa lífskjör Grikkja sem lifi um efni fram.

Ef Grikkir og Ţjóđverjar byggju í einu og sama ríkinu vćri vettvangur til ađ leysa máliđ. Á vettvangi ríkisvaldsins vćri hćgt ađ samrćma lög og reglur, t.d. eftirlaunaaldur, lífeyrir, félagsleg réttindi og skattheimtu. Jafnframt vćri hćgt ađ miđla skattfé til ţess hluta ríkisins sem stćđi höllum fćti.

Eina varanlega lausnin á vanda Grikkja og jađarríkjanna er ađ Evrulandiđ međ sínum 17 ríkjum fái til muna meiri valdheimildir til ađ glíma viđ afleiđingar fjármálakreppunnar. Ţjóđir Evrulands eru ekki tilbúnar í slíka samsteypu. Hin lausnin er ađ Grikkir fari úr Evrulandi og ţar međ er evrópska brćđralagiđ orđiđ ađ engu.

Líklegast er ađ blanda af tvennu verđi reynd: auknar valdheimildir til Brussel ađ stýra efnahagskerfum Evrulanda og varanleg niđurgreiđsla á lífskjörum grísks almennings gegn hörđum skilmálum, - sem Grikkir munu játast í orđi en ekki borđi.

Blandan mun virka í skamma stund, kannski tvö til fjögur ár, en ţá verđur Evrópuelítunni orđiđ svo bumbult ađ hún gefst upp á verkefninum um Stór-Evrópu.


mbl.is Áttu aldrei ađ taka upp evru
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 148
  • Sl. sólarhring: 444
  • Sl. viku: 898
  • Frá upphafi: 1119275

Annađ

  • Innlit í dag: 132
  • Innlit sl. viku: 775
  • Gestir í dag: 130
  • IP-tölur í dag: 129

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband