Leita í fréttum mbl.is

15 prósent kjósenda Samfylkingar vilja slíta ESB-viðræðum

Um 79 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynntir því að draga tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Sambærilegt hlutfall fyrir kjósendur Framsóknarflokksins er 72 prósent og 50 prósent fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Um 15 prósent kjósenda Samfylkingarinnar vilja draga aðildarumsóknina tilbaka.

Capacent Gallup gerði könnun fyrir Heimssýn og lagði eftirfarandi spurningu fyrir: „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?”  Eins og fram kom í gær eru 51 prósent svarenda hlynntir því að draga aðildarumsókn Íslands tilbaka.

Kjósendur Samfylkingarinnar skera sig úr að tvennu leyti. Þar er stuðningur við að draga umsóknina tilbaka minnstur, eða 15 prósent, en jafnframt er kjósendahópur Samfylkingarinnar með hæsta svarhlutfallið í flokki óákveðinna eða 16 prósent. Kjósendahópurinn sem kemur næst í flokki óákveðinna eru þeir sem kusu Vinstrihreyfinguna grænt framboð, 8 prósent þeirra segjast hvorki fylgjandi né andvígir því að draga umsóknina tilbaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 1121177

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 410
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband