Leita í fréttum mbl.is

Raddir Evrópu

Heimssýn eru víðsýn samtök. Þess vegna gerði tíðindamaður samtakanna sér far um það þegar hann átti þess kost að fara um nokkrar borgir í Mið-Evrópu að hlusta á rök heimamanna. Það sem kom á óvart var að þau voru flest á einn veg og það var viss beygur í fólki. Myntsamstarfið hefur leikið lönd Evrópu með misblíðum hætti. Sum hafa blómstrað eins og Þýskaland. Önnur hafa ekki komist almennilega á skrið, eins og Slóvakía.

Leiðsögumaður í Vínarborg óttaðist að evran myndi draga Austurríki enn frekar inn í skuldabaslið í álfunni. Þjónn á veitingahúsi í borginni sem var frá Túnis var búinn að fá sig fullsaddan af ástandinu og því að fólk gæti verið heima á fínum bótum þegar fólk vantaði í vinnu í hans geira. Hann var sjálfur á leið til Túnis!

Leigubílstjóri í Bratislava í Slóvakíu var verkfræðingur án verkefna í því fagi. Honum var tíðrætt um dýrtíðina með evrunni, mikið atvinnuleysi og erfiðleika hjá fólki við að ná endum saman.

Tékkar hafa ekki tekið upp evruna og þykjast margir hólpnir. Þegar ég greindi ungum tékkneskum hjónum frá ummælum Merkel um erfiðleika í Evrópu á næstunni kom skelfingarsvipur á andlit þeirra. Þau höfðu nýverið staðið í fjárfestingum á nýju húsnæði. Ef atvinna minnkar eiga þau erfitt með að standa í skilum.

Hagfræðiprófessor frá Póllandi þakkaði sínum sæla fyrir að Pólverjar hefðu ekki tekið upp evruna. Hann óttaðist verulega að ef af því yrði myndi pólskur iðnaður lúta í lægra haldi í samkeppninni við velsmurða iðnaðarmaskínu Þýskalands. Hann sá enga aðra lausn fyrir Evrópu í þessum efnum en að gjaldmiðilssamstarfinu yrði skipt upp að einhverju leyti.

Evrópskir vinir mínir spurðu um stöðuna á Íslandi. Ég sagði þeim að hagvöxtur væri á Íslandi og atvinna að aukast og að við værum í vissu skjóli frá atburðarásinni á meginlandinu.

-s


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 984
  • Frá upphafi: 1117907

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 876
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband