Leita í fréttum mbl.is

Stjórnvöld í Lettlandi vilja taka upp evru en þjóðin er á móti

latviaÞað lítur út fyrir að Lettar verið 18. ríkið til að taka upp evruna þótt aðeins lítill hluti þjóðarinnar sé því fylgjandi. Bankar í landinu er taldir standa tæpt, meðal annars vegna þess hve stór hluti innlána er í eigu útlendinga.

Í nýlegu hefti af fréttatímaritinu The Economist, frá 20. apríl,  er fjallað um þessi mál. Þar kemur fram að þrátt fyrir að Kýpur og Slóvenía hafi verið að sigla inn í evrukreppuna sé Dombrovskis forsætisráðherra Lettlands staðráðinn í því að Lettland taki upp evru í byrjun næsta árs. Hann hafi flogið til Parísar í liðinni viku til þess að sannfæra frönsk stjórnvöld um það, en Frakkar ásamt Spánverjum hafa verið hvað vantrúaðastir á að Lettland væri tilbúið að taka upp evru.

Samt er talið að Lettland uppfylli Maastricht-skilyrðin fyllilega og til þessa hefur ESB ekki hafnað neinu ríki sem uppfyllt hefur skilyrðin (reyndar má deila um það hvort að Lettum hafi ekki verið hafnað áður þótt þeir hafi uppfyllt skilyrðin). Sem stendur hefur hagvöxtur tekið bærilega við sér í Lettlandi, gjaldmiðill landsins, latið, hefur verið tengt við evruna í um áratug og um 90% af skuldum fyrirtækja og heimila eru í evrum. Eistland tók upp evru árið 2011 og Litháen vonast til að geta tekið upp evru árið 2015.

Erfiðleikar í Lettlandi
Leið Lettlands hefur þó ekki verið neinn dans á rósum. Miklar þrengingar hafa átt sér stað eftir að fjármálakreppan hélt innreið sína. Árið 2009 dróst landsframleiðsla saman um 20%. Í desember 2008 samþykktu ESB og AGS að lána Lettlandi 7,5 milljarða evra (jafnvirði um tæplega 1200 milljarða króna) vegna björgunaraðgerða í landinu. Í kjölfarið var gripið til mjög harkalegra sparnaðaraðgerða í opinbera geiranum, bæði með samdrætti í þjónustu, uppsögnum starfsmanna og launalækkunum. Fyrir vikið jókst atvinnuleysi talsvert og fátækt einnig, en Lettland er í dag talið þriðja fátækasta ESB-ríkið.

Bankarnir eru áhyggjuefni
Rekstur banka í Lettlandi veldur stjórnvöldum ennfremur áhyggjum, ekki hvað síst vegna þess að útlendingar, eða fólk sem er búsett í öðrum löndum á yfir helming af innlánum í bönkunum. Um 90% þessa er sagt koma frá Rússlandi eða öðrum ríkjum fyrrum Sovétríkjanna. Þetta fólk geymir fé sitt í Lettlandi þar sem það er talið öruggara en á heimavelli, auk þess sem stór hluti Letta talar rússnesku og viðskiptasiðferðið er sagt vera á svipuðu stigi.

Erlendir fjölmiðlar hafa bent á þetta stóra hlutfall innlána erlendis frá sem veikleikamerki hjá Lettum, en forsætisráðherra landsins þvertekur fyrir að þessar aðstæður eigi nokkuð skylt við ástandið á Kýpur, en bankar þar voru jú fullir af fé frá Rússum. Ráðherrann bendir á að bankageirinn í Lettlandi sé hlutfallslega minni, betur fjármagnaður og að ríkisstjórnin hafi hert mjög eftirlit og varnir gegn peningaþvætti.

Almenningur á móti
Stærsta vandamál forsætisráðherrans þessa dagana er þó talið vera þjóðin sjálf. Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum er aðeins um þriðjungur þessarar þjóðar sem telur 2,2 milljónir manna hlynntur því að taka upp evru.  Sérstök stjórnmálahreyfing hefur verið sett á laggirnar, aðallega skipuð Rússum, til að krefjast þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, en landið á að taka upp evru samkvæmt samningum við ESB.  Almenningur hræðist ástandið á evrusvæðinu og það hræðist það að taka upp nýjan gjaldmiðil. Þegar latið var tekið upp í stað rússnesku rúblunnar fylgdi því mikil verðbólga og það merkilega er að almenningur, einkum þeir sem eldri eru, óttast að slíkt hið sama gæti gerst við upptöku evru. Sparnaður fólks fauk út í veður og vind við fyrri gjaldmiðlaskiptin – og ótti er um svipað nú. Traustið á evrunni er því ekki mikið.

Dombrovskis forsætisráðherra vonast þó til þess að þróunin á næstu misserum verði stjórninni hagstæð, t.d. að fjárfesting og útflutningur muni aukast og að það muni breyta afstöðu fólks og gera það jákvæðara gagnvart evrunni. Ráðherrann vonast jafnframt til þess að skýrsla sem er í smíðum hjá Seðlabanka Evrópu um Lettland og birta á í næsta mánuði muni sýna jákvæða niðurstöðu fyrir stjórnvöld í Lettlandi.

Vandamálið er hins vegar hvernig taka eigi á lettnesku þjóðinni sem sé alls ekkert á því að taka upp evru. Spurningin er hvort vilji hennar verði virtur að vettugi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 468
  • Frá upphafi: 1121167

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 419
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband