Leita í fréttum mbl.is

Fordæma hótanir ESB - Unnur Brá segir hljóðið þungt í Færeyingum

Vestnorræna ráðið fordæmir harðlega hótanir hótanir Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum vegna makrílveiða landanna, sem og refsiaðgerðir sambandsins gegn Færeyjum vegna síldarveiða þeirra.

Þannig hefst ályktun sem samþykkt var í gær af Vestnorræna ráðinu og Morgunblaðið segir frá. Aðild að ráðinu eiga Ísland, Færeyjar og Grænland. Ársfundur ráðsins stendur nú yfir í Narsarsuaq á Grænlandi og sitja hann 18 þingmenn frá löndunum þremur.

Nánar segir í frétt mbl.is:

Fram kemur ennfremur í ályktuninni að framganga Evrópusambandsins sé ekki ásættanleg í alþjóðasamskiptum. Því er mótmælt að sambandið hafi kosið í krafti stærðar sinnar að fara þá leið að hóta nágrönnum sínum. Og það þrátt fyrir að fyrir liggi niðurstöður norskra hafrannsókna að makrílstofninn kunni að skapa umhverfisvanda í hafinu vegna stærðar sinnar.

Vakin er athygli á því hversu mikil áhrif slíkar refsiaðgerðir geti haft á fámenn samfélög vestnorrænu landanna og eru Norðmenn ennfremur hvattir til þess að styðja Ísland og Færeyjar og hafna framgöngu Evrópusambandsins. Þá er það harmað að sjávarútvegsráðherra Noregs, Lisbeth Berg-Hansen, hafi lýst yfir stuðningi við aðgerðir sambandsins. Eru norsk stjórnvöld hvött til þess að endurskoða þá afstöðu sína.

Ennfremur er Norðurlandaráð hvatt til þess að beita sér í málinu og styðja Ísland og Færeyjar. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, segir í samtali við mbl.is að hljóðið sé þungt í Færeyingum vegna málsins. Það sé sameiginlegt álit fulltrúa í ráðinu að staða landanna sé sterkari gagnvart málinu ef þau standi saman og ályktunin sé liður í því


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 913
  • Frá upphafi: 1118447

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 815
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband