Leita í fréttum mbl.is

Öflug andstaða gegn ESB-aðild í Noregi og EES-samningurinn umdeildur

kathrine-kleveland680

Andstaðan við aðild Noregs að ESB er mjög sterk og umræða um ókosti EES-samningsins er nokkuð stöðugt í gangi. Um sjötíu prósent Norðmanna eru á móti aðild að ESB. Helsta formannsefni Nei til EU á komandi ársfundi samtakanna, Kathrine Kleveland, vill að Norðmenn segi EES-samningnum upp.

Kleveland segir það mjög undarlega stöðu að á meðan 70% af Norðmönnum vilji ekki að Noregur gerist aðili að ESB hafi sambandið samt aldrei haft meiri áhrif í Noregi í gegnum EES-samninginn.

Spurningin er hvort ekki sé ástæða til að ræða þessi mál hér á landi. Það hefur t.d. lítið farið fyrir umræðu um þá staðreynd að það voru EES-reglur sem gerðu íslensku bönkunum mögulegt að þenjast út í Evrópu. EES skapaði lagarammann sem stjórnendur bankanna, illu heilli, notfærðu sér. Fyrir vikið varð fjármálahrunið hér á landi mun stærra. Kannski hefði ekkert eiginlegt fjármálahrun orðið hér á landi ef við hefðum ekki veirð háð EES-reglunum.

Eru EES-reglurnar, sem um ýmislegt geta verið jákvæðar, að valda einhverjum þeim skaða í íslensku efnahagslífi í dag sem við sjáum ekki almennilega - ekki frekar en við vorum fyrir bankahrunið blind á þann skaða fyrir efnahagslífið sem EES-reglurnar gerðu mögulegan? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki sammála því að án EES-reglana hefði ekki orðið hrun. Ein af ástæðunum fyrir því að bankarnir fóru á hliðina var vegna þess að þeir tóku eigin hlutabréf sem veð fyrir risalánum. Það er harðbannað á hinum Norðurlöndunum (þ.á.m. Danmörku, sem jú er í ESB) og þeir bankastarfsmenn sem reyna það eru umsvifalaust reknir og ákærðir fyrir umboðssvik.

Þegar bankarnir voru einkavæddir og seldir á spottprís til vina og kunningja, sem síðan rændu bankana innanfrá, láðist Alþingi að setja lög um bankastarfsemi eins og tíðkast annars staðar, sem hefði getað verið gert þrátt fyrir EES-samninginn. Sennilega vísvitandi, því ekki mátti gera tilvonandi svikurum erfitt fyrir.

Og í þessu meingallaða íslenzka réttarkerfi hafa svikararnir enn ekki verið dæmdir 6 árum síðar. Talandi um bananalýðveldi.

Pétur D. (IP-tala skráð) 6.10.2014 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 110
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 935
  • Frá upphafi: 1117827

Annað

  • Innlit í dag: 104
  • Innlit sl. viku: 831
  • Gestir í dag: 102
  • IP-tölur í dag: 102

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband