Leita í fréttum mbl.is

Hrynur evrusvæðið ef Grikkir fara út?

Varoufakis_hugsiMat embættismanna, stjórnmálamanna og fræðimanna á því hvað gerist ef Grikkland yfirgefur evrusvæðið er dálítið ólíkt. Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands segir að evran falli eins og spilaborg ef Grikkir taki upp annan gjaldmiðil. Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tekur ekki svo djúpti í árinni en segir að vandamál Grikkja verði ekki leyst með öðrum hætti en að landið hætti í evrusamstarfinu.

Varoufakis skýtur jafnframt föstum skotum á Ítali og segir þá ekki þora að segja sannleikann um efnahagsmálin auk þess sem ítalska ríkið sé að nálgast gjaldþrot.

Ekki batnar þetta fyrir evruna og ESB.


mbl.is Líkir evrunni við spilaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað hrynur hún, reyndar mun evran sennilega hrynja hvort eð er, en ef Grikkjum verður úthýst þá mun það flýta verulega fyrir.

Það þarf ekki aðra staðreynd en þá að Grikkir óska eftir 50% lækkun skulda. Verði Grikkjum úthýst af evrusvæðinu munu skuldareigendur þar sennileg þurfa að afskrifa allt að 100% af þessum sömu lánum. Það þola hvorki Þýskir né Franskir bankar, hvað þá bankar sem eru í öðrum löndum evrunnar.

Gunnar Heiðarsson, 10.2.2015 kl. 06:49

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Mun engu breyta.

Það verður að segjast eins og er, að eigi er bermilegt að sjá til stjórnarhátta Syriza.  Ráðaleysið og óraunsæið algert.

Og þetta er flokkur sem líta ber til, segir heimssýn og andsinnar!  Hahaha.

Það að Syriza hafi komist í essa oddastöðu, - er alveg prýðis kennsludæmi um hve hættulegt lýðskrum er og hve ónothæft það er þegar til avörunnar kemur.

Þetta ætti að verða heimssýn umhugsunarefni.

Heimssýn ætti nú að hugsa sinn gang.  Hugsa svo sem:  Höfum við gengið til góðs?  O.s.frv.

Það er td. stórmerkilegt hvernig hægt hefur verið að lýðskruma í Grikklandi, og hafa minna en enga innistæðu fyrir því!  Minna en enga.

Syriza bræður eru búnir að koma sér í afar slæma stöðu. 

Það er almenn undrum meðal almennings og helstu fjölmiðla á óábyrgu háttalagi Syriza eða forsvarsmönnum flokksinns.  Fólk er bara farið að hrista hausinn yfir þeim.  Menn bjuggust við að þeir væru undirbúnir og hefðu eitthvert plan.  Svo er ekki.

Það er alveg ótrúlegt að sjá heimssýnarfélagsskapinn hér uppi í fásinni kætast og dilla rassinum yfir þessum ósköpum.

Fólk getur séð hvað það þýddi ef Heimssýn fengi ein að ráða hérna.  Það væri bara hægt fljótlega að loka sjoppunni og slökkva ljósin ef heimssýn réði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.2.2015 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 186
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 1077
  • Frá upphafi: 1120977

Annað

  • Innlit í dag: 172
  • Innlit sl. viku: 988
  • Gestir í dag: 166
  • IP-tölur í dag: 165

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband