Leita í fréttum mbl.is

UMSÓKNIN HEFUR VERIĐ AFTURKÖLLUĐ SEGIR GUNNAR BRAGI

Íslendingar hafa afturkallađ umsóknina um inngöngu í ESB međ sérstöku bréfi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráđherra til forystu ESB í dag.

Frá ţessu var sagt í fréttum RUV rétt í ţessu.

Sjá nánar á vef utanríkisráđuneytisins.

 

RUV segir svo frá:

Ríkisstjórnin hefur samţykkt ađ hún hafi ekki í hyggju ađ taka upp ađildarviđrćđur viđ Evrópusambandiđ á nýjan leik. Ríkisstjórnin lítur svo á ađ Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja og hefur fariđ ţess á leit viđ ESB ađ sambandiđ taki hér eftir miđ af ţví.
 
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráđherra afhenti nú rétt klukkan sex ađ íslenskum tíma formanni ESB, sem er utanríkisráđherra Lettlands, bréf ţess efnis. Ţetta kom fram í kvöldfréttum útvarps.
 
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamađur, rćddi viđ Gunnar Braga nú skömmu fyrir klukkan sex. „Viđ teljum ađ ţessu máli sé lokiđ og ef menn vilja sćkja um ađ nýju ţá verđi ađ leita til ţjóđarinnar,“ segir utanríkisráđherra.
 
Gunnar Bragi segir ađ ţeir hafi veriđ í samskiptum viđ ESB undanfarnar vikur. Fundurinn í dag hafi veriđ góđur, báđir ađilar hafi skilning á ţessari stöđu og ţetta sé leiđ sem sé eđlileg. „Ţeir ţekkja ferliđ sem hefur veriđ í gangi á Íslandi - ţetta er í rauninni bara „common sense“ - ef mađur leyfir sér ađ sletta.“
 
Gunnar Bragi segir ađ bréfiđ útskýri stöđuna. „Ţađ sjá ţađ allir ađ máliđ er komiđ á endastöđ.“ Hann segir viđrćđurnar hafa veriđ búnar, ekkert hafi gerst í langan tíma. „Viđ erum bara ađ loka ţessu ferli,“ segir ráđherra.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,,međ sérstöku bréfi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráđ) 12.3.2015 kl. 18:19

2 Smámynd: Einar Karl

Nei.

Ísland hefur ekki afturkallađ umsóknina. Ţetta er einhver meinlegur misskilningur bensíndćlumannsins í stól utanríkisráđherra.

Ţađ var ALŢINGI Íslendinga sem ákvađ ađ sćkja um ađild ađ Evrópusambandinu. Sú umsókn verđur ekki afturkölluđ nema Alţingi taki um ţađ ákvörđun. 

Ályktanir og ákvarđanir Alţingis falla ekki úr gildi viđ sérhverjar kosningar. 

Einar Karl, 12.3.2015 kl. 19:32

3 Smámynd:   Heimssýn

Umsóknin hefur ekki veriđ í gildi frá ţví ađ ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur náđi ekki ađ koma henni áfram hjá ESB međ ţeim skilyrđum sem Alţingi setti. Ţess vegna er hefur umsóknin ekki veriđ í gildi og ţađ ţarf samkvćmt ţví enga ađkomu Alţingis ađ stađfesta ţá niđurstöđu ađ ekki er var hćgt ađ uppfylla skilyrđi Alţingis. En ţađ er svo sem allt í góđu ađ Alţingi blessi ţetta.

Heimssýn, 12.3.2015 kl. 20:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 723
  • Frá upphafi: 1118836

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 665
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband