Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna drap hvort eð er umsóknina - Gunnar Bragi er bara að staðfesta útförina

Gunnar BragiAlþingi samþykkti á sínum tíma umsóknina miðað við tilteknar forsendur, meðal annars um sjávarútvegsmál. Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sá að ekki yrði hægt að uppfylla þessar forsendur var hinu svokallaða umsóknarferli hætt og umsóknin var þar með dauð. 

Það var því ríkistjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem hóf þetta ferli, fékk umboð til að ljúka því en lenti úti í feni með málið. Umsóknin gekk ekki eftir. 

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er í raun bara að staðfesta þetta.

Það er ekki hægt að endurvekja dauða og grafna umsókn nema með endurnýjuðu umboði Alþingis og þá væntanlega með breyttum forsendum - t.d. um að við afhendum Brussel allt forræði í sjávarútvegsmálum.

Slíkt verður aldrei gert. Almenningur á Íslandi mun aldrei leyfa það.


mbl.is Ísland ekki lengur umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alþingi samþykkti á sínum tíma umsóknina og aðeins Alþingi getur "drepið" hana eða "staðfest útför". Umboð Alþingis er í fullu gildi og verður svo meðan Alþingi dregur það ekki til baka. Einstakar ríkisstjórnir, ráðherrar, þingmenn eða skúringarkonur hafa lagalega ekki vald til að ómerkja ályktanir Alþingis.

Telji ríkisstjórnin sig vera með gott mál sem nýtur fylgis þá ætti hún að bera það undir Alþingi en ekki standa í svona vafasömum aðgerðum. Það mun aðeins skaða málstað þeirra og orsaka úlfúð og rifrildi sem draga mun úr afköstum Alþingis meðan stjórnin situr.

Ufsi (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 20:54

2 Smámynd:   Heimssýn

Alþingi samþykkti umsóknina með ákveðnum skilyrðum. Þau skilyrði var ekki hægt að uppfylla. 

Mér sýnist við vera sammála um það.

Þar með er ekki hægt að halda áfram með þessa umsókn. Til þess þyrfti nýja samþykkt frá Alþingi. 

Þess vegna er umsóknin orðin ógild - og Gunnar Bragi var bara að staðfesta það.

Heimssýn, 12.3.2015 kl. 21:23

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

ESB hefur formlega tilkynnt að Ísland sé ekki lengur umsoknarríki. Menn verða að eiga það við sambandið ef þeir eru ósáttir.

Málinu lauk þegar síðasta ríkistjórn stöðvaði viðræðurnar á þeim grunni m.a. að ESB neitaði ítrekað að afhenda rýniskýrslu um sjávarútveg, svo ekki var hægt að opna þann kafla né halda áfram viðræðum. Það var þannig ESB sem hætti viðræðum.

síðustu sakramenti Gunnars eru bara formsatriði. Allt uppnám og stóryrði varðandi þetta eru bara lip service og blómaskreytingar handa hinum hjáróma minnihluta sem vill hafa þetta mál í salti til eilífðar á meðan allar forsendur umsoknarinnar úreldast og kalla hvort eð er á að byrjað verði frá grunni ef af verður.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2015 kl. 21:46

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Búast má við hægðastormi pólitísks lýðskrums og vinstri sýndarveruleika næstu daga með winstaka tilbrygðum til múgæsinga og skemmdarverka, en svo styttir upp um síðir.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2015 kl. 21:49

5 identicon

Alþingi samþykkti umsóknina, að þinni sögn með ákveðnum skilyrðum. Eða það sem réttara er: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.”.

En hafi ekki verið hægt að uppfylla einhver skilyrði við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra þá er það Alþingis að leggja mat á það og ákveða framhaldið. Það er ekki i verkahring ríkisstjórnar eða einstakra ráðherra að ákveða framhaldið fyrir Alþingi.

Þegar fórna skal Alþingi svo koma megi í veg fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning geti nokkurntíman farið fram er nokkuð langt gengið og sýnir örvæntingu og veikleika málstaðarins. Alþingi og þjóðin skulu ekki spurð ef málstaðurinn stendur á brauðfótum og útkoman er óviss.....Og fáráðlingarnir fagna síðustu dögum lýðveldisins.

Ufsi (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 712
  • Frá upphafi: 1118825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 659
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband