Leita í fréttum mbl.is

ESB misnotar gríska lýðræðið

Forkólfar ESB hafa tekið lýðræðislegan rétt af Grikkjum. Forystumenn ESB gefa sig nú af öllu afli inn í kosningabaráttu um nauðungasamningana sem ESB er að þvinga upp á Grikki.

ESB hefur forystumenn helstu stórríkja álfunnar á bak við sig og þeir hafa greiðan aðgang að öllum helstu fjölmiðlum álfunnar. Gríska þjóðin er því á milli steins og sleggju. Sleggjan eru hótanir ESB og steinninn er hinn þungbæri efnahagslegi veruleiki sem evran hefur komið Grikkjum í.

Þessar hörmungar sem gríska þjóðn býr nú við hefur valdið því að heldur hafa þeir hægt um sig sem helst hafa haldið því fram að Ísland ætti að ganga í ESB og taka upp evruna. Þeir aðilar hafa nánast hlaupið í felur. 

Samt hafa nú ekki allir látið af ESB- og evrutrúnni. 

Ennþá undarlegra er að flokkur eins og VG skuli krefjast þess að Ísland klári viðræður um aðild að ESB í ljósi þess hvernig ESB er að fara með Grikki.

Íslenskum stjórnvöldum ber skilyrðislaus skylda til að afturkalla refjalaust umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið og fá staðfesta kvittun um það frá Juncker og Merkel um að hún hafi verið send til baka.

Þeir einstaklingar og íslensk stjórnmálasamtök sem enn flytja tillögur á alþingi um áframhald beiðni um inngöngu í ESB ættu snarast að sjá að sér og biðjast afsökunar.


mbl.is „Nei“ skilar ekki betri niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Er mig að misminna eða minnir þetta á áróðurinn fyrir icesave samningunum

Erna Bjarnadóttir, 2.7.2015 kl. 14:43

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fari svo að Grikkir samþykki nauðasamningana breytist ekkert hjá Grísku þjóðinni, hún heldur áfram í niðursveiflu þar til botninum verður endanlega náð.  Hafni þeir hins vegar áframhaldandi kúgun ESG, EC og ASG, er von til þess að þeir geti farið að snúa sér að því að rétta úr kútnum.  Það mun hins vegar taka mörg ár, þar sem búið er að ganga svo nærri Grískum almenningi og fyrirtækjum að það mun taka langan tíma áður en þeir munu sjá til sólar í efnahagsmálum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.7.2015 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 830
  • Frá upphafi: 1117722

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 732
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband