Leita í fréttum mbl.is

Skellt á Evrópusambandið

Þeim fjölgar, bæði á Íslandi og í Noregi sem hafa fengið nóg af því hversu Evrópusambandið hefur fært sig upp á skaftið í viðleitni sinni að ná völdum í Noregi og á Íslandi – í gegnum EES-samninginn.  Nú gera Norðmenn sig líklega til að spyrna við fótum.  Stórþingið afþakkaði að stimpla valdaframsal til Evrópusambandsins í járnbrautarmálum og ákvað að spyrja hæstarétt hvort ekki sé rétt að staldra við og senda gjörninginn aftur til Brussel. 

Kannski mun þetta síðar verða kallað upphafið að endalokum EES-samningsins.  

 

stortinget

https://www.aftenposten.no/norge/politikk/i/PR9167/full-stopp-for-regjeringens-jernbaneforslag-flertallet-vil-sende-sake


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vald íslenska ríkisins var framselt til Brussel með aðild ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) fyrir meira en aldarfjórðungi. cool

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki einu sinni Miðflokkurinn eða Flokkur fólksins.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

En þeir sem vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu geta að sjálfsögðu gengið í Íslensku þjóð"fylkinguna" sem
fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í október 2016. cool

Þorsteinn Briem, 24.10.2020 kl. 02:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"47. gr. 1. Ákvæði 48.-52. gr. gilda um flutninga á járnbrautum, vegum og skipgengum vatnaleiðum."

Lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993

Þorsteinn Briem, 24.10.2020 kl. 03:23

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nú veit ég ekki hversu gamall þú ert Þorsteinn, hvort þú sért það ungur að umræðan um aðild að EES samningnum hafi farið framhjá þér, á sínum tíma.

Ég man þessa umræðu vel, rétt eins og hún hafi farið fram í gær. Framsal valdheimilda úr landi var mikið rætt og fullyrtu talsmenn samningsins þá að ekki væri um neitt slíkt framsal að ræða, enda í andstöðu við stjórnarskrá.

Út frá þessum fullyrðingum náðist minnsti mögulegi meirihluti Alþingis  fyrir samþykkt samningsins.

Þjóðin var látin afskipt og fékk ekkert um málið að segja, enda ljóst að ef hún hefði fengið aðkomu að málinu værum við ekki í þeim vanda sem nú blasir við í samskiptum við ESB.

Gunnar Heiðarsson, 24.10.2020 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 83
  • Sl. sólarhring: 375
  • Sl. viku: 1829
  • Frá upphafi: 1120612

Annað

  • Innlit í dag: 80
  • Innlit sl. viku: 1568
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband