Leita í fréttum mbl.is

Bjarni og kjarni

Í upphafi ræðu sem Bjarni Jónsson hélt á Alþingi 7. mars sl. segir:

 Virðulegi forseti. Fram kemur í skýrslu utanríkisráðherra um framkvæmd EES samningsins að nauðsynlegur hluti af EES samstarfinu sé að halda uppi öflugri hagsmunagæslu og að þó hagsmunir Íslands fari gjarnan saman með samstarfsríkjum innan EES, Þá komi „endrum og sinnum upp gerðir sem orka með öðrum hætti á íslenskar aðstæður en að er stefnt eða geta jafnvel haft skaðlegar afleiðingar“ eins og segir í skýrslunni. Ég held að þar sé ekki ofsagt.

 Við finnum okkur reglulega og of oft í þeirri stöðu að upp á okkur sé þröngvað hlutum sem hér eiga ekki við, vegna séríslenskra aðstæðna, legu landsins og smæðar þjóðarinnar.  Löggjöf og reglum sem ganga æ harðar gegn fullveldi þjóðarinnar, þrengja að möguleikum til eigin ákvarðanatöku sem sjálfstæðrar þjóðar í eigin landi. Að við fáum skipað okkar málum sjálf.

  

Bjarni veður þarna rakleitt að kjarna máls.  Best er að þjóðir setji sér lög sjálf eftir því sem framast er unnt.  Það gekk ágætlega á Íslandi að framan af lýðveldistímanum, en fyrir um 30 árum tók Alþingi upp á því af afrita kerfisbundið evrópsk lög.  Sífellt fleiri vankantar á því fyrirkomulagi hafa komið upp.  Þeir sem mæla þessu afritunarkerfi bót gera það iðulega með því að vísa í einhver óskyld mál og láta að því liggja að þau mál væru í ólestri ef Íslendingar lytu ekki Evrópusambandslögum.  Á þeim málalista eru t.d. viðskipti, ferðalög, rannsóknir, menntun, neytendavernd og vinnuvernd.  Engin ástæða er til að ætla að nokkuð af því væri í ólestri ef ekki væri þetta afritunarfyrirkomulag. 

Íslendingar ættu að endurskoða samskiptin við Evrópusambandið með almennan fríverslunarsamning í huga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 74
  • Sl. sólarhring: 240
  • Sl. viku: 1039
  • Frá upphafi: 1117962

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 910
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband