Leita í fréttum mbl.is

Utanríkisráðherra segir það kost að standa utan Evrópusambandsins

"Ingibjörg Sólrún segir að sér virðist sem talsverður stuðningur sé við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna meðal Afríkuríkja. Að sögn Ingibjargar er stofnun sambandsríkis Afríku mikið rædd á fundinum. Ástæðan sé sú að ráðamenn í Afríku vilji láta meira að sér kveða á alþjóðlegum vettvangi. Þar sem að margir telji nú nauðsynlegt að Afríka verði einhvers konar mótvægi við Bandaríkin og Evrópusambandið geti það verið kostur fyrir Ísland í baráttunni um sæti í öryggisráðinu að vera utan Evrópusambandsins."

Þannig hljóðaði hluti fréttar Ríkisútvarpsins í dag um heimsókn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, til Ghana á leiðtogafund Afríkusambandsins. Það hefur vakið athygli að Ingibjörg, sem verið hefur einn ötulasti talsmaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið, skuli sjá jákvæðar hliðar á því að standa utan þess. Jafnvel þó framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sé vissulega afar umdeilt hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 33
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 858
  • Frá upphafi: 1117750

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 756
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband