Leita í fréttum mbl.is

Hver yrðu áhrif Íslands innan ESB?

Því er gjarnan haldið fram af þeim sem vilja ganga í Evrópusambandið að aðild sé nauðsynleg til þess að við getum haft áhrif innan sambandsins. Látið er eins og þessi áhrif yrðu mikil og jafnvel ýjað að því að við myndum ráða öllu þar á bæ sem við vildum. Minna er hins vegar farið út í það  nákvæmlega hversu mikil þessi áhrif kynnu að verða. Í ítarlegri og fróðlegri skýrslu Evrópunefndar forsætisráðherra, sem nefndin sendi frá sér í marz sl., er þessu gerð skil á bls. 83-85.

Formleg áhrif aðildarríkja Evrópusambandsins innan þess miðast fyrst og fremst við íbúafjölda þeirra sem verður að teljast afar óhagstæður mælikvarði fyrir okkur Íslendinga. Gera má því ráð fyrir að áhrif okkar innan sambandsins yrðu hliðstæð og Möltu en þar bjuggu um 400 þúsund manns í lok síðasta árs. Ísland yrði ásamt Möltu fámennasta aðildarríkið og þar með með minnstu áhrifin.

Ísland fengi einn fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Í Nice-sáttamálanum er gert ráð fyrir að þegar aðildarríkin eru orðin 27 (sem þau urðu um síðustu áramót) verði fulltrúarnir í framkvæmdastjórninni færri en aðildarríkin sem kemur væntanlega til framkvæmda við skipun næstu framkvæmdastjórnar árið 2009 að óbreyttu. Í fyrirhugaðri stjórnaraskrá sambandsins er hins vegar gert ráð fyrir að hvert aðildarríki eigi aðeins fulltrúa í framkvæmdastjórninni annað hvert kjörtímabil en kjörtímabilið er 5 ár.

Þess ber þó að geta að fulltrúarnir í framkvæmdastjórninni eru í raun einungis fulltrúar aðildarríkjanna að því leyti að ríkisstjórnir þeirra tilnefna þá. Þess utan er þeim óheimilt að draga taum heimalanda sinna og ber einungis að líta til heildarhagsmuna Evrópusambandsins.

Í leiðtogaráðinu sitja leiðtogar aðildarríkjanna og forsætisráðherra Íslands myndi sitja þar sem fulltrúi landsins. Í ráðherraráðinu myndi Ísland væntanlega fá þrjú atkvæði af 345. Á Evrópusambandsþinginu fengjum við 5 þingmenn af 785, 6 af 750 ef fyrirhuguð stjórnarskrá Evrópusambandsins verður samþykkt. M.ö.o. vel innan við 1% vægi í báðum tilfellum.

Í efnahags- og félagsmálanefnd sambandsins, sem og héraðanefnd þess, myndi Ísland væntanlega líkt og Malta fá fimm fulltrúa en alls eru 344 fulltrúar í þessum nefndum í dag.

Ísland myndi tilnefna einn dómara í dómstól Evrópusambandsins en hann væri, líkt og fulltrúann í framkvæmdastjórninn, ekki fulltrúi íslenzkra hagsmuna.

Aðildarríkin skiptast á að vera í forsæti ráðherraráðsins í sex mánuði í senn. Miðað við 28 aðildarríki færi Ísland með forsætið á 14 ára fresti. Ef stjórnarskráin verður samþykkt verður þetta kerfi afnumið og í staðinn kemur sérstakur kjörinn forseti ráðsins.

Að öðru leyti myndi í raun ekkert breytast við aðild hvað varðar áhrif okkar innan Evrópusambandsins. Aðaláhrif Íslands innan sambandsins myndu áfram byggjast á "lobbyisma", rétt eins og raunin er í dag. Á móti myndum við gefa eftir yfirráð okkar yfir flestum okkar málum en lítið sem ekkert hafa um þau að segja eftir það.

Hjörtur J. Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Ruminy

Það er þrennt sem maður getur svarað við útfærslur þínar:

- Það eralltef betra að ver með þar sem ákvarðanir verða teknir í stað þess að sitja fyrir utan og þurfa að finna einhvern sem er 'með' til að sinna hagsmunum.

- Það er rétt hjá þér að töluleg áhrif litillar þjóðar eins og Íslands er litil, en þó hlutfallslega meir en hverar stórar þjóðar sem þú nefndir.  Bara það dæmi sem þú nefnir að eftir breytingum að 'stjórnarskránni' fwengi Ísland 6 af 750 í stað 5 af 785 nú sýnir að stöðu smærra þjóða mun batna hlutfallslega. En taktu bara staða eins og hún væri núna. Ísland fengi sem sagt 6/785 en Þýskaland sem stærsta stakt land innan ESB er með 99/785. En hvernig er það miðað við íbúafjölda:

Ísland 6/310.000 = 1 á hverja tæp 52.000 Íslendinga á móti 99/80.000.000 = 1 á hverja 800.000 Þjóðverja. Vægi atkvæðis hvers Íslendings væri u.þ.b. 16-fald meira en hvers Þjóðverja. Hver fær þá hlutfallslega betri stöðu?

 - miðað við þau rökin þín ættu þar af leiðandi Vestfirðingar að skilja frá íslandi þótt þeir fengi áfram hlutfallslega betri stöðu á alþingi heldur en Reykvíkingur þótt kjördæmi hans er með fæst þingsæti. Vestfirðingur ætti því að segja: ég kýs engan til þingsins því það borgar sig hvort sem er ekki.

Jens Ruminy, 3.10.2007 kl. 13:56

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þú ert s.s. þeirrar skoðunar að Evrópusambandið sé ríki og því sambærilegt að uppbyggingu og íslenzka ríkið? Það sé því hrein og klár ósannindi þegar ófáir Evrópusambandssinnar reyna að telja fólki trú um að Evrópusambandið feli í sér "frjálsa samvinnu fullvalda ríkja"? Ég gæti ekki verið meira sammála þér þar!

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.10.2007 kl. 21:53

3 Smámynd: Jón Lárusson

Það skal líka á það minnt að forseti ESB yrði ekki kosinn af íbúum sambandsins, heldur innan "apparatsins". ESB kontóristar hafa nefnilega voða litla trú á svona lýðræðisfídusum eins og kosningum. Þær eru nefnilega svo hindrandi á hagsmunapot.

1918 urðum við Íslendingar frjáls og fullvalda þjóð og tókum öll okkar mál í eigin hendur á næstu árum eftir það. Ég hef nefnt það áður, að við inngöngu í ESB værum við að kasta á haugana baráttu þeirra sem stóðu að þeim áfanga sem náðist 1918.

Það er ekki auðvelt að vera frjáls og fullvalda þjóð. Því fylgir að sjálfsögðu ákveðnar kvaðir og höft. Þetta er því svipað með þjóðina og einstaklinginn. Við viljum öll vera frjáls og okkar eigin gæfu smiðir. Ef einstaklingur yrði spurður hvort hann vildi láta taka af sér fjárræðið og sviptur sjálfræði (dytti aftur fyrir 18 árið), þá tel ég að hann myndi ekki einu sinni hafa fyrir því að svara, svo fáránleg þætti honum beiðinin. Afhverju er þetta eitthvað öðruvísi þegar kemur að okkur sem heild. Við höfum sýnt það að við getum þetta og höfum gert nú í nær 90 ár, það er engin ástæða til að ætla að þetta komi ekki til með að halda áfram.

Krafan um inngöngu í ESB og upptöku Krónunnar er byggð á eiginhagsmunum sem ekki hafa með hag fólksins í landinu að gera. Hvers vegna hefur verið svona ódýrt að flytja inn hina ýmsu hluti frá útlöndum, nokkuð sem hefur verið mikil kjarabót fyrir almenning. Það er gengi Krónunnar.

Eins og staða Krónunnar er í dag, þá er það klárlega almenningi í hag að halda henni.

Jón Lárusson, 4.10.2007 kl. 21:42

4 Smámynd: Jón Lárusson

Auðvitað er alltaf vitleysur að finna og þar sem ekki er hægt að leiðrétta áður sendar athugasemdir, þá leiðréttist hér villan í næst síðustu málsgrein. Hún á að sjálfsögðu að hljóða svo: Krafan um inngöngu í ESB og upptöku Euro ...

Leiðréttist hér með.

Jón Lárusson, 4.10.2007 kl. 21:44

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Góðir punktar.

Og "euro" er rétta orðið, enda er það svo að ef við gengjum í Evrópusambandið og tækjum upp evru væri lögskylt að kalla hana "euro" hér á landi eins og annars staðar á evrusvæðinu. Þetta er vissulega ekki stærstu rökin gegn því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru en sýnir afskaplega vel oftar en ekki fáránlega og um leið ótrúlega miðstýringaráráttu sambandsins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.10.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 118
  • Sl. sólarhring: 278
  • Sl. viku: 1032
  • Frá upphafi: 1118749

Annað

  • Innlit í dag: 111
  • Innlit sl. viku: 932
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 110

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband