Leita í fréttum mbl.is

Villigötur Evrópusinna

Eiríkur Bergmann fyrrverandi varaţingmađur Samfylkingarinnar og lengi einn ötulasti talsmađur Evrópusamtakanna, samkvćmt heimasíđu ţeirra samtaka, helgar undirrituđum heila blađagrein í 24 stundum í desember sl. Fyrir ţađ ber ađ ţakka og sömuleiđis viđbrögđ formanns sömu samtaka viđ skrifum mínum milli hátíđa.

Mér ţykir auđvitađ leitt ef Eiríkur telur ţađ jađra viđ ađ ég geri hann ómarktćkan ađ ég skuli spyrđa hann viđ Evrópusamtökin og hefi beđiđ hann velvirđingar á ţví. Hitt ţykir mér miklu mun undarlegra í grein dósentsins Eiríks ađ hann skuli reikna međ ađ alţjóđ viti ađ pólitískum afskiptum hans sé lokiđ. Ég hef taliđ ađ öll okkar sem tökum virkan ţátt í pólitískri umrćđu teljumst hafa ţar afskipti.

Aftur á móti er margt í skrifum Eiríks á jađri eđlilegrar pólitíkur eins og ţegar hann skrifar um flokksbróđur minn Birki Jón Jónsson. Í stuttri en afar ómálefnalegri umfjöllun um ágreining Birkis og Guđmundar Ólafssonar hagfrćđings tekst lektornum ađ hraungla saman í einni málsgrein nokkrum neikvćđum lýsingarorđum. Sagt ađ ţađ sé grautfúll pyttur í ađ falla ađ efast um orđ Guđmundar Ólafssonar, ţađ sé ennfremur vont ađ svamla í for og illt ađ vera í leiđindapytt en aldrei vikiđ orđi ađ rökum, hvorki Guđmundar, né Birkis Jóns. Svona er kannski umrćđan hjá ţeim sem eru hćttir í pólitík.

Alvöru einangrunarsinnar

Andrés Pétursson formađur Evrópusamtakanna sem ég vona ađ sé ekki líka hćttur í pólitík beitir reyndar svipuđum röksemdafćrslum í Evrópuumrćđunni í grein sinni 29. desember sl. Ţar er ég útmálađur sem hćttulegur einangrunarsinni og maklega settur á bekk međ ţeim sem gagnrýndu EES samninginn á sínum tíma. Ég er ennţá mjög gagnrýninn á ţann samning, en látum ţađ liggja milli hluta. Ég er nefnilega ekki einangrunarsinni eins og ţeir félagar Andrés og Eiríkur eru svo sannarlega.

Allar miđaldir trúđu Evrópumenn ţví ađ hinn eiginlegi og siđmenntađi heimur nćđi ekki út fyrir Evrópu og allt ţess utan voru lönd kýklópa og kynjadýra. Líkt er ţeim mönnum fariđ sem nú telja ađ Ísland muni einangrast frá umheiminum ef ţađ gengst Evrópuvaldinu ekki á hönd. Fyrir nokkru fćrđi Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamađur fram ţau rök ađ Ísland ćtti ekki ađ ganga í Evrópusambandiđ vegna ţess ađ ţá myndi ţađ einangra sig um of og tapa tćkifćri sínu til ţess ađ ţróa hér áfram alţjóđlega fjármálamiđstöđ. Lönd eins og Lúxemburg hafa sopiđ seyđiđ af einangrunarstefnu Evrópu á undanförnum árum og ţar er nú langt ţví frá eins blómleg alţjóđaţróun eins og var áđur og fyrr. Stađreyndin er ađ Evrópusambandiđ er fyrst og fremst múr tolla, fólks og fjármagns í heimi ţar sem Evrópa er bara pínulítil. EES samningurinn hefur gefiđ okkur forsmekkinn af ţessari einangrun m.a. í ţví ađ nú er nćsta útilokađ fyrir fólk utan Evrópu ađ fá atvinnu á Íslandi. Léleg alţjóđavćđing ţađ.

Ofbeldi skriffinnanna

Ţađ er ekki rétt hjá Andrési Péturssyni ađ samrunaţróun Evrópu hafi orđiđ af fúsum og frjálsum vilja ţjóđanna. Í reynd álíka lygi eins og ađ Íslendingar hafi gerst kristnir af fúsum og frjálsum vilja ţegar gíslatöku var í reynd beitt. Samrunaţróuninni hefur veriđ ţröngvađ upp á ţjóđir Evrópu međ ofbeldi skriffinna sem leitt hafa fólk aftur og aftur ađ kjörborđi um sama hlutinn ţangađ til ţađ kýs rétt - og ţá aldrei aftur. Ömurlegri nauđgun á lýđrćđinu er vandfundin.

Báđum er hinum meintu Evrópusinnum ákaflega misbođiđ ađ ég skuli nefna ţá félaga Hitler og Stalín í sambandi viđ Evrópusambandiđ. Andrés bendir ţar á ađ Evrópusambandiđ sé einmitt sett upp til ađ koma í veg fyrir endurtekin stríđ. Hitler fullvissađi Gunnar Gunnarsson líka á sínum tíma um ađ hann vćri ákafur friđarsinni og Stalín var af mörgum talin mikil friđardúfa.

Ég dró ţá kumpána fram til ađ minnast á ţá glapstigu sem hugsjónafólk gjarnan leiđist. Allir ţeir sem sjá í útlöndum eitthvert fyrirheitna land í rósrauđum bjarma eru á vondum vegi. Getur átt viđ um ţá sem trúa á Evrópusambandiđ líka.

Fólkiđ sem trúđi á Hitler og Stalín var hvorki međ klaufir né hala. Sjálfur gekkst ég bćđi Pol Pot og Maó á hönd í fyrsta bekk Menntaskóla. Viđ lásum Stalín í leshringjum. Slíkar barnagrillur eru lćrdómsríkar en líka víti til ađ varast.

Villigötur hinna hrifnćmu

Hinir meintu Evrópusinnar eru velflestir í hópi ţessara hrifnćmu manna og sjá eins og lektorinn Eiríkur Bergmann merkingabćr stjórnmál í ţví sem hann sjálfur kallar symbólisma Evrópusambandsins. Fyrir mér er ţetta dćmi um alvarlegar villigötur margra Evrópusinna. Sem og ţađ ađ skrifa undir ţá tilhneigingu Evrópusambandsins ađ setja reglur um alla skapađa hluti. Evrópusambandiđ á ţađ skylt međ kommúnismanum og nasismanum ađ vera enn ein tilraunin til alrćđis í mannlegu samfélagi. Slíkt mun nú eins og áđur skila sér í verra hagkerfi og minna frelsi borgaranna.

Í stađ persónudýrkunar hefur innan Evrópusambandsins vaxiđ upp dýrkun á samrunaţróun Evrópu, ofuráhersla á einsleitni ţjóđa innan ESB og margskonar furđuleg kenningasmíđ um góđa Evrópuborgara. Auđvitađ eiga talsmenn Evrópusamtakanna ekki skiliđ ađ skreyta sig međ heitinu Evrópusinnar, ekki frekar en bolsarnir gömlu sem kölluđu sig verkalýđssinna. Fyrst og síđast eru hugsjónamenn skrifrćđisins í Brussel alrćđissinnar og slíka menn ber ađ varast í pólitískri umrćđu.

Bjarni Harđarson,
alţingismađur

(Birtist áđur á bloggsíđu höfundar http://bjarnihardar.blog.is)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Bestu ţakkir fyrir vel skrifađa grein, Bjarni.

Ólafur Als, 7.2.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ţessi grein var bćđi málefnaleg og skemmtileg. Bestu ţakkir fyrir.

Kveđja KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 8.2.2008 kl. 04:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 915
  • Frá upphafi: 1118449

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 817
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband