Leita í fréttum mbl.is

Helmingur Tékka telur kosningar til ESB-ţingsins gagnslausar

Skođanakönnun á vegum sjónvarpsstöđvar í Tékklandi, sem gerđ var eftir ađ kjörstöđum vegna kosninga til ESB-ţingsins var lokađ í gćrkvöldi, bendir til ţess ađ 48% af Tékkum sem kusu hafi taliđ ađ atkvćđi ţeirra hafi veriđ gagnslaust og muni ekki breyta neinu. 
 
Lítil ţátttaka var í ţessum ESB-ţingkosningum í Tékklandi og segja ţeir sem framkvćmdu könnunina ţađ ljóst vera ađ Tékkar samsami sig lítt Evrópusambandinu. Taliđ er ađ ađeins um 20% kosningabćrra hafi kosiđ.


Einn besti upplýsingavefur um Evrópumál breytir um ásýnd

Evrópuvaktin hefur um árabil veriđ einn besti upplýsingavefur um Evrópumál og stjórnmál almennt hér á landi. Lesendur vefjarins hafa notiđ einstakrar reynslu, yfirsýnar, ţekkingar og fćrni ţeirra Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar. Viđ ţessi tímamót er ljóst ađ fréttir og stjórnmálaskýringar um Evrópumál verđa heldur fátćklegri ţví skarđ ţeirra Björns og Styrmis í ţeim efnum er vandfyllt.  
 
Ţađ er ţví gott til ţess ađ vita ađ ţeir félagar munu halda Evrópuvaktinni út áfram međ skrifum um stjórnmál af fullum krafti ţótt dagleg frétta- og leiđaraskrif falli niđur. 

 


mbl.is Evrópuvaktin hćttir fréttaskrifum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hálfvelgja Dana í ESB

Danir eru međ hálfum huga í ESB. Ţeir vilja ekki evru, ţeir vilja ekki evrópskt bankasamband og ţeir vilja ekki sameiginlega lögreglu og réttarkerfi.

Í sjónvarpsumrćđum frambjóđenda Dana til ESB-ţingsins í danska ríkissjónvarpinu í gćr tókust á sjónarmiđ ţeirra sem vilja ađ ESB hafi sem mest ađ segja yfir dönsku samfélagi og hinna sem vilja halda stjórn Dana á vissum sviđum. Danir eru almennt fremur óánćgđir međ ţá ţróun sem á sér stađ til yfirţjóđelgrar lögreglu og réttarkerfis. Ţeir vilja takmarka áfram möguleika útlendinga á ađ kaupa upp sumarbústađasvćđi í Danmörku og ţeir vilja bíđa átekta međ ţátttöku í bankasambandinu. Fleiri ţjóđir hafa lýst ţví yfir ađ ţćr ćtli ekki ađ vera međ í bankasambandinu, svo sem Svíar og Bretar.

Ţađ er svo nokkuđ skýrt ađ ţađ er engin hreyfing í ţá átt ađ Danir taki upp evruna ţótt ţeir fylgi vaxtastefnu Seđlabanka Evrópu eins og skugginn.

Danir vilja halda í ákveđna hluta af sjálfstćđi sínu. Ríki sem fara nú inn í ESB hafa ekki sömu möguleika ţví ţau yrđu ađ taka upp evru og fylgja meginstraumnum í ESB ađ öđru leyti. 


Reglugerđ um sjálvirkar kaffikönnur hitamál í ESB-kosningum í Danmörku

Ţađ var fróđlegur ţáttur í danska sjónvarpinu í gćrkvöldi, DR1, um kosningarnar til ESB-ţingsins sem fara fram í Danmörku um nćstu helgi. Danir kjósa ţá 13 af 751 fulltrúa á ESB-ţingiđ. Talsvert var í ţćttinum rćtt um reglusetningu ESB um ađskiljanlegustu hluti og ţótti bćđi frambjóđendum og dönskum almenningi afskipti ESB almennt vera fullmikil.

Birt var niđurstađa skođanakönnunar í ţćttinum og ţar kom fram ađ um sjötíu prósent Dana vildu ađ áhrif ESB á lög og reglur vćru minni.

Ađeins leyfđar kaffikönnur sem slökkva á sér sjálfar 

Međal ţess margir Danir nefndu sem of mikil afskipti ESB af lífi venjulegs fólks var ađ ESB-ţingiđ hefur samţykkt reglur um ađ eftir fáein ár megi bara framleiđa og selja sjálvirkar kaffikönnur sem slökkva á sér sjálfar eftir ákveđinn tíma. Markmiđiđ er ađ spara rafmagn, en Dönum ţykir ţetta flestum algjör ofstjórn. Ţessi reglugerđ minnir á samsvarandi tilhneigingu í ESB um ađ ađeins verđi leyfđ sala á ryksugum međ mótorum ađ vissri stćrđ.


Enn og aftur er ESB međ einkennilegt útspil í gjaldeyrishaftamálum

Hér er á ferđinni endurnýtt  efni um ađ ESB ćtli ađ hjálpa okkur međ gjaldeyrishöftin. Sömu fréttir bárust fyrir nokkrum árum ţegar ađildarviđrćđur voru í gangi. Ekkert gerđist ţá.

ESB ţurfti sjálft hjálp frá AGS vegna gjaldeyrishafta á Kýpur og nýtti ţar reynslu sína frá Íslandi.

Eru ţessir tilburđir ESB-forkólfa til ađ koma sér á framfćri í fjölmiđlum á ţessu máli ekki orđnir dálítiđ hjákátlegir?


mbl.is Samstarf viđ ESB óháđ umsókninni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samdráttur og verđhjöđnun vandi ESB

Stjórnvöld í evrulöndunum glíma viđ samdrátt, atvinnuleysi og of litla eftirspurn, sem hefur aftur í för međ sér litla sem enga verđbólgu. Grípa ţarf til ađgerđa.
 
Ţeir sem fylgjast međ efnahagsmálum á heimsmćlikvarđa vita ađ of lítil verđbólga er vandamál - eđa öllu heldur afleiđing efnahagsvanda.
 
Ţess vegna eru stýrivextir Seđlabanka Evrópu nálćgt núlli og bankinn hyggur á skuldabréfakaup til ađ koma peningum í umferđ og auka ţar međ eftirspurn.
 
Flestir sjá fram á áframhaldandi stöđnun í efnahagslífi á evrusvćđinu nćstu misserin og jafnvel árin.


mbl.is Auknar líkur á frekari ađgerđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er hćgt ađ hefja viđrćđur fyrirvaralaust?

Ný ríkisstjórn gćti nú tekiđ upp ađildarviđrćđur ađ nýju fyrirvaralaust og án samţykkis Alţingis, ef samţykkt Alţingis frá árinu 2009, sem veitti framkvćmdavaldinu heimild til samningaviđrćđna viđ ESB, hefđi ekki veriđ afturkölluđ. 
 
Ţetta er mat Ragnars Arnalds. Skođun hans á ţessu er athyglisverđ.
 


mbl.is Gćti hafiđ viđrćđur fyrirvaralaust
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Framleiđsla dregst saman á Ítalíu

Hagvöxtur var neikvćđur om 0,1% á fyrsta ársfjórđungi á Ítalíu samanboriđ viđ síđasta fjórđung ársins 2013. Samdrátturinn var enn meiri ef boriđ er saman viđ sama fjórđung í fyrra eđa 0,5%. 

Ţetta eru alvarlegar fréttir fyrir Ítala sem glíma enn viđ mikiđ atvinnuleysi.

Ţetta eru líka alvarlegar fréttir fyrir evrusvćđiđ sem býr enn viđ stöđnun í atvinnulífi og mikiđ atvinnuleysi.

Ţetta er ein af ástćđunum fyrir ţví ađ íbúar í Evrópu eru óhressir međ ESB, evruna og fyrir ţví ađ ţeir sem á annađ borđ nenna ađ mćta á kjörstađ í ESB-kosningunum í lok mánađar munu í talsverđum mćli kjósa óánćgjuflokka eftir ţví sem skođanakannanir benda til. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Maí 2014
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 727
  • Frá upphafi: 1118840

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 668
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband