Leita í fréttum mbl.is

Kathrine Kleveland nýr formaður Nei til EU í Noregi

DSC_0588Á ársfundi norsku samtakanna Nei til EU sem berjast gegn aðild Noregs að ESB var Kathrine Kleveland kjörin nýr formaður samtakanna. Kathrine tók við af Heming Olaussen sem verið hafði formaður samtakanna síðastliðin 10 ár.

Kathrine Klveland hefur lengi verið virk í þjóðarhreyfingunni í Noregi gegn aðild að ESB. Hún hefur gegnt stöðu formanns í kvennasamtökum norskra bænda og er félagi í norska Miðflokknum.

Á myndinni má sjá Heming Olaussen, fráfarandi formann, og Kathrine Kleveland, nýkjörinn formann Nei til EU í Noregi þegar kjörinu hafði verið lýst um helgina.

Kathrine Kleveland hefur meðal annars vakið athygli fyrir þá skoðun sína að Norðmenn eigi að segja upp EES-samningnum. Hún segir það mjög undarlega stöðu að á meðan meira en 70% af Norðmönnum vilji ekki að Noregur gerist aðili að ESB hafi sambandið samt aldrei haft meiri áhrif í Noregi í gegnum EES-samninginn.

 

 


Fullveldishátíð Heimssýnar 1. desember

islenskifaninnFullveldishátíð Heimssýnar verður haldin á Hótel Sögu annað kvöld, mánudagskvöldið 1. desember 2014 klukkan 20.00 á Hótel Sögu. Hátíðarræðu flytur dr. Atli Harðarson, heimspekingur og fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands og nú lektor við Háskóla Íslands.

 

Fullveldishátíð Heimssýnar 1. desember 2014

Heimssýn fagnar fullveldisdeginum 1.desember næstkomandi mánudagskvöld í Snæfelli á Hótel Sögu klukkan 20.00 með fjölbreyttri dagskrá:

Hátíðarræða: Dr. Atli Harðarson fyrrverandi skólameistari, lektor við Háskóla Íslands.

Ávörp:  Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Heimssýnar.

Jóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður og varaformaður Heimssýnar.

Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB-aðild.

Tónlist: Hópur söngvara og hljóðfæraleikara flytur söngva úr Söngvasafni Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings.

Hljómsveitin Reggie Óðins flytur nokkur lög.

Þorvaldur Þorvaldsson syngur við undirleik Judy Þorbergsson.

Fjöldasöngur

Kaffiveitingar

Allir eru hjartanlega velkomnir

1.desember 1918 öðlaðist Ísland fullveldi á ný eftir áratuga og alda baráttu.

Stöndum vörð um fullveldið!


Verdens Gang: Allir í Noregi eru á móti aðild að ESB

neieuNorska stórblaðið Verdens gang birti nýlega niðurstöðu skoðanakönnunar um afstöðu Norðmanna til aðildar að ESB. Niðurstaða blaðsins er sú að allir í Noregi séu á móti aðild að ESB.

Blaðið segir að konur og karlar á öllum aldri, í öllum landshlutum og úr öllum stjórnmálaflokkum séu sammála um að Noregur eigi ekki að sækja um aðild að ESB. 

Blaðið virðist þarna vera að skoða meirihlutaafstöðu í hinum ýmsu hópum. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar eru þær þegar aðeins er litið til þeirra sem taka afstöðu að 72% Norðmanna myndu hafna aðild að ESB væri kosið um það núna. Aðeins 28% myndu kjósa aðild. Fólk undir þrítugu er mest á móti aðild. Þar myndu 78% kjósa gegn aðild.

Niðurstaða blaðsins er sú að norska þjóðin sé almennt á móti aðild að ESB. En það er gjá á milli þjóðarinnar annars vegar og þingsins, embættismannakerfisins og fjölmiðlanna hins vegar. Meirihluti Stórþingsins er fylgjandi aðild en hefur ekki þorað að taka málið upp þar sem góður og stöðugur meirihluti hefur verið meðal þjóðarinnar gegn aðild. Aðeins 27% af kjósendum Verkamannaflokks Jonas Gahr Störe er fylgjandi aðild og 64% eru á móti. Meðal kjósenda annars af stærri flokkunum, Íhaldsflokknum, flokki Ernu Solberg forsætisrráðherra, eru einnig fleiri kjósendur á móti aðild að ESB en með.

Í annarri könnun sem birt var nýlega kemur einnig fram að stór meirihluti norsku þjóðarinnar er á móti ESB-aðild. Nationen birtir niðurstöður könnunar þar sem fram kemur að 74 prósent þjóðarinnar eru á móti aðild og aðeins 16,8 prósent eru hlynnt aðild. Tæplega 10 prósent taka ekki afstöðu.


Fullveldishátíð 1. desember

Fullveldishátíð Heimssýnar verður haldin á Hótel Sögu annað kvöld, mánudagskvöldið 1. desember 2014 klukkan 20.00 á Hótel Sögu. Hátíðarræðu flytur dr. Atli Harðarson, heispekingur og fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands og nú lektor við Háskóla Íslands.

Allir eru velkomnir. 

Nánari upplýsingar um fullveldishátíðina:

 

Fullveldishátí 1. desember í Snæfelli – Hótel Sögu kl. 20:00

 

Fjölbreytt dagskrá:

Jóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður og varaformaður Heimssýnar

Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar

Hljómsveitin Reggie Óðins

Þorvaldur Þorvaldsson

Judy Þorbergsdóttir, píanóleikari

Hópur söngvara og hljóðfæraleikara: Úr söngvasafni Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings

Fjöldasöngur

Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra, formaður Heimssýnar

Hátíðarræða:  Dr. Atli Harðarson fyrrverandi skólameistari, lektor við Háskóla Íslands. 

            Allir velkomnir


Bloggfærslur 30. nóvember 2014

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 149
  • Sl. sólarhring: 354
  • Sl. viku: 1593
  • Frá upphafi: 1120049

Annað

  • Innlit í dag: 134
  • Innlit sl. viku: 1351
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband