Leita í fréttum mbl.is

Jón Baldvin segir svívirðileg kjör í ESB-löndum

jonbaldvinJón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir ungt fólk á Spáni og í fleiri ESB-löndum búa við svívirðileg kjör. Fólk þurfi að taka á sig skuldavanda fjármálakerfisins auk þess sem atvinnuleysi sé óhugnanlegt þar sem annar hver ungur maður á Spáni sé t.d. án atvinnu. Jón sagði opinbert hagkerfi að hruni komið á Spáni.

Þetta kom fram í þættinum Hip hop og pólitík þar sem Jón Baldvin ræddi meðan annars við Þorbjörn Þórðarson fréttamann. 

Þorbjörn minnti á að evrusvæðið væri ekki hagkvæmt myntsvæði þar sem hreyfanleiki vinnuafls væri mjög lítill. 

Jón Baldvin sagði einnig í þættinum að Ísland væri ekkert á leið inní ESB, viðræður hefðu verið settar á ís af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og ESB væri búið að loka fyrir ný lönd.

Auk þess sagði Jón Baldvi að ESB væri í svo djúpri kreppu að það væri ekki fýsilegt fyrir okkur að ganga þangað inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega. Jón Baldvin hefur lög að mæla að þessu sinni, og athyglisverð hugarbreyting hans varðandi ESB. Þeim í Samfylkingunni og BF væri nær að hlusta meira á hann og það, sem hann hefur að segja, heldur en að stagla þetta sífellt á að fara í ESB. Þessi útópía Árna Páls, Guðmundar og kompanís er orðin ærið þreytandi og leiðitöm, sem fáar hugsandi manneskjur nenna að leggja eyrun að lengur. Benedikt Jóhannesson og hans kumpánar ættu líka að hlusta eftir því, sem Jón Baldvin segir, og hætta þessum kröfum sínum. Jón Baldvin hefur reynsluna, og veit, hvað hann er að segja. Það þarf enginn að efast um það. Hvað er þetta æstasta ESB-fólk að hugsa eiginlega? Spyr sú, sem er orðin þreytt á þessu þrefi um augljóst mál. Ísland í ESB - nei, takk. Ekki til að nefna.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2015 kl. 11:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega þess vegna er þessi stormur í vatnsglasi sem stjórnarandstaðan er að þyrla upp, þeim til háborinnar skammar.  Hér er líka góð færsla eftir Sigurð Sigurðarson http://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/1666109/

Hér eru lokaorð hans. 

Ágúst Þór Árnason veit þó hvernig staða ESB málsins er. Hann segir í áðurnefndu viðtali við Moggann og í því liggur kjarni málsins (feitletranir eru mínar):

Meginniðurstaða hans [Ágústs] var sú að ljóst væri að það yrði ekki um neinar sérlausnir eða undanþágur að ræða fyrir Ísland, nema þá tímabundnar og klárlega engar sem yrðu hluti af löggjöf Evrópusambandsins.

„Það liggur fyrir að það var Evrópusambandið sem stoppaði viðræðurnar, og í þeim efnum skiptir ekki máli hvort rætt er um aðlögunarferli eða samningaviðræður. Þeir sem vilja að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram og samningum verði lokið, verða að gera grein fyrir því hvernig þeir ætla að ljúka samningum við ESB, sem vill ekki semja við Ísland.“

 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2015 kl. 12:09

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skyldu frambjóðendur til formanns Samfylkingarinnar vita af þessu alvarlega ástandi á meginlandi Evrópu?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.3.2015 kl. 14:38

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei örugglega ekki.  Þeir heyra ekkert nema það sem þeir vilja heyra og þetta er ekki eitt af því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2015 kl. 15:01

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú á Gunnar Bragi góðan leik á borði að ráða reyndan aðstoðarmann.

Sigurður Þórðarson, 20.3.2015 kl. 18:04

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm og ef ríkisstjórninni lánaðist að hætta stuðningi við L.Í.Ú og bangsetar ítem ættingja Bjarna Ben ætti þessi flokkur ágætis ríkisstjórn góðan möguleika á því að standa meira en bara eitt kjörtímabil. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2015 kl. 18:24

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Brá mér hingað,sá þessa frétt frá Heimsýn á Facebook.Ég get vel séð að Jóni Baldvin blöskri atvinnuleysi ungs fólks á Spáni ofl.löndum ESb.Hafi hann áður séð hag í því að ganga þarna inn,hefur reynsla og hæfileikar hans skynjað hvílík firra það er í dag.Jón sýnir samfélagslega ábyrgð að greina frá þessu og ég minnist þess hve nákvæmlega hann jafnan skýrði sín mál: Nr1,nr2,nr3,og áfram eins marga liði og þörf krafði. 

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2015 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 188
  • Sl. viku: 982
  • Frá upphafi: 1117905

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 874
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband