Leita í fréttum mbl.is

Viðskiptalífið vill ekki Evrópusambandsaðild

Ófáir stuðningsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið hafa einkum á undanförnum mánuðum fullyrt að aðild að Evrópusambandinu sé sérstök krafa atvinnulífsins hér á landi. Skoðanakönnun á meðal félagsmanna Viðskiptaráðs Íslands, sem gerð var í tengslum við Viðskiptaþing 2008 sem fram fór sl. miðvikudag, sýnir hins vegar að sú fullyrðing á engan veginn við rök að styðjast. Samkvæmt könnuninni er ríflega helmingur félagsmanna Viðskiptaráðs andvígur því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili sem hófst síðastliðið vor eða 50,5%. Einungis 31,7% eru hlynnt aðildarumsókn.

Það vekur ekki minni athygli að andstaða við Evrópusambandsaðild skuli vera sérstaklega áberandi hjá stærri fyrirtækjum (63%), fyrirtækjum sem starfa eingöngu eða að mestu leyti í útflutningi (68%) og fyrirtækjum í sjávarútvegi (85%) þó það síðastnefnda komi sennilega hvað minnst á óvart.

Heimild:
Viðhorfskönnun á meðal aðildarfélaga Viðskiptaráðs Íslands

Tengt efni:
Björgólfur Thor lítt spenntur fyrir Evrópusambandinu

Mælir ekki með evru né ESB - fréttnæmt?

"Algjört brjálæði að ganga í ESB"

---

Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 830
  • Frá upphafi: 1117722

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 732
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband