Leita í fréttum mbl.is

Margs konar gengi á evrunni?

ESB-aðildarsinnar tifa stöðugt á því að með evru yrði verð hið sama í evrulöndunum og reyndar vextir einnig. Annað hefur nú rækilega komið á daginn. Íslendingur á ferð í Þýskalandi tók eftir því að vara var merkt með ákaflega mismunandi verði eftir því í hvaða evrulandi hún yrði seld.

Alls munar um 25% á hæsta og lægsta verðinu á þessari vöru. Mismunandi skattar skýra hér muninn að einhverju leyti. Alvarlegasti munurinn á vöruverði í evrulöndunum stafar hins vegar af mismunandi árangri landanna í baráttunni við verðbólguna. Þar hefur Þjóðverjum tekist best upp (athugið að velja þarf myndbirtingu frá árinu 2001 þegar evran var tekin upp til að sjá þetta betur). Fyrir vikið hafa þeir unnið samkeppnina á útflutningsmörkuðum innan evrusvæðisins, þeir selja miklu meira en aðrir og útflutningsiðnaðurinn hjá Þjóðverjum hefur skilað þeim miklum viðskiptaafgangi og eignaaukningu, auk aukinnar atvinnu. Í samkeppnislöndunum, þ.e. á ÍtalíuSpániGrikklandi  (sama hér; velja myndbirtingu frá árinu 2001 þegar evran var tekin upp) og í Frakklandi hefur niðurstaðan orðið þveröfug, þ.e. viðskiptahalli, skuldasöfnun og atvinnuleysi - auk reyndar verri stöðu ríkisfjármála. Það er nú afleiðing evrunnar.

Áður hefur oft verið fjallað um mikinn vaxtamun á smásölumarkaði á evrusvæðinu og er því þess vegna sleppt hér að sinni. 

 

Hér sýnir bláa ferlið afganginn og eignasöfnunina í Þýskalandi sem evran hefur valdið. 

 

Historical Data Chart 

Og hér sýna neikvæðu tölurnar viðskiptahallann og eignabrunann sem evran hefur valdið á Spáni:

Historical Data Chart 


Urmull af óþörfum ESB-tilskipunum

Stjórnkerfið hér á landi er á stundum stíflað vegna erfiðleika við að koma  í gegn óþörfum tilskipunum frá reglugerðarséníunum í Brussel. Vinnuálagið hefur aukist gífurlega hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu vegna þessa.

Hvenær kemur að því að Íslendingar átti sig á því að gleðisöngurinn um EES-ábatann er orðinn holur og falskur?

EES-samningurinn gerði stækkun bankanna mögulega og átti því þátt í einu stærsta fjármálahruni veraldarsögunnar - hlutfallslega séð. Auðvitað skipti þar fleira máli - en EES skapaði rammann.

Við þekkjum óþarfar tilskipanir um bognar gúrkur, ljóslitlar ljósaperur, kraftlitlar ryksugur og vatnslitla sturtuhausa. Að ekki sé talað um stærri og veigameiri mál tengd EES eins og raforkumarkaðinn.

Hvenær verður komið nóg af þessari vitleysu? 

Morgunblaðið fjallar um þetta í dag. Hér er frétt blaðsins á síðu 4 endurbirt:

 

Tilskipun um samlokur
Tilskipun ESB vegna tyrkneskra samloka tekur gildiSjávarútvegsráðuneytið á fullt í fangi með tilskipanir
Mikið annríki hefur verið hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Matvælastofnun vegna breytinga á reglugerðum vegna innleiðinga á tilskipunum ...

Höfuðstöðvar ESB í Brussel Tilskipanir frá ESB hafa áhrif á framboð á matvöru í íslenskum verslunum.
Mikið annríki hefur verið hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Matvælastofnun vegna breytinga á reglugerðum vegna innleiðinga á tilskipunum frá Evrópusambandinu.

 

Má þar nefna að ný reglugerð um verndarráðstafanir varðandi innflutning á samlokum frá Tyrklandi sem eru ætlaðar til manneldis gekk í gildi á Íslandi hinn 22. september sl.

 

Fram kemur í Stjórnartíðindum ESB að um sé að ræða bivalve molluscs, eða samlokur sem samheiti yfir flokk lindýra, þ.e. skelfisk.

 

Ástæða bannsins er sú að tyrkneskar samlokur hafa ekki uppfyllt kröfur um hreinlæti. Er því lagt bann við innflutningi á tyrkneskum samlokum til ríkja Evrópusambandsins og EES-svæðisins.

 

Skilyrði um karrílauf

 

Annað dæmi er ný reglugerð um sérstök skilyrði fyrir innflutningi á okru og karrílaufi frá Indlandi.

 

Þriðja dæmið er reglugerð um aukaefni í matvælum, að því er varðar notkun á natrínfosfötum (E 339) í náttúrulegar garnir fyrir pylsur og notkun á brennisteinsdíoxíði - súlfítum (E 220-228) í afurðir, að stofni til úr kryddvíni. Þá tók gildi reglugerð um matvæli »sem eru ætluð ungbörnum og smábörnum, matvæli sem eru notuð í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi og þyngdarstjórnunarfæði í stað alls annars fæðis,« svo vitnað sé til texta í umræddri reglugerð.

 

Þegar óskað var upplýsinga hjá Matvælastofnun um tilefni þessara reglugerðarbreytinga var á það bent að hér væru á ferð nokkrar reglugerðir sem jafn marga sérfræðinga þyrfti til að ræða um. Vannst því ekki tími til að ganga frá málinu.

 

Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir aðspurður mikinn tíma fara í það ár hvert innan ráðuneytisins að tryggja að tilskipanir frá ESB séu innleiddar í íslenskar reglugerðir.

 

Á erfitt með að hafa undan

 

»Á okkar skrifstofu erum við með einn starfsmann í þessu verkefni. Hann gerir nánast ekkert annað og á fullt í fangi með að hafa undan. Það er í mörg horn að líta. Við þurfum líka að vinna þetta með okkar sérfræðingum hjá Matvælastofnun. Síðan er umtalsverð sérfræðivinna sem fer fram hjá Matvælastofnun og oft á tíðum þyrfti ráðuneytið, og ef til vill líka Matvælastofnun, að hafa meiri mannafla og getu til þess að fylgjast með því hvaða gerðir eru í farvatninu og hverjar eru til meðferðar í sérfræðinganefndum ESB. Þar er kannski pottur brotinn hjá okkur,« segir Ólafur sem telur mikilvægt að geta gert athugasemdir á fyrri stigum.

 

»Ef við höfum eitthvað sérstakt til málanna að leggja og ef aðstæður hér á landi eru öðruvísi en annars staðar þá þurfum við að koma þeim sjónarmiðum á framfæri þegar viðkomandi reglugerð er í smíðum. Þegar undirbúningsvinna að reglugerðinni fer fram er mikilvægt að koma að með þau sjónarmið sem við höfum. Ef við höfum málefnalegar ástæður, þá eru miklu meiri líkur á því að það sé hægt að taka á því meðan reglugerðin er í smíðum, heldur en eftir að búið er að gefa hana út og innleiða hana meðal aðildarlanda,« segir Ólafur.

 

»Mjög umfangsmikil löggjöf«

 

Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir innleiðingu tilskipana frá ESB í þeim málaflokkum sem varða störf stofnunarinnar alfarið á höndum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

 

»Eftirlitið er síðan ýmist hjá okkur eða heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga,« segir Jón og á við eftirlit með framleiðslu dýraafurða. Annað eftirlit á markaði með tilbúnum matvælum sé hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. »Það mætti eflaust vera fleira fólk í þessum störfum. Þetta er mjög umfangsmikil löggjöf,« segir Jón og svarar því aðspurður til að kröfur um öryggi matvæla aukist sífellt.

 

Spurður hvort starfsmenn MAST komi að ferlinu þegar reglugerðarbreytingar ganga í gegn segir Jón »slíka vinnu geta verið í samstarfi við starfsmenn ráðuneytisins þegar þeir eru að innleiða reglugerðirnar«. 

 


Hvaða fjármálabix er nú þetta?

Einu sinni voru menn alveg klárir á því að aðild að EES samræmdist ákvæðum í stjórnarskrá Íslands. Síðari ár hafa menn efast um að það mat hafi verið rétt. Sá efi hefur m.a. verið uppi í sambandi við mögulega aðild að væntanlegum fjármálaeftirlitsstofnunum EES/ESB. Nú eru menn allt í einu aftur á því að aðild að þessum stofnunum samræmist ákvæðum stjórnarskrár?

Hvað eiga þessar eftirlitsstofnanir að gera hér á landi sem Fjármálaeftirlitið gerir ekki? Væri ekki ástæða til þess að fara aðeins betur yfir þetta og skýra?

Sjá hér frétt RUV um máið: Ísland hluti af evrópsku eftirliti


Frakkar og Þjóðverjar semja á laun um óleyfilega afgreiðslu fjárlaga

Þýska vikuritið Der Spiegel greinir frá því síðasta sunnudag að frönsk og þýsk stjórnvöld eigi í leynilegum viðræðum í þeim tilgangi að fá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til þess að samþykkja fjárlagafrumvarp Frakka fyrir árið 2015 þrátt fyrir að frumvarpið fari gegn fyrirheitum um lækkun á fjárlagahalla. 

Gert er ráð fyrir að fjárlagafrumvarp Frakka sýni halla sem nemur 4,3 prósentum af landsframleiðslu árið 2015. ESB hafði þegar samþykkt að hallinn mætti ekki vera meiri en 3%.

EUObserver greinir frá þessu. 

Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Frakkar og Þjóðverjar sveigja og beygja reglur og viðmiðanir ESB að eigin geðþótta. 


Týr tyftar Þorstein Pálsson

Thorstpals

Þorsteinn Pálsson fjallaði fyrir nokkru um þá niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins að hafna tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Eftir sem áður hefur Þorsteinn látið eins og niðurstaða Sjálfstæðisflokksins hafi verið allt önnur.

Týr, dálkahöfundur í Viðskiptablaðinu, fjallar um framgöngu Þorsteins Pálssonar, sem valinn hefur verið Evrópumaður ársins af þeim samtökum sem helst vilja draga Ísland inn í ESB.

 

Skrif Týs, eins og þau birtast á vef Viðskiptablaðsins eru svohljóðandi:

 

Hver voru svikin í Evrópumálum þegar fylgt var ákvörðunum landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að slíta viðræðum?

Nýlega tilkynntu Evrópusamtökin að þau hefðu valið Þorstein Pálsson, fyrrverandi ráðherra og ritstjóra Fréttablaðsins, sem Evrópumann ársins fyrir að hafa „um árabil bæði rætt og ritað um Evrópumál á vandaðan og yfirvegaðan hátt.“ Fetar Þorsteinn Pálsson þarna í spor manna eins og Benedikts Jóhannessonar og Þorvaldar Gylfasonar, sem Evrópusamtökin hafa áður sæmt sama titli.

***

Þegar ríkisstjórnin tilkynnti í vetur, og báðir þingflokkar hennar höfðu samþykkt, að hún ætlaði að leggja til á Alþingi að aðildarumsóknin að ESB yrði afturkölluð urðu ýmsir reiðir og stóryrtir. Meðal þess sem fréttamenn gerðu mest úr, voru stóryrtar yfirlýsingar Þorsteins Pálssonar um að það yrðu stærstu svik íslenskra stjórnmála ef ekki yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um slíka ákvörðun, því slíku hefðu flokkarnir lofað.

***

En auðvitað voru engin svik í þessu fólgin. Fyrir kosningar héldu sjálfstæðismenn til dæmis landsfund og þar var mörkuð mjög skýr stefna í ESB-málinu. Aðildarumsóknin skyldi afturkölluð strax en ekki látið nægja að gera á henni hlé.

***

Af Kögunarhóli sínum í Fréttablaðinu 2. mars 2013, vafðist ekki fyrir Þorsteini Pálssyni hvaða ákvörðun landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefði tekið. Undir fyrirsögninni „Báðum endum lokað“ skrifaði Þorsteinn Pálsson: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af haft forystu um ný skref Íslands í pólitísku og efnahagslegu samstarfi vestrænna lýðræðisríkja. Nú er hann í besta falli málsvari óbreytts ástands. Engar línur voru lagðar á landsfundi hans hvernig tryggja ætti stöðu Íslands í þeim miklu breytingum sem eru að verða í alþjóðlegri efnahagssamvinnu, meðal annars á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Landsfundurinn gekk svo langt að hafna tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna, sem hann á hinn bóginn sagði að væri forsenda þess að halda þeim áfram.“

***

Í mars 2013 skrifaði Þorsteinn Pálsson sem sagt að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefði „gengið svo langt" að hafna því að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðnanna. Þegar forysta Sjálfstæðisflokksins kom svo eftir kosningar og ætlaði að framfylgja stefnu flokksins, þá skrifaði sami Þorsteinn Pálsson að það væru hreinlega mestu svik sögunnar ef ekki yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðslan, sem hann hafði áður skammað landsfundinn fyrir að hafa hafnað.

***

Þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur gert þær samþykktir sem hann gerði vorið 2013 þá gat enginn lofað hinu gagnstæða fyrir hönd flokksins í kosningabaráttunni sama vor. Það ættu allir að skilja og fáir betur en Þorsteinn Pálsson sem er, eins og fréttamenn gleyma aldrei að taka fram þegar þeir vitna í hann aftur og aftur, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra (frá 8.júlí 1987 til 17.september 1988).

***

Týr hefur áður fjallað um þessar yfirlýsingar Þorsteins Pálssonar og bent á að í ESB-málinu voru raunveruleg svik og þau stór. En þau svik framdi ekki Sjálfstæðisflokkurinn heldur allt annar flokkur. Týr birti upptöku úr sjónvarpssal máli sínu til stuðnings. Þá höfðu íslenskir Evrópusinnar ekki miklar áhyggjur af sviknum loforðum. Fréttastofa Ríkisútvarpsins ekki heldur.


ESB skiptir sér af innanríkismálum í Bretlandi

Bretar eru orðnir þreyttir á reglum ESB og vilja semja sínar reglur sjálfir. Fráfarandi forseti framkvæmdastjórnar ESB, Barroso, lítur á það sem ósigur sinn og sendir Bretum tóninn. Sporgöngumenn Adams Smiths í Bretlandi eru búnir að fá sig fullsadda af fjórfrelsinu svokallaða og íhuga úrsögn úr ESB.
 
Mbl.is segir svo frá: 
 
 

Seg­ir Ca­meron gera sögu­leg mis­tök

Jose Manuel Barrosostækka

Jose Manu­el Barroso AFP

For­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, José Manu­el Barroso, seg­ir að Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sé að gera sögu­leg mis­tök með því að leggja til að hefta frjálst flæði fólks milli landa ESB.

Greint er frá þessu í Guar­di­an í dag en lík­ur eru tald­ar á að þetta sé liður í brott­hvarfi Breta úr ESB.

Þetta er sögð harka­leg­asta árás Barrosos á Íhalds­flokk­inn breska og það hvernig flokk­ur­inn tek­ur á mál­efn­um ESB frá Brus­sel hingað til.

Barroso seg­ir að ætl­un Ca­merons sé að setja á lagg­irn­ar handa­hófs­kennd­ar regl­ur sem eigi að gilda um inn­flytj­end­ur frá aust­ur­hluta Evr­ópu og þetta sé í and­stöðu við lög ESB.

Árás Barrosos kem­ur tölu­vert á óvart enda hef­ur hann alltaf þótt afar hall­ur und­ir Breta í tíð sinni sem for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar.

Forseti Úkraínu, Petro Porósjenkó, forseti framkvæmdastjórnar ESB; Jose Manuel Barroso, kanslari Þýskalands, Angela Merkel og ...

For­seti Úkraínu, Petro Poró­sj­en­kó, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB; Jose Manu­el Barroso, kansl­ari Þýska­lands, Ang­ela Merkel og for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Dav­id Ca­meron AFP

Þykir afar óvenju­legt að hann skuli blanda sér inn í inn­an­rík­is­mál með um­mæl­um um að Íhalds­flokk­ur­inn ætti að læra af skosku þjóðar­at­kvæðagreiðslunni og ekki bíða fram á síðustu stundu með að gera já­kvæða hluti líkt og þurfti að gera skömmu áður en þjóðar­at­kvæðagreiðslan var hald­in í Skotlandi. 

mbl.is Segir Cameron gera söguleg mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri græn geta leiðrétt ESB-mistökin

katrin jakobsdottir
Vakin hefur verið athygli á því að flokksráðsfundurVinstri grænna sem haldinn var um helgina hafi ekki sagt eitt aukatekið orð um Evrópumálin. Það gæti bent til þess að flokkurinn vilji ekki halda til streitu því ólánsfráviki sem forysta flokksins beitti sér fyrir í ESB-málunum í samstarfi við Samfylkinguna.
 
Af þessu tilefni skal hér áréttuð stefna Vinstri grænna eins og hún stendur skrifuð í stefnuyfirlýsingu flokksins sem samþykkt var árið 1999.
 
Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. 
á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild 
Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni 
íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og 
heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og 
skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of. 

Gengisfall Evrópuhugsjónarinnar og spekileki vegna evrunnar

eurobroken

Kunnáttufólk flýr frá Evrópu. Svokallaður spekileki virðist fara saman við upptöku evrunnar og evrutímabilið. Hvort sem það er spekilekanum að kenna eða ekki þá hefur sérfræðingum evrulandanna ekki tekist að vinna bug á evruvandanum á þeim sex árum frá því hann kom alvarlega í ljós.

Um þetta var fjallað í Spegli Ríkisútvarpsins í gær

Texti fréttamanns RUV er svohljóðandi:

 

Spekileki eða „Brain Drain“ er orðið meiriháttar vandamál í Evrópu. Skortur á sérfræðingum er viðvarandi vandamál sem stöðugt verður verra.

Evrópa á fullt í fangi með að bjarga sameiginlegum gjaldmiðli eftir langvarandi efnahagskreppu. Í Foreign Affairs segir að álfan standi frammi fyrir enn stærra vandamáli. Sérþekkingin er að hverfa. Þrátt fyrir viðvarandi atvinnuleysi tekst ekki að manna tuttugu og sjö prósent lausra staða á ári hverju vegna skorts á hæfum umsækjendum. Gert er ráð fyrir að árið 2020 vanti níu hundruð þúsund sérfræðinga, bara í tölvutækni og í Þýskalandi skorti eina milljón sérfræðinga í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði. 

Ráðamenn í Evrópu viðurkenna vandann. Fráfarandi menntamálastjóri Evrópusambandsins, Androulla Vassiliou segir að skortur á sérþekkingu muni draga kjark úr ungu kynslóðinni og minnka velmegun í álfunni til framtíðar. Í úttekt Foreign Affairs segir að röngum aðferðum hafi verið beitt til að fást við þennan vanda. Evrópusambandið hafi reynt að laða til sín sérfræðinga frá öllum heimshornum með breyttri innflytjendalöggjöf en mun hagkvæmara væri að leggja áherslu á að endurheimta þá sem hafa yfirgefið Evrópu til að vinna annars staðar. Endurheimt sérfræðiþekkingar ætti að vera í forgrunni, ekki innflutningur þekkingar. 

Þessi spekileki er meiriháttar vandamál. Frá upptöku evrunnar hafa mun fleiri sérfræðingar yfirgefið Evrópu en hafa komið í þeirra stað. Evrulöndin er fimmtán. Fram að fjármálakreppunni yfirgáfu hundrað og tuttugu þúsund fleiri menntamenn hvert þessara landa en komu í stað þeirra. Flestir hafa farið til Bandaríkjanna í leit að betri kjörum og í háskólasamfélag í sérflokki. Á árunum tvö þúsund til tvö þúsund og átta tapaði Ítalía einni og hálfri milljón sérfræðinga. Efnahagskreppan í Evrópu hefur orðið dýpri en ella vegna fólksflóttans. Á undanförnum árum hefur fagfólk flúið þau lönd sem verst urðu úti í kreppunni, Írland, Ítalíu, Grikkland, Portúgal og Spán. Forsætisráðherra Portúgals hefur hvatt landsmenn til að flýja atvinnuleysið í landinu og árlega yfirgefa hundrað þúsund sérfræðingar landið. Og nú leita menn ekki eingöngu til Bandaríkjanna. Afríka og Suður-Ameríka eru orðnar áfangastaðir fyrir fólk með sérfræðiþekkingu. Háskólamenntun er að verulegu leyti kostuð af ríkinu og því er þetta sérlega blóðugt fyrir Evrópuríkin. Þetta er í raun glötuð fjárfesting. 

Tilraunir til að laða að erlenda sérfræðinga hafa lítinn árangur borið. Miklu fleiri sérfræðingar yfirgefa álfuna en koma í staðinn. Fólk með sérfræðiþekkingu leitar annað en til Evrópu. Innflytjendalöggjöfin er enn ströng, fjölbreytt tungumálaflóra er ekki aðlaðandi og uppgangur öfgaflokka sem berjast gegn erlendu fólki er ekki til að bæta stöðuna. Mun hagkvæmara væri að reyna að endurheimta brottflutta sérfræðinga. Þeir eigi rætur í Evrópu og lenda því mun síður í aðlögunarerfiðleikum eins og þeir innfluttu sem að auki staldri oft stutt við og sendi drjúgan hluta tekna sinna til heimalandsins. Þeir brottfluttu hafa að auki aflað sér reynslu og þekkingar ytra sem sé afar verðmæt, að ógleymdum þeim auðæfum sem margir þeirra tækju með sér heim. Því þurfi að móta stefnu til að laða sérfræðingana heim með skattaívilnunum, forgangi á vinnumarkaði og aðgangi að lánsfé til að stofna ný fyrirtæki. Þetta eigi þó aðeins að beinast að ungu fólki með verðmæta sérþekkingu. Vísindamenn, verkfræðingar og frumkvöðlar í tölvutækni sem eru yngri en fjörutíu ára ættu að vera í forgangi. Mikilvægast sé þó að ryðja úr vegi hindrunum fyrir frumkvöðlastarfi og efla æðri menntun. Nýsköpun og frumkvöðlastarf eigi einfaldlega erfitt uppdráttar í Evrópu. 

Mörg ljón eru í vegi slíkra breytinga. Ef laða á sérfræðinga heim með sérkjörum er hætt við að þeir sérfræðingar sem aldrei fóru telji að þeir fái ósanngjarna meðferð. Og það er óíklegt að sérfræðingarnir færu endilega þangað sem þeirra er mest þörf. Ólíklegt er að þetta sérfræðimenntaða fólk myndi setjast að í fátækari löndunum við Miðjarðarhafið. Líklegra er að betur stæð lönd norðar í álfunni yrðu áfangastaður þessa fólks. Róttækra aðgerða er engu að síður þörf til að berjast gegn þessum alvarlega spekileka. Það verður ekki auðvelt en er algjörlega nauðsynlegt. Annars mun hæfasta fólkið sniðganga Evrópu, hvort sem það er upprunnið þar eða ekki og álfunni heldur áfram að blæða. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Okt. 2014
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 123
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 1150
  • Frá upphafi: 1119593

Annað

  • Innlit í dag: 91
  • Innlit sl. viku: 968
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband