Leita í fréttum mbl.is

Lánardrottnar Grikkja brýna kutana

Uggur er í fjármálafurstum evruríkjanna vegna stórsigurs andstæðinga stefnu ESB í Grikklandi í gær. Grikkir hafa fengið sem svarar 40 þúsundum milljarða króna (í evrum!) gegn því að skera hressilega niður í ríkisrekstrinum. Evrumilljarðarnir hafa ekki farið í ríkisreksturinn í Grikklandi heldur eru væntanlega geymdir sem eins konar sýndarfé á reikningum lánardrottnanna sjálfra til að tryggja að viðskipti Grikkja við útlönd geti gengið eðlilega fyrir sig. En nú segjast lánardrottnarnir vilja fá sitt aftur með vöxtum og engum refjum og brýna þeir því nú kutana til að skapa sér vígstöðu gagnvart nýjum stjórnvöldum í Grikklandi.

Líklegasta þróunin er þó sú að ESB, seðlabanki evrunnar og AGS gefi eftir gegn þeirri skýru kröfu grísku þjóðarinnar sem felst í niðurstöðu kosninganna að skilmálum lánanna verði breytt. ESB mun fremur samþykkja léttari skilmála fyrir Grikki en að missa þá úr evrusamstarfinu með öllum þeim kollsteypum sem það gæti haft í för með sér.

Kutum lánardrottnanna er því bara ætlað að hræða - því verði þeim beitt munu þeir á endanum beinast gegn lánardrottnunum sjálfum.

 


mbl.is Endalok evrunnar í Grikklandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háttsettur embættismaður segir ástandið grafa undan stoðum ESB

Benoit Coeure, sem á sæti í framkvæmdastjórn seðlabanka evrunnar, segir að vegna lítils hagvaxtar og langavarandi atvinnuleysis séu grunnstoðir hins pólitíska samstarfs í Evrópu að veikjast. Þetta ástand megi ekki vara mikið lengur, því þá sé samstarfið hreinlega í hættu.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu.

Nánar segir blaðið:

Háttsettur embættismaður hjá evrópska seðlabankanum (seðlabanka evrunnar - innskot Heimssýnar) varar við að atvinnuleysi og lítill hagvöxtur á evrusvæðinu sé að grafa undan grunnstoðum Evrópusambandsins. Fjallað er um málið á vef BBC.

Benoit Coeure, sem á sæti í framkvæmdastjórn evrópska seðlabankans, hélt í gær erindi á Alþjóðaefnahagsþinginu (World Evonomic Forum) í Davos í Sviss. Þar sagði hann að seðlabankinn gæti ekki einn síns liðs stuðlað að langvarandi hagvexti á evrusvæðinu, heldur væri það hlutverk stjórnvalda. Hann hvatti stjórnvöld evruríkjanna til að reyna að örva efnahagslífið.

Á fimmtudaginn var tilkynnt um magnaðgerðir Seðlabanka Evrópu en þær eru hugsaðar til að örva efnahagslífið á svæðinu. Seðlabankinn mun verja 60 milljörðum evra í skuldabréfakaup mánaðarlega þar til í septembermánuði á næsta ári. Aðgerðirnar hefjast í marsmánuði og mun endanleg fjárhæð kaupanna því nema 1.200 milljörðum evra.

Ástandið má ekki vara mikið lengur

Coure sagði að með aðgerðunum væri evrópski seðlabankinn að gera það sem í þeirra valdi stendur en bankinn hefði ekki tök á að stuðla að langvarandi hagvexti einn síns liðs. Stjórnvöld ríkjanna þyrftu líka að leggja lóð á vogarskálarnar. „Við getum gert fjárfestingar ódýrari, en fólk þarf að vilja fjárfesta og það er hlutverk fjármálaráðherra og ríkisstjórna,“ sagði Coure á efnahagsþinginu.

Hann sagði jafnframt að vegna lítils hagvaxtar og langavarandi atvinnuleysis séu grunnstoðir hins pólitíska samstarfs í Evrópu að veikjast. Þetta ástand megi ekki vara mikið lengur, því þá sé samstarfið hreinlega í hættu. Á fundi Eurogroup á mánudaginn hyggst Coure greina fjármálaráðherrum aðildarríkjanna frá áhyggjum sínum.

 


ESB niðurlægir og meiðir

alexixTsiprasAlexis Tsipras, leiðtogi Syrisa sem sigraði í kosningunum í Grikklandi í gær, segist ætla að binda enda á fimm ára tímabil niðurlægingar og sársauka grísku þjóðarinnar sem aðgerðir ESB, SE og AGS hafa valdið. Við þetta tækifæri er ágætt að hafa í huga kröfur ESB til íslenskra stjórnvalda við bankahrunuið hér á landi og enn fremur hollt að leiða hugann að því hverjar kröfurnar hefðu getað orðið ef við hefðum verið hluti af ESB.

Vitaskuld þurfa Grikkir einnig að líta í eigin barm og taka til í sínum málum. En nærtækasta skýringin á því að stórfelldar aðhaldsaðgerðir í fimm ár hafa engum merkjanlegum jákvæðum árangri skilað fyrir grísku þjóðina er aðild þeirra að ESB og skrúfstykki evrunnar sem heldur efnahagslífinu við alkul.


mbl.is Vill binda enda á „niðurlæginguna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gauti B. Eggertsson telur evrusvæðið í hættu statt

Gauti B. Eggertsson hefur getið sér gott orð sem hagfræðingur í Bandaríkjunum. Hann var í viðtali við Stöð2 í kvöld vegna kosninganna og efnahagsástandsins í Grikklandi. Það var á honum að heyra að efnahagsaðgerðir ESB, SE og AGS í Suður-Evrópu skiluðu það slæmum árangri að hætta væri á að Suður-Evrópa segði skilið við evruna.

En skyldi vonarstjarna Samfylkingarinnar, bróðir Gauta, borgarstjórinn í Reykjavík, hafa látið sannfærast af skýringum hagfræðingsins um vanda evrunnar?

 


Syriza nálægt meirihluta í Grikklandi

grikkland

Síðustu skoðanakannanir benda til þess að góður möguleiki sé á að vinstrabandalagið Syriza nái meirihluta í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. Bandalagið hefur viljað semja upp á nýtt um þau skilyrði sem ESB, AGS og SE hafa sett fyrir lánveitingum til Grikklands. Forystukólfar evrusvæðisins bíða með öndina hálsinum eftir niðurstöðu kosninganna því óttast er að stórsigur Syriza muni valda evrusvæðinu umtalsverðum vandræðum.

Kosningakerfið í Grikklandi er með þeim hætti að stærsti flokkurinn fær aukalega 30 þingsæti. Nú er vinstrabandalagið Syriza næst meirihluta, en þar á eftir kemur hægri Nýi Lýðræðisflokkurinn sem nú fer með stjórn landsins. Aðrir flokkar stefna í að fá 5% eða minna.

Sjá hér Skynews fjalla um Grikkland

Sjá  hér Europaportalen fjalla um Grikkland

 


mbl.is Tímamót í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónas K. segir Evrópuþrjósku ESB-sinna vonlausa

Jónas Kristjánsson ritstjóri segir að þrjóska Jóhönnu í ESB-málum hafi drepið ríkisstjórn hennar. Hann segir að ESB-málið sé dæmi um vitlausan bardaga sem stjórnin hafi valið sér og tapað. Með sömu þrjósku í ESB-málum verði Samfylkingin ekki stjórntæk.

Nú verandi ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur skýra og samstillta stefnu til að fara eftir í ESB-málum. Það er eðlilegt að hún fylgi þeirri stefnu eftir.

Sjá hér blogg Jónasar.


Evruræfillinn hríðfellur um leið og Draghi eykur skuldabasl ESB

euromistakesNú verða peningaprentvélar Seðlabanka evrusvæðisins settar á fullt og trilljónir notaðar til að kaupa skuldabréf evruríkjanna. Evran sekkur eins og steinn og hefur gengi hennar ekki verið lægra í áratug. Þjóðverjar eru ósáttir, enda líklegt að þeir munu þurfa að borga skuldir ESB í ríkari mæli en aðrir.

Mario Draghi var hás af stressi á blaðamannafundinum áðan þegar hann útlistaði þessa risavöxnu aðgerð til að reyna að bjarga evrunni og evrusvæðinu út úr stöðnun og doða.

Hann var jú búinn að segjast ætla að gera allt sem hægt væri til að bjarga evrunni.

Með þessu eru hafnar stórfelldustu björgunaraðgerðir sem nokkurn tímann hefur verið gripið til í því skyni að bjarga gjaldmiðli.

Má þá ekki kalla evruna ræfilstusku?


mbl.is Svona á að bjarga evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturköllun umsóknar er eðlilegt skref

Fyrri ríkisstjórn setti umsóknarferlið út í fen og gafst upp. Ástæðan var hroðvirknislegur undirbúningur, ósætti innan ríkisstjórnar um málið og óyfirstíganlegur ágreiningur við ESB um stærstu málaflokka.

Því er rétt að núllstilla málið. Setja það á byrjunarreit.

Æðstu samkundur ríkisstjórnarflokkanna hafa skýra sýn í þessu og stjórnarsáttmálinn er skýr. Nú er bara að klára þetta svo hægt verði að snúa sér að öðru. 

Vilja menn kannski að forsetakosningarnar fari að snúast um ESB?


mbl.is ESB-tillaga lögð fram fyrir 26. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2015
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 312
  • Sl. viku: 1033
  • Frá upphafi: 1119476

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 882
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband