Leita í fréttum mbl.is

Svíar setja vexti í mínus vegna evrukreppunnar

stefanIngvesStjórn Seðlabanka Svíþjóðar ákvað í morgun að lækka stýrivexti í mínus 0,1% til að örva efnahagslífið, fá fólk til að eyða meiru og koma verðbólgunni upp að tveimur prósentum, sem er markmið bankans. Ein af ástæðunumm fyrir þessu er hægagangurinn á evrusvæðinu sem aftur stafar meðal annars af misvæginu sem evrusamstarfið veldur en skýrasta afleiðing þess er kreppan í Grikklandi og erfiðleikar á jaðarsvæðum evrunnar. Útflutningur Svía til evrulandanna er talsverður.

Þetta kom fram hjá Stefan Ingves seðlabankastjóra í Svíþjóð í dag.

Á Íslandi fækkar þeim nú sem trúa því að evran hafi verið góður kostur fyrir ESB-ríkin. Enginn talar nú upphátt um að það geti verið gott fyrir Íslendinga að taka upp evruna.


Pólskir bændur og verkamenn mótmæla tilskipunum ESB

Viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum hafa gífurleg og neikvæð áhrif á afkomu bænda og verkamanna í Póllandi. Af þeim sökum hafa bændur efnt til fjöldamótmæla.

Vonast er til þess að ESB bregðist við með nýjum tilskipunum sem muni rétta hag bænda og verkamanna í Póllandi.

Valdakjarnin í Brussel sogar stöðugt til sín völd en eykur samt fremur á vandann en leysir hann.

RUV greinir svo frá:

 

Nokkur hundruð pólskir bændur gerðu í dag tilraun til að stöðva umferð á nokkrum helstu vegum sem liggja til höfuðborgarinnar, Varsjár, og kröfðust þess að ríkisstjórnin greiddi þeim skaðabætur vegna tjóns sem þeir hefðu orðið fyrir vegna viðskiptabanns Rússa á landbúnaðarafurðir frá löndum ESB.

Rússar hættu innflutningi á kjöti, ávöxtum og grænmeti, fiski og mjólkurafurðum frá Ástralíu, Kanada, Evrópusambandinu, Noregi og Bandaríkjunum í ágúst. Banninu var komið á í kjölfar viðskiptaþvingana sem Vesturlönd ákváðu að beita Rússa vegna aðildar þeirra að átökunum í Úrkaínu.

Bændurnir óku dráttarvélum sínum í halarófu út á vegina og lögðu þeim þar. Stjórnvöld í Póllandi hafa farið fram á að Evrópusambandið bæti bændum upp tjónið og vilja að sambandið greiði þeim 26 milljónir evra. Bændurnir vilja skaðabætur vegna verðfalls á mjólkurafurðum og svínakjöti og vegna tjóns af völdum friðaðra villisvína sem ráðist hafa á búfénað og eyðilagt uppskeru. Kílóverð á svínakjöti hefur fallið um fimmtíu prósent frá því bannið tók gildi. Fyrir viðskiptabannið fluttu Pólverjar sjö prósent af landbúnaðarafurðum sínum til Rússlans, 86% eru flutt til Evrópusambandslanda, og þá sérstaklega til Þýskalands.

Það slitnaði upp úr viðræðum bænda við stjórnvöld í morgun. Slawomir Izdebski, formaður bændasamtakanna OPZZ, hefur lýst því yfir að bændur muni grípa til aðgerða aftur í næstu viku, fáist ekki botn í málið. Námuverkamenn hafa hótað að mótmæla með þeim, en þeir eru ósáttir vegna ítrekaðra fjöldauppsagna námufyrirtækja. BronisÅ‚aw Komorowski, forseti, sagði kröfur bændanna óraunhæfar í ljósi þess að þegar hafi verið samið við Evrópusambandið um niðurgreiðslur vegna landbúnaðar. 


Juncker gerir stólpagrín að Grikkjum

Forystusauðir ESB eru innilokaðir í þeim fílabeinsturni sem pólitískar innmægðir í ESB-löndunum hafa skapað. Þeir skilja ekki vandamál aðildarríkja ESB og gera nú grín að Grikkjum sem eiga um sárt að binda, meðal annars vegna þess misvægis í efnahgasþróun sem evrusamstarfið hefur skapað.

Hvernig væri annars að við kölluðum hlutina í ESB réttum nöfnum? Sem sagt: Seðlabanki evrunnar en ekki Seðlabanki Evrópu. Þing ESB-ríkja en ekki Evrópuþing. ESB nær ekki yfir alla Evrópu og evran ekki heldur.


mbl.is Fyrsta árs nemi sem langar að gera hjartaaðgerð en kann það ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

60% landsmanna á móti inngöngu í ESB

Þessi könnun MMR sýnir að rétt um 60% landsmanna eru andvíg inngöngu í ESB ef eingöngu er miðað við þá sem taka afstöðu. Þessi könnun og aðrar sem birtar hafa verið að undanförnu sýna að stöðugur og góður meirihluti er fyrir því meðal landsmanna að halda Íslandi utan við þetta hrjáða bandalag.

Það er því rökrétt niðurstaða af þessu, af stefnu ríkisstjórnarinnar og af samþykktum þeirra flokka sem að ríkisstjórninni standa að draga hina ófullburða umsókn um innöngu í ESB til baka hið snarasta.


mbl.is Færri andvígir inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnurekendur vilja hvorki evru né ESB

Þrátt fyrir hinn gegndarlausa áróður sumra forystumanna atvinnurekenda með hundruð milljóna króna stuðningi frá áróðursmaskínu ESB hér á landi vilja atvinnurekendur almennt hvorki taka upp evru né ganga í ESB. Það er niðurstaða könnunar meðal félagsmanna.

Þar segir að aðeins 19 prósent félagsmanna vilji að Ísland gerist aðili að ESB og 39% að Ísland taki upp evru.


mbl.is Færri fyrirtæki vilja taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrynur evrusvæðið ef Grikkir fara út?

Varoufakis_hugsiMat embættismanna, stjórnmálamanna og fræðimanna á því hvað gerist ef Grikkland yfirgefur evrusvæðið er dálítið ólíkt. Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands segir að evran falli eins og spilaborg ef Grikkir taki upp annan gjaldmiðil. Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tekur ekki svo djúpti í árinni en segir að vandamál Grikkja verði ekki leyst með öðrum hætti en að landið hætti í evrusamstarfinu.

Varoufakis skýtur jafnframt föstum skotum á Ítali og segir þá ekki þora að segja sannleikann um efnahagsmálin auk þess sem ítalska ríkið sé að nálgast gjaldþrot.

Ekki batnar þetta fyrir evruna og ESB.


mbl.is Líkir evrunni við spilaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB í uppnámi eftir stjórnarskiptin í Grikklandi

hjorleifur guttormssonFyrirheit og viðmið um starfsemi Efnahags- og myntbandalags Evrópu hafa verið margbrotin. Pólitísk trú ryður efnahagslegri skynsemi burt. Grikkir hafa gert uppreins gegn vinnubrögðum ESB og gríska bakterían er þegar farin að smita inn í vinstri flokka í Frakklandi og víðar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í athyglisverðri grein Hjörleifs Guttormssonar sem birt var í Morgunblaðinu í vikunni.

Greinin er birt hér í heild sinni:

 

 ESB í uppnámi eftir stjórnarskiptin í Grikklandi

Forystusveit ESB á ekki sjö dagana sæla á þessum vetri og það sama á við um almenning í mörgum aðildarrríkjum, þar sem atvinnuleysi hefur farið vaxandi, sérstaklega meðal ungs fólks. Stórsigri Syrizaflokksins í Grikklandi fyrir röskri viku má líkja við jarðskjálfta, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum á pólitískt landslag, einnig í öðrum skuldsettum ESB-löndum eins og á Spáni.

Þar kveður sér nú hljóðs fjöldafylkingin Podemos („Við getum“) og skorar bæði sósíaldemókrata og hægriflokkinn PP á hólm. Sameiginleg krafa þessara hreyfinga sem skilgreina sig til vinstri er niðurfærsla skulda af hálfu lánardrottna, stöðvun einkavæðingar og innspýting í efnahagslífið m.a. með opinberum framkvæmdum til að draga úr atvinnuleysi. Fyrstu viðbrögð af hálfu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og þýskra stjórnvalda eru eitt stórt NEI, útstrikun og aflétting skulda sé ekki í boði. – Á hinu leitinu eru síðan þjóðernissinnaðir hægriflokkar sem sækja í sig veðrið í krafti andúðar á sívaxandi fjölda innflytjenda og flóttafólks frá Afríku og stríðshrjáðum löndum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þessar hræringar geta fyrr en varir breytt pólitísku landslagi í ESB og leitt af sér enn frekari sundrungu innan myntbandalagsins og jafnvel fall evrunnar.

Margir samverkandi þættir

Myntbandalaginu með evru sem gjaldmiðil var komið á um síðustu aldamót og nú eru 19 ríki aðilar að því. Sett voru ákveðin þjóðhagsleg viðmið fyrir þátttöku en fljótlega varð ljóst að þau voru ekki tekin hátíðlega, hvorki af fjölmennum eða fámennum ríkjum. Pólitískar fremur en efnahagslegar ástæður réðu för og fyrirhugaður fjárhagslegursamruni (fiscal union) hefur látið á sér standa. Efnahagsgrunnur evruríkjanna er líka mjög ólíkur og í mörgum þeirra er landlæg spilling, sem ekki hefur tekist að uppræta. Stórfelld tilfærsla fjármuna í skattaskjól eru opinbert leyndarmál og forseti framkvæmdastjórnar ESB, Lúxemborgarinn Jean-Claude Juncker, liggur undir ámæli fyrir að hafa rutt slíkum farvegum braut. Grikkland er eitt af þeim ríkjum þar sem spillt stjórnmálaöfl í samstarfi við auðjöfra hafa haft tögl og hagldir um langt skeið. Þessir aðilar, í samstarfi við ESB, Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og Seðlabanka Evrópu, hafa hert svo ólarnar að grískum almenningi að stór hluti kjósenda þar hefur nú sagt hingað og ekki lengra, og krafan um skuldaniðurfærslu endurómar æ víðar. Í Frakklandi hefur ríkt stöðnun samfara 10% atvinnuleysi og gríska bakterían er þegar farin að smita inn í raðir Sósíalistaflokksins sem er við stjórnvölinn og á nú í vök að verjast frá hægri og vinstri.

Hraðvaxandi samþjöppun auðs

Upplýsingar OECD og fleiri alþjóðastofnana um stöðuga samþjöppun auðs og eigna á æ færri hendur afhjúpar eðli og innviði ríkjandi efnahagskerfis. Þetta gangverk kapítalismans hefur lengi mátt vera lýðum ljóst, en með frjálsum fjármagnshreyfingum samhliða netvæðingu gagnaflutninga á síðasta aldarþriðjungi hefur orðið stökkbreyting sem ýtt hefur svo um munar undir þessa þróun. Jafnframt hefur orðið auðveldara að safna um hana tölfræðilegum upplýsingum og nýir samskiptamiðlar auðvelda almenningi að fylkja sér gegn óréttlætinu. Við blasir að hátt í helmingur af veraldarauði er kominn í hendur um 1% jarðarbúa og ekkert lát er á þeirri samþjöppun. Þessi þróun og ástæður hennar er meginþema í bók franska hagfræðingsins Thomas Pikettys, sem kom út á árinu 2013 og vakið hefurmikla athygli. (Ensk þýðing 2014: Capital in the Twenty-first century). Höfundurinn bendir á að þessi þróun sé ógnun við lýðræði og fé-lagslegan og efnahagslegan stöðugleika og leggur til stighækkandi kapítalskatta til að hamla gegn henni. Í Bandaríkjunum er þetta heitt umræðuefni þar sem þrengir mjög að millistéttarhópum, og svipað er uppi á teningnum innan ESB.

Spár um hrun evrunnar

Úr ýmsum áttum heyrast nú raddir sem spá ekki aðeins vaxandi erfiðleikum á evrusvæðinu, heldur telja að hætta sé á hruni myntsamstarfsins. Þannig taldi ritstjórn tímaritsins Economist sl. haust (25. okt. 2014) að mesti efnahagsvandi heimsins stafaði af verðhjöðnun innan evrusvæðisins. „Á sama tíma og skuldabyrðin vex frá Ítalíu til Grikklands munu fjárfestar fyllast ótta, pópúlískir stjórnmálamenn fá aukinn stuðning og – fyrr en seinna – mun evran hrynja.“ Tveimur dögum fyrir grísku þingkosningarnar greip Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, til þess örþrifaráðs að láta bankann hefja seðlaprentun í stórum stíl til kaupa á skuldabréfum í von um að hamla gegn áframhaldandi samdrætti. Markmiðið er að ýta undir eyðslu og verðbólgu. Áhrifin á almenning eru að mati Der Spiegel (22. jan. 2015): „Þeir sem spara munu tapa, en lántakendur hagnast.“ Eflaust bíða margir spenntir eftir að sjá hvort þessi hrossalækning skilar einhverju. Hún er hins vegar skýr sýnikennsla í því, hvernig komið er fyrir fullveldi ríkja sem afhent hafa Evrópusambandinu forsjá sinna mála.

Eftir Hjörleif Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.


Elín H. og Villi B. fjalla um ESB en ekki VG

ElinHÞað er athyglisvert að sjálfstæðismenn í Kópavogi efna til fundar með Vilhjálm Bjarnason og Elínu Hirst sem frummælendur þar sem rætt er um ESB-umsóknina. Á sama tíma heldur VG flokksráðsfund og virðist ekki ætla að minnast einu orði á ESB-málin.

Talsverðar fréttir hafa borist af flokksráðsfundi Vinstri grænna en engum sögum fer af því hvað Vilhjálmur fjárfestir eða Elín H. sögðu um ESB eða efnahagsmálin.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Feb. 2015
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 1861
  • Frá upphafi: 1120685

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 1603
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband