Leita í fréttum mbl.is

Umsókn Össurar á skjön við stjórnsýslu ESB

Það verður ekki annað séð en að sú umsókn sem Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sendi forkólfum ESB fyrir hönd ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og þáverandi meirihluta Alþingis hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem ESB gerir til slíkra umsókna. Umsóknin var skilyrt en ESB gerir kröfur um skilyrðislausa umsókn.

Össur lét vera að kynna ESB þá fyrirvara sem Alþingi gerði með vísan til álits meirihluta utanríkismálanefndar. Þeir fyrirvarar komu hins vegar upp á yfirborðið þegar farið var að ræða sjávarútvegsmál vorið 2011. Á því strandaði málið. 

Össur fór því af stað með ótæka umsókn og sigldi því í raun og veru undir fölsku flaggi gagnvart ESB og íslensku þjóðinni.


Gögn utanríkisráðuneytis um umsóknarferlið

Lesendur Heimssýnarvefjarins eru fljótir að átta sig á því sem aðrir í tímahraki fundu ekki strax. Gögn utanríkisráðuneytisins um umsóknarferlið voru náttúrulega á sínum stað þótt leiðum að þeim hefði einhvers staðar verið breytt. Svona skilar samvinnan sér. Hafið bestu þakkir fyrir. Utanríkisráðuneytið var vitaskuld með þetta á vísum stað! Glöggir lesendur geta svo séð hvort þarna vanti að þýða einhverjar skýrslur.

Sbr. fyrri færslu:

Glöggir lesendur Heimssýnarvefjarins hafa tekið eftir því að efni á íslensku um aðildarviðræður við ESB sem áður var aðgengilegt er ekki vel sýnilegt lengur á vef utanríkisráðuneytisins. Efnið er aðgengilegt á ensku en við viljum gjarnan hafa áfram aðgang að því efni sem hinir þýðingarmiklu þýðendur stjórnarráðsins höfðu fyrir að vinna. 

Þess vegna er þeim eindregnu tilmælum beint til ráðuneytisins að gera þetta efni betur aðgengilegt því þar er ýmsan fróðleik að finna.

Á ensku er þetta hér: http://eu.mfa.is/documents/

Sé hér um einhvern misskilning eða mislestur að ræða skal strax beðist afsökunar á því!


ESB-pólitíkusar fái átta milljónir skattfrjálst í blýantspeninga

Danskir fjölmiðlar greina frá því að fyrir liggi tillaga um að hækka svokallaða blýantspeninga sem stjórnmálamenn á ESB-þinginu fá skattfrjálst. Þeir hafa fengið til þessa sem nemur 7,7 milljónum króna skattfrjálst til að kaupa blýanta, penna og annað þess háttar. Nú liggur fyrir tillaga um að hækka þetta í sem nemur ríflega átta milljónum króna - skattfrjálst.

Það er eftirsóknarvert fyrir embættismenn og pólitíkusa í ESB-ríkjunum að komast inn á ESB-þingið eða í toppstöður. Embættismenn hafa sem svarar 2,4 milljónum á mánuði fyrir að skófla pappír til og frá og heildarlaun stjórnmálamanna eru sem svarar um 10 milljónum króna á mánuði - fyrir að hlaupa samkvæmt bendingum Merkel!

Er nema von að Össur langi til Brussel?

 


Þjóðverjar ráða ferðinni í ESB

Allar þessar fréttir um bónarferðir grískra stjórnmálaleiðtoga til Angelu Merkel leiðtoga Þjóðverja sýna það svart á hvítu að litlu þjóðirnar í ESB hafa lítið að segja. Það eru stórþjóðirnar sem ráða og þá fyrst og fremst Þjóðverjar þessa dagana.

Ísland á ekkert erindi í slíkt bandalag.

 


mbl.is Tók brosandi á móti Tsipras
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðarahöfundur DV varar við ESB

Leiðarahöfundur DV, Hörður Ægisson, hefur skarpa sýn á samfélags- og efnahagsmál. Hann vill að Ísland standi fyrir utan óvissuleiðangur ESB. Honum finnst efnisleg umræða um ESB fátækleg hér á landi, evran hafi framkallað alvarlegustu kreppu í ESB frá stofnun þess og ekki sé séð fyrir þann vanda sem hún hafi valdið.

Gefum Herði Ægissyni orðið: 

Á sama tíma og þessi umræða stendur yfir á Alþingi þá fer minna fyrir efnislegri umræðu um hvort Ísland eigi yfirhöfuð erindi í Evrópusambandið – og þar með upptöku evru – í náinni framtíð. Sú staða þjónar hins vegar hinum fáu talsmönnum aðildar að ESB vel um þessar mundir. Yfirlýsing um aðild að ESB og í kjölfarið upptöku evru átti á sínum tíma að vera „töfralausn“ við efnahags- og fjármálalegum óstöðugleika. Sex árum síðar er ljóst að slíkar yfirlýsingar voru í besta falli hlægilegar.

Upptaka evrunnar hefur framkallað alvarlegustu kreppu Evrópusambandsins frá stofnun þess – og engin lausn er í sjónmáli. Hinn sameiginlegi gjaldmiðill hefur magnað skuldakreppu einstakra aðildarríkja sambandsins og gert að pólitískum og efnahagslegum vanda fyrir allt myntbandalagið. Sú skoðun var áður ríkjandi á meðal forystumanna Evrópska seðlabankans að greiðslujafnaðarvandi, líkt og sá sem Ísland hefur glímt við frá bankahruninu, myndi ekki skipta máli hjá aðildarríkjum evrusvæðisins. Þeir höfðu stórkostlega rangt fyrir sér.

......

Aðeins þeir sem kjósa að setja kíkinn fyrir blinda augað geta haldið því fram að það hafi ekki verið meiriháttar pólitísk og hagfræðileg mistök að stofna til evrópska myntbandalagsins. Stefnusmiðir á evrusvæðinu standa frammi fyrir fordæmalausri áskorun á komandi árum. Hin alþjóðlega fjármálakreppa varpaði ljósi á kerfislæga galla evrunnar – og þeir verða ekki leystir í bráð. Eigi myntsvæðið að geta lifað af í óbreyttri mynd þarf að koma á fót pólitísku sambandsríki. Slíkur leiðangur mun ekki njóta stuðnings hins lýðræðislega vilja almennings í Evrópu. Ráðamenn á evrusvæðinu eru á milli steins og sleggju.

Hagsmunir Íslands felast hins vegar óumdeilanlega í því að standa fyrir utan þann óvissuleiðangur í fyrirsjáanlegri framtíð. Ísland yrði jaðarríki í slíku bandalagi. Uppbygging hagkerfisins er einfaldlega með þeim hætti – og breytist ekki við það eitt að taka upp evru – að það er mikilvægt að Íslandi búi við sveigjanlegt gjaldmiðlakerfi þar sem gengið getur aðlagað sig þegar framboðsskellur verður í hinum hlutfallslega fáu útflutningsgreinum þjóðarbúsins. Ísland verður aldrei Þýskaland enda hefur hagsveiflan hér á landi lítil sem engin tengsl við hagsveifluna í kjarnaríkjum evrusvæðisins. Þegar alvarleg efnahagsáföll koma upp þá verður Ísland fast í spennitreyju myntbandalags þar sem úrræði stjórnvalda munu einskorðast við aukið atvinnuleysi og launalækkanir með handafli.

Tíma alþingismanna yrði betur betur varið í umræður um óleyst vandamál heima fyrir en tilgangslaust karp um misráðna aðild að Evrópusambandinu.

 


Guðmundur Andri rennur til á pólitísku svelli

GudmundurAndriThorssonÞað er alveg rétt hjá Guðmundir Andra Thorssyni rithöfundi að Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, hafi staðið sig feykivel í glímunni við ESB og að hann hafi þar haldið fast fram þeirri stefnu sem almennir félagar í VG höfðu markað. Það er hins vegar margt annað sem stenst varla skoðun í þessari grein rithöfundarins.

Guðmundur Andri virðist alveg gleyma því hvaða áhrif þeir fyrirvarar við umsóknarferlið höfðu sem fólust í samþykkt Alþingis með vísan í álit utanríkismálanefndar. Það voru nefnilega þeir fyrirvarar sem komu á endanum í veg fyrir að ESB birti svokallaða rýniskýrslu sína um sjávarútvegsmál og þar með varð umsóknin strand þegar árið 2011.

Það er einnig einkennilegt að lesa það sem Guðmundur Andri skrifar um Vinstri græn. Flokkurinn hafði það alla tíða á stefnuskrá sinni að vera á móti aðild að ESB. Jafnvel þótt flokkurinn samþykkti að sótt yrði um inngöngu í ESB var ekki annað á mörgum forystumönnum VG að skilja en að þeir áskildu sér rétt til að fylgja stefnu flokksins og vinna þar með gegn inngöngu. 

Rithöfundinum er kannski vorkunn miðað við það hvernig sumir talsmenn VG tala í dag en með því að lesa betur þau gögn sem tengjast umsóknarferlinu hefði verið hægt að koma í veg fyrir hluta þess misskilnings sem einkenna skrif höfundarins.

 


Hring- og hrunadans evrunnar

grikklandForysta ESB var of gráðug í að fjölga aðildarríkjum og leyfa ríkjum upptöku evru sem voru ekki undir það búin. Grikkland er skýrt dæmi um það. Í evrusamstarfinu urðu svo Þjóðverjar ofan á en Grikkir undir vegna mismunandi verð- og kostnaðarþróunar. Þjóðverjar sigruðu Grikki á útflutningsmörkuðum innan hins læsta gengissamstarfs. Grískar vörur seldust síður, atvinnuleysi jókst og um leið skuldir ríkis og almennings í Grikklandi.

Vitaskuld eiga Grikkir einhverja sök á því hvernig komið er líka með ófullnægjandi birtingu hagtalna og spillingu.

En evran og evrusamstarfið á stóran þátt í vandanum og því ekki skrýtið þótt Grikkir vilji að evruríkinn leggi verulega til þeirra björgunaraðgerða sem nauðsynlegar eru.


mbl.is Geta ekki greitt án aðstoðar ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúmlega 70% Íslendinga vilja ekki ESB-aðild

Þessi könnun Fréttablaðsins sýnir að rúmlega sjötíu prósent landsmanna vilja ekki inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hins vegar segir hér í fréttinni að álíka stór hópur vilji að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna.

Nú er það verkefni okkar að sýna að áframhaldandi viðræður fela í sér aukna auðlögun að ESB og að ekki sé hægt að komast lengra með þær öðru vísi en að Ísland aðlagi ýmislegt að ESB fyrst eða lýsi því yfir hvernig það verði gert, m.a. í sjávarútvegsmálum.

Þjóð sem vill ekki gerast aðili að ESB getur í raun og veru ekki viljað aðlagast ESB nánar.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2015
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 415
  • Sl. sólarhring: 425
  • Sl. viku: 1442
  • Frá upphafi: 1119885

Annað

  • Innlit í dag: 338
  • Innlit sl. viku: 1215
  • Gestir í dag: 312
  • IP-tölur í dag: 305

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband