Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur Jónasson á stjórnarfundi Heimssýnar í kvöld

ogmundur

Ögmundur Jónasson verður sérstakur gestur á stjórnarfundi í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Stjórnarfundurinn er haldinn í kvöld kl. 20:00 í húsnæði hreyfingarinnar við Hafnarstræti 20 í Reykjavík. Gengið er inn frá Lækjartorgi.

Það verður fróðlegt að heyra sjónarmið Ögmundar í málum sem tengjast þróun ESB.

Fundurinn er opinn öllum félögum í Heimssýn og eru þeir hvattir til að mæta.

 


Menn drekka orðið alls staðar sama sullið

Stóru bjórframleiðendurnir í Evrópu virðast vera að ryðja hinum smáu út af markaðnum, meðal annars í skjóli fjórfrelsisins. Meðfylgjandi frétt segir frá uppkaupum Carlsberg á grískum bjórframleiðanda.

Carlsberg á þannig um 30 prósent af gríska markaðnum í dag - og Heineken er með 55%.

Fjórfrelsið stefnir öllu í sama mót. 


mbl.is Carlsberg kaupir grískan bjórframleiðanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drykkjurútar Ómars Ragnarssonar

OmarRagnarssonÓmar Ragnarsson vekur athygli á ýktum afleiðingum af hagsveiflum kapítalismans sem sjást hvað best á evrusvæðinu núna. Ómar líkir ástandinu við timburmenn og fráhvarfseinkenni drykkjurúta og fíkla.

Fíknin er í hagvöxt sem Ómar segir knúinn áfram af bankaútlánum og rányrkju á takmörkuðum auðlindum.

Ómar gleymir kannski því að ein af ástæðum ofhitnunar efnahagskerfis Evrópu eftir að evran var sett á laggirnar er bókstarfstrúarleg útfærsla á fjórfrelsinu svokallaða, einkum á óheftu flæði fjármagns og fjármálastarfsemi sem hafði verið svipt nægjanlegu eftirliti. Eftir kreppuna eru Evrópumenn að reyna að berja í brestina með stofnun bankasambands en gengur þó hægt.

Blogg Ómars er hér.


Cameron óttast nýtt hrun í Evrópu

LagardeDavid Cameron, forsætisráðherra Bretlands, óttast að frekari samdráttur og stöðnun á evrusvæðinu muni halda aftur af hagvexti í Bretlandi. Seðlabankastjóri Bretlands, Mark Carney, óttast stöðnun víða í Evrópu og Christine Lagarde (sjá mynd), forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir atvinnuleysi og lítinn hagvöxt að verða hefðbundið ástand í Evrópu.

Evrusvæðið er að draga Breta niður. Það dregur einnig okkur Íslendinga niður.

Samt eru þeir enn til hér á landi sem vilja verða hluti af evrusvæðinu. Merkilegt nokk.


mbl.is Óttast að nýtt hrun nálgist óðfluga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sky segir stöðnun framundan hjá ESB þrátt fyrir hagvöxt í sumum löndum síðasta ársfjórðunginn

Nú berast tölur um að framleiðsla hafi aukist síðasta ársfjórðunginn í Grikklandi og fáeinum evrulöndum. Kreppunni virðist þá lokið - að minnsta kosti í bili. Fréttaskýrandi Sky sjónvarpsstöðvarinnar telur þó að evrulöndin eigi á hættu að glíma við stöðnun í efnahagslífinu næstu árin.

Sjá nánar hér


Stórveldaráðstefnan snýst m.a. um endursköpun ESB

RenziStórveldaráðstefnan sem haldin er í Ástralíu fjallar m.a. um þá staðreynd að það hriktir í stoðum ESB ef marka má fréttir frá ráðstefnunni. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að það þurfi að breyta ESB í þá átt sem Bretar vilja og ef Bretar yfirgefi sambandið muni afleiðingarnar verða hrikalegar bæði fyrir ESB og Breta sjálfa. 

Fréttastofan Sky skýrir frá þessu.

Renzi sagði við þetta tækifæri eitthvað á þá leið að ESB þyrfti að huga betur að almennum borgurum fremur en að valdi embættismanna.

 


Fjölmiðill blæs lífi í ESB-umsóknina

thorfinnurOmarssonFréttaritari 365-fjölmiðla í Brussel glæðir ESB-umsókn Íslendinga lífi með nýlegum fréttapistli sínum. Hann gefur þar til kynna að yfirlýsingar ESB-forystunnar til aðildarviðræðna við Íslendinga séu eilítið misvísandi og í raun sé ESB-tilbúið að halda viðræðum áfram þótt aðild yrði sjálfsagt ekki samþykkt næstu fimm árin.

Á sama tíma láta stjórnvöld á Íslandi sem umsóknin sé dauð.

ESB hefur hins vegar skráð Ísland sem umsóknarland í sínum plöggum.

Þetta sýnir að það er nauðsynlegt fyrir ríkisstjórnina að draga umsóknina formlega til baka eigi stefna hennar í ESB-málunum að teljast trúverðug. Það er ekki eftir neinu að bíða. Stefna stjórnarflokkanna í málinu er skýr og stjórnarsáttmálinn er einnig skýr hvað þetta varðar. Ríkisstjórnin hefur lýðræðislegt umboð til að ljúka þessu.

Klárum nú málið!


Bretar rugga ESB-skútunni

Bretar eru í sviðsljósinu. Þeir sætta sig ekki við reglur um frjálsa för fólks innan Evrópusambandsins og fyrir vikið segir Merkel Þýskalandskanslari að þeir geti þá bara hypjað sig. Gjörðir bresku stjórnarinnar endurspegla hugarástandið innanlands í þessum málum.

Mbl. segir svo frá (sjá einnig á Eyjunni.is):

 

Verður ekki aft­ur snúið

Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands.stækka

Phil­ip Hammond, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands. AFP

Stjórn­völd í Bretlandi eru til­bú­in til að ganga frá samn­inga­borði Evr­ópu­sam­bands­ins, ef ósk­ir þeirra eft­ir nýj­um regl­um um fólks­flutn­inga milli landa verða hunsaðar. Það myndi aft­ur auka lík­urn­ar á því að Bret­ar gengju úr banda­lag­inu. Þetta sagði ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins, Phillip Hammond, í sam­tali við Daily Tel­egraph í gær.

Hammond sagði að breska þjóðin gæti kosið að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið ef ekki kæmi til „um­tals­verðra þýðing­ar­mik­illa end­ur­bóta“ í Brus­sel.

Dav­id Ca­meron for­sæt­is­ráðherra hef­ur heitið þjóðar­at­kvæðagreiðslu um áfram­hald­andi aðild 2017, ef Íhalds­flokk­ur­inn held­ur völd­um eft­ir þing­kosn­ing­ar á næsta ári, en illa geng­ur að fá aðra Evr­ópu­leiðtoga til stuðnings við hug­mynd­ir breskra stjórn­valda um end­ur­skoðun reglna um fólks­inn­flutn­ing.

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, varaði Ca­meron við því í síðustu viku að hann nálgaðist óðum þann stað þar sem ekki yrði hægt að snúa við hvað varðaði til­lög­urn­ar.

Hammond seg­ir hins veg­ar að það verði alls ekki aft­ur snúið; Bret­land sé „til­búið til þess að standa upp frá borðinu og ganga burt“ ef til­lög­ur þess verða ekki tekn­ar til skoðunar.

„Við verðum að vera til­bú­in til þess. Í þessu til­felli er það ekki einu sinni okk­ar ákvörðun af því að við end­ann á þess­ari veg­ferð bíður þjóðar­at­kvæðagreiðsla,“ var haft eft­ir hon­um á vefsíðu Tel­egraph.

Hammond, sem er langt í frá harðasti stuðnings­maður Evr­ópu­sam­bands­ins, hét því að vera op­in­skár gagn­vart öðrum aðild­ar­ríkj­um sam­bands­ins og vara þau við að bresk­ur al­menn­ing­ur vænti niður­stöðu.

„Ég myndi vilja segja við þýska koll­ega minn í fullri hrein­skilni: ef þú dreg­ur lín­una þarna, þá held ég að við kom­um þessu ekki í gegn hjá bresk­um al­menn­ingi í þjóðar­at­kvæði, en ef þú gæt­ir fært lín­una þangað, þá held ég að það gæti tek­ist.“

Hann sagði ekki um að ræða að sett­ur yrði kvóti á fjölda inn­flytj­enda sem kæmu til Bret­lands frá öðrum Evr­ópu­lönd­um en gaf til kynna að hann myndi varpa fram hug­mynd­um sem skiluðu áþekkri niður­stöðu.


mbl.is Verður ekki aftur snúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2014
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 392
  • Frá upphafi: 1121183

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 355
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband