Leita í fréttum mbl.is

Svíar streitast á móti miðstýringartilburðum Merkel

reinfeldtochmerkelFredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar sættir sig ekki við nýjar tillögur Angelu Merkel Þýskalandskanslara um sérstakan samkeppnissáttmála og aukið valdaframsal til Brussel.

Merkel lagði fram tillögu um þessi atriði á ráðstefnunni í Davos í Sviss í síðustu viku, eftir því sem sænski vefmiðillinn Europaportalen skýrir frá.

Það er komið nóg af því að Brussel sé að segja okkur hvað við eigum að gera, segir Reinfeldt við fjölmiðla af þessu tilefni.

Tillögur Merkel gerðu ráð fyir að Brussel gæti fyrirskipað aðildarlöndum að breyta fyrirkomulagi launamála, rannsókna, samgöngu- og samskiptamála og opinberri stjórnsýslu.

Við látum ekki segja okkur fyrir verkum í þessum efnum, segir Reinfeldt.

En það er greinilegt að miðstýringartilhneigingin heldur áfram í ESB og að Brussel reynir að soga til sín meiri og meiri völd.


ESB og ESB-sinnar fengu nú duglega á baukinn

icesaveÍ dag fengu þeir duglega á baukinn sem predikuðu að við yrðum að lúta vilja Breta og Hollendinga og þar með ESB-bákninu í Icesave-málinu.

Þeir sem sögðu að Íslendingar myndu segja sig úr siðaðra manna samfélagi ef þeir samþykktu ekki hvern Icesave-samninginn á fætur öðrum hafa reynst vera lafhræddir aftaníossar ESB-veldisins.

Það var þetta ESB-veldi sem tafði framgang mála Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem varð til þess að björgunaraðgerðir hér á landi eftir hrunið hófust mun seinna en annars hefði orðið. Þetta hefur valdið ómældum kostnaði.

Þeir fræðingar og forystumenn sem töluðu um að Ísland yrði „Kúba norðursins“ eða að hér myndi allt hrynja og hrikalegt atvinnuleysi herja á landsmenn - þessir menn eru aðhlátursefni í dag.

Þökk sé hinum sem fylgdu fordæmi Jóns forseta og viku hvergi heldur börðust allt til enda.


mbl.is Tekið undir nær öll rök Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlætinu er fullnægt!

bjorkÞað braust út fögnuður víða hér á landi í morgun þegar fréttir bárust af niðurstöðu EFTA-dómstólsins sem sýknaði Íslendinga af kröfum ESB, þvert á álit ýmissa svokallaðra ESB-sérfræðinga.

Réttlætinu er fullnægt, segir Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona í meðfylgjandi frétt. Við getum, hygg ég, flest tekið undir það.

Okkur fannst fæstum réttlátt að skattborgarar yrðu gerðir ábyrgir fyrir bankaskuldum. Ýmsum okkar leið jafnvel ónotalega yfir óvissunni sem þessu máli fylgdi. Þeim mun meiri er ánægjan nú þegar óvissunni hefur verið bægt burt. Þetta var fullnaðarsigur. Nú eru bjartari tímar framundan. Nýtum þá tíma vel. En það er sjálfsagt að hugsa hlýlega til þeirra sem stóðu í fylkingarbrjósti í þessari erfiðu baráttu.


mbl.is Björk: Stundum er réttlætinu fullnægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullnaðarsigur Íslendinga í Icesave-málinu

Fyrstu fréttir benda til að Ísland hafi unnið fullnaðarsigur fyrir EFTA-dómstólnum sem hafi hafnað öllum kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í Icesave-málinu.

Þá vekur það einnig sérstaka athygli að ESA og Evrópusambandinu verði gert að greiða málskostnað.

Þetta sýnir að málatilbúnaður ESB gegn Íslandi var byggður á sandi.

Jafnframt sýnir þetta að framganga ríkisstjórnarinnar í málinu framan af var vægast sagt ákaflega veik og niðurstaðan hefði orðið allt önnur og verri ef stórir hópar landsmanna hefðu ekki risið upp og mótmælt áætlunum ríkisstjórnar.

En það er svo sem við hæfi að óska ríkisstjórninni og landsmönnum öllum til hamingju með niðurstöðuna.

Sjá hér hlekki á nokkrar fréttir:

Frosti Sigurjónsson ætlar að gera sér glaðan dag:  http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/28/allir_geri_ser_gladan_dag/

Maður dagsins:
http://www.pressan.is/Kaffistofan/Lesakaffistofu/madur-dagsins

 


mbl.is Ísland vann Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggja þarf fullveldi yfir auðlindum Íslands

odinn sigthorssonÓðinn Sigþórsson, formaður framkvæmdastjórnar Heimssýnar, skrifar athyglisverða grein um stjórnarskrármálið sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar varar hann við því hvernig hagað hefur verið málum varðandi heimildir til að framselja fullveldi þjóðarinnar og bendir á að þjóðin hafa ekki verið spurð um þennan mikilvæga hluta stjórnarskrárinnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust.

Óðinn telur að fyrirliggjandi texti og tillögur um breytingar á stjórnarskránni tryggi ekki fullveldi yfir auðlindum landsins. Óðinn segir í lok greinar sinnar:

Allsherjarnefnd Alþingis hefur í umsögn um frumvarp til stjórnlaga lagt til þá breytingu, að ekki verði felldar brott heimildir í 72. gr. gildandi stjórnarskrár. Greinin mælir fyrir um að takmarka megi með lögum fjárfestingu erlendra aðila í landi, fasteignum og atvinnurekstri. Telur nefndin réttilega að slík heimild sé nauðsynleg til að verja sjálfstæði lítillar þjóðar. Þetta er skynsamleg tillaga en það þarf einfaldlega að ganga mun lengra. Taka þarf fram með skýrum hætti í auðlindaákvæði að óheimilt verði með öllu að framselja fullveldi eða ríkisvald yfir auðlindum Íslands, til erlendra aðila, hverju nafni sem nefnist. Allir stjórnmálaflokkar hafa talað með þeim hætti að ekki komi til greina að í samningum við ESB láti Ísland af hendi yfirráð yfir sjávarauðlindinni. Alþingismenn eiga því að geta sameinast um að setja í nýja stjórnarskrá ákvæði sem tekur af öll tvímæli í þessu sambandi.


Peningastefna Seðlabanka Evrópu virkar ekki á húsnæðislánamarkaðinn!

nullFyrir daga evrunnar trúðu ýmsir því að lánamarkaðurinn á evrusvæðinu yrði nánast einn og að vextir yrðu að mestu þeir sömu um allt svæðið. Reyndin hefur orðið allt önnur. Vextir hafa þróast með mismunandi hætti og ráðast að einhverju leyti af efnahagsaðstæðum í hverju landi.

Vextirnir eru yfirleitt hærri á jaðarsvæðum álfunnar en í kjarnaríkjum á borð við Þýskaland. En það sem verra er fyrir þessi jaðarríki, svo sem Spán og Portúgal, er að vaxtastefna Seðlabanka Evrópu virðist ekki skila sér á lánamörkuðum í þessum löndum. Mario Draghi seðlabankastjóri lýsti því yfir á sínum tíma að lægri vextir bankans ættu að koma hagkerfi landanna betur í gang. Eins og meðfylgjandi grein sýnir þá virkaði þetta öfugt í Frakklandi, á Spáni, Ítalíu og í Portúgal, samanber einnig myndina hér að neðan. Þar hækkuðu t.d. húsnæðisvextir þvert á væntingar og vonir eftir að Mario lækkaði stýrivexti seðlabankans.

vextirhusnaedislan

 

 

 

 

ESB skrapar botninn

nullKreppunni á evrusvæðinu er langt frá því lokið, eins og fram kemur í meðfylgjandi frétt. Þar segir meðal annars:

Í nýrri hagsspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birt var fyrr í þessari viku er enn gert ráð fyrir efnahagssamdrætti á þessu ári um 0,2%, og eru það verri horfur en gert var ráð fyrir í síðustu spá sjóðsins

Að mati sjóðsins er þróunin á evrusvæðinu enn einn helsti áhættuþátturinn sem steðjar að heilsu alheimshagkerfisins þrátt fyrir að sjóðurinn telji eins og flestir aðrir að svæðið sé nú komið fyrir horn hvað varðar frekari stigmögnun kreppunnar. Áhættan er hinsvegar fólgin í því að framundan gæti verið langt og strembið tímabil efnahagslegrar stöðnunar sem myndi hafa í för með sér smitáhrif út í alheimshagkerfið allt.


Meingölluð fiskveiðistefna ESB

makrillÞað eru flestir þeirrar skoðunar að fiskveiðistefna ESB sé meingölluð og að hún leiði til ofveiði.

Ýmsir innan ESB segast enda vilja breyta stefnunni.

En hægt gengur. Kannski Ólafur Ragnar ýti eitthvað við mönnum, samanber meðfylgjandi frétt.

Það er alltént ljóst að það yrði Íslendingum þungbært að innleiða þessa úreltu fiskveiðistefnu ESB óbreytta ef svo ólíklega færi að Ísland yrði hluti af ESB.


mbl.is Ólafur Ragnar: Evrópa er vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2013
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 56
  • Sl. sólarhring: 132
  • Sl. viku: 806
  • Frá upphafi: 1232752

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 701
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband