Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2017

Guđlaugur segir ađ ESB muni hafa verra af ef ţađ refsar Bretum fyrir útgönguna

Guđlaugur Ţór Ţórđarson utanríkisráđherra segir ađ Evrópusambandiđ muni gjalda fyrir ţađ ef sambandiđ refsar Bretlandi fyrir útgöngu úr sambandinu. Ţetta kemur fram í samtali Guđlaugs viđ The Telegraph í gćr.

Mbl.is greinir frá ţessu í dag. Ţar segir Guđlaugur m.a. ađ Ísland sé í ţessu ferli eins og skilnađarbarn á milli Bretlands og ESB.


mbl.is Ísland eins og skilnađarbarn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

CNN međ úttekt á vandrćđum ESB og evrunnar

Vandrćđi ESB og evrunnar eru viđfangsefni margra ţessa dagana. Bandaríska fréttasjónvarpsstöđin CNN er međ úttekt á vandrćđum ESB og evrunnar hér:

Ţess vegna vilja Evrópubúar evruna feiga.

Samanburđur á hagkerfum Bandaríkjanna og Evrópu.

Hvađ er ađ Evrópu?

 


Andstađan viđ ESB eykst í Frakklandi

Franskir stjórnmálamenn átta sig ć betur á göllum ESB eins og međfylgjandi frétt mbl.is ber međ sér. Ţeir átta sig á ţví ađ ţeir verđa ađ hlusta á óskir og skođanir landsmanna sinna. Gallar ESB koma ć betur í ljós.


mbl.is Evrópusambandiđ fékk á baukinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Aukiđ samstarf viđ Norđurlönd og endurskođun EES-samnings

hjorleifur guttormssonHjörleifur Guttormsson, náttúrufrćđingur og fyrrverandi ţingmađur og ráđherra, ritađi athyglisverđa grein sem birt var í Morgunblađinu 6. april síđastliđinn. Ţar segir hann ţá skođun sína ađ í ljósi breyttrar stöđu alţjóđamála sé rétt fyrir Íslendinga ađ endurmeta EES-samstarfiđ og jafnframt leitast eftir nánari samskiptum viđ Norđurlönd.

Ţađ sem einkum hefur haft áhrif á stöđu alţjóđamála er Brexit, breytt valdajafnvćgi stórvelda og óvissa eftir húsbóndaskipti í Bandaríkjunum, ţróun í Austur-Asíu og fyrir botni Miđjarđarhafs.

Hjörleifur segir um ţetta í Morgunblađinu 6. apríl 2017:

Frá ţví kaldastríđiđ var í algleymingi á öldinni sem leiđ hefur ekki ríkt jafn mikiđ óvissuástand í alţjóđamálum eins og nú um stundir. Eftir húsbóndaskiptin í Hvíta húsinu og úrsögn Breta úr Evrópusambandinu einkennast samskipti helstu Natóríkja af vaxandi tortryggni. Kína er ađ verđa risaveldi sem býđur Bandaríkjunum birginn á alţjóđavettvangi og Indland siglir hrađbyri í kjölfariđ. Viđ bćđi ţessi Asíuveldi hefur Rússland vaxandi samskipti sem styrkir stjórn Pútíns gagnvart tilraunum NATÓ til ađ einangra ţetta gamla stórveldi viđskiptalega og hernađarlega. Tyrkland sem lengi hefur veriđ á biđlista eftir ESB-ađild ađild stefnir nú hrađbyri til einrćđis og í Suđur-Kóreu er fyrrverandi forseti landsins orđinn tugthúslimur vegna spillingar. Í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi hefur Assad međ stuđningi Rússa náđ frumkvćđi í flókinni stöđu eftir gífurlegar mannfórnir. Ţetta og margt fleira ber vott um ađ alţjóđakerfi gćrdagsins er í uppnámi og yfirburđastađa vesturveldanna frá lokum kalda stríđsins undir forystu Bandaríkjanna er nú ađeins svipur hjá sjón. Samhliđa ţessu vex hćttan á ađ vopnuđ stađbundin átök fari úr böndunum og geti breyst í allsherjarbál í kjarnorkuvćddum heimi.

Ţá segir Hjörleifur um Brexit og Evrópusambandiđ:

Evrópusambandiđ hefur í mörg undanfarin ár átt viđ mikla erfiđleika ađ stríđa af efnahagslegum toga og vegna innbyrđis ósćttis um hvert skuli stefna í samstarfi ađildarríkja. Evran hefur reynst nćr óbćrileg spennitreyja fyrir mörg af ţeim ríkjum sem nýta hana sem sameiginlegan gjaldmiđil. Ljósasta dćmiđ er Grikkland sem haldiđ hefur veriđ uppi međ alţjóđlegum neyđarlánum og berst enn í bökkum. Efnahagsleg stöđnun og gífurlegt atvinnuleysi međal ungs fólks hefur dregiđ stórlega úr stuđningi almennings viđ ESB sem í liđinni viku hélt upp á sextugsafmćli Rómarsamningsins frá 1957. Úrsögn Breta úr sambandinu sem nú er orđin stađreynd er fordćmalaus viđburđur í sögu ţess. Eftirmálin sem nú hefjast munu reyna á báđa ađila nćstu árin og verđa jafnframt prófsteinn á samheldni ríkjanna 27 sem glíma innbyrđis viđ fjölmörg vandamál og hafa ólíka afstöđu, m.a. um frekari samruna og viđbrögđ viđ flóttamannastraumnum úr suđri. Hvert ţessara landa ţarf ađ fallast á viđrćđugrundvöll ESB viđ Breta sem og á lokaniđurstöđu samninga um útgöngu. Af hálfu ţeirra sem móta stefnuna í Brussel er lögđ áhersla á ströng skilyrđi fyrir útgöngu, ekki síst til ađ fćla önnur ríki frá ţví ađ fylgja fordćmi Breta.

Um stöđu Íslands og samskipti Norđurlanda segir Hjörleifur:

Ţegar til skođunar voru 1990 framtíđartengsl Íslands viđ Evrópubandalagiđ í nefnd á vegum Alţingis skilađi ég sem fulltrúi Alţýđubandalagsins ítarlegu áliti. Meginafstađa mín hvađ Ísland varđađi var „ađ halda óháđri stöđu gagnvart efnahagsbandalögum en leita sem hagstćđastra samninga viđ slík bandalög í Evrópu, Norđur-Ameríku, Austur-Asíu og víđar“. Ţegar ađild ađ Evrópsku efnahagssvćđi (EES) kom á dagskrá stuttu síđar taldi ég hana veikja stöđu Alţingis sem löggjafa međ óviđunandi hćtti og ekki samrýmast stjórnarskrá okkar. Ég er enn sömu skođunar og ađ rétt sé á nćstunni ađ endurmeta EES-samstarfiđ, m.a. međ hliđsjón af útgöngu Breta. Ćskilegt er jafnframt ađ Norđurlönd leiti leiđa til ađ efla til muna samskipti sín á milli í ljósi sviptinga á alţjóđavettvangi og setji í öndvegi sameiginlega baráttu fyrir heimsfriđi, jöfnuđi og umhverfisvernd.


Grikkir selja flugvelli upp í evruskuldir

Til ađ losna viđ skuldir og draga úr evruskjálftanum verđa Grikkir nú ađ selja Ţjóđverjum sína bestu flugvelli. Ţađ er krafa Evrópusambandsins, Evrubankans og Alţjóđagjaldeyrissjóđsins.

Mbl.is segir svo:

Grísk stjórn­völd til­kynntu í dag ađ ţau hefđu gengiđ frá sölu á fjór­tán flug­völl­um í land­inu til ţýska fyr­ir­tćk­is­ins Fra­port en samiđ var um söl­una í 2015 í tengsl­um viđ sam­komu­lag um alţjóđleg­ar lána­fyr­ir­greiđslur til lands­ins til ţess ađ koma í veg fyr­ir ađ ţađ yf­ir­gćfi evru­svćđiđ.

Flug­vell­irn­ir sinna inn­an­lands­flugi í Grikklandi og voru áđur í eigu gríska rík­is­ins. Ađţjóđleg­ir lána­drottn­ar lands­ins, Alţjóđagjald­eyr­is­sjóđur­inn og Evr­ópu­sam­bandiđ, settu ţađ sem skil­yrđi fyr­ir lána­fyr­ir­greiđslum ađ grísk stjórn­völd fćru út í um­fangs­mikla einka­vćđingu rík­is­eigna.

Međal ann­ars er um ađ rćđa flug­völl­inn í Ţessalón­íku og á eyj­un­um Mý­konos, Santor­ini og Korfú sem eru vin­sćl­ir ferđamannastađir. Ţýska fyr­ir­tćkiđ greiđir 1,2 millj­arđ evra fyr­ir flug­vell­ina og skuld­bind­ur sig til ţess ađ starf­rćkja ţá og viđhalda nćstu 40 árin.


mbl.is Grikkir selja fjórtán flugvelli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Krónan er jafngild evrunni

... báđar eru „vegan“.

 

Mbl.is segir svo frá:

 

Nýr fimm­tíu evru seđill fór í um­ferđ í gćr en hann er bú­inn ýms­um upp­fćrđum ör­yggis­atriđum auk ţess sem hann er veg­an.

Ef seđill­inn er bor­inn upp viđ ljós birt­ist mynd af gríska gođinu Evr­ópu á vinstri hliđ. Seđill­inn er prentađur á bóm­ullarpapp­ír og ekki húđađur međ tólg, sem er hörđ dýrafita. Ţađ vakti mikla at­hygli og tölu­verđa reiđi hjá dýra­vernd­ar­sinn­um og ýms­um trú­ar­hóp­um ţegar upp komst ađ nýr fimm punda seđill í Bretlandi var húđađur međ tólg. Í kjöl­fariđ var haf­in und­ir­skrifta­söfn­un ţar sem 130 ţúsund manns skoruđu á breska seđlabank­ann ađ end­ur­skođa ţetta. Brást bank­inn viđ beiđninni og sagđi ađ pálma­ol­ía yrđi fram­veg­is á seđlun­um. Hef­ur ţetta í kjöl­fariđ veriđ end­ur­skođađ víđar.

Alls eru um níu millj­arđar af 50 evru seđlum í um­ferđ og eru ţađ fleiri en all­ir fimm, tíu og tutt­ugu evru seđlar sam­an­lagt. 

Auđveld­ara á ađ vera ađ koma auga á falsađa seđla eft­ir upp­fćrsl­una og hvet­ur evr­ópski seđlabank­inn fólk til ţess ađ at­huga ţađ í ţrem­ur skref­um: leita eft­ir upp­hleyptu letri, finna mynd­ina af Evr­ópu og skođa vatns­merkiđ.

Sam­kvćmt upp­lýs­ing­um frá Seđlabanka Íslands eru eng­ar dýra­af­urđir notađar á ís­lenska seđla og eru ţeir ţví einnig 100% veg­an.


mbl.is Nýja evran er vegan
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Frekar sterlingspund en evru

Seđlabank­ar eru í vax­andi mćli ađ losa sig viđ evr­ur og kaupa sterlingspund í stađinn. Ţetta kem­ur fram í frétt breska viđskipta­blađsins Fin­ancial Times. Ástćđan er sögđ vera póli­tísk­ur óstöđug­leiki inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins, lít­ill hag­vöxt­ur á evru­svćđinu og vaxta­stefna seđlabanka evrunnar. Ţess í stađ líta ţeir á sterlingspundiđ sem stöđugan val­kost til langs tíma seg­ir í frétt­inni.

Mbl.is birtir ţessa frétt.


mbl.is Vilja pundiđ frekar en evruna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Benedikt yrđi á bekknum hjá Lars

Ţađ má segja ađ Lars Christensen, nafntogađur danskur hagfrćđingur sem skrifar reglulega í Fréttablađiđ, hafi gefiđ fjármála- og efnahagsráđherra falleinkunn viđ stjórn efnahagsmála.Í blađinu í dag segir Lars:

Í viđtali viđ Financial Times um helgina gaf Benedikt Jóhannesson fjármálaráđherra í skyn ađ ţađ gćti veriđ góđ hugmynd ađ festa krónuna viđ evru. ...Ef Ísland hefđi veriđ međ fastgengi 2008 hefđi uppsveiflan veriđ stćrri en kreppan hefđi orđiđ mun dýpri. Ísland hefđi endađ eins og Grikkland ef gengiđ hefđi ekki veriđ sveigjanlegt. Og ađ lokum: Gagnstćtt ţví sem Benedikt Jóhannesson heldur fram ţá er ţađ ţannig ađ ef festa ćtti gengi krónunnar ćtti ekki ađ festa hana viđ evru heldur viđ gjaldmiđil – eđa myntkörfu – sem verđur gjarnan fyrir sömu útflutningshnykkjum og Ísland. Bestu kostirnir hérna vćru ađrir „auđlindagjaldmiđlar“ eins og kanadíski dollarinn, norska krónan eđa nýsjálenski dollarinn.


Bensi Jó tekur heljarstökk afturábak í gjaldmiđilsmálinu

Ţetta er nú meira upphlaupiđ međ hann Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráđherra sem í viđtölum viđ útlensk blöđ rćđir ýmsa möguleika í gjaldmiđilsmálum en hér heima segir ađ menn hafi veriđ ađ draga fullvíđtćkar ályktanir af ţví sem haft var eftir honum. Á međan slćr Bjarni Ben ţví föstu ađ krónan sé framtíđargjaldmiđill.


mbl.is Benedikt: Fullvíđtćkar ályktanir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bjarni Ben: Krónan er framtíđargjaldmiđill Íslendinga

BjarniBjarni Benediktsson forsćtisráđherra sagđi í rćđu á ársfundi Seđlabankans í síđustu viku ađ í vinnu ţriggja manna verkefnisstjórnar sem á ađ endurmeta forsendur peninga- og gjaldmiđilsstefnu Íslands sé gengiđ út frá ţví ađ krónan verđi í nćstu framtíđ gjaldmiđill Íslendinga.

Enn fremur sagđi Bjarni í rćđunni:

Krónan hefur ţví leikiđ stórt hlutverk í ţjóđarbúskapnum. Styrkur hennar hefur átt stóran ţátt í ađ skapa stöđugt verđlag í ţrjú ár og betri kaupmátt almennings en dćmi eru um. Kaupmáttur Íslendinga hvort sem er í innlendri eđa erlendri mynt hefur ekki áđur veriđ meiri. Ţegar međallaun Íslendinga eru flutt yfir í evrur og borin saman viđ nálćgar ţjóđar á ţeim grundvelli sést sterk stađa Íslands glöggt.

 


Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 1116252

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 623
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband