Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2017
Föstudagur, 21. apríl 2017
Guðlaugur segir að ESB muni hafa verra af ef það refsar Bretum fyrir útgönguna
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Evrópusambandið muni gjalda fyrir það ef sambandið refsar Bretlandi fyrir útgöngu úr sambandinu. Þetta kemur fram í samtali Guðlaugs við The Telegraph í gær.
Mbl.is greinir frá þessu í dag. Þar segir Guðlaugur m.a. að Ísland sé í þessu ferli eins og skilnaðarbarn á milli Bretlands og ESB.
Ísland eins og skilnaðarbarn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 20. apríl 2017
CNN með úttekt á vandræðum ESB og evrunnar
Vandræði ESB og evrunnar eru viðfangsefni margra þessa dagana. Bandaríska fréttasjónvarpsstöðin CNN er með úttekt á vandræðum ESB og evrunnar hér:
Þess vegna vilja Evrópubúar evruna feiga.
Samanburður á hagkerfum Bandaríkjanna og Evrópu.
Fimmtudagur, 20. apríl 2017
Andstaðan við ESB eykst í Frakklandi
Franskir stjórnmálamenn átta sig æ betur á göllum ESB eins og meðfylgjandi frétt mbl.is ber með sér. Þeir átta sig á því að þeir verða að hlusta á óskir og skoðanir landsmanna sinna. Gallar ESB koma æ betur í ljós.
Evrópusambandið fékk á baukinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 19. apríl 2017
Aukið samstarf við Norðurlönd og endurskoðun EES-samnings
Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi þingmaður og ráðherra, ritaði athyglisverða grein sem birt var í Morgunblaðinu 6. april síðastliðinn. Þar segir hann þá skoðun sína að í ljósi breyttrar stöðu alþjóðamála sé rétt fyrir Íslendinga að endurmeta EES-samstarfið og jafnframt leitast eftir nánari samskiptum við Norðurlönd.
Það sem einkum hefur haft áhrif á stöðu alþjóðamála er Brexit, breytt valdajafnvægi stórvelda og óvissa eftir húsbóndaskipti í Bandaríkjunum, þróun í Austur-Asíu og fyrir botni Miðjarðarhafs.
Hjörleifur segir um þetta í Morgunblaðinu 6. apríl 2017:
Frá því kaldastríðið var í algleymingi á öldinni sem leið hefur ekki ríkt jafn mikið óvissuástand í alþjóðamálum eins og nú um stundir. Eftir húsbóndaskiptin í Hvíta húsinu og úrsögn Breta úr Evrópusambandinu einkennast samskipti helstu Natóríkja af vaxandi tortryggni. Kína er að verða risaveldi sem býður Bandaríkjunum birginn á alþjóðavettvangi og Indland siglir hraðbyri í kjölfarið. Við bæði þessi Asíuveldi hefur Rússland vaxandi samskipti sem styrkir stjórn Pútíns gagnvart tilraunum NATÓ til að einangra þetta gamla stórveldi viðskiptalega og hernaðarlega. Tyrkland sem lengi hefur verið á biðlista eftir ESB-aðild aðild stefnir nú hraðbyri til einræðis og í Suður-Kóreu er fyrrverandi forseti landsins orðinn tugthúslimur vegna spillingar. Í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi hefur Assad með stuðningi Rússa náð frumkvæði í flókinni stöðu eftir gífurlegar mannfórnir. Þetta og margt fleira ber vott um að alþjóðakerfi gærdagsins er í uppnámi og yfirburðastaða vesturveldanna frá lokum kalda stríðsins undir forystu Bandaríkjanna er nú aðeins svipur hjá sjón. Samhliða þessu vex hættan á að vopnuð staðbundin átök fari úr böndunum og geti breyst í allsherjarbál í kjarnorkuvæddum heimi.
Þá segir Hjörleifur um Brexit og Evrópusambandið:
Evrópusambandið hefur í mörg undanfarin ár átt við mikla erfiðleika að stríða af efnahagslegum toga og vegna innbyrðis ósættis um hvert skuli stefna í samstarfi aðildarríkja. Evran hefur reynst nær óbærileg spennitreyja fyrir mörg af þeim ríkjum sem nýta hana sem sameiginlegan gjaldmiðil. Ljósasta dæmið er Grikkland sem haldið hefur verið uppi með alþjóðlegum neyðarlánum og berst enn í bökkum. Efnahagsleg stöðnun og gífurlegt atvinnuleysi meðal ungs fólks hefur dregið stórlega úr stuðningi almennings við ESB sem í liðinni viku hélt upp á sextugsafmæli Rómarsamningsins frá 1957. Úrsögn Breta úr sambandinu sem nú er orðin staðreynd er fordæmalaus viðburður í sögu þess. Eftirmálin sem nú hefjast munu reyna á báða aðila næstu árin og verða jafnframt prófsteinn á samheldni ríkjanna 27 sem glíma innbyrðis við fjölmörg vandamál og hafa ólíka afstöðu, m.a. um frekari samruna og viðbrögð við flóttamannastraumnum úr suðri. Hvert þessara landa þarf að fallast á viðræðugrundvöll ESB við Breta sem og á lokaniðurstöðu samninga um útgöngu. Af hálfu þeirra sem móta stefnuna í Brussel er lögð áhersla á ströng skilyrði fyrir útgöngu, ekki síst til að fæla önnur ríki frá því að fylgja fordæmi Breta.
Um stöðu Íslands og samskipti Norðurlanda segir Hjörleifur:
Þegar til skoðunar voru 1990 framtíðartengsl Íslands við Evrópubandalagið í nefnd á vegum Alþingis skilaði ég sem fulltrúi Alþýðubandalagsins ítarlegu áliti. Meginafstaða mín hvað Ísland varðaði var að halda óháðri stöðu gagnvart efnahagsbandalögum en leita sem hagstæðastra samninga við slík bandalög í Evrópu, Norður-Ameríku, Austur-Asíu og víðar. Þegar aðild að Evrópsku efnahagssvæði (EES) kom á dagskrá stuttu síðar taldi ég hana veikja stöðu Alþingis sem löggjafa með óviðunandi hætti og ekki samrýmast stjórnarskrá okkar. Ég er enn sömu skoðunar og að rétt sé á næstunni að endurmeta EES-samstarfið, m.a. með hliðsjón af útgöngu Breta. Æskilegt er jafnframt að Norðurlönd leiti leiða til að efla til muna samskipti sín á milli í ljósi sviptinga á alþjóðavettvangi og setji í öndvegi sameiginlega baráttu fyrir heimsfriði, jöfnuði og umhverfisvernd.
Miðvikudagur, 12. apríl 2017
Grikkir selja flugvelli upp í evruskuldir
Til að losna við skuldir og draga úr evruskjálftanum verða Grikkir nú að selja Þjóðverjum sína bestu flugvelli. Það er krafa Evrópusambandsins, Evrubankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Mbl.is segir svo:
Grísk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau hefðu gengið frá sölu á fjórtán flugvöllum í landinu til þýska fyrirtækisins Fraport en samið var um söluna í 2015 í tengslum við samkomulag um alþjóðlegar lánafyrirgreiðslur til landsins til þess að koma í veg fyrir að það yfirgæfi evrusvæðið.
Flugvellirnir sinna innanlandsflugi í Grikklandi og voru áður í eigu gríska ríkisins. Aðþjóðlegir lánadrottnar landsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið, settu það sem skilyrði fyrir lánafyrirgreiðslum að grísk stjórnvöld færu út í umfangsmikla einkavæðingu ríkiseigna.
Meðal annars er um að ræða flugvöllinn í Þessalóníku og á eyjunum Mýkonos, Santorini og Korfú sem eru vinsælir ferðamannastaðir. Þýska fyrirtækið greiðir 1,2 milljarð evra fyrir flugvellina og skuldbindur sig til þess að starfrækja þá og viðhalda næstu 40 árin.
Grikkir selja fjórtán flugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 5. apríl 2017
Krónan er jafngild evrunni
... báðar eru vegan.
Mbl.is segir svo frá:
Nýr fimmtíu evru seðill fór í umferð í gær en hann er búinn ýmsum uppfærðum öryggisatriðum auk þess sem hann er vegan.
Ef seðillinn er borinn upp við ljós birtist mynd af gríska goðinu Evrópu á vinstri hlið. Seðillinn er prentaður á bómullarpappír og ekki húðaður með tólg, sem er hörð dýrafita. Það vakti mikla athygli og töluverða reiði hjá dýraverndarsinnum og ýmsum trúarhópum þegar upp komst að nýr fimm punda seðill í Bretlandi var húðaður með tólg. Í kjölfarið var hafin undirskriftasöfnun þar sem 130 þúsund manns skoruðu á breska seðlabankann að endurskoða þetta. Brást bankinn við beiðninni og sagði að pálmaolía yrði framvegis á seðlunum. Hefur þetta í kjölfarið verið endurskoðað víðar.
Alls eru um níu milljarðar af 50 evru seðlum í umferð og eru það fleiri en allir fimm, tíu og tuttugu evru seðlar samanlagt.
Auðveldara á að vera að koma auga á falsaða seðla eftir uppfærsluna og hvetur evrópski seðlabankinn fólk til þess að athuga það í þremur skrefum: leita eftir upphleyptu letri, finna myndina af Evrópu og skoða vatnsmerkið.
Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands eru engar dýraafurðir notaðar á íslenska seðla og eru þeir því einnig 100% vegan.
Nýja evran er vegan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 5. apríl 2017
Frekar sterlingspund en evru
Seðlabankar eru í vaxandi mæli að losa sig við evrur og kaupa sterlingspund í staðinn. Þetta kemur fram í frétt breska viðskiptablaðsins Financial Times. Ástæðan er sögð vera pólitískur óstöðugleiki innan Evrópusambandsins, lítill hagvöxtur á evrusvæðinu og vaxtastefna seðlabanka evrunnar. Þess í stað líta þeir á sterlingspundið sem stöðugan valkost til langs tíma segir í fréttinni.
Vilja pundið frekar en evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 5. apríl 2017
Benedikt yrði á bekknum hjá Lars
Það má segja að Lars Christensen, nafntogaður danskur hagfræðingur sem skrifar reglulega í Fréttablaðið, hafi gefið fjármála- og efnahagsráðherra falleinkunn við stjórn efnahagsmála.Í blaðinu í dag segir Lars:
Í viðtali við Financial Times um helgina gaf Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í skyn að það gæti verið góð hugmynd að festa krónuna við evru. ...Ef Ísland hefði verið með fastgengi 2008 hefði uppsveiflan verið stærri en kreppan hefði orðið mun dýpri. Ísland hefði endað eins og Grikkland ef gengið hefði ekki verið sveigjanlegt. Og að lokum: Gagnstætt því sem Benedikt Jóhannesson heldur fram þá er það þannig að ef festa ætti gengi krónunnar ætti ekki að festa hana við evru heldur við gjaldmiðil eða myntkörfu sem verður gjarnan fyrir sömu útflutningshnykkjum og Ísland. Bestu kostirnir hérna væru aðrir auðlindagjaldmiðlar eins og kanadíski dollarinn, norska krónan eða nýsjálenski dollarinn.
Mánudagur, 3. apríl 2017
Bensi Jó tekur heljarstökk afturábak í gjaldmiðilsmálinu
Þetta er nú meira upphlaupið með hann Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra sem í viðtölum við útlensk blöð ræðir ýmsa möguleika í gjaldmiðilsmálum en hér heima segir að menn hafi verið að draga fullvíðtækar ályktanir af því sem haft var eftir honum. Á meðan slær Bjarni Ben því föstu að krónan sé framtíðargjaldmiðill.
Benedikt: Fullvíðtækar ályktanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 3. apríl 2017
Bjarni Ben: Krónan er framtíðargjaldmiðill Íslendinga
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í ræðu á ársfundi Seðlabankans í síðustu viku að í vinnu þriggja manna verkefnisstjórnar sem á að endurmeta forsendur peninga- og gjaldmiðilsstefnu Íslands sé gengið út frá því að krónan verði í næstu framtíð gjaldmiðill Íslendinga.
Enn fremur sagði Bjarni í ræðunni:
Krónan hefur því leikið stórt hlutverk í þjóðarbúskapnum. Styrkur hennar hefur átt stóran þátt í að skapa stöðugt verðlag í þrjú ár og betri kaupmátt almennings en dæmi eru um. Kaupmáttur Íslendinga hvort sem er í innlendri eða erlendri mynt hefur ekki áður verið meiri. Þegar meðallaun Íslendinga eru flutt yfir í evrur og borin saman við nálægar þjóðar á þeim grundvelli sést sterk staða Íslands glöggt.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
- Hver er valkosturinn?
- Ósannindi aldarinnar
- Friðsamir krókódílar
- Eldað í flórnum
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 179
- Sl. sólarhring: 186
- Sl. viku: 1961
- Frá upphafi: 1142064
Annað
- Innlit í dag: 152
- Innlit sl. viku: 1739
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar