Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
Föstudagur, 22. desember 2006
Sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins í vanda staddur
Joe Borg, hinn maltneski sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, hefur komið sér í heilmikinn vanda. Á dögunum ákvað sambandið fiskveiðikvóta aðildarríkjanna fyrir næsta ár eftir strangar samningaviðræður. Fiskifræðingar höfðu hvatt til þess að þorskveiðar yrðu bannaðar í lögsögu Evrópusambandsins í ljósi slæms ástands þorskstofna innan hennar, en sambandið ákvað að fara ekki eftir þeim ráðleggingum en þess í stað takmarka veiðarnar enn frekar frá veiðunum á þessu ári. Nú hefur hins vegar komið í ljós að Borg samdi sérstaklega við Hollendinga um minni kvótaskerðingu þeim til handa og hafa stjórnvöld í öðrum aðildarríkjum nú krafist þess að njóta sömu kjara og að eitt gangi þannig yfir alla í þessum efnum. Samningarnir, sem náðust á dögunum, eru því í uppnámi.
Þetta minnir á ummæli Bens Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Breta, í heimsókn hans til Íslands sumarið 2004 þar sem hann sagði að ef við Íslendingar gengjum í Evrópusambandið, og yrði veitt undanþága frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins þannig að við héldum yfirráðum okkur yfir íslensku fiskveiðilögsögunni, yrði afar erfitt að neita öðrum aðildarríkjum um hið sama. "Það myndi leiða til þess að sameiginleg sjávarútvegsstefna sambandsins liðaðist í sundur," sagði sjávarútvegsráðherrann breski af því tilefni.
Sagði Bradshaw það ófrávíkjanlegt að aðild ríkis að Evrópusambandinu feli m.a. í sér afsal á yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu þess. Það sama hefur verið ítrekað staðfest af forystumönnum sambandsins, s.s. Franz Fischler, fyrrverandi sjávarútvegsstjóra þess, sem og Joe Borg sem tók við af Fischler.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 22. desember 2006
Þjóðverjar vilja þýska markið aftur í stað evrunnar
Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var á meðal eitt þúsund Þjóðverja dagana 14. og 15. desember sl. fyrir þýska tímaritið Stern myndu 58% aðspurðra vilja taka upp þýska markið á ný í stað evrunnar. Einungis 40% höfnuðu því og 2% treystu sér ekki til að segja af eða á. Skekkjumörk eru 2,5%. Önnur könnun, sem gerð var í síðasta mánuði, sýndi að 2/3 Þjóðverja breyta enn evrum yfir í mörk í huganum þegar þeir velta fyrir sér hvað hlutirnir kosta, tæpum fimm árum eftir að evran var tekin í notkun sem almennur gjaldmiðill í Þýskalandi.
Þjóðverjar tóku sem kunnugt er evruna upp í byrjun árs 2002 og lögðu um leið niður þýska markið. Skoðanakannanir hafa allar götur síðan ítrekað bent til þess að þetta skref hafi ekki notið stuðnings meirihluta Þjóðverja, en ekki þótti ástæða til að spyrja þá álits áður en þessi mjögsvo róttæka breyting var gerð. Helstu ástæður andstöðunnar við evruna eru þær að upptaka hennar hafi leitt til vaxandi atvinnuleysis í Þýskalandi, minni hagvaxtar og síðast en ekki síst hærra vöruverðs.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 21. desember 2006
Segir evruna ekki hafa verið evruríkjunum til hagsbóta
Í dagblaðinu International Herald Tribune birtist grein 19. desember sl. þar sem Robin Shepherd, fræðimaður við rannsóknarstofnunina German Marshall Fund, heldur því fram að það yrði flestum hinum nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins í Austur-Evrópu í óhag að taka upp evruna eins og þau skuldbundu sig til að gera þegar þau gengu í sambandið árið 2004. Shepherd segir að raunveruleikinn sé einfaldlega sá að þau tólf ríki Evrópusambandsins, sem þegar nota evruna sem gjaldmiðil, hafi ekki haft neinn augljósan hag af því að taka hana upp. "Rökin fyrir því að taka upp evruna hafa of oft verið eitthvað sem gert hefur verið ráð fyrir í stað staðreynda. Næst þegar einhver úr framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heldur fyrirlestur um evruna þá ætti sá hinn sami e.t.v. að koma með haldbær rök fyrir því hvers vegna liggi svona á [fyrir nýju aðildarríkin að taka upp evruna] og útskýra hvað málið í raun og veru snýst um," segir Shepherd í greininni.
Því má bæta við að málið snýst raunverulega um það að evran var aldrei hugsuð fyrst og fremst sem hagfræðilegt fyrirbæri heldur pólitískt, sem stórt skref í áttina að því að breyta Evrópusambandinu í eitt ríki. Nokkuð sem ófáir forystumenn sambandsins hafa ítrekað viðurkennt opinberlega. Hér á eftir fara þrjú dæmi af handahófi:
Tilkoma evrunnar er sennilega mikilvægasta samrunaskrefið frá því að samrunaferlið hófst. Það er ljóst að tíma sjálfstæðrar stefnumótunar [aðildarríkja Evrópusambandsins] í atvinnu- félags og skattamálum er endanlega lokið. Þetta mun þýða að loksins verður hægt að afskrifa ýmsar ranghugmyndir um sjálfstæð þjóðríki [innan sambandsins]. (Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, The Hague, 19. janúar 1999)
Tilkoma sameiginlegu myntarinnar felur í sér mesta afsal á fullveldi síðan Evrópubandalagið var stofnað. Sú ákvörðun [að taka upp evruna] er fyrst og fremst pólitísks eðlis. Við þurfum sameinaða Evrópu. Við megum aldrei gleyma að evran er einungis áfangi á þeirri leið. (Felipe Gonzalez, fyrriv. forsætisráðherra Spánar, í maí 1998)
Sú vinna, að koma á myntbandalagi, mun eiga sér stað samhliða, og verður að eiga sér stað samhliða, pólitískum samruna. Myntbandalag Evrópu er, og hefur alltaf verið hugsað sem, áfangi í áttina að sameinaðri Evrópu. (Wim Duisenberg, fyrrv. bankastjóri evrópska seðlabankans)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. desember 2006
Illugi Gunnarsson skrifar um Evrópusambandið og evruna
Illugu Gunnarsson, hagfræðingur með meiru, ritaði grein í Fréttablaðið á dögunum þar sem hann fjallar um Evrópumálin. Er óhætt að mæla með greininni, en hana má nálgast hér. Vegna athugasemdar sem gerð er við grein Illuga má nefna að ástæða þess að efnahagslíf Finna og Íra er í mun betri skorðum en nær allra annarra aðildarríkja Evrópusambandsins hefur minnst með aðild þeirra að sambandinu að gera. Það segir sig auk þess væntanlega sjálft að ef það væri ávísun á öflugt og gott efnahagslíf að ganga í Evrópusambandið væri slíkt væntanlega raunin í a.m.k. meirihluta aðildarríkja sambandsins og í sjálfu sér væri ekkert óeðlilegt að gera ráð fyrir því að það ætti við um mikinn meirihluta þeirra.
Raunveruleikinn er hins vegar sá að slíkt heyrir til algerra undantekninga og, eins og áður segir, síst hægt að skrifa á reikning Evrópusambandsins heldur fyrst og síðast vegna umbóta sem viðkomandi stjórnvöld hafa komið á í löndum sínum að eigin frumkvæði. Evrópusambandið er þvert á móti í sívaxandi mæli dragbítur á efnahagslíf aðildarríkja sinna og það á ekki síst við um evrusvæðið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. desember 2006
87% Austurríkismanna vilja ekki Tyrki í Evrópusambandið
Mánudagur, 18. desember 2006
"Ég er einlægur Evrópusambandssinni. Ég hef alltaf verið það"
Sunnudagur, 17. desember 2006
"Föst árið 1957"
Á næsta ári verður hálf öld liðin frá því að Rómarsáttmálinn svonefndi var undirritaður sem markaði upphaf þess sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið. Þetta gerðist árið 1957. Í tilefni af tímamótunum hélt framkvæmdastjórn sambandsins hugmyndasamkeppni að táknmynd fyrir þau. Hugmyndin sem bar sigur úr býtum sést hér fyrir neðan:
Hugmyndin með táknmyndinni er að skírskota til samheldni og samstöðu aðildarríkja Evrópusambandsins (að vísu hafa langt því frá öll ríkin verið þátttakendur í Evrópusamrunanum svokallaða allar götur frá árinu 1957 og myndin því að vissu leyti markleysa). Það leið hins vegar ekki á löngu þar til aðildarríkin samheldnu voru komin í hár saman út af táknmyndinni og snerist einkum um að hún væri ekki nothæf á öllum tungumálum aðildarríkjanna - raunar aðeins á Bretlandi og Írlandi. Enn mun engin sátt hafa náðst um táknmyndina góðu. En það er kannski bara hið besta mál. A.m.k. sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, einn ötulasti talsmaður Evrópusambandssinna á Íslandi, um árið að það væri bara eðlilegt ástand mála að allt logaði í illdeilum innan sambandsins með reglulegu millibili þar sem það væri vettvangur til að leysa úr deilum aðildarríkjanna!
En hvað sem því líður þá töldu ýmsir aðrir að táknmyndin ætti engan veginn við og þ.á.m. bresku samtökin Democracy Movement sem hafa þess í stað lagt til að ákveðnar breytingar verði gerðar á táknmyndinni. Tillögu samtakanna má berja augum hér:
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2006 kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. desember 2006
Hlustum á áhyggjur almennings - en breytum samt ekki neinu
Margot Wallström, hinn sænski yfirmaður samskiptamála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, varaði nýverið þýsk stjórnvöld við því að þau yrðu að hlusta á áhyggjur íbúa aðildarríkjanna vegna fyrirhugaðrar stjórnarskrár sambandsins. Hins vegar lagði hún af sama tilefni á það ríka áherslu að forðast væri eins og heitan eldinn að gera breytingar á texta stjórnarskrárinnar. M.ö.o. á að hlusta á almenning vegna stjórnarskrárinnar en samt að koma eins lítið til móts við áhyggjur hans og mögulegt er.
Sem kunnugt er taka Þjóðverjar við forsætinu innan Evrópusambandsins um áramótin og hafa það með höndum næsta hálfa árið. Þýsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni vinna að því öllum árum að reyna að koma stjórnskrármálinu aftur á dagskrá.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 16. desember 2006
Stjórnarmenn í Heimssýn blogga
Til gamans má geta þess að fyrir utan blogg Heimssýnar hér á bloggvef Morgunblaðsins blogga nokkrir stjórnarmenn hreyfingarinnar hér líka. Þar má nefna formanninn Ragnar Arnalds, gjaldkerann Pál Vilhjálmsson og loks stjórnarmennina Friðjón R. Friðjónsson, Gísla Frey Valdórsson og Hjört J. Guðmundsson.
Föstudagur, 15. desember 2006
Reynslan af evrusvæðinu hefur einmitt verið þveröfug
Eitt af því sem stuðningsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið halda gjarnan fram er að tilkoma evrusvæðisins hafi leitt til þess að ráðamenn í aðildarríkjum þess hafi neyðst til að sýna meiri hagstjórnarábyrgð en áður. Þetta var vissulega markmiðið í upphafi, a.m.k. í orði, en raunin hefur hins vegar orðið allt önnur og verri. Reynslan hingað til hefur einmitt verið sú að stjórnvöld í evruríkjunum hafa, vegna aðildarinnar að evrusvæðinu, talið sig hafa efni á því að slá meira slöku við en áður í hagstjórn landa sinna sem aftur er ein ástæða þess svartnættis sem ófáir virtir aðilar í hinum alþjóðlega fjármálaheimi álíta að sé framundan hjá evrusvæðinu og Evrópusambandinu sem slíku og komið hefur verið inn á áður hér á þessari bloggsíðu. Aðalástæða þess er þó sú að hagkerfi aðildarríkja evrusvæðisins eru of ólík innbyrðis til að myntbandalag þeirra á milli geti talist skynsamlegt út frá hagfræðilegum forsendum. Hagkerfi evrulandanna eru þó miklu líkari en nokkurn tímann íslenska hagkerfið og það sem gengur og gerist á evrusvæðinu.
Lykilatriði í þessu sambandi er að svonefndur stöðugleikasáttmáli evrusvæðisins sem ætlað var að hafa hemil á aðildarríkjunum með því að banna þeim að hafa meiri fjárlagahalla á ársgrundvelli en sem nemur 3% af landsframleiðslu þeirra. Skemmst er frá því að segja að sáttmáli þessi hefur reynst að mestu gagnslaus svo að segja allt síðan evrusvæðið var sett á laggirnar. Frakkar og Þjóðverjar hafa t.a.m. brotið gegn sáttmálanum hvað eftir annað á undanförnum árum og komist upp með það í krafti stærðar sinnar án þess að vera refsað fyrir sem þó er gert ráð fyrir að sé gert samkvæmt stöðugleikasáttmálanum. Minni aðildarríki (ríki eins og Portúgal og Holland sem þó eru margfalt fjölmennari en Ísland) hefur hins vegar verið miskunnarlaust refsað fyrir brot gegn sáttmálanum.
Þetta síðastnefnda er einmitt eitt besta dæmið um það hvernig það er langur vegur frá því að vera það sama að vera stórt og lítið ríki innan Evrópusambandsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
- Hver er valkosturinn?
- Ósannindi aldarinnar
- Friðsamir krókódílar
- Eldað í flórnum
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 179
- Sl. sólarhring: 185
- Sl. viku: 1961
- Frá upphafi: 1142064
Annað
- Innlit í dag: 152
- Innlit sl. viku: 1739
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar