Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2016

Alþingi á gráu svæði með fullveldisframsal

Alþingi virðist vera á gráu svæði varðandi fullveldisframsal í því máli sem fjallað er um í meðfylgjandi frétt. Fulltrúar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eru ekki á einu máli um það hvort framsal á fullveldi vegna fyrirhugaðrar innleiðingar á evrópskum reglum hér á landi um fjármálaeftirlit samrýmist stjórnarskránni, eins og fram kemur í fréttinni. Lögspekingar virðast ekki heldur sammála.

Það er því varla ofsagt að Alþingi sé hér á gráu svæði.


mbl.is Skiptar skoðanir um fullveldisframsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

CNN leggur áherslu á að ESB eigi í tilvistarkreppu

Það er athyglistvert að ýmsir af stærstu fjölmiðlum heimsins, eins og CNN, taka það helst úr nýlegri ræðu Jean-Claude Junckers, forseta framkvæmdsastjórnar Evrópusambandsins, að sambandið eigi í tilvistarkreppu. Slík kreppa getur merkt að tilgangur sambandsins sé óljós og að framtíð þess sé óviss. 

Þetta eru í raun engin ný sannindi. ESB hefur átt í vaxandi tilvistarkreppu undanfarinn áratug. 

Almenningur og fyrirtæki í Bretlandi og víðar lætur sér í raun fátt um finnast - ýmis fyrirtæki með viðskipti í Bretlandi blómstra raunar sem aldrei fyrr ef marka má fréttaflutning CNN.

Úr því að Brexit er staðreynd er líklega best fyrir alla að líta fram á veginn með þá staðreynd í huga.

Það er athyglisvert að ESB-aðildarsinnar hér á landi virðast ekki enn hafa fregnað af tilvistarvanda Junckers og ESB. 


mbl.is Bretar geta ekki valið úr að vild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur gleymdi ESB - um stund

Það var fróðlegt að heyra í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni rétt í þessu þegar Össur Skarphéðinsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir voru að fara yfir helstu kosningamálin að Össur mundi ekki eftir ESB fyrr en allri upptalningu var lokið. Þá mundi Össur skyndilega eftir ESB og bætti því við að allir væru sammála um að kjósa þyrfti um áframhaldandi viðræður. Hinn nýi þáttastjórnandi, Kristján Kristjánsson, minnti Össur þá á það að fáir virtust hafa áhuga á ESB-málunum enda væri ESB í tómum vandræðum þessi dægrin. 

Það er líklega til marks um það hversu lítilvægt þetta mál er orðið þegar utanríkisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem sótti um aðild Íslands að ESB skuli varla muna eftir málinu.


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 505
  • Frá upphafi: 1116607

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband