Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016

Fyrsti maí: Betri hagur utan ESB

neiesb1mai2015Á baráttudegi verkafólks á morgun er gott að minnast þess að það er hag Íslendinga fyrir bestu að vera utan Evrópusambandsins. ESB og evrunni hefur fylgt mikið atvinnuleysi, sérstaklega í löndunum á jaðri svæðisins þar sem atvinnuleysi hefur veirð á bilinu 20-30% og meira á vissum svæðum og meðal ákveðinna hópa eins og hjá ungu fólki.

Mætum á morgun til stuðnings íslensku verkafólki með því meðal annars að fagna því að Ísland skuli ekki vera í ESB. Mætum sem getum klukkan 13:00 á Hlemm við Rauðarárstíg í Reykjavík á morgun. Gangan fer af stað þaðan klukkan 13:30.


Örvænting Junckers vegna ESB-andúðar - hvað gerir VG nú?

KatrinjakJean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir íbúa Evrópu hafa misst trúna á Evrópuhugsjónina. Það sé meðal annars vegna þess hversu mikið ESB hefur skipt sér af daglegu lífi borgaranna. Svo greinir Eyjan frá. 

Þessi yfirlýsing lýsir ótta Junckers gagnvart tvennu. Í fyrsta lagi er hann skíthræddur um að Bretar, sem hata regluvæðingu ESB, muni yfirgefa sambandið. Í öðru lagi er þessi helsti ábyrgðarmaður skattaskjólsins í Luxemborg síðasta áratuginn lafhræddur um að almenningsálitið muni skapa þrýsting á stjórnmálamenn til að rífa niður skattaskjólin eftir þann storm sem geisað hefur vegna Panama-skjalanna. Juncker er því hræddur um framtíð ESB, skattaskjólið Luxemborg og um sína eigin pólitísku arfleifð.

Það er þessi risaeðla fjármálalífsins, sem ESB er, og þessi pólitík undanskotsins sem forysta Vinstri grænna vildi hlaupa í fangið á. Núverandi forysta með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar heldur hlaupinu áfram þótt hún sé nú reyndar aðeins farin að mæðast og líta í kringum sig. En hún virðist of þreytt til þess að sjá skýrt.

Það þurfti flóðbylgju almenningsálits í ESB-löndunum til þess að ESB-forystan umlaði. Hún stóð keik þrátt fyrir nánast alkul í efnahagsmálunum í lengri tíma, jafnvel eftir að peningaprentvélar Seðlabanka evrunnar höfðu fyllt hvern bankann á fætur öðrum af seðlum.  

Junker brást fyrst við þegar almenningsálitið snerist gegn rótum valds hans, nefnilega skattaskjólinu í Luxemborg og víðar.

Eyjan greinir nánar svo frá í gær:

Þetta kom fram í ræðu Junckers frammi fyrir þingi Evrópuráðsins í Strassborg í dag. „Evrópuverkefnið hefur glatað hluta aðdráttarafls síns“ sagði Juncker í ræðu sinni. „Ein ástæða þess að borgarar ESB-ríkja eru að fjarlægast Evrópuverkefni er sú staðreynd að verið höfum í of ríkum mæli skipt okkur af einkamálum þeirra og farið inn á of mörg svið þar sem aðildarríkin eru betur til þess fallin að grípa til aðgerða.“

Juncker sagði að regluverk ESB væri of þungt og lýsti vilja til þess að minnka regluverkið í því skyni að bæta ásjónu sambandsins. Í því felst meðal annars að draga tilbaka 83  frumvörp sem framkvæmdastjórn hans fékk í arf frá framkvæmdastjórn Jose Manuel Barroso.

Hann viðurkenndi enn fremur að ESB væri óheppilegur talsmaður Evrópu nú til dags. Sambandið njóti ekki lengur þeirrar virðingar sem þau naut í aðildarríkjunum áður fyrr. Á endanum gæti Evrópuhugsjónin endað sem rústir einar.

Við lifum erfiða tíma. Við glímum við alþjóðlegan flóttamannavanda, það er ráðist á frjáls samfélög, allar stofnanir okkar eru undir gríðarlegum þrýstingi og víða eru þær komnar að fótum fram.

Hættan er sú, sagði Juncker, að ofangreindar krísur samhliða lækkandi fæðingartíðni og minnkandi hagvexti muni Evrópa missa virðingu heimsbyggðarinnar. Euractiv greinir frá.


Steinunn Þóra þingkona VG úthúðar ESB

SteinunnThoraSteinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir ESB harðlega í pistli sínum stuðning Frakklands og annarra ESB-ríkja við hernám Marokkó á Vestur-Sahara. Steinunn fer reyndar fínt í gagnrýnina á ESB en þetta er samt allt í rétta átt.

Hér er einnig að finna allharða gagnrýni á stefnu ESB í málefnum Vestur-Sahara.

 


Ursula segir ESB aðeins hafa sagt hálfan sannleikann

Urslula von der LayenÞað er sameiginlegt með flóttamannavandanum í Evrópu og evrukreppunni að lausnin felst í auknu framsali valds aðildarríkjanna til ESB. Þetta segir varnarmálaráðherra Þýskalands, Ursula von der Leyen.

Síðan bætir Ursula við og það er nokkuð athyglisvert. Hún segir: „Þegar við tókum upp evruna höfðum við ekki hugrekki til að skýra kjósendum frá því að við yrðum að byggja upp nýtt fjármálakerfi og framselja fullveldi okkar að hluta til stofnana ESB."

Það sama gildir um Schengen og Dublin, segir Ursula, og er þar að vísa til frjálsrar farar fólks og lög um hælisleitendur kennd við Dublin.

Hér er rétt að staldra aðeins við. Hvað er ráðherrann að segja þarna. Jú, hún er að segja að forráðamenn í ESB-löndunum hafi ekki sagt kjósendum allan sannleikann. Þeir hafi jú hreinlega logið!

Það var aldrei talað um hina hliðina á myntinni, þ.e. nauðsyn þess að verja ytri landamæri ESB og það hvað felst í hugtakinu hæli fyrir flóttamenn í Evrópu, segir hún. Schengen- og Dublin-reglurnar voru meingallaðar og nú verðum við að laga þær undir mikilli pressu.

Evrukreppan er alls ekki að baki, segir ráðherrann, og hún hefur leitt til þess að evruríkin 19 hafa gefið framkvæmdastjórn ESB viðamikil völd yfir fjárlögum aðildarríkjanna.

Flóttamannavandinn hefur fært framkvæmdastjórninni vald til þess að koma á landamæraeftirliti sem hægt er að virkja í aðildarríkjunum jafnvel þótt þau vilji það ekki. Hann hefur einnig leitt til þess að settir hafa verið á kvótar til þess að deila flóttamönnum niður á aðildarríkin og enn fremur fætt af sér ný lög um að ríkin deili með sér umsóknum frá hælisleitendum. Þau lög geta fært yfirstjórn flóttamannamála frá þjóðríkjunum til stofnana ESB.

Það er Þýskaland sem hefur haft forystu um þessar breytingar, bæði er varða evruna og flóttamannavandann. Grikkjum hefur þrisvar verið bjargað út úr þeim efnahagsvanda sem m.a. evrusamstarfið hefur sett þá í. Í staðinn þurftu þeir að umbylta opinberum fjármálum og félagskerfi. ESB hefur einnig stillt Grikkjum upp við vegg í flóttamannamálunum.

Æ fleiri ríki streitast á móti - en árangurslítið

Það eru þó ekki öll ríki ánægð með þetta ægivald Þjóðverja í ESB. Ýmis ríki í austurhlutanum hafa risið upp og mótmælt, svo sem Pólland, Ungverjaland, Slóvakía og Tékkland, sem m.a. sætta sig ekki við að taka við tugþúsundum einstaklinga sem ekki þurfa að hlíta tékkneskum lögum heldur lögum frá ESB. Lubomir Zaoralek, utanríkisráðherra Tékklands, segir að ríkisstjórn Tékklands hafi skyldum að gegna gagnvart almenningi í landinu og þessar nýju reglur ESB gangi því ekki upp. Hann segir auk þess að vangeta þróaðra Evrópuríkja á borð við Belgíu og Frakkland endurspeglist í þeim nýlegu hryðjuverkaárásum sem íbúar þeirra landa með uppruna utan Evrópu hafi staðið fyrir.

Andrej Kiska, forseti Slóvakíu, segir að ESB verði að breyta um stefnu. Mistökin sem gerð hafi verið í því að takast á við flóttamannavandann hafi vakið upp drauga úr dimmum skúmaskotum samfélaganna; öfgastefnu, hræðslu við aðra menningarhópa og almennt vantrú á lýðræðinu.

Byggt á frétt í EUObserver.

 


Háskinn í ESB-umsókninni

hjorleifur guttormssonÞeim fjölgar stöðugt hérlendis sem átta sig á hvílíkt háskaskref var stigið með aðildarumsókn Íslands að ESB árið 2009 og að þann leik má ekki endurtaka. Fyrir kosningar þurfa öll framboð að svara skýrt til um afstöðu til aðildar í stað þess að fela sig á bak við vísan til þjóðaratkvæðis, svo sjálfsagt sem það annars væri ef til aðildarumsóknar kæmi. Það er prófsteinn á stjórnmálaflokka að þeir hafi skýr svör í slíku grundvallarmáli.

Svo segir Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur í grein í Morgunblaðinu í gær.

Hann segir enn fremur:

„Þingkosningar í haust fara fram í miklu óvissuástandi á alþjóðavettvangi. Evrópusambandið er í djúpri lægð og sundurþykkja fer vaxandi milli aðildarríkja. Evran hefur reynst fjötur um fót sem sameiginlegur gjaldmiðill og Schengen-samstarfið riðar til falls.“  

„Aðildarskilmálar ESB liggja ljóst fyrir og ekkert sem máli skiptir er til að semja um annað en skammtímaaðlögun. – EES-samningurinn er meingallaður og takmarkar svigrúm okkar, m.a. til að móta eigin reglur um fjármálagjörninga eins og um aflandsfélög og skattaskjól, en einnig um eignarhald á sjálfu landinu. Mikil umræða fer fram í Noregi, ekki síst innan norsku verkalýðshreyfingarinnar, um ókosti EES og um aðrar leiðir til samskipta við Evrópusambandið. Ísland er þarna á sama báti og Noregur og eðlilegt að við leitum leiða til endurskoðunar á þessum 20 ára gamla samningi í stað þess að hann sé notaður sem rök fyrir ESB-aðild.“


Ríkisstjórnin hefur stuttan tíma til stefnu

styrmirRíkisstjórnarflokkarnir lofuðu að afturkalla umsóknina um aðild að ESB. Þeir enduðu hins vegar með því að selja framkvæmdastjórn ESB sjálfdæmi um að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið ef aðildarsinnuð ríkisstjórn kæmist til valda á Íslandi á ný. Stjórnarflokkarnir hafa enn nokkra mánuði til að standa við gefin fyrirheit.

Svo segir Styrmir Gunnarsson. Hann segir:

Eins og skoðanakannanir um fylgi flokka standa er ekki hægt að útiloka, að ný ríkisstjórn að kosningum loknum muni ýmist hafa það á stefnuskrá sinni að hefja á ný aðildarviðræður við Evrópusambandið eða vera veik fyrir því að svo verði gert.

Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að núverandi stjórnarflokkar horfist í augu við eigin verk í þeim efnum. Þeir lofuðu að afturkalla aðildarumsóknina en enduðu með því að selja framkvæmdastjórn ESB sjálfdæmi um að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið ef aðildarsinnuð ríkisstjórn kæmist til valda á Íslandi á ný.

Ljóst er orðið að Evrópusambandið sjálft gerir greinarmun á því að fjarlægja nöfn umsóknarríkja af listum yfir slík ríki og að viðkomandi ríki afturkalli aðildarumsóknina með skýrum hætti. Þessi greinarmunur hefur verið staðfestur í umræðum í svissneska þinginu.

Stjórnarflokkarnir skulda stuðningsmönnum sínum skýringar á því hvers vegna þeir hafa ekki staðið við gefin fyrirheit.

Þeir hafa enn nokkra mánuði til þess að ljúka þessu verki.


Nú vilja fleiri Bretar úr ESB

Fleiri Bret­ar vilja úr Evr­ópu­sam­band­inu sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar fyr­ir­tæk­is­ins ICM en þeir sem vilja vera áfram inn­an sam­bands­ins. Þannig vilja 45% segja skilið við ESB en 42% vilja að Bret­land verði áfram hluti þess sam­kvæmt frétt Reu­ters.

Mbl.is greinir frá.

Kosið verður í Bretlandi 23. júní næst komandi um hvort landið skuli vera áfram inn­an ESB eða yf­ir­gefa sam­bandið. Borið sam­an við fyrri könn­un ICM frá því fyr­ir rúmri viku hef­ur stuðning­ur auk­ist við það að segja skilið við ESB en þá var hann 42% á móti 43% sem vildu vera áfram í sam­band­inu.

Haft er eft­ir Jenni­fer Bottomley hjá ICM að flest­ar kann­an­ir bendi til þess að mjótt sé á mun­un­um og að hvor­ugri fylk­ing­unni hafi tek­ist að ná af­ger­andi for­skoti.


mbl.is Fleiri Bretar vilja úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fylgjandi því að umsóknin að ESB sé dregin til baka

liljaLilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hún styðji það að aðildarumsóknin að ESB sé dregin til baka. Lilja segir jafnframt að ýmislegt hafi breyst í Evrópu og á Íslandi að undanförnu.

Tilefni spurninga fréttamannsins var að Lilja hafði um tíma starfað með Evrópusamtökum sem vildu skoða umsókn um aðild að ESB.

Hér er brot úr kafla viðtalsins, tekið af vef RUV:

Ertu á sömu línu og flokkurinn í utanríkismálum?

„Já ég er það.“

Þú hefur starfað fyrir Evrópusinna ekki satt?

„Jú það er rétt. En það var á sínum tíma. Og það sem ég var að gera þá var að skoða kosti og galla aðildarumsóknar. Þetta var í kringum 2005. Það hefur ýmislegt breyst, bæði í Evrópu og á Íslandi. Þannig að ég styð það fyllilega að aðildarumsóknin var dregin tilbaka.“

 


Atvinnurekendur telja krónuna framtíðargjaldmiðil

Tveir þriðju stjórn­enda aðild­ar­fyr­ir­tækja Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA) telja lík­legt að ís­lenska krón­an verði framtíðar­gjald­miðill þjóðar­inn­ar. Þriðjung­ur tel­ur það ólík­legt. Þetta kem­ur fram í nýrri könn­un sem kynnt var á árs­fundi SA í dag. Svo segir í mbl.is

Þar segir enn fremur:

Fram kem­ur á vefsíðu SA að í öll­um stærðarflokk­um fyr­ir­tækja telji meiri­hluti svar­enda að krón­an verði framtíðar­gjald­miðill þjóðar­inn­ar. „Lang­flest stóru fyr­ir­tækj­anna telja lík­legt að krón­an verði framtíðar­gjald­miðill þjóðar­inn­ar (92%), þar á eft­ir koma ör­fyr­ir­tæk­in (70%), þá meðal­stór fyr­ir­tæki (68%) og loks lít­il fyr­ir­tæki (58%).“

Enn­frem­ur seg­ir að svör­un­um hafi verið skipt í fjóra flokka eft­ir stærð þeirra fyr­ir­tækja sem svar­end­ur eru for­svars­menn fyr­ir. Það er í ör­fyr­ir­tæki (me færri en 10 starfs­menn), lít­il fyr­ir­tæki (með 10-49 starfs­menn, meðal­stór fyr­ir­tæki (með 50-249 starfs­menn) og stór fyr­ir­tæki (með 250 starfs­menn eða fleiri).


mbl.is Telja krónuna framtíðargjaldmiðil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítill áhugi á ESB og evru

euoutÞað virðist vera lítill áhugi á ESB og evru þessa dagana. Kannanir benda til að Bretar muni samþykkja úrgöngu úr ESB og leiðarahöfundar hér á landi segja ESB og evru ekki vera málið fyrir Íslendinga.

Sjá hér meðfylgjandi frétt á Eyjunni um nýlega könnun Observer sem segir að Bretar myndu kjósa að yfirgefa sambandið yrði kosið um það í dag.

 

Bretar myndu kjósa sig út úr Evrópusambandinu, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun þar í landi. Mjótt er á munum og er talað um að atkvæði yngstu kjósendanna muni ráða úrslitum.

Samkvæmt könnun Observer vilja 43 prósent aðspurðra yfirgefa sambandið en 39 prósent vilja áframhalandi veru. 18 prósent eru óákveðin. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin þann 23. júní.

Þegar gengið var á þá óákveðnu sagðist meirihluti þeirra hallast að áframhalandi veru sem eru góðar fréttir fyrir leiðtoga stóru stjórnmálaflokkanna sem hafa hvatt kjósendur sína til að kjósa með aðild.

Slæmu fréttirnar fyrir þá eru hins vegar þær að stuðningur við aðild er mestur á meðal yngstu kjósendanna, 18 til 34 ára. 53 prósent þeirra vilja vera áfram í ESB en 29 prósent vilja út. Áhyggjuefnið er að þetta er sá aldurshópur sem er ólíklegastur til að mæta á kjörstað. Þeir sem eru 55 ára og eldri vilja helst út.

Kosningarnar eru gríðarlega mikilvægir fyrir forsætisráðherrann David Cameron því spekingar í Bretlandi segja að hann verði að segja af sér embætti fari svo að „Brexit“ verði að veruleika.


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 179
  • Sl. sólarhring: 185
  • Sl. viku: 1961
  • Frá upphafi: 1142064

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 1739
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband