Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Evrópumál

Erindi um Noreg og EES

Er Noregur ađ snúa baki viđ EES?Morten Harper, rannsóknastjóri norsku samtakanna Nei viđ ESB
(Nei til EU), flytur fyrirlestur í sal 105 á Háskólatorgi 21. mars kl.
17:30 um breytta afstöđu í Noregi til EES-samningsins.

Á síđustu misserum hefur umrćđan um EES í Noregi tekiđ nýja stefnu, bćđi
hjá almenningi, stjórnmálaflokkum, verkalýđsfélögum, samtökum
og sérfrćđingum í málefnum sem EES snertir. Morten hefur fylgst
međ framkvćmd EES um árabil og skrifađ greinar og skýrslur um
ýmis mál og rannsakađ áhrifin af tilskipunum og öđrum
valdbođum frá EES í Noregi. Í fyrirlestrinum fjallar Morten um
ţróunina í umrćđunni og í framkvćmd EES-samningsins sem og um
mikil hagsmunamál á borđ viđ 3. orkulagabálkinn. Hann
segir frá ţví hvernig umrćđan um fullveldiđ og EES hefur ţróast í
Noregi og fjallar um valkosti Noregs og ţar međ Íslands viđ
EES en breytingin sem verđur međ Brexit er síst minni fyrir Noreg
en Ísland.


Nei til EU hefur tvisvar afstýrt inngöngu Noregs í Evrópusambandiđ.

 

ALLIR VELKOMNIR! Fyrirlesturinn verđur fluttur á ensku.

 

Heimssýn, Frjálst land, Herjan og Ísafold

 

 


Katalónar eru kanarífuglinn í búrinu

Líklega hafa um 4 milljónir manna í Evrópu katalónsku ađ móđurmáli, en um 9 milljónir tala máliđ.  Stađa katalónsku innan Evrópusambandsins er í grófum dráttum engin. Slík er ást sambandsins á smáţjóđum sem ţó eru margfalt stćrri en Íslendingar. 

Laugardaginn 16. mars 2019 kl. 12.00 verđur í Safnahúsinu í Reykjavík opinn fundur um málefni Katalóna og ţar talar m.a. utanríkisráđherra Katalóníu.  Stađa ýmissa katalónskra stjórnmálamanna er sérstök og minnir ađ nokkru leyti á stöđu Hákonar Noregskonungs á öndverđum 5. áratugi 20. aldar. 

629px-Alfred_Bosch_retrat_oficial_2018.jpg

 

http://ogmundur.is/greinar/2019/03/katalonia-til-umraedu-a-laugardag

https://www.facebook.com/tilrottaekrarskodunar/photos/gm.1136356616572347/1099882100202770/?type=3


Sjúkdómar og dauđi í bođi EES

EES-samningnum er beitt til ađ koma í veg fyrir ađ Íslendingar haldi landinu hreinu.  Allt bendir til ţess ađ afleiđingarnar verđi sjúkdómar og dauđi fjölda fólks. 

Slíkt hefur reyndar aldrei raskađ nćtursvefni gamalla nýlenduvelda svo engum ćtti ađ koma á óvart hver afstađa ţeirra er.

Er ekki kominn tími til ađ Íslendingar hugi ađ ţví á hvađa vegferđ ţeir eru í EES-samstarfinu?

 

https://www.bbl.is/frettir/frettir/professor-i-syklafraedi-vid-hi-innflutningur-a-fersku-kjoti-gaeti-valdid-oafturkraefum-afleidingum/20634/?fbclid=IwAR1melrkwc65wmf5f5aVGZND3ZgesTHn8e9QqvriVyx_o0H9w4McRcvkgiw 


Frelsađir

Formenn Viđreisnar og Samfylkingar vilja samţykkja orkubálk Evrópusambandsins í hvelli. Frumvarpiđ hefur ađ vísu ekki veriđ lagt fyrir Alţingi svo varla hafa ţeir lesiđ ţađ. 

Sumir mundu segja ađ ţađ vćri skylda ţingmanna ađ kynna sér mál og taka svo afstöđu til ţeirra eftir ţví hvort ţau teldust ţjóđinni til hagsbóta eđa ekki.  Svo virđist sem formennirnir líti ekki svo á.  Allt sem kemur frá Evrópusambandinu líkar ţeim vel. Skiptir ţá engu máli ţótt stór meirihluti ţeirra eigin kjósenda sé andvígur málinu.

Ţađ er svipuđ afstađa og allra heitustu trúmenn hafa til guđs síns.   

 

https://eyjan.dv.is/eyjan/2019/03/05/vidreisn-og-samfylking-vilja-fa-thridja-orkupakkann-hid-snarasta/


Orkupakkinn er framsal fullveldis - segjum nei

Međ ţriđja orkupakkanum fćr Evrópusambandiđ íhlutunarrétt í íslensk málefni, sem ţađ hefur ekki í dag. ESB fćr völd yfir raforkumálum Íslands - og ţar međ náttúru landsins - ef viđ gerum ţau reginmistök ađ samţykkja orkupakkann.

Ísland varđ ađ velmegunarríki samhliđa sem ţjóđin tók forrćđi sinna mála úr höndum Dana. Heimastjórnin 1904, fullveldiđ 1918 og loks lýđveldiđ 1944 voru áfangar til sjálfsstjórnar, sem er nauđsynleg forsenda velmegunar.

Látum ţađ ekki henda okkur ađ gefa framandi yfirvöldum forrćđi yfir séríslenskum hagsmunum. Segjum nei viđ 3. orkupakkanum.


mbl.is Frestar orkupakka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ráđherra misskilur

 

Ţórdís Kolbrún orkumálaráđherra lýsir andstćđingum orkulagabálks Evrópusambandsins sem andstćđingum markađar og einkaeignaréttar.  

Ráđherra misskilur. 

Ţeir sem vilja ekki gangast undir orkulöggjöf Evrópusambandsins hafa ýmsar skođanir á markađsmálum, en ţeir eru sammála um ađ ţađ sé rangt ađ afhenda erlendu ríkjasambandi völd í orkumálum á Íslandi.  

Ţađ má gera tilraunir í markađs- og eignaréttarmálum.  Ţćr eru afturkrćfar.   Framsal á ríkisvaldi til stórvelda getur tekiđ árhundruđ ađ endurheimta.

 

http://www.visir.is/g/2019190228790


Ţórdís: Vinstri grćnir eru markađsflokkur

Ţórdís Kolbrún iđnađarráđherra segir ţriđja orkupakkann frá ESB vera ,,markađspakka" sem henni hafi tekist ađ selja Vinstri grćnum í ríkisstjórn. Nćsta skrefiđ er ađ kaupa Landsnet til ađ uppfylla skilyrđi ţriđja orkupakkans.

Evrópusambandiđ krefst ţess ađ framleiđsla og flutningur raforku sé ađskilinn. Ţess vegna ćtlar Ţórdís ađ kaupa Landsnet.

Merkilegast ţó í rćđu Ţórdísar er markađsvćđing Vinstri grćnna. Einu sinni báru Vinstri grćnir ţjóđarhag fyrir brjósti. Nú eru ţađ markađsöflin sem eiga ađ leika lausum hala um leiđ og fullveldi ţjóđarinnar í raforkumálum er fórnađ.


mbl.is Hefja viđrćđur um kaup á Landsneti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evrópusambandiđ leggur á Íslandsskatt

 

Evrópusambandiđ hefur í hyggju ađ krefjast forskođunar vegabréfa fyrir ţegna rúmlega 60 ríkja sem standa utan Schengensvćđisins.  Ekki er ţađ ókeypis, ţví ferđaheimildin mun kosta 7 evrur og leggur vitaskuld vinnu og umstang á ferđamenn.  Yfir milljón Bretar, Bandaríkjamenn og Kanadabúar koma til Íslands árlega. Ţeir verđa rukkađir sem og margir fleiri. 

Einhver mundi segja ađ ef svigrúm vćri til ađ leggja sérstakan skatt á um helming ferđamanna á Íslandi mćtti gera ţađ og nýta til ţarfra verkefna á Íslandi frekar en ađ borga fyrir verkefni sem Evrópusambandiđ hefur áhuga á og Íslendingum hafa ţótt óţörf hingađ til.       

Međ ţví ađ deila međ íbúafjölda í fjölda ferđamanna frá fjarlćgum löndum má komast ađ ţví ađ ferđamannaskatturinn leggst um 50 sinnum ţyngra á Ísland en Ţýskaland, svo dćmi sé tekiđ.  Íslandsskattur er ţví réttnefni á ţetta nýja gjald.

 

https://www.schengenvisainfo.com/etias/

 


Ísland fer fram á ađ gangast undir tilkynningaskyldu

Íslensk stjórnvöld hafa ásamt yfirvöldum í Noregi og Liechtenstein lýst ţví yfir međ hjálögđu blađi frá 15. febrúar 2019 ađ ţörf sé á hertri tilkynningaskyldu um fyrirhugađa löggjöf á Íslandi. 

Hverjum skyldi hafa dottiđ í hug ađ Íslendingar ćttu ađ tilkynna erlendu ríkjasambandi fyrirfram hvađa lög menn vildu setja sér á Íslandi? 

Hver fer fram á svona lagađ og í hvađa umbođi er ţađ gert? 

Vita Alţingismenn og ráđherrar af ţessu?  Getur veriđ ađ ţeir frétti af gjörđinni međ haustinu og ţá međ ţeim skilabođum ađ ţađ sé barasta búiđ ađ ákveđa ţetta allt saman og ađ ţeir hefđu átt ađ gera athugasemdir fyrir löngu síđan?   

 

https://www.efta.int/sites/default/files/documents/eea/eea-efta-comments/2019/eea-efta-comment-proposed-notification-procedure-for-draft-national-legislation-services.pdf

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Kjarninn og hiđ sérstaka samband viđ Evrópusambandiđ

HarOlHaraldur Ólafsson, formađur Heimssýnar, hefur ritađ pistil í vefritiđ Kjarnann ţar sem hann greinir skrif ritstjóra vefritsins og fjallar međal annars um misskilning Kjarnans á hugmyndum og rökum fullveldissinna. Grein Haraldar er endurbirt hér, en einnig má lesa hana hér á vef Kjarnans

 

Kjarninn og hiđ sérstaka samband viđ Evrópusambandiđ

Á árinu 2018 hefur sam­band Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins nokkrum sinnum boriđ á góma í rit­stjórn­ar­greinum Kjarn­ans. Oftar en ekki er tónn­inn hástemmd­ur, jafn­vel svo ađ gaman má hafa af, hvađa skođun sem men kunna ađ hafa á mál­efn­inu. Ţótt umrćđan detti á köflum í ađ vera hóf­stillt fer aldrei á milli mála ađ rist­jór­inn sér Evr­ópu­sam­bandiđ í afar björtu ljósi og ţykir ţví betra sem ljós ţess sam­bands nćr betur ađ lýsa Íslend­ing­um. Ekki verđur í fljótu bragđi séđ ađ sleg­ist hafi veriđ um ađ fá ađ svara ef frá er talin grein Jóns Bald­vins Hanni­bals­sonar frá 27. nóv­em­ber 2018 ţar sem hann bendir stutt­lega á ađ Ísland getur afţakkađ gerđir Evr­ópu­sam­bands­ins án viđ­ur­laga utan sviđs viđ­kom­andi gerđa. Ţađ hafđi nefni­lega fariđ fram­hjá mörgum í umrćđ­unni um umdeildan orku­laga­bálk Evr­ópu­sam­bands­ins. Spyrja má hvers vegna eng­inn sé til and­svara, ekki skortir full­veld­is­sinna á Íslandi og ef marka má skođ­ana­kannanir má kalla skođ­ana­brćđur rit­stjór­ans jađ­ar­hóp í íslensku sam­fé­lagi. Sá sem ţetta ritar mun ekki svara ţeirri spurn­ingu, en í ljósi ţess ađ Heims­sýn ber stundum á góma verđa hér rćdd nokkur atriđi úr umrćđu Kjarn­ans áriđ 2018. Byrjum á hinum „ţjóđ­ern­is­legu aft­ur­halds- og ein­angr­unaröfl­um“ sem rit­stjór­inn telur sig skylm­ast viđ.

Ţjóđ­ern­is­hyggjan

Í sumum útlöndum má kenna ţjóđ­ern­is­hyggju um dráp fleiri manna en tölu verđur á komiđ og ţađ er skilj­an­legt ađ sá sem horfir mikiđ til útlanda hafi lítiđ ţol fyrir hug­myndum af ţví tagi. Ólíkt ţví sem hefur veriđ víđa um heim á ýmsum tímum er íslensk ţjóđ­ern­is­hyggja sárs­auka­lít­il. Engan drápu ung­menna­fé­lögin og ţótt ein­hverjir kunni ađ hafa haft raunir af mál­fars­lög­regl­unni hefur hún engan múrađ inni enn sem komiđ er.

Hin evr­ópska ţjóđ­ern­is­hyggja lekur í taumum af Evr­ópu­sam­band­inu og mörgum ţess verk­um. Háum upp­hćđum er variđ í ađ efla evr­ópska sjálfsí­mynd og ţjóđ­ern­is­hyggju á mörgum víg­stöđv­um, svo miklum ađ mörgum ţćtti meira en nóg um ef um vćri ađ rćđa ţjóđ­ríki. Önnur og enn umhugs­un­ar­verđ­ari mynd hinnar evr­ópsku ţjóđ­ern­is­hyggju birt­ist í grímu­lausri orđ­rćđu evr­ópskra valda­manna um mik­il­vćgi ţess ađ útganga Breta verđi ţeim eins sárs­auka­full og unnt er. Stór­veldiđ er hluti af sjálfsí­mynd Evr­ópu­sam­bands­ins og ţađ á ađ sparka fast í ţann sem rispar ţá mynd. Ţeir sem hafa litla ţol­in­mćđi fyrir ţjóđ­ern­is­hyggju gćta ţess vel ađ binda ekki trúss sitt viđ Evr­ópu­sam­bandiđ frekar en önnur stór­veldi.

Ein­angr­unaröflin

Byggđ á Íslandi hefur frá upp­hafi veriđ háđ ađföngum frá útlöndum og nú meira en nokkru sinni fyrr. Vit­neskjan um ţađ end­ur­spegl­ast í nafni Heims­sýnar og er ein helsta ástćđa ţess ađ félags­menn vilja ekki ađ ríkja­sam­band sem er annađ hvort 100% eđa 99,9% erlent (eftir ţví hvort Ísland er međ eđa ekki) ráđi utan­rík­is­verslun Íslend­inga viđ 94% heims­byggđ­ar­innar sem verđur utan Evr­ópu­sam­bands­ins ţegar Bretar verđa farn­ir. Ríki Evr­ópu­sam­bands­ins eru mun síđur en Ísland háđ verslun viđ ríki utan sam­bands­ins og sú stađa gćti hćg­lega komiđ upp ađ frelsi til slíkra viđ­skipti yrđi peđ á tafl­borđi hags­muna evr­ópskra stór­velda. Ţá fyrst vćri hćtta á ein­angrun Íslands. Ein­angr­un­ar­hćttan felst međ öđrum orđum fyrst og fremst í ţví ađ fram­selja vald íslenska rík­is­ins til erlendra ríkja eđa ríkja­sam­bands.

Lýđ­rćđ­is­hall­inn

Eitt af lífseig­ari hug­myndum um sam­skiptin viđ Evr­ópu­sam­bandiđ er ađ ţar sé til reiđu stóll sem er ćtl­ađur Íslend­ingum og međ ţví ađ setj­ast í hann geti Íslend­ingar aldeilis látiđ til sín taka og lagađ Evr­ópu­lög ađ eigin ţörf­um. Ţótt taka megi undir ađ Evr­ópu­sam­bandiđ sé ólýđ­rćđ­is­legt, er ţađ ekki svo yfir­gengi­lega ólýđ­rćđ­is­legt ađ Íslend­ingar fái ţar ađ ráđa ein­hverju sem máli skipt­ir. Ţar munu hags­munir stór­veld­anna eđa fjöld­ans ráđa för og ávallt ganga fyrir ţegar ţeir fara ekki saman viđ hags­muni Íslend­inga.

Orku­laga­bálkur Evr­ópu­sam­bands­ins

Á árinu 2019 stefnir í hörđ átök um hvort Ísland eigi ađ halda áfram ţeirri veg­ferđ sem miđar ađ inn­limun lands­ins í orku­banda­lag Evr­ópu. Kjarn­inn hefur vitnađ í bak og fyrir í álits­gerđir ađila sem berj­ast fyrir ţví ađ orku­laga­bálkur Evr­ópu­sam­bands­ins verđi sam­ţykktur á Alţingi. Mestur hluti ţeirrar umrćđu er um hluti sem ekki er deilt um, en eftir stendur og er óum­deilt ađ í orku­laga­bálknum er gert ráđ fyrir fram­sali valds til evr­ópskrar stofn­unar og húskarls hennar á Íslandi, lands­regl­ara. Eng­inn veit hvernig ţessir ađilar munu fara međ vald sitt í fram­tíđ­inni og eng­inn hefur enn getađ útskýrt hvers vegna Íslend­ingar ćttu ađ afhenda frá sér ţetta vald. Hiđ eina sem fram hefur kom­iđ, m.a. hjá rit­stjóra Kjarn­ans, er ađ höfnun skemmi EES-­samn­ing­inn. Ţađ er úr lausu lofti grip­iđ.

Evr­ópska efna­hags­svćđiđ

Í umfjöllun rit­stjóra Kjarn­ans má greina EES-­samn­ing­inn sem guđ­lega veru. Allt sem vel hefur gengiđ sé honum ađ ţakka. Til ađ und­ir­strika dásemd­ina er sagt frá ţví í leiđ­ara 6. maí 2018 og aftur 6. sept­em­ber 2018 ađ lands­fram­leiđsla í krónum hafi sexfald­ast frá upp­hafi EES. Les­endur hljóta ađ sjá fyrir sér hvađ hefđi gerst ef orđiđ hefđi verđ­bólgu­skot í stíl viđ ţađ sem var á 8. ára­tug 20. ald­ar. Ţá hefđi lands­fram­leiđ­sum­ar­g­fald­ar­inn aldeilis tekiđ kipp og rit­stjór­inn getađ slegiđ sér á lćr svo fast ađ heyrst hefđi til Brus­sel. Lífiđ fyrir EES virđ­ist renna saman viđ mold­ar­kofa 19. aldar og löngu er gleymt ađ Íslend­ingar og ţorri íbúa V-Evr­ópu bjuggu viđ frí­verslun međ iđn­varn­ing í ára­tugi fyrir EES og ađ fiskur hafđi veriđ seldur frá Íslandi til ann­arra Evr­ópu­landa lengur en elstu menn muna.

Ţađ er lauk­rétt ađ Heims­sýn og fleiri telja tíma­bćrt ađ end­ur­skođa EES-­samn­ing­inn. Í ţví sam­hengi er rétt ađ spyrja hvort ţađ sam­rým­ist hug­myndum um frí­verslun ađ annar ađil­inn greiđi hinum skatt eins og nú er. Eins er rétt ađ spyrja hvort ekki vćri eđli­legt ađ Íslend­ingar gćtu selt fisk og fiskaf­urđir toll­frjálst í Evr­ópu­sam­band­inu. Síđ­ast en ekki síst ţurfa Íslend­ingar ađ velta betur fyrir sér hvort ekki sé skyn­sam­leg­ast ađ Íslend­ingar setji sjálfum sér lög og ađ lög frá Evr­ópu­sam­band­inu verđi ađeins sett á Íslandi ef Alţingi telur ţau skyn­sam­leg og til bóta fyrir íslenskt sam­fé­lag, en ekki bara vegna ţess ađ erlent ríkj­sam­band langi til ţess. Sé ţeirri hugsun fylgt má ađ lík­indum spara sam­fé­lag­inu him­in­háar upp­hćđ­ir.

Kjarn­inn er međ ţađ!

Ađ lokum er rétt ađ árétta vel valin orđ ritj­stjóra Kjarn­ans í leiđ­ara 6. maí 2018, nefni­lega ađ okkur gangi nefni­lega alltaf best ţegar viđ stöndum fyrir viđ­skipta­frelsi, alţjóđa­sam­vinnu, mann­rétt­indi og leggjum áherslu á rétt neyt­enda. Ţví verđur vita­skuld best fram­fylgt međ ţví ađ hlúa ađ full­veldi lands­ins svo engin lög verđi sett sem ganga gegn hags­munum ţjóđ­ar­innar og dómar byggi á ţeim lög­um.

Höf­undur er for­mađur Heims­sýnar.


Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 207
  • Frá upphafi: 955789

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 169
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband