Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
Laugardagur, 31. mars 2012
Ísland i hernaðarsamstarfi ESB
Evrópusambandið byggir upp hernaðarmátt sinn til að geta staðið undir nafni sem stórveldi. Samninganefnd Íslands um aðild að Evrópusambandinu fór fram á undanþágu frá því að taka þátt í hernaðaruppbyggingu ESB. Í grein í Fréttablaðinu í dag skrifar forysta samninganefndar Íslands
Í viðræðunum við ESB lagði samninganefndin þunga áherslu á herleysi Íslands. Evrópusambandsríkin viðurkenna að fullu þessa sérstöðu sem birtist í sérstakri yfirlýsingu sem verður hluti af aðildarsamningi. Þótt utanríkis-, öryggis- og varnarmálin séu vissulega að fullu á forræði aðildarríkjanna er þessi yfirlýsing mikilvæg og undirstrikar þá einstöku stöðu sem Ísland hefur að þessu leyti.
Grein þeirra Stefáns Hauks Jóhannessonar formanns samninganefndar Íslands og tveggja varaformanna staðfestir þrennt sem hefur verið umdeilt um umræðunni á Íslandi.
a) ESB er með her og hyggst byggja upp hernaðarmátt - annars þyrfti enga yfirlýsingu.
b) Ísland fær ekki varanlega undanþágu frá hernaðarsamstarfi ESB, þar sem ekkert mun standa um undanþágu í aðildarsamningi.
c) Ísland fær sérstaka yfirlýsingu um að tekið verði tillit til herleysis landsins. Þessi yfirlýsing getur hvenær sem er verið numin úr gildi, t.d. af dómsstól Evrópusambandsins.
Föstudagur, 30. mars 2012
Samtök iðnaðarins vilja hvorki ESB né evru
Enn einu sinni er staðfest einangrun sértrúarsafnaðar Samfylkingar. Samtök iðnaðarins, sem hafa verið einu samtökin er styðja ESB-umsóknina, eru á stórflótta frá málinu.
Um 70 prósent aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þá er meirihluti félagsmanna á móti upptöku evru.
Meirihluti aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins eru með óbrjálaða dómgreind, rétt eins og meirihluti þjóðarinnar. Illu heilli er stjórnarráðið hersetið af sértrúarsöfnuði sem ekki hlustar á nein rök.
Iðnaðurinn á móti aðild að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 29. mars 2012
Íslensk umræða um ESB eða ESB-umræða um Ísland
Evrópusambandið freistar þess að kaupa sér vilhalla umræðu um aðild Íslands að sambandinu. Evrópusambandinu er í lófa lagið að teppaleggja með evrum alla króka og kima umræðunnar á Íslandi.
Evrópustofa, sem hefur úr yfir 200 milljónum króna að ráða, efnir til funda og útgáfu með það að markmiði að fegra málstaðinn. Hvergi á fundum eða útgáfum Evrópustofu er rætt um tilvistarvanda ESB né heldur skuldakreppu aðildarríkjanna sem kikna undan ósveigjanleika sameiginlegrar myntar.
Þegar fyrir liggur að Evrópusambandið ætlar að bera fé á landsmenn vegna aðildarumsóknar samfylkingarhluta ríkisvaldsins þá er lágmark að þær opinberu stofnanir sem eiga að hafa fagmennsku og hlutlægni að leiðarljósi láti ekki glepjast.
Spyr um samskipti RÚV við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. mars 2012
Þjóðaratkvæði um ESB-umsókn
Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru án umboðs kjósenda sinna þegar þeir 16. júlí 2009 greiddu atkvæði með þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Yfirlýst stefna VG var og er að Íslandi sé betur borgið utan ESB en innan. Út á þá stefnu náðu þingmenn VG kjöri vorið 2009. Samfylkingin, sem einn flokka er með ESB-aðild á stefnuskrá sinni, fékk 29 prósent atkvæðanna í þingkosningunum.
Án svika þingmanna VG við kjósendur sína hefði umsókn ekki verið send til Brussel. Lýðræðislegur vilji þjóðarinnar stendur ekki til þess að ganga í Evrópusambandið.
Umsóknina um ESB-aðild Íslands ber að afturkalla. Til vara má efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við viljum halda áhugamáli Samfylkingarinnar til streitu.
Vilja fá að kjósa um aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 27. mars 2012
EES er innan við 10% af ESB-aðild
Verulega stórir málaflokkar standa utan EES-samningsins, svo sem landbúnaður, sjávarútvegur, tollamál, viðskiptasamningar við önnur ríki og peningamál. A árabilinu 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34 733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3 119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent.
Upplýsingarnar eru sóttar úr gagnabönkum og gefa raunsanna mynd af hlutfalli ESB löggjörninga sem teknir eru upp í EES-samningnum.
Ef EES-samningnum yrði sagt upp myndu sjálfkrafa taka gildi fríverslunarsamningar sem voru í gildi áður en EES-samningurinn var gerður, sbr. 120. grein samningsins.
Við getum róleg sagt upp EES-samningnum og kvatt Evrópusambandið áður en það sekkur undan eigin þunga.
Fredrik Sejersted, prófessor og formaður norsku EES-endurskoðunarnefndarinnar og Ulf Sverdrup, prófessor og framkvæmdastjóri nefndarinnar kynntu niðurstöður nefndarinnar með fyrirlestri í Þjóðarbókhlöðunni í dag.
Enginn áhugi er í Noregi að ganga í Evrópusambandið. Allar líkur eru á að EES-samningurinn muni halda gildi sínu um sinn þótt vaxandi krafa sé í norskri umræðu að endurskoða samninginn og færa hann í búning tvíhliða samkomulags.
Þriðjudagur, 27. mars 2012
Tvöfeldni í ESB-viðræðum
Þögn ríkir um viðræður íslenskra ráðherra við æðstu embættismenn Evrópusambandsins. Í þessum viðræðum kemur framraunveruleg staða ESB-umsóknar Íslands. Steingrímur J. Sigfússon allsherjarráðherra fór í heimsókn til Brussel upp úr áramótum og ræddi þar við embættismenn ESB. Í frétt mbl.is segir af fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins um þessa ferð Steingríms.
Þingmaðurinn kallaði eftir því að fleiri gögn tengd málinu væru sett á netið og þannig gerð aðgengileg almenningi. Spurði hún sérstaklega um fundargerðir vegna funda Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, með ráðamönnum innan Evrópusambandsins á þessu ári. Í það minnsta væri æskilegt að utanríkismálanefnd væri upplýst um þau gögn.
Sagðist Össur ekki hlynntur því að setja slíkt efni á netið enda færu fram trúnaðarsamtöl á slíkum fundum. Mikilvægt væri að þeir sem íslenskir ráðamenn ræddu við gætu treyst því að trúnaður ríkti um þau samtöl og að þau væru ekki komin í fjölmiðla strax á eftir. Það væri líka ávísun á að menn ræddu málin á mun opinskárri hátt en ella.
Ráðamenn Íslands eru upplýstir um raunverulega stöðu aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Gagnvart almenningi er aftur á móti alið á blekkingum um stöðu mála.
Vilja meira samráð við þingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. mars 2012
RÚV selur sig ESB
Auglýsing Evrópusambandsins um byggðastyrki sæmdi sér álíka vel í Landanum og krækiber í helvíti. RÚV er opinbert fyrirtæki og þarf að gera grein fyrir þeirri nýrri stefnu að flytja auglýsingar í dagskrárliðum.
Hver fékk greiðslu fyrir auglýsinguna? RÚV sjálft? Hver er auglýsingataxtinn?
RÚV er komið á hálan ís.
Björn sakar RÚV um áróður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. mars 2012
Evru-lönd betla í Asíu, verðbólga á uppleið
Evrópusambandið er á kúpunni og leitar ásjár hjá asískum fjárfestum að kaupa eignir og rekstur í iðnríkjum gömlu Evrópu. Horfurnar eru ekki góðar. Viðvarandi ójafnvægi er á milli Norður-Evrópu, sem er í þokkalegum málum, og Suður-Evrópu þar sem sum ríki eru gjaldþrota en önnur á leiðinni í þrot, s.s. Portúgal og Spánn.
Spáð er viðvarandi árlegri verðbólgu upp á 3 til 4 prósent í evru-landi. Það er langt yfir verðbólgumarkmiði upp á tvö prósent. Skýringin á verðbólguhorfunum er ódýru lánin frá Seðlabanka Evrópu sem prentar peninga til að forðast ríkisgjaldþrot sunnarlega í álfunni.
Þjóðverjar, sem borga stærstan hluta af björgunaraðgerðum fyrir Suður-Evrópu, munu ekki láta verðbólgu yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust.
Reynir að selja Ítalíu til Asíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 24. mars 2012
Enginn nennir að tala við Jóhönnu
Forsætisráðherra bauð upp á þjóðarsátt um evru og Evrópusambandið, en enginn hefur fyrir því að svara Jóhönnu Sigurðardóttur segir Þorsteinn Pálsson í pistli í Fréttablaðinu.
Þorsteinn er hluti af fámennum hópi sjálfstæðismanna sem vill Ísland í Evrópusambandið og er trúnaðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Þorsteinn sér ekkert nema svarnætti framundan fyrir aðildarsinna.
Að þessu virtu er ljóst að forsætisráðherra ber pólitíska ábyrgð á þeirri erfiðu stöðu sem aðildarumsóknin er komin í. Nái frjálslyndari armur Samfylkingarinnar ekki vopnum sínum missir flokkurinn einfaldlega allan trúverðugleika sem forystuflokkur fyrir nýrri peningapólitík og Evrópusambandsaðild. Verkurinn er sá að ekki er ljóst hver gæti tekið við því kefli að kosningum loknum.
Enginn nennir að tala við Jóhönnu og enginn vill bera ábyrgð á ESB-umsókninni. Er ekki sjálfhætt?
Föstudagur, 23. mars 2012
Leiðindi til langs tíma í ESB
Evrópusambandið stefnir á langt hnignunarskeið með litlum hagvexti, miklu atvinnuleysi og pólitísku þrátefli. Evru-samstarfið og óhemju tíma- og fjármagnsfrekir björgunarleiðangrar fyrir skuldug ríki munu draga allan þrótt úr samstarfinu.
Deilur um hverjir eigi að bera afskriftir að óráðssíu Suður-Evrópuríkja í áratug munu setja mark sitt á samstarfið í Brussel.
Ísland á ekkert erindi með sín málefni inn í þessa moðsuðu þarna suður frá.
Merkel: Evrukreppunni ekki enn lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
- Hver er valkosturinn?
- Ósannindi aldarinnar
- Friðsamir krókódílar
- Eldað í flórnum
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 1
- Sl. sólarhring: 174
- Sl. viku: 1693
- Frá upphafi: 1142065
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1492
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar