Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2012

Ísland i hernađarsamstarfi ESB

Evrópusambandiđ byggir upp hernađarmátt sinn til ađ geta stađiđ undir nafni sem stórveldi. Samninganefnd Íslands um ađild ađ Evrópusambandinu fór fram á undanţágu frá ţví ađ taka ţátt í hernađaruppbyggingu ESB. Í grein í Fréttablađinu í dag skrifar forysta samninganefndar Íslands

Í viđrćđunum viđ ESB lagđi samninganefndin ţunga áherslu á herleysi Íslands. Evrópusambandsríkin viđurkenna ađ fullu ţessa sérstöđu sem birtist í sérstakri yfirlýsingu sem verđur hluti af ađildarsamningi. Ţótt utanríkis-, öryggis- og varnarmálin séu vissulega ađ fullu á forrćđi ađildarríkjanna er ţessi yfirlýsing mikilvćg og undirstrikar ţá einstöku stöđu sem Ísland hefur ađ ţessu leyti.

Grein ţeirra Stefáns Hauks Jóhannessonar formanns samninganefndar Íslands og tveggja varaformanna stađfestir ţrennt sem hefur veriđ umdeilt um umrćđunni á Íslandi.

a) ESB er međ her og hyggst byggja upp hernađarmátt - annars ţyrfti enga yfirlýsingu.

b) Ísland fćr ekki varanlega undanţágu frá hernađarsamstarfi ESB, ţar sem ekkert mun standa um undanţágu í ađildarsamningi.

c) Ísland fćr sérstaka yfirlýsingu um ađ tekiđ verđi tillit til herleysis landsins. Ţessi yfirlýsing getur hvenćr sem er veriđ numin úr gildi, t.d. af dómsstól Evrópusambandsins.

 


Samtök iđnađarins vilja hvorki ESB né evru

Enn einu sinni er stađfest einangrun sértrúarsafnađar Samfylkingar. Samtök iđnađarins, sem hafa veriđ einu samtökin er styđja ESB-umsóknina, eru á stórflótta frá málinu.

Um 70 prósent ađildarfélaga Samtaka iđnađarins eru á móti ađild Íslands ađ Evrópusambandinu. Ţá er meirihluti félagsmanna á móti upptöku evru.

Meirihluti ađildarfélaga Samtaka iđnađarins eru međ óbrjálađa dómgreind, rétt eins og meirihluti ţjóđarinnar. Illu heilli er stjórnarráđiđ hersetiđ af sértrúarsöfnuđi sem ekki hlustar á nein rök.

 


mbl.is Iđnađurinn á móti ađild ađ ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Íslensk umrćđa um ESB eđa ESB-umrćđa um Ísland

Evrópusambandiđ freistar ţess ađ kaupa sér vilhalla umrćđu um ađild Íslands ađ sambandinu. Evrópusambandinu er í lófa lagiđ ađ teppaleggja međ evrum alla króka og kima umrćđunnar á Íslandi.

Evrópustofa, sem hefur úr yfir 200 milljónum króna ađ ráđa, efnir til funda og útgáfu međ ţađ ađ markmiđi ađ fegra málstađinn. Hvergi á fundum eđa útgáfum Evrópustofu er rćtt um tilvistarvanda ESB né heldur skuldakreppu ađildarríkjanna sem kikna undan ósveigjanleika sameiginlegrar myntar.

Ţegar fyrir liggur ađ Evrópusambandiđ ćtlar ađ bera fé á landsmenn vegna ađildarumsóknar samfylkingarhluta ríkisvaldsins ţá er lágmark ađ ţćr opinberu stofnanir sem eiga ađ hafa fagmennsku og hlutlćgni ađ leiđarljósi láti ekki glepjast.


mbl.is Spyr um samskipti RÚV viđ ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţjóđaratkvćđi um ESB-umsókn

Ţingmenn Vinstrihreyfingarinnar grćns frambođs voru án umbođs kjósenda sinna ţegar ţeir 16. júlí 2009 greiddu atkvćđi međ ţingsályktun Össurar Skarphéđinssonar um ađ sćkja um ađild ađ Evrópusambandinu.

Yfirlýst stefna VG var og er ađ Íslandi sé betur borgiđ utan ESB en innan. Út á ţá stefnu náđu ţingmenn VG kjöri voriđ 2009. Samfylkingin, sem einn flokka er međ ESB-ađild á stefnuskrá sinni, fékk 29 prósent atkvćđanna í ţingkosningunum.

Án svika ţingmanna VG viđ kjósendur sína hefđi umsókn ekki veriđ send til Brussel. Lýđrćđislegur vilji ţjóđarinnar stendur ekki til ţess ađ ganga í Evrópusambandiđ.

Umsóknina um ESB-ađild Íslands ber ađ afturkalla. Til vara má efna til ţjóđaratkvćđagreiđslu um ţađ hvort viđ viljum halda áhugamáli Samfylkingarinnar til streitu.


mbl.is Vilja fá ađ kjósa um ađildarviđrćđur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

EES er innan viđ 10% af ESB-ađild

Verulega stórir málaflokkar standa utan EES-samningsins, svo sem landbúnađur, sjávarútvegur, tollamál, viđskiptasamningar viđ önnur ríki og peningamál. A árabilinu 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34 733 tilskipanir, reglur og ađrir löggjörningar. Ađeins rúmlega ţrjú ţúsund (3 119) af ţessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eđa 8,9 prósent.

Upplýsingarnar eru sóttar úr gagnabönkum og gefa raunsanna mynd af hlutfalli ESB löggjörninga sem teknir eru upp í EES-samningnum.

Ef EES-samningnum yrđi sagt upp myndu sjálfkrafa taka gildi fríverslunarsamningar sem voru í gildi áđur en EES-samningurinn var gerđur, sbr. 120. grein samningsins.

Viđ getum róleg sagt upp EES-samningnum og kvatt Evrópusambandiđ áđur en ţađ sekkur undan eigin ţunga.

Fredrik Sejersted, prófessor og formađur norsku EES-endurskođunarnefndarinnar og Ulf Sverdrup, prófessor og framkvćmdastjóri nefndarinnar kynntu niđurstöđur nefndarinnar međ fyrirlestri í Ţjóđarbókhlöđunni í dag.

Enginn áhugi er í Noregi ađ ganga í Evrópusambandiđ. Allar líkur eru á ađ EES-samningurinn muni halda gildi sínu um sinn ţótt vaxandi krafa sé í norskri umrćđu ađ endurskođa samninginn og fćra hann í búning tvíhliđa samkomulags.


Tvöfeldni í ESB-viđrćđum

Ţögn ríkir um viđrćđur íslenskra ráđherra viđ ćđstu embćttismenn Evrópusambandsins. Í ţessum viđrćđum kemur framraunveruleg stađa ESB-umsóknar Íslands. Steingrímur J. Sigfússon allsherjarráđherra fór í heimsókn til Brussel upp úr áramótum og rćddi ţar viđ embćttismenn ESB. Í frétt mbl.is segir af fyrirspurn Ragnheiđar Elínar Árnadóttur ţingmanns Sjálfstćđisflokksins um ţessa ferđ Steingríms.

Ţingmađurinn kallađi eftir ţví ađ fleiri gögn tengd málinu vćru sett á netiđ og ţannig gerđ ađgengileg almenningi. Spurđi hún sérstaklega um fundargerđir vegna funda Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra, međ ráđamönnum innan Evrópusambandsins á ţessu ári. Í ţađ minnsta vćri ćskilegt ađ utanríkismálanefnd vćri upplýst um ţau gögn.

Sagđist Össur ekki hlynntur ţví ađ setja slíkt efni á netiđ enda fćru fram trúnađarsamtöl á slíkum fundum. Mikilvćgt vćri ađ ţeir sem íslenskir ráđamenn rćddu viđ gćtu treyst ţví ađ trúnađur ríkti um ţau samtöl og ađ ţau vćru ekki komin í fjölmiđla strax á eftir. Ţađ vćri líka ávísun á ađ menn rćddu málin á mun opinskárri hátt en ella.

Ráđamenn Íslands eru upplýstir um raunverulega stöđu ađildarviđrćđnanna viđ Evrópusambandiđ. Gagnvart almenningi er aftur á móti aliđ á blekkingum um stöđu mála.


mbl.is Vilja meira samráđ viđ ţingiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

RÚV selur sig ESB

Auglýsing Evrópusambandsins um byggđastyrki sćmdi sér álíka vel í Landanum og krćkiber í helvíti. RÚV er opinbert fyrirtćki og ţarf ađ gera grein fyrir ţeirri nýrri stefnu ađ flytja auglýsingar í dagskrárliđum.

Hver fékk greiđslu fyrir auglýsinguna? RÚV sjálft? Hver er auglýsingataxtinn?

RÚV er komiđ á hálan ís.


mbl.is Björn sakar RÚV um áróđur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evru-lönd betla í Asíu, verđbólga á uppleiđ

Evrópusambandiđ er á kúpunni og leitar ásjár hjá asískum fjárfestum ađ kaupa eignir og rekstur í iđnríkjum gömlu Evrópu. Horfurnar eru ekki góđar. Viđvarandi ójafnvćgi er á milli Norđur-Evrópu, sem er í ţokkalegum málum, og Suđur-Evrópu ţar sem sum ríki eru gjaldţrota en önnur á leiđinni í ţrot, s.s. Portúgal og Spánn.

Spáđ er viđvarandi árlegri verđbólgu upp á 3 til 4 prósent í evru-landi. Ţađ er langt yfir verđbólgumarkmiđi upp á tvö prósent. Skýringin á verđbólguhorfunum er ódýru lánin frá Seđlabanka Evrópu sem prentar peninga til ađ forđast ríkisgjaldţrot sunnarlega í álfunni.

Ţjóđverjar, sem borga stćrstan hluta af björgunarađgerđum fyrir Suđur-Evrópu, munu ekki láta verđbólgu yfir sig ganga ţegjandi og hljóđalaust.


mbl.is Reynir ađ selja Ítalíu til Asíu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Enginn nennir ađ tala viđ Jóhönnu

Forsćtisráđherra bauđ upp á ţjóđarsátt um evru og Evrópusambandiđ, en enginn hefur fyrir ţví ađ svara Jóhönnu Sigurđardóttur segir Ţorsteinn Pálsson í pistli í Fréttablađinu.

Ţorsteinn er hluti af fámennum hópi sjálfstćđismanna sem vill Ísland í Evrópusambandiđ og er trúnađarmađur Össurar Skarphéđinssonar utanríkisráđherra. Ţorsteinn sér ekkert nema svarnćtti framundan fyrir ađildarsinna.

Ađ ţessu virtu er ljóst ađ forsćtisráđherra ber pólitíska ábyrgđ á ţeirri erfiđu stöđu sem ađildarumsóknin er komin í. Nái frjálslyndari armur Samfylkingarinnar ekki vopnum sínum missir flokkurinn einfaldlega allan trúverđugleika sem forystuflokkur fyrir nýrri peningapólitík og Evrópusambandsađild. Verkurinn er sá ađ ekki er ljóst hver gćti tekiđ viđ ţví kefli ađ kosningum loknum.

Enginn nennir ađ tala viđ Jóhönnu og enginn vill bera ábyrgđ á ESB-umsókninni. Er ekki sjálfhćtt?


Leiđindi til langs tíma í ESB

Evrópusambandiđ stefnir á langt hnignunarskeiđ međ litlum hagvexti, miklu atvinnuleysi og pólitísku ţrátefli. Evru-samstarfiđ og óhemju tíma- og fjármagnsfrekir björgunarleiđangrar fyrir skuldug ríki munu draga allan ţrótt úr samstarfinu.

Deilur um hverjir eigi ađ bera afskriftir ađ óráđssíu Suđur-Evrópuríkja í áratug munu setja mark sitt á samstarfiđ í Brussel.

Ísland á ekkert erindi međ sín málefni inn í ţessa mođsuđu ţarna suđur frá.


mbl.is Merkel: Evrukreppunni ekki enn lokiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 716
  • Frá upphafi: 1116253

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 624
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband