Leita í fréttum mbl.is

Tvöfeldni í ESB-viðræðum

Þögn ríkir um viðræður íslenskra ráðherra við æðstu embættismenn Evrópusambandsins. Í þessum viðræðum kemur framraunveruleg staða ESB-umsóknar Íslands. Steingrímur J. Sigfússon allsherjarráðherra fór í heimsókn til Brussel upp úr áramótum og ræddi þar við embættismenn ESB. Í frétt mbl.is segir af fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins um þessa ferð Steingríms.

Þingmaðurinn kallaði eftir því að fleiri gögn tengd málinu væru sett á netið og þannig gerð aðgengileg almenningi. Spurði hún sérstaklega um fundargerðir vegna funda Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, með ráðamönnum innan Evrópusambandsins á þessu ári. Í það minnsta væri æskilegt að utanríkismálanefnd væri upplýst um þau gögn.

Sagðist Össur ekki hlynntur því að setja slíkt efni á netið enda færu fram trúnaðarsamtöl á slíkum fundum. Mikilvægt væri að þeir sem íslenskir ráðamenn ræddu við gætu treyst því að trúnaður ríkti um þau samtöl og að þau væru ekki komin í fjölmiðla strax á eftir. Það væri líka ávísun á að menn ræddu málin á mun opinskárri hátt en ella.

Ráðamenn Íslands eru upplýstir um raunverulega stöðu aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Gagnvart almenningi er aftur á móti alið á blekkingum um stöðu mála.


mbl.is Vilja meira samráð við þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.3.): 12
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 992430

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 406
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband