Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013
Fimmtudagur, 30. maí 2013
57% atvinnuleysi í evrulandinu Spáni meðal fólks á aldrinum 16 til 24 ára
Vonleysið grípur nú æ meir um sig meðal ungs fólks í evrulandinu Spáni. Tæplega 60% fólks á aldrinum 16 til 24 ára eru án atvinnu og margir hafa verið atvinnulausir í meira en ár. Margir fá ekki lengur atvinnuleysisbætur og leita nú gæfunnar annars staðar.
Ekki er útlit fyrir að ástandið muni skána í bráð því spáð er að framleiðsla muni halda áfram að dragast saman á þessum ársfjórðungi.
Þrjátíu þúsund ungir Spánverjar hafa þegið atvinnutilboð í Þýskalandi í sérstöku átaki sem gert hefur verið. Það að markaðurinn leysi ekki þessi mál og að fólk flytjist nær sjálfkrafa og skjótt frá þeim svæðum þar sem atvinnuleysi er til þeirra svæða í evrulandi þar sem atvinnutækifæri eru betri sýnir að evrulandið er ekki hagkvæmt gjaldmiðilssvæði - og hefði aldrei átt að stofna til þess með þeim hætti sem gert var.
Nú er talað um týndu kynslóðina á Spáni. Staðan í atvinnumálum ungra Spánverja muni draga dilk á eftir sér og hafa gríðarleg neikvæð áhrif til lengri og skemmri tíma.
Týnd kynslóð Spánverja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 29. maí 2013
Kreppa og drungi í evrulandinu Spáni
Því miður virðast engar góðar fréttir af efnahagslífi Spánar frekar en margra annarra evruríkja þessa dagana.
Fram kemur í þessari frétt mbl.is að staða Spánar muni ekki batna næstu mánuðina.
Landsframleiðslan dróst saman um 0,5% á fyrsta ársfjórðungi og er það sjöundi ársfjórðungurinn í röð þar sem samdráttur er í spænsku efnahagslífi. Á síðustu þremur mánuðum síðasta árs nam samdrátturinn 0,8%.
Á fyrsta ársfjórðungi mældist atvinnuleysið 27,16% og hefur ekki verið svo mikið frá fráfalli einræðisherrans Franciscos Franco árið 1975.
Áfram skuggar yfir spænsku efnahagslífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 29. maí 2013
Ríkisstjórnin óskýr í ESB-málum segir Árni Þór
Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna segir í þessu viðtali við Morgunblaðið að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar sé óskýr þegar kemur að ESB-málum. Stjórnin sé í raun ekki að gera annað en að halda áfram því hléi sem fyrrverandi stjórn ákvað að gera í þessum málum.
Fram kemur í viðtalinu að afstaða Árna Þórs og Vinstri grænna sé óbreytt og það er ekki að skilja á honum að hinir miklu erfiðleikar evruríkjanna hafi haft áhrif á sjónarmið hans eða annarra stefnusmiða VG. Vinstri grænir eru enn á móti aðild að Evrópusambandinu en vilja samt halda áfram umsóknarferlinu og klára aðildarviðræðurnar.
Það kemur svo í ljós hvort stoppið sem Gunnar Bragi Sveinsson núverandi utanríkisráðherra tilkynnti um sé meira og ákveðnara hlé en það sem Árni Þór og Össur settu málin í fyrir kosningar.
Jafnframt kemur væntanlega í ljós á næstu vikum hver næstu skref utanríkisráðherra verða í málinu. Árni Þór Sigurðsson og Heimssýn bíða spennt eftir að sjá hverju fram vindur.
Segir ESB-stefnuna óskýra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 29. maí 2013
Gunnar Bragi Sveinsson segir stopp
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gengur rösklega til verks við að stýra ráðuneyti sínu. Engar frekari aðlögunarviðræður, segir hann. Snúum okkur að þarfari verkum!
Það verður gaman að fylgjast með þessum nýja utanríkisráðherra næstu vikurnar og mánuðina.
Hlé á viðræðum við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 29. maí 2013
Var þetta helsti fréttapunkturinn í ræðu forstjóra FME?
Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með einstökum fjármálafyrirtækjum í landinu. Fram kom í ræðu forstjóra FME að rekstur bankanna hafi gengið vel á síðastliðnu ári og að hagnaður þeirra eftir skatta hafi numið tæpum 66 milljöðrum króna.
Ennfremur kom fram hjá forstjóranum að eiginfjárhlutföll bankanna séu há í alþjóðlegum samanburði eða um 25% að meðaltali í árslok 2012. Stærð bankakerfisins sé nú um 170% af landsframleiðslu en heildareignir þeirra voru tæplega 2.900 milljarðar króna. Þá er lausafjárstaða bankanna einnig góð en um 17% af heildareignum þeirra eru skilgreindar sem laust fé. Þrátt fyrir þessa sterku stöðu eru ákveðin atriði sem valda óvissu og gætu haft neikvæð áhrif á afkomu bankanna á næstu misserum. Í því efni er helst að nefna óvissu um gæði útlánasafna, fjármögnun þeirra í erlendri mynt til lengri tíma og óróa á erlendum mörkuðum.
Erfitt að viðhalda stöðuleika með krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 28. maí 2013
Eru Finnar einmana í ESB og með evru?
Leiðtogar þeirra Norðurlandaþjóða sem eru í ESB segja jafnan að norræn áhrif yrðu meiri í ESB ef Íslendingar gengju þar inn. Þetta bendir til þess að áhrif norrænna þjóða sem eru í ESB séu lítil og að þau finni þar til smæðar sinnar.
Það er ólíklegt að sams konar kenndir bærist með Þjóðverjum eða Frökkum. Bretar eru reyndar stundum dálítið súrir yfir því að fá ekki að ráða meiru, en fyrir þá skiptir ekki miklu í því samhengi hvort Írar séu í ESB eða ekki. Allir vita að það eru stærstu þjóðirnar sem mestu ráða hvort eð er innan ESB.
Finnar eru að verða einmana í ESB. Þeim líður orðið hálf ónotalega með evruna því þeir eru farnir að finna fyrir sams konar misvægi og jaðarþjóðirnar í suðri og Írar fundu fyrir í samstarfinu síðustu árin þótt einkennin séu ekki öll þau sömu.
Nú er samdráttur í framleiðslu í Finnlandi, atvinnuleysi hefur aukist og er í kringum 9 prósent, viðskiptahalli gerir nú vart við sig og opinberar skuldir fara vaxandi og nálgast 60% markið miðað við verðmæti landsframleiðslu.
Það er skiljanleg kurteisi að forseti okkar sé ekki að svara gestinum um þessi afskipti af íslenskum málum. En er ekki kominn tími til þess að Íslendingar ákveði þessi mál sjálfir og án þess að erlendir þjóðhöfðingjar séu sífellt að reyna að segja okkur hvað við eigum að gera?
Það kann einhverjum að þykja það dónaskapur í garð gesta af þessum toga, en það er ekki annað en hægt að draga þá ályktun að þeir séu í þessum efnum ekkert annað en málpípur Brussel-veldisins og ESB-væðingarinnar - og það jafnvel þótt ESB-byggingin sé í ljósum logum.
Ákjósanlegt að auka áhrif Norðurlanda innan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 28. maí 2013
Portúgalar eru áhugasamir um hvernig hægt sé að losna við evruna
Portúgalar sýna því áhuga hvernig hægt sé að losna við evruna. Bók um það efni er nú hvað vinsælust þar í landi. Margir telja að evran eigi stóran hlut í efnahagsvandræðum í Portúgal í dag.
Þótt margir velti þessu fyrir sér virðast þeir þó enn í minnihluta sem eru tilbúnir að stíga skrefið til fulls.
Það þykir þó til marks um breytta tíma að umræðan um evruna sem aflvaka vandræða þykir nú sjálfsögð.
Þetta kemur fram í mbl.is og ennfremur í Wall Street Journal.
Bók um brotthvarf af evrusvæðinu vinsælust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 27. maí 2013
Ástandið í Evrópu er japanskt fremur en þýskt
Hinn kunni blaðamaður Wolfgang Münchau fjallar um það í hinu virta og útbreidda fjármáladagblaði í Bretlandi, Financial Times, að erfiðleikarnir í Evrópu geri það að verkum að álfan sé farin að líkjast Japan fremur en Þýskalandi, en eins og vitað er hefur Japan átt við stöðnun að glíma í efnahagslífinu síðasta áratug eða svo.
Það hefur tekið meira en áratug að stuðla að því ójafnvægi sem er í Evrópu, en eftir upptöku evrunnar varð verð- og launaþróunin mun hægari og hagfelldari í Þýskalandi og næstu ríkjum en í jaðarríkjunum. Þótt þróunin sé nú að snúast við þá mun það væntanlega taka minnst um áratug að rétta ástandið við, segir Münchau.
Drifkrafturinn á bak við leiðréttinguna núna eru harkalegar sparnaðaraðgerðir á Ítalíu, Spáni, Grikklandi og víðar. Vegna samdráttarins hefur dregið úr innflutningi til jaðarlandanna.
Vandinn er sá segir blaðamaðurinn, að þetta gerist við aðstæður þegar sparnaðurinn dregur úr hagvexti jafnvel þótt vextir séu farnir að nálgast núllið.
Vandinn er einnig sá að evruríkin eiga við verulegan vanda að glíma í bankakerfinu og útlánavandamál sem draga einnig úr hagvexti. Við slíkar aðstæður þar sem hagvöxtur er enginn sé mjög vandasamt að létta á skuldabyrðinni með því að auka verðbólgu.
Evrópski Seðlabankinn muni ekki leyfa aukna verðbólgu og Þýskaland muni ekki leyfa svokölluð evruskuldabréf evruríkjanna til að lina skuldasársaukann.
Og blaðamaðurinn hefur ekki mikla trú á því að bankasambandið í Evrópu muni leysa mikinn vanda á næstunni.
Þess vegna mun ástandið í Evrópu líkjast hægaganginum í Japan næstu 10-20 árin .......
Sunnudagur, 26. maí 2013
Er ESB að gefast upp á því að bjarga evruríkjunum?
Þessi yfirlýsing seðlabankastjóra Þýskalands gæti verið til marks um að ESB og evruríkin séu að gera sér grein fyrir því að engir björgunarsjóðir muni geta tryggt að ríkissjóðir allra evrulanda haldist á floti.
Þýskaland er öflugast ESB-ríkjanna og þýski seðlabankinn fyrirmynd Seðlabanka Evrópu. Þegar bankastjóri hans talar ættu menn að hlusta og velta því fyrir sér hvaða sjónarmið þessi valdamikli maður endurspeglar.
Bankastjórinn er greinilega á því að björgunaraðgerðir ESB og evruríkjanna séu ekki að skila tilætluðum árangri.
Fréttin í mbl.is er svohljóðandi:
Seðlabankastjóri þýska Seðlabankans, Jens Weidmann, sagði síðastliðinn föstudag að sá möguleiki yrði að vera fyrir hendi á evrusvæðinu að ríki þess gætu lent í greiðsluþroti en til þessa hefur Evrópusambandið lagt megináherslu á að hrindra að það gerðist.
Til lengri tíma litið ættum við að sjá til þess að ríkjum standi til boða það lokaúrræði að fara í greiðsluþrot, sagði Weidmann samkvæmt frétt AFP. Það væri lykilatriði til þess að koma á aga á fjármálamörkuðum.
Evruríki geti farið í greiðsluþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 26. maí 2013
Nú ríður á að efla Heimssýn
Heimssýn vann síðustu orustuna um ESB-málið hér á landi. Stríðið er þó langt frá því unnið. Það þarf að fylgja eftir sigrinum í síðustu kosningum og tryggja að ESB-daðrinu verði hætt fyrir fullt og fast. Ísland og Heimssýn geta einnig miðlað af reynslu sinni til hrjáðra evruþjóða. Það yrði þó allt önnur útrás frá Íslandi en var fyrir hrun.
Erlendis horfa margir til Íslands vegna þess hvernig Íslendingar hafa tekið á bankakreppunni, Icesave-málinu og ESB-aðildarviðræðum nú í síðustu kosningum. Vissulega hefur hvert land sínar séraðstæður og sjaldnast er hægt að yfirfæra reynsluna hráa til nota fyrir aðrar þjóðir. En Íslendingar þykja að sumu leyti fyrirmynd í ýmsu sem þeir hafa gert að undanförnu. Við skulum ekkert vera feimin að tala um það. Evrópubúar vilja hlusta á okkur og við höfum einnig gott af því að heyra aðeins nánar af reynslu Evrópubúa. Heimssýnarfólkið, Icesave-baráttufólkið og ýmsir aðrir af því tagi ættu að láta rödd sína heyrast í Evrópu jafnframt því sem við ættum að hlusta betur eftir því sem er að gerast í álfunni.
Með því að efla tengsl á milli grasrótarstarfsemi og almennings hér á landi og á meginlandinu má áreiðanlega stuðla að því að stýra málum til betri vegar en toppembættismanna- og stjórnmálaelítunni hefur tekist til þessa. Þar er mikið verk að vinna.
En það er líka feykimikið verk óunnið hér á landi við að fylgja eftir sigrinum í síðustu kosningum og því sem stendur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Þess vegna þurfum við að halda baráttunni áfram á fullum dampi þótt hún verði ef til vill með eitthvað öðru sniði en verið hefur.
Nýjustu færslur
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
- Hver er valkosturinn?
- Ósannindi aldarinnar
- Friðsamir krókódílar
- Eldað í flórnum
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 179
- Sl. sólarhring: 180
- Sl. viku: 1961
- Frá upphafi: 1142064
Annað
- Innlit í dag: 152
- Innlit sl. viku: 1739
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar