Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2019

Kjarninn og hið sérstaka samband við Evrópusambandið

HarOlHaraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar, hefur ritað pistil í vefritið Kjarnann þar sem hann greinir skrif ritstjóra vefritsins og fjallar meðal annars um misskilning Kjarnans á hugmyndum og rökum fullveldissinna. Grein Haraldar er endurbirt hér, en einnig má lesa hana hér á vef Kjarnans

 

Kjarninn og hið sérstaka samband við Evrópusambandið

Á árinu 2018 hefur sam­band Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins nokkrum sinnum borið á góma í rit­stjórn­ar­greinum Kjarn­ans. Oftar en ekki er tónn­inn hástemmd­ur, jafn­vel svo að gaman má hafa af, hvaða skoðun sem men kunna að hafa á mál­efn­inu. Þótt umræðan detti á köflum í að vera hóf­stillt fer aldrei á milli mála að rist­jór­inn sér Evr­ópu­sam­bandið í afar björtu ljósi og þykir því betra sem ljós þess sam­bands nær betur að lýsa Íslend­ing­um. Ekki verður í fljótu bragði séð að sleg­ist hafi verið um að fá að svara ef frá er talin grein Jóns Bald­vins Hanni­bals­sonar frá 27. nóv­em­ber 2018 þar sem hann bendir stutt­lega á að Ísland getur afþakkað gerðir Evr­ópu­sam­bands­ins án við­ur­laga utan sviðs við­kom­andi gerða. Það hafði nefni­lega farið fram­hjá mörgum í umræð­unni um umdeildan orku­laga­bálk Evr­ópu­sam­bands­ins. Spyrja má hvers vegna eng­inn sé til and­svara, ekki skortir full­veld­is­sinna á Íslandi og ef marka má skoð­ana­kannanir má kalla skoð­ana­bræður rit­stjór­ans jað­ar­hóp í íslensku sam­fé­lagi. Sá sem þetta ritar mun ekki svara þeirri spurn­ingu, en í ljósi þess að Heims­sýn ber stundum á góma verða hér rædd nokkur atriði úr umræðu Kjarn­ans árið 2018. Byrjum á hinum „þjóð­ern­is­legu aft­ur­halds- og ein­angr­unaröfl­um“ sem rit­stjór­inn telur sig skylm­ast við.

Þjóð­ern­is­hyggjan

Í sumum útlöndum má kenna þjóð­ern­is­hyggju um dráp fleiri manna en tölu verður á komið og það er skilj­an­legt að sá sem horfir mikið til útlanda hafi lítið þol fyrir hug­myndum af því tagi. Ólíkt því sem hefur verið víða um heim á ýmsum tímum er íslensk þjóð­ern­is­hyggja sárs­auka­lít­il. Engan drápu ung­menna­fé­lögin og þótt ein­hverjir kunni að hafa haft raunir af mál­fars­lög­regl­unni hefur hún engan múrað inni enn sem komið er.

Hin evr­ópska þjóð­ern­is­hyggja lekur í taumum af Evr­ópu­sam­band­inu og mörgum þess verk­um. Háum upp­hæðum er varið í að efla evr­ópska sjálfsí­mynd og þjóð­ern­is­hyggju á mörgum víg­stöðv­um, svo miklum að mörgum þætti meira en nóg um ef um væri að ræða þjóð­ríki. Önnur og enn umhugs­un­ar­verð­ari mynd hinnar evr­ópsku þjóð­ern­is­hyggju birt­ist í grímu­lausri orð­ræðu evr­ópskra valda­manna um mik­il­vægi þess að útganga Breta verði þeim eins sárs­auka­full og unnt er. Stór­veldið er hluti af sjálfsí­mynd Evr­ópu­sam­bands­ins og það á að sparka fast í þann sem rispar þá mynd. Þeir sem hafa litla þol­in­mæði fyrir þjóð­ern­is­hyggju gæta þess vel að binda ekki trúss sitt við Evr­ópu­sam­bandið frekar en önnur stór­veldi.

Ein­angr­unaröflin

Byggð á Íslandi hefur frá upp­hafi verið háð aðföngum frá útlöndum og nú meira en nokkru sinni fyrr. Vit­neskjan um það end­ur­spegl­ast í nafni Heims­sýnar og er ein helsta ástæða þess að félags­menn vilja ekki að ríkja­sam­band sem er annað hvort 100% eða 99,9% erlent (eftir því hvort Ísland er með eða ekki) ráði utan­rík­is­verslun Íslend­inga við 94% heims­byggð­ar­innar sem verður utan Evr­ópu­sam­bands­ins þegar Bretar verða farn­ir. Ríki Evr­ópu­sam­bands­ins eru mun síður en Ísland háð verslun við ríki utan sam­bands­ins og sú staða gæti hæg­lega komið upp að frelsi til slíkra við­skipti yrði peð á tafl­borði hags­muna evr­ópskra stór­velda. Þá fyrst væri hætta á ein­angrun Íslands. Ein­angr­un­ar­hættan felst með öðrum orðum fyrst og fremst í því að fram­selja vald íslenska rík­is­ins til erlendra ríkja eða ríkja­sam­bands.

Lýð­ræð­is­hall­inn

Eitt af lífseig­ari hug­myndum um sam­skiptin við Evr­ópu­sam­bandið er að þar sé til reiðu stóll sem er ætl­aður Íslend­ingum og með því að setj­ast í hann geti Íslend­ingar aldeilis látið til sín taka og lagað Evr­ópu­lög að eigin þörf­um. Þótt taka megi undir að Evr­ópu­sam­bandið sé ólýð­ræð­is­legt, er það ekki svo yfir­gengi­lega ólýð­ræð­is­legt að Íslend­ingar fái þar að ráða ein­hverju sem máli skipt­ir. Þar munu hags­munir stór­veld­anna eða fjöld­ans ráða för og ávallt ganga fyrir þegar þeir fara ekki saman við hags­muni Íslend­inga.

Orku­laga­bálkur Evr­ópu­sam­bands­ins

Á árinu 2019 stefnir í hörð átök um hvort Ísland eigi að halda áfram þeirri veg­ferð sem miðar að inn­limun lands­ins í orku­banda­lag Evr­ópu. Kjarn­inn hefur vitnað í bak og fyrir í álits­gerðir aðila sem berj­ast fyrir því að orku­laga­bálkur Evr­ópu­sam­bands­ins verði sam­þykktur á Alþingi. Mestur hluti þeirrar umræðu er um hluti sem ekki er deilt um, en eftir stendur og er óum­deilt að í orku­laga­bálknum er gert ráð fyrir fram­sali valds til evr­ópskrar stofn­unar og húskarls hennar á Íslandi, lands­regl­ara. Eng­inn veit hvernig þessir aðilar munu fara með vald sitt í fram­tíð­inni og eng­inn hefur enn getað útskýrt hvers vegna Íslend­ingar ættu að afhenda frá sér þetta vald. Hið eina sem fram hefur kom­ið, m.a. hjá rit­stjóra Kjarn­ans, er að höfnun skemmi EES-­samn­ing­inn. Það er úr lausu lofti grip­ið.

Evr­ópska efna­hags­svæðið

Í umfjöllun rit­stjóra Kjarn­ans má greina EES-­samn­ing­inn sem guð­lega veru. Allt sem vel hefur gengið sé honum að þakka. Til að und­ir­strika dásemd­ina er sagt frá því í leið­ara 6. maí 2018 og aftur 6. sept­em­ber 2018 að lands­fram­leiðsla í krónum hafi sexfald­ast frá upp­hafi EES. Les­endur hljóta að sjá fyrir sér hvað hefði gerst ef orðið hefði verð­bólgu­skot í stíl við það sem var á 8. ára­tug 20. ald­ar. Þá hefði lands­fram­leið­sum­ar­g­fald­ar­inn aldeilis tekið kipp og rit­stjór­inn getað slegið sér á lær svo fast að heyrst hefði til Brus­sel. Lífið fyrir EES virð­ist renna saman við mold­ar­kofa 19. aldar og löngu er gleymt að Íslend­ingar og þorri íbúa V-Evr­ópu bjuggu við frí­verslun með iðn­varn­ing í ára­tugi fyrir EES og að fiskur hafði verið seldur frá Íslandi til ann­arra Evr­ópu­landa lengur en elstu menn muna.

Það er lauk­rétt að Heims­sýn og fleiri telja tíma­bært að end­ur­skoða EES-­samn­ing­inn. Í því sam­hengi er rétt að spyrja hvort það sam­rým­ist hug­myndum um frí­verslun að annar aðil­inn greiði hinum skatt eins og nú er. Eins er rétt að spyrja hvort ekki væri eðli­legt að Íslend­ingar gætu selt fisk og fiskaf­urðir toll­frjálst í Evr­ópu­sam­band­inu. Síð­ast en ekki síst þurfa Íslend­ingar að velta betur fyrir sér hvort ekki sé skyn­sam­leg­ast að Íslend­ingar setji sjálfum sér lög og að lög frá Evr­ópu­sam­band­inu verði aðeins sett á Íslandi ef Alþingi telur þau skyn­sam­leg og til bóta fyrir íslenskt sam­fé­lag, en ekki bara vegna þess að erlent ríkj­sam­band langi til þess. Sé þeirri hugsun fylgt má að lík­indum spara sam­fé­lag­inu him­in­háar upp­hæð­ir.

Kjarn­inn er með það!

Að lokum er rétt að árétta vel valin orð ritj­stjóra Kjarn­ans í leið­ara 6. maí 2018, nefni­lega að okkur gangi nefni­lega alltaf best þegar við stöndum fyrir við­skipta­frelsi, alþjóða­sam­vinnu, mann­rétt­indi og leggjum áherslu á rétt neyt­enda. Því verður vita­skuld best fram­fylgt með því að hlúa að full­veldi lands­ins svo engin lög verði sett sem ganga gegn hags­munum þjóð­ar­innar og dómar byggi á þeim lög­um.

Höf­undur er for­maður Heims­sýnar.


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 179
  • Sl. sólarhring: 182
  • Sl. viku: 1961
  • Frá upphafi: 1142064

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 1739
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband