Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2019
Fimmtudagur, 10. janúar 2019
Kjarninn og hið sérstaka samband við Evrópusambandið
Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar, hefur ritað pistil í vefritið Kjarnann þar sem hann greinir skrif ritstjóra vefritsins og fjallar meðal annars um misskilning Kjarnans á hugmyndum og rökum fullveldissinna. Grein Haraldar er endurbirt hér, en einnig má lesa hana hér á vef Kjarnans.
Kjarninn og hið sérstaka samband við Evrópusambandið
Á árinu 2018 hefur samband Íslands og Evrópusambandsins nokkrum sinnum borið á góma í ritstjórnargreinum Kjarnans. Oftar en ekki er tónninn hástemmdur, jafnvel svo að gaman má hafa af, hvaða skoðun sem men kunna að hafa á málefninu. Þótt umræðan detti á köflum í að vera hófstillt fer aldrei á milli mála að ristjórinn sér Evrópusambandið í afar björtu ljósi og þykir því betra sem ljós þess sambands nær betur að lýsa Íslendingum. Ekki verður í fljótu bragði séð að slegist hafi verið um að fá að svara ef frá er talin grein Jóns Baldvins Hannibalssonar frá 27. nóvember 2018 þar sem hann bendir stuttlega á að Ísland getur afþakkað gerðir Evrópusambandsins án viðurlaga utan sviðs viðkomandi gerða. Það hafði nefnilega farið framhjá mörgum í umræðunni um umdeildan orkulagabálk Evrópusambandsins. Spyrja má hvers vegna enginn sé til andsvara, ekki skortir fullveldissinna á Íslandi og ef marka má skoðanakannanir má kalla skoðanabræður ritstjórans jaðarhóp í íslensku samfélagi. Sá sem þetta ritar mun ekki svara þeirri spurningu, en í ljósi þess að Heimssýn ber stundum á góma verða hér rædd nokkur atriði úr umræðu Kjarnans árið 2018. Byrjum á hinum þjóðernislegu afturhalds- og einangrunaröflum sem ritstjórinn telur sig skylmast við.
Þjóðernishyggjan
Í sumum útlöndum má kenna þjóðernishyggju um dráp fleiri manna en tölu verður á komið og það er skiljanlegt að sá sem horfir mikið til útlanda hafi lítið þol fyrir hugmyndum af því tagi. Ólíkt því sem hefur verið víða um heim á ýmsum tímum er íslensk þjóðernishyggja sársaukalítil. Engan drápu ungmennafélögin og þótt einhverjir kunni að hafa haft raunir af málfarslögreglunni hefur hún engan múrað inni enn sem komið er.
Hin evrópska þjóðernishyggja lekur í taumum af Evrópusambandinu og mörgum þess verkum. Háum upphæðum er varið í að efla evrópska sjálfsímynd og þjóðernishyggju á mörgum vígstöðvum, svo miklum að mörgum þætti meira en nóg um ef um væri að ræða þjóðríki. Önnur og enn umhugsunarverðari mynd hinnar evrópsku þjóðernishyggju birtist í grímulausri orðræðu evrópskra valdamanna um mikilvægi þess að útganga Breta verði þeim eins sársaukafull og unnt er. Stórveldið er hluti af sjálfsímynd Evrópusambandsins og það á að sparka fast í þann sem rispar þá mynd. Þeir sem hafa litla þolinmæði fyrir þjóðernishyggju gæta þess vel að binda ekki trúss sitt við Evrópusambandið frekar en önnur stórveldi.
Einangrunaröflin
Byggð á Íslandi hefur frá upphafi verið háð aðföngum frá útlöndum og nú meira en nokkru sinni fyrr. Vitneskjan um það endurspeglast í nafni Heimssýnar og er ein helsta ástæða þess að félagsmenn vilja ekki að ríkjasamband sem er annað hvort 100% eða 99,9% erlent (eftir því hvort Ísland er með eða ekki) ráði utanríkisverslun Íslendinga við 94% heimsbyggðarinnar sem verður utan Evrópusambandsins þegar Bretar verða farnir. Ríki Evrópusambandsins eru mun síður en Ísland háð verslun við ríki utan sambandsins og sú staða gæti hæglega komið upp að frelsi til slíkra viðskipti yrði peð á taflborði hagsmuna evrópskra stórvelda. Þá fyrst væri hætta á einangrun Íslands. Einangrunarhættan felst með öðrum orðum fyrst og fremst í því að framselja vald íslenska ríkisins til erlendra ríkja eða ríkjasambands.
Lýðræðishallinn
Eitt af lífseigari hugmyndum um samskiptin við Evrópusambandið er að þar sé til reiðu stóll sem er ætlaður Íslendingum og með því að setjast í hann geti Íslendingar aldeilis látið til sín taka og lagað Evrópulög að eigin þörfum. Þótt taka megi undir að Evrópusambandið sé ólýðræðislegt, er það ekki svo yfirgengilega ólýðræðislegt að Íslendingar fái þar að ráða einhverju sem máli skiptir. Þar munu hagsmunir stórveldanna eða fjöldans ráða för og ávallt ganga fyrir þegar þeir fara ekki saman við hagsmuni Íslendinga.
Orkulagabálkur Evrópusambandsins
Á árinu 2019 stefnir í hörð átök um hvort Ísland eigi að halda áfram þeirri vegferð sem miðar að innlimun landsins í orkubandalag Evrópu. Kjarninn hefur vitnað í bak og fyrir í álitsgerðir aðila sem berjast fyrir því að orkulagabálkur Evrópusambandsins verði samþykktur á Alþingi. Mestur hluti þeirrar umræðu er um hluti sem ekki er deilt um, en eftir stendur og er óumdeilt að í orkulagabálknum er gert ráð fyrir framsali valds til evrópskrar stofnunar og húskarls hennar á Íslandi, landsreglara. Enginn veit hvernig þessir aðilar munu fara með vald sitt í framtíðinni og enginn hefur enn getað útskýrt hvers vegna Íslendingar ættu að afhenda frá sér þetta vald. Hið eina sem fram hefur komið, m.a. hjá ritstjóra Kjarnans, er að höfnun skemmi EES-samninginn. Það er úr lausu lofti gripið.
Evrópska efnahagssvæðið
Í umfjöllun ritstjóra Kjarnans má greina EES-samninginn sem guðlega veru. Allt sem vel hefur gengið sé honum að þakka. Til að undirstrika dásemdina er sagt frá því í leiðara 6. maí 2018 og aftur 6. september 2018 að landsframleiðsla í krónum hafi sexfaldast frá upphafi EES. Lesendur hljóta að sjá fyrir sér hvað hefði gerst ef orðið hefði verðbólguskot í stíl við það sem var á 8. áratug 20. aldar. Þá hefði landsframleiðsumargfaldarinn aldeilis tekið kipp og ritstjórinn getað slegið sér á lær svo fast að heyrst hefði til Brussel. Lífið fyrir EES virðist renna saman við moldarkofa 19. aldar og löngu er gleymt að Íslendingar og þorri íbúa V-Evrópu bjuggu við fríverslun með iðnvarning í áratugi fyrir EES og að fiskur hafði verið seldur frá Íslandi til annarra Evrópulanda lengur en elstu menn muna.
Það er laukrétt að Heimssýn og fleiri telja tímabært að endurskoða EES-samninginn. Í því samhengi er rétt að spyrja hvort það samrýmist hugmyndum um fríverslun að annar aðilinn greiði hinum skatt eins og nú er. Eins er rétt að spyrja hvort ekki væri eðlilegt að Íslendingar gætu selt fisk og fiskafurðir tollfrjálst í Evrópusambandinu. Síðast en ekki síst þurfa Íslendingar að velta betur fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegast að Íslendingar setji sjálfum sér lög og að lög frá Evrópusambandinu verði aðeins sett á Íslandi ef Alþingi telur þau skynsamleg og til bóta fyrir íslenskt samfélag, en ekki bara vegna þess að erlent ríkjsamband langi til þess. Sé þeirri hugsun fylgt má að líkindum spara samfélaginu himinháar upphæðir.
Kjarninn er með það!
Að lokum er rétt að árétta vel valin orð ritjstjóra Kjarnans í leiðara 6. maí 2018, nefnilega að okkur gangi nefnilega alltaf best þegar við stöndum fyrir viðskiptafrelsi, alþjóðasamvinnu, mannréttindi og leggjum áherslu á rétt neytenda. Því verður vitaskuld best framfylgt með því að hlúa að fullveldi landsins svo engin lög verði sett sem ganga gegn hagsmunum þjóðarinnar og dómar byggi á þeim lögum.
Höfundur er formaður Heimssýnar.
Nýjustu færslur
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
- Hver er valkosturinn?
- Ósannindi aldarinnar
- Friðsamir krókódílar
- Eldað í flórnum
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 179
- Sl. sólarhring: 182
- Sl. viku: 1961
- Frá upphafi: 1142064
Annað
- Innlit í dag: 152
- Innlit sl. viku: 1739
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar