Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2019

Kjarninn og hiđ sérstaka samband viđ Evrópusambandiđ

HarOlHaraldur Ólafsson, formađur Heimssýnar, hefur ritađ pistil í vefritiđ Kjarnann ţar sem hann greinir skrif ritstjóra vefritsins og fjallar međal annars um misskilning Kjarnans á hugmyndum og rökum fullveldissinna. Grein Haraldar er endurbirt hér, en einnig má lesa hana hér á vef Kjarnans

 

Kjarninn og hiđ sérstaka samband viđ Evrópusambandiđ

Á árinu 2018 hefur sam­band Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins nokkrum sinnum boriđ á góma í rit­stjórn­ar­greinum Kjarn­ans. Oftar en ekki er tónn­inn hástemmd­ur, jafn­vel svo ađ gaman má hafa af, hvađa skođun sem men kunna ađ hafa á mál­efn­inu. Ţótt umrćđan detti á köflum í ađ vera hóf­stillt fer aldrei á milli mála ađ rist­jór­inn sér Evr­ópu­sam­bandiđ í afar björtu ljósi og ţykir ţví betra sem ljós ţess sam­bands nćr betur ađ lýsa Íslend­ing­um. Ekki verđur í fljótu bragđi séđ ađ sleg­ist hafi veriđ um ađ fá ađ svara ef frá er talin grein Jóns Bald­vins Hanni­bals­sonar frá 27. nóv­em­ber 2018 ţar sem hann bendir stutt­lega á ađ Ísland getur afţakkađ gerđir Evr­ópu­sam­bands­ins án viđ­ur­laga utan sviđs viđ­kom­andi gerđa. Ţađ hafđi nefni­lega fariđ fram­hjá mörgum í umrćđ­unni um umdeildan orku­laga­bálk Evr­ópu­sam­bands­ins. Spyrja má hvers vegna eng­inn sé til and­svara, ekki skortir full­veld­is­sinna á Íslandi og ef marka má skođ­ana­kannanir má kalla skođ­ana­brćđur rit­stjór­ans jađ­ar­hóp í íslensku sam­fé­lagi. Sá sem ţetta ritar mun ekki svara ţeirri spurn­ingu, en í ljósi ţess ađ Heims­sýn ber stundum á góma verđa hér rćdd nokkur atriđi úr umrćđu Kjarn­ans áriđ 2018. Byrjum á hinum „ţjóđ­ern­is­legu aft­ur­halds- og ein­angr­unaröfl­um“ sem rit­stjór­inn telur sig skylm­ast viđ.

Ţjóđ­ern­is­hyggjan

Í sumum útlöndum má kenna ţjóđ­ern­is­hyggju um dráp fleiri manna en tölu verđur á komiđ og ţađ er skilj­an­legt ađ sá sem horfir mikiđ til útlanda hafi lítiđ ţol fyrir hug­myndum af ţví tagi. Ólíkt ţví sem hefur veriđ víđa um heim á ýmsum tímum er íslensk ţjóđ­ern­is­hyggja sárs­auka­lít­il. Engan drápu ung­menna­fé­lögin og ţótt ein­hverjir kunni ađ hafa haft raunir af mál­fars­lög­regl­unni hefur hún engan múrađ inni enn sem komiđ er.

Hin evr­ópska ţjóđ­ern­is­hyggja lekur í taumum af Evr­ópu­sam­band­inu og mörgum ţess verk­um. Háum upp­hćđum er variđ í ađ efla evr­ópska sjálfsí­mynd og ţjóđ­ern­is­hyggju á mörgum víg­stöđv­um, svo miklum ađ mörgum ţćtti meira en nóg um ef um vćri ađ rćđa ţjóđ­ríki. Önnur og enn umhugs­un­ar­verđ­ari mynd hinnar evr­ópsku ţjóđ­ern­is­hyggju birt­ist í grímu­lausri orđ­rćđu evr­ópskra valda­manna um mik­il­vćgi ţess ađ útganga Breta verđi ţeim eins sárs­auka­full og unnt er. Stór­veldiđ er hluti af sjálfsí­mynd Evr­ópu­sam­bands­ins og ţađ á ađ sparka fast í ţann sem rispar ţá mynd. Ţeir sem hafa litla ţol­in­mćđi fyrir ţjóđ­ern­is­hyggju gćta ţess vel ađ binda ekki trúss sitt viđ Evr­ópu­sam­bandiđ frekar en önnur stór­veldi.

Ein­angr­unaröflin

Byggđ á Íslandi hefur frá upp­hafi veriđ háđ ađföngum frá útlöndum og nú meira en nokkru sinni fyrr. Vit­neskjan um ţađ end­ur­spegl­ast í nafni Heims­sýnar og er ein helsta ástćđa ţess ađ félags­menn vilja ekki ađ ríkja­sam­band sem er annađ hvort 100% eđa 99,9% erlent (eftir ţví hvort Ísland er međ eđa ekki) ráđi utan­rík­is­verslun Íslend­inga viđ 94% heims­byggđ­ar­innar sem verđur utan Evr­ópu­sam­bands­ins ţegar Bretar verđa farn­ir. Ríki Evr­ópu­sam­bands­ins eru mun síđur en Ísland háđ verslun viđ ríki utan sam­bands­ins og sú stađa gćti hćg­lega komiđ upp ađ frelsi til slíkra viđ­skipti yrđi peđ á tafl­borđi hags­muna evr­ópskra stór­velda. Ţá fyrst vćri hćtta á ein­angrun Íslands. Ein­angr­un­ar­hćttan felst međ öđrum orđum fyrst og fremst í ţví ađ fram­selja vald íslenska rík­is­ins til erlendra ríkja eđa ríkja­sam­bands.

Lýđ­rćđ­is­hall­inn

Eitt af lífseig­ari hug­myndum um sam­skiptin viđ Evr­ópu­sam­bandiđ er ađ ţar sé til reiđu stóll sem er ćtl­ađur Íslend­ingum og međ ţví ađ setj­ast í hann geti Íslend­ingar aldeilis látiđ til sín taka og lagađ Evr­ópu­lög ađ eigin ţörf­um. Ţótt taka megi undir ađ Evr­ópu­sam­bandiđ sé ólýđ­rćđ­is­legt, er ţađ ekki svo yfir­gengi­lega ólýđ­rćđ­is­legt ađ Íslend­ingar fái ţar ađ ráđa ein­hverju sem máli skipt­ir. Ţar munu hags­munir stór­veld­anna eđa fjöld­ans ráđa för og ávallt ganga fyrir ţegar ţeir fara ekki saman viđ hags­muni Íslend­inga.

Orku­laga­bálkur Evr­ópu­sam­bands­ins

Á árinu 2019 stefnir í hörđ átök um hvort Ísland eigi ađ halda áfram ţeirri veg­ferđ sem miđar ađ inn­limun lands­ins í orku­banda­lag Evr­ópu. Kjarn­inn hefur vitnađ í bak og fyrir í álits­gerđir ađila sem berj­ast fyrir ţví ađ orku­laga­bálkur Evr­ópu­sam­bands­ins verđi sam­ţykktur á Alţingi. Mestur hluti ţeirrar umrćđu er um hluti sem ekki er deilt um, en eftir stendur og er óum­deilt ađ í orku­laga­bálknum er gert ráđ fyrir fram­sali valds til evr­ópskrar stofn­unar og húskarls hennar á Íslandi, lands­regl­ara. Eng­inn veit hvernig ţessir ađilar munu fara međ vald sitt í fram­tíđ­inni og eng­inn hefur enn getađ útskýrt hvers vegna Íslend­ingar ćttu ađ afhenda frá sér ţetta vald. Hiđ eina sem fram hefur kom­iđ, m.a. hjá rit­stjóra Kjarn­ans, er ađ höfnun skemmi EES-­samn­ing­inn. Ţađ er úr lausu lofti grip­iđ.

Evr­ópska efna­hags­svćđiđ

Í umfjöllun rit­stjóra Kjarn­ans má greina EES-­samn­ing­inn sem guđ­lega veru. Allt sem vel hefur gengiđ sé honum ađ ţakka. Til ađ und­ir­strika dásemd­ina er sagt frá ţví í leiđ­ara 6. maí 2018 og aftur 6. sept­em­ber 2018 ađ lands­fram­leiđsla í krónum hafi sexfald­ast frá upp­hafi EES. Les­endur hljóta ađ sjá fyrir sér hvađ hefđi gerst ef orđiđ hefđi verđ­bólgu­skot í stíl viđ ţađ sem var á 8. ára­tug 20. ald­ar. Ţá hefđi lands­fram­leiđ­sum­ar­g­fald­ar­inn aldeilis tekiđ kipp og rit­stjór­inn getađ slegiđ sér á lćr svo fast ađ heyrst hefđi til Brus­sel. Lífiđ fyrir EES virđ­ist renna saman viđ mold­ar­kofa 19. aldar og löngu er gleymt ađ Íslend­ingar og ţorri íbúa V-Evr­ópu bjuggu viđ frí­verslun međ iđn­varn­ing í ára­tugi fyrir EES og ađ fiskur hafđi veriđ seldur frá Íslandi til ann­arra Evr­ópu­landa lengur en elstu menn muna.

Ţađ er lauk­rétt ađ Heims­sýn og fleiri telja tíma­bćrt ađ end­ur­skođa EES-­samn­ing­inn. Í ţví sam­hengi er rétt ađ spyrja hvort ţađ sam­rým­ist hug­myndum um frí­verslun ađ annar ađil­inn greiđi hinum skatt eins og nú er. Eins er rétt ađ spyrja hvort ekki vćri eđli­legt ađ Íslend­ingar gćtu selt fisk og fiskaf­urđir toll­frjálst í Evr­ópu­sam­band­inu. Síđ­ast en ekki síst ţurfa Íslend­ingar ađ velta betur fyrir sér hvort ekki sé skyn­sam­leg­ast ađ Íslend­ingar setji sjálfum sér lög og ađ lög frá Evr­ópu­sam­band­inu verđi ađeins sett á Íslandi ef Alţingi telur ţau skyn­sam­leg og til bóta fyrir íslenskt sam­fé­lag, en ekki bara vegna ţess ađ erlent ríkj­sam­band langi til ţess. Sé ţeirri hugsun fylgt má ađ lík­indum spara sam­fé­lag­inu him­in­háar upp­hćđ­ir.

Kjarn­inn er međ ţađ!

Ađ lokum er rétt ađ árétta vel valin orđ ritj­stjóra Kjarn­ans í leiđ­ara 6. maí 2018, nefni­lega ađ okkur gangi nefni­lega alltaf best ţegar viđ stöndum fyrir viđ­skipta­frelsi, alţjóđa­sam­vinnu, mann­rétt­indi og leggjum áherslu á rétt neyt­enda. Ţví verđur vita­skuld best fram­fylgt međ ţví ađ hlúa ađ full­veldi lands­ins svo engin lög verđi sett sem ganga gegn hags­munum ţjóđ­ar­innar og dómar byggi á ţeim lög­um.

Höf­undur er for­mađur Heims­sýnar.


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband