Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016
Miðvikudagur, 30. nóvember 2016
Fullveldishátíð Heimssýnar 1. desember
Fullveldishátíð Heimssýnar verður haldin 1. desember í húsakynnum Heimssýnar, Ármúla 4-6 í Reykjavík, og hefst klukkan 20:30.
Fjölbreytt dagskrá:
Ávörp: Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar og Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar
Hátíðarræða: Haraldur Ólafsson veðurfræðingur
Hljómsveitin Reggí Óðins
Sigurður Alfonsson harmonikkuleikari
Söngur, tónlist og kaffiveitingar
Kynnir: Þollý Rósmundsdóttir
Allir velkomnir
Heimssýn
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. nóvember 2016
Nýr utanríkisráðherra Dana á móti ESB
Nýr utanríkisráðherra Danmerkur er á móti ESB eins og það er nú. Hann hefur barist gegn frekari samruna og gegn því að vald yfir dómsmálum færist í auknum mæli frá Dönum til býrókrata í Brussel. Skipan nýs utanríkisráðherra, Anders Samuelsens, með þessa sýn hefur vakið mikla athygli í Evrópu, en hann var um tíma þingmaður á ESB-þinginu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. nóvember 2016
Páll Magnússon með réttu spurninguna í ESB-málinu
Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir Ísland betur sett utan ESB og að krónan gagnist okkur vel í viðtali við blaðið Suðra. Viðtalið er endurbirt á Pressunni.
Meðfylgjandi er sá hluti viðtalsins þar sem Páll lýsir afstöðu sinni varðandi ESB og framtíðargjaldmiðil þjóðarinnar. Það er Björgvin G. Sigurðsson, ritstjóri Suðra, sem er spyrjandinn.
Getum lifað ágætu lífi með krónunni
Nú er óhætt að segja að viðkæmur og kvikur gjaldmiðill sé ástæða þess að margir vilja færa sig frá auka-aðildinni að ESB og ganga í sambandið, geta þá tengt krónu við evru eða tekið upp evru síðar. Hver er þín skoðun á þeim málum, getum við búið við minnsta gjaldmiðil í heimi án hafta og stýringar?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 20. nóvember 2016
Prófessorar ræða vanda ESB
Prófessorarnir Torfi Tulinius og Stefán Ólafsson fjölluðu um vanda ESB í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Á þeim mátti m.a. skilja að ef Marine Le Pen, leiðtogi þjóðernisinna í Frakklandi, yrði forseti landsins væri það afleiðing af alþjóðavæðingu efnahagslífsins og getuleysi stjórnvalda í Frakklandi og ESB til að huga að þörfum alls almennings. Í þessu samhegi voru m.a. nefnd vandamál Grikklands sem staðfesting á getuleysi ESB til að takast á við stór vandamál. Þá ræddu þeir félagar einnig um hinn vaxandi lýðræðishalla í ESB sem væri íbúunum lítt að skapi.
Hlusta má á umræður Torfa, Stefáns og Kristjáns hér.
Torfa Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum og Stefán Ólafsson er prófessor í félagsfræði. Torfi hefur m.a. borið saman Íslandssöguna nú við það sem gerðist á Sturlungaöld á Íslandi og er auk þess vel heima í frönskum stjórnmálum. Stefán Ólafsson hefur fjallað um íslensk þóðfélagsmál í áratugi með samanburði við það sem gerist erlendis.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. nóvember 2016
Ómar, Stefán og Egill vilja ESB-málin á ís
Ómar Ragnarsson vill setja ESB-málin á ís. Ómar segir:
Það er óvissa ríkjandi í málefnum ESB og almennt á Vesturlöndum, sem veldur því, að kannski verður það útgönguleið til að mynda ríkisstjórn að fresta málinu um sinn, annað hvort í einhvern tiltekinn tíma eða í ótiltekinn tíma, og sjá hvað setur.
Undirskriftasöfnunin "Varið land" 1974 varð til þess að þegar vinstri stjórnir eftir það voru myndaðar, var hermálinu ýtt á undan sér.
Ef andstaðan við inngöngu fer áfram vaxandi og þeim, sem vilja ganga í ESB, fer fækkandi, er kannski best að staldra við og fresta málinu um sinn.
Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði segir það tímasóun fyrir næstu ríkisstjórn að halda áfram með ESB-umræðuna. Stefán segir:
Þjóðaratkvæði um endurupptöku aðildarviðræðna við ESB er hins vegar ekki brýnt mál. ESB hefur ákveðið að taka ekki fleiri aðildarríki inn á næstu 4-5 árum. Munið það!
ESB-aðildarviðræðurnar ættu því klárlega að vera áfram á ís. Annað er bara tímasóun og fóður fyrir sundrungu. Þetta mál skemmdi mikið fyrir vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms og engin ástæða er til að endurtaka þann leik nú.
Egill Helgason varar við því að gera atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið að frágangsatriði í stjórnarmyndun. Egill segir:
Enn ríkir stöðnun í efnahagskerfi Evrópu og vandamál Grikklands eru óleyst. Þar hefur Evrópusambandið reynst úrræðalaust einn vandinn er sá að hagsmunir efnahagsveldisins Þýskalands fara illa saman við hagsmuni ríkjanna við Miðjarðarhaf. Í þessu efni hefur evran reynst vera dragbítur.
...
Það gæti vel farið svo að Evrópusambandið verði álitlegri kostur eftir nokkur ár en svo getur það líka gerst að Íslendingar verði enn meira afhuga aðild. Það veltur bæði á þróun heimsmála og því hvernig Evrópusambandinu tekst að leysa vandamál sín. Næstu misseri eru varla tíminn til að deila um það eða greiða atkvæði óvissan er einfaldlega of mikil.
Miðvikudagur, 16. nóvember 2016
Vaxandi andstaða við inngöngu í ESB
Vaxandi andstaða er við inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR. Þannig hefur andstaðan aukist um 7,2 prósentustig miðað við sambærilega könnun í lok september og stuðningur við inngöngu hefur á sama tíma dregist saman um 7,3 prósentustig.
Svo segir á mbl.is. Þar segir einnig:
Skoðanakönnunin nú sýnir 57,8% andvíg inngöngu í Evrópusambandið miðað við 50,6% í lok september. 20,9% eru hlynnt inngöngu í sambandið nú samanborið við 28,2% í september. Færri eru hlynntir inngöngu nú en þeir sem ekki taka afstöðu með eða á móti en þeir eru 21,3%.
Af þeim sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið eru 38,1% mjög andvígir og 19,7% frekar andvígir. 13% eru frekar hlynnt inngöngu í sambandið og 7,9% mjög hlynntir henni.
Til samanburðar voru 31,8% mjög andvíg inngöngu í Evrópusambandið í september, 18,7% frekar andvíg, 16,8% frekar hlynnt inngöngu og 11,4% mjög hlynnt henni.
Ef aðeins er miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt skoðanakönnuninni nú eru 73,4% andvíg inngöngu í sambandið en 26,6% hlynnt henni.
Skoðanakönnun MMR var gerð dagana 7.-14. nóvember og var heildarfjöldi svarenda 904 einstaklingar, 18 ára og eldri. Spurt var: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB)? Samtals tóku 87,8% afstöðu til spurningarinnar.
Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt öllum skoðanakönnunum sem birtar hafa verið hér á landi frá því sumarið 2009.
Vaxandi andstaða við inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 15. nóvember 2016
Leiðarahöfundur Fréttablaðsins gagnrýnir ESB-nálgunina
Þorbjörn Þórðarson, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, fjallar um stjórnarmyndunarviðræðurnar í forystugrein í blaðinu í dag. Þar ræðir hann um þrjú erfið mál og er ESB-málið eitt þeirra. Í þeim efnum segir Þorbjörn:
Eitt stórt mál sem ná þarf sátt um í texta stjórnarsáttmálans snýr að Evrópusambandinu. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti aðild. Björt framtíð vill að þjóðin taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viðreisn vill bera undir þjóðaratkvæði hvort ljúka eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
Hvernig á að orða spurninguna í þjóðaratkvæðagreiðslunni? Og hvenær á að tímasetja hana? Evrópusambandið stendur á tímamótum. Meirihluti Breta greiddi atkvæði með úrsögn úr sambandinu í júní. Á sama tíma eru ríkin 19 í myntsamstarfinu um evruna enn að bíta úr nálinni með afleiðingar skuldakreppunnar. Það er líka áhugavert að velta fyrir sér hvernig eigi að selja íslenskum kjósendum þetta mál. Er sölupunkturinn sá að aðild að ESB sé gott markmið því í fyllingu tímans verði eftirsóknarvert að ganga inn í Evrópska myntbandalagið og taka upp evru?
Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, færir fyrir því rök í nýrri bók að evran hafi verið gölluð frá byrjun. Í reynd hafi flestir tapað á myntsamstarfinu og kerfisgallarnir í því feli í sér óyfirstíganlegar hindranir. Ein af þeim leiðum sem hann nefnir til úrbóta er að Þjóðverjar hætti í evrunni. Önnur er að brjóta samstarfið upp í tvö myntsvæði. Óbreytt ástand gangi ekki til lengdar. Evrusamstarfið sé dauðadæmt í núverandi mynd. Ætla stjórnmálamenn að selja íslenskum kjósendum að það sé eftirsóknarvert að taka upp evruna þegar einn fremsti peningahagfræðingur heims gefur evrunni þessa einkunn?
Leturbreyting er Heimssýnar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 13. nóvember 2016
Þjóðfundur stendur vörð um fullveldi
Það er athyglisvert og vert að hafa í huga nú þegar stjórnarmyndunarviðræður standa yfir að þjóðfundur sá sem efnt var til árið 2010 krafðist þess að staðinn yrði vörður um fullveldið. Þjóðfundur áréttaði það í nokkur skipti. Þar segir:
- Ísland skal vera fyrirmynd annarra þjóða, sem vopnlaus og friðsöm þjóð, sem virðir alþjóðasamninga með sjálfbærni í huga án þess að afsala fullveldi þjóðarinnar.
- Ísland stuðli að friði í heiminum og eigi gott alþjóðlegt samstarf þar sem mannréttindi, sjúkdómavarnir og fullveldi Íslands verði í heiðri höfð.
- Ísland sé málsvari friðar og styðji ekki að ágreiningsmál séu leyst með stríðsátökum eða hernaði. Ísland taki þátt í alþjóðasamstarfi, sérstaklega norrænu og tryggi fullveldi Íslands í gegnum alþjóðasamstarf.
- Stjórnarskráin er grunnsáttmáli sem tryggir fullveldi, sjálfstæði og jöfnuð Íslendinga, varðveitir íslenska tungu, skilgreinir hlutverk forseta og aðskilnað ríkis og kirkju.
Það er ágætt að rifja þetta upp. Fullveldið er fjöregg þjóðarinnar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 2. nóvember 2016
Lesendur Heimssýnar höfðu rétt fyrir sér um Bjarna
Lesendur Heimssýnarbloggsins höfðu rétt fyrir sér um það hver myndi fyrst fá umboð til myndunar ríkisstjórnar eins og sést hér til hægri. Um 35% töldu að Bjarni Benediktsson fengi fyrstur umboðið. Aðrir fengu talsvert minna. Nú er hins vegar spurt um líklegustu ríkisstjórn.
Þriðjudagur, 1. nóvember 2016
Skýr svör frá ESB: Viðræður þýða ósk um aðild að ESB eins og það er
Reglur Evrópusambandsins eru óumsemjanlegar. Þær verður að lögleiða og innleiða af umsóknarríkinu. Inngönguviðræður snúast um að samþykkja hvenær og með hvaða hætti umsóknarríkið tekur upp og innleiðir allt regluverk ESB og stefnur. Inngönguviðræður snúast um skilyrði og tímasetningu upptöku, innleiðingar og framkvæmd á gildandi lögum og reglum ESB.
Þetta kemur fram í svari upplýsingaveitu ESB til séra Svavars Alfreðs Jónssonar, sóknarprests á Akureyri, við spurningum um það hvernig sambandið líti á umsókn um aðild að ESB.
Í svarinu segir ennfremur: Hafa ber í huga að ESB starfrækir víðtækt samþykktarferli sem sér til þess að ný ríki eru aðeins samþykkt þegar þau geta sýnt fram á það að þau muni og geti sinnt hlutverki sínu sem fullgildir aðilar, það er með því að uppfylla allar reglur ESB og staðla, hafa samþykki stofnana sambandsins og ríkja þess og með því að hafa samþykki eigin borgara - annaðhvort í gegnum samþykki þjóðþinga þeirra eða þjóðaratkvæði.
Þarna höfum við það: Það er því algjörlega fráleitt að ætla að halda áfram svokölluðum samningaviðræðum til þess eins að sjá hvað kemur út úr samningnum. Samningaviðræður fela það í sér að umsóknarríki verður að yfirtaka alla skilmála ESB áður en það er samþykkt í klúbbinn.
Frétt um þetta á mbl.is er svohljóðandi:
Sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur á Akureyri, sendi á dögunum fyrirspurn til Evrópusambandsins þar sem hann grennslaðist fyrir um það hvert eðli umsóknar að sambandinu væri. Hvort í slíkri umsókn fælist að kanna án skuldbindinga hvað væri í boði í þeim efnum eða hvort í henni fælist yfirlýsing um vilja til þess að ganga í Evrópusambandið.
Svavar segist á bloggsíðu sinni hafa viljað fá úr þessu skorið þar sem skiptar skoðanir hafi verið í umræðunni hér á landi um það hvað nákvæmlega felist í umsókn að Evrópusambandinu. Þannig hafi sumir sagt að hægt væri að sækja um inngöngu einungis til þess að sjá hvað væri í boði af hálfu sambandsins á meðan aðrir hafi sagt að ekki væri hægt að senda inn umsókn án þess að hlíta skilyrðum sem sett væru í umsóknarferlinu.
Svavar segir í samtali við mbl.is að fyrirspurnin hafi þannig einfaldlega snúist um að það lægi fyrir með skýrum hætti hvert eðli slíkra umræðna væri þannig að fólk væri betur í stakk búið til þess að mynda sér skoðun á málinu óháð því hver afstaða þess annars væri til þess hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki.
Snúast um tímasetningu upptöku löggjafar ESB
Svar við fyrirspurninni frá upplýsingaveitu sambandsins, Europe Direct, barst tíu dögum eftir að fyrirspurnin var send til þess að sögn Svavars. Fyrirspurn hans var svohljóðandi í íslenskri þýðingu:
Þegar ríki ákveður að sækja um inngöngu í Evrópusambandið, lítur sambandið þá á slíka umsókn annaðhvort sem 1) fyrirspurn án skuldbindinga þar sem möguleikarnir í boði fyrir umsóknarríkið eru kannaðir og fundnar mögulegar undanþágur frá óhagstæðum atriðum löggjafar Evrópusambandsins eða 2) yfirlýsingu um vilja umsækjandans til þess að ganga í sambandið í samræmi við lögformlegt fyrirkomulag inngöngu í það?
Svar Evrópusambandsins var á þessa leið í íslenskri þýðingu:
Reglur Evrópusambandsins sem slíkar (einnig þekktar sem acquis) eru óumsemjanlegar; þær verður að lögleiða og innleiða af umsóknarríkinu. Inngönguviðræður snúast í raun um það að samþykkja hvenær og með hvaða hætti umsóknarríkið tekur upp og innleiðir með árangursríkum hætti allt regluverk ESB og stefnur. Inngönguviðræður snúast um skilyrði og tímasetningu upptöku, innleiðingar og framkvæmdar gildandi laga og reglna ESB.
Hafa ber í huga að ESB starfrækir víðtækt samþykktarferli sem sér til þess að ný ríki eru aðeins samþykkt þegar þau geta sýnt fram á það að þau muni og geti sinnt hlutverki sínu sem fullgildir aðilar, það er með því að uppfylla allar reglur ESB og staðla, hafa samþykki stofnana sambandsins og ríkja þess og með því að hafa samþykki eigin borgara - annaðhvort í gegnum samþykki þjóðþinga þeirra eða þjóðaratkvæði.
Reglur ESB óumsemjanlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
- Hver er valkosturinn?
- Ósannindi aldarinnar
- Friðsamir krókódílar
- Eldað í flórnum
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 179
- Sl. sólarhring: 184
- Sl. viku: 1961
- Frá upphafi: 1142064
Annað
- Innlit í dag: 152
- Innlit sl. viku: 1739
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar