Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016

Fundur með utanríkisráðherra annað kvöld

Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra verður gestur á opnum stjórnarfundi Heimssýnar sem verður haldinn annað kvöld, miðvikudagskvöldið 1. júní klukkan 20:00 í húsakynnum samtakanna við Ármúla 6 í Reykjavík. Allir félagar í Heimssýn eru velkomnir.

lilja

Rætt verður m.a. um samskipti Íslands og Evrópusambandsins, tollasamninginn við ESB, viðskiptabann Rússa, ESB umsóknina ofl.

 

Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra á fundi Heimssýnar

liljaLilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra verður gestur á opnum stjórnarfundi Heimssýnar sem verður haldinn næstkomandi miðvikudag 1. júní klukkan 20:00 í húsakynnum samtakanna við Ármúla 6 í Reykjavík. Allir félagar í Heimssýn eru velkomnir.


Forsetaframbjóðendur á flótta

Það er athyglisvert við suma forsetaframbjóðendur, já reyndar við heilu flokkana sem nú vilja komast inn á hið pólitíska svið, að þeir eru á harðahlaupum undan fyrri afstöðu og ummælum um ESB. Það þykir víst ekki kosningavænt nú að vera jákvæður gagnvart aðild Íslands að ESB. 


mbl.is Forseti ætti ekki að velja eftirmann sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf til félaga í Heimssýn

 

Ágæti félagi

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, þakkar stuðning þinn og baráttu fyrir málstað hreyfingarinnar og fagnar þeim árangri að Evrópusambandsumsóknin hafi verið stöðvuð. Barátta Heimssýnar og félaga á drjúgan hlut í að skila þeim árangri.JonBjarna

Starfsemin að undanförnu

Framkvæmdastjórnin ásamt varastjórn kemur reglulega saman tvisvar í mánuði og heldur stærri opna fundi um einstök málefni nokkrum sinnum á vetri. Jafnframt er sjónarmiðum Heimssýnar reglulega komið á framfæri á vefjunum www.heimssyn.is, www.heimssyn.blog.is eða með greinarskrifum, viðtölum við fjölmiðla, auglýsingum og fundum.

Heimssýn rekur skrifstofu í Ármúla 4, Reykjavík þar sem jafnframt er fundaraðstaða.

Meðal þeirra sem komið hafa á opna fundi Heimssýnar í vetur eru Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, Hörður Kristinsson, ritstjóri Bændablaðsins, Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. Auk þess hafa einstakir stjórnarmenn Heimssýnar greint frá tilteknum málum á sérsviðum þeirra sem lúta að áherslum Heimssýnar.

Baráttan heldur áfram

Þótt umsóknin um aðild að Evrópusambandinu hafi verið stöðvuð hafa ýmis stjórnmálasamtök, hagsmunaðilar og forystumenn þeirra haldið fast við þá skoðun sína að halda beri umsókninni áfram, eða að framhald umsóknarinnar verði lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Heimssýn hefur lagt áherslu á að Alþingi afturkalli umsóknina um aðild að Evrópusambandinu frá 2009 formlega og afdráttarlaust. Umsókn um aðild að Evrópusambandinu frá 2009 var komin í þrot og ekki hægt að halda henni áfram, nema falla frá fyrirvörum Alþingis sem settir voru í þingsályktunartillögunni, m.a. í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.

Verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu ber að gera það áður en ný umsókn er send. Þar verði spurt: „Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki?“

Inngönguskilyrði Evrópusambandsins liggja öll fyrir. Aðildarsamningum við ESB lýkur ekki fyrr en lög og reglugerðir Evrópusambandsins hafa verið innleiddar eða tímasett hefur verið hvenær það skuli gert. Ríkisstjórn Íslands verður síðan að skrifa undir samninginn og mæla með samþykkt hans, áður en hann fer til afgreiðslu Alþingis eða í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ekkert til sem heitir „að kíkja í pakkann“

Sambandið er enginn „matseðill“ sem hægt er að velja af, sagði t.d. forseti framkvæmdastjórnar ESB við Breta. Mikilvægt er að gæta sín á þeim sem „bera kápuna lausa á báðum öxlum“ og tala tunguliprir um að „ljúka“ samningum. Staðreyndin er sú að aðildarsamningi við ESB er ekki hægt að ljúka af ESB hálfu fyrr en lög og reglugerðir Evrópusambandsins hafa verið innleiddar í íslensk lög eða tímasett hefur verið hvenær það skuli gert. Ríkisstjórn Íslands verður síðan að skrifa undir samninginn og mæla með samþykkt hans áður en hann fer til afgreiðslu Alþingis eða í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þess vegna er svo hættulegt þegar heilir stjórnmálaflokkar og stór hagsmunasamtök hafa það á stefnuskrá sinni að „ljúka“ samningum um inngöngu í ESB. Það verður ekki gert nema að fella fyrst úr gildi fyrirvara Alþingis, t.d. í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og samþykkja framsal á fiskveiðiauðlindinni til ESB.

Barátta Heimssýnar fyrir sjálfstæðu og áháðu Íslandi sem standi utan Evrópusambandsins mun því halda áfram. Framundan eru kosningar bæði til forseta lýðveldisins og síðan einnig til Alþingis. Brýnt er að samtökin Heimssýn og einstakir félagar hennar haldi uppi sem öflugastri kynningu og baráttu fyrir málstað hreyfingarinnar og sjálfstæði þjóðarinnar.

Komum baráttumálunum á framfæri

Mikilvægt er að koma baráttumálum Heimssýnar og áherslum að í kosningabaráttunni og halda fast að málum bæði við forsetaframbjóðendur og svo ekki síður að stjórnmálaflokkum og einstökum frambjóðendum þeirra í næstu alþingiskosningum. Það hyggst Heimssýn gera með fundum, spurningum til frambjóðenda og flokka, útgáfustarfi, auglýsingum og öðrum þeim leiðum sem tiltækar eru.

Stefnt er að því að gefa út kynningarblað með haustinu sem dreift verði á heimili landsins og í fyrirtæki. Þar verði baráttumál Heimssýnar rakin og rökstudd,

Við þökkum stuðninginn

Öll þessi starfsemi krefst fjármagns, en Heimssýn reiðir sig á framlög félagsmanna og styrki einstaklinga og fyrirtækja.

Gíróseðlar hafa nú verið sendir til félagsmanna í heimabanka þeirra, þar sem óskað er eftir stuðningi. Allir eru velkomninr að vera félagar i Heimssýn, óháð greiðslum til samtakanna. Er þess vænst að félagsmenn bregðist fljótt og vel við og leggi sitt af mörkum.

Þeir sem ekki fá gíróseðil eða aðrir sem vilja styrkja félagið með hærri upphæðum er bent á bankareikning Heimssýnar : kt. 680602-5810, bankareikningur 101-26-5810.

Tölvupóstfang Heimssýnar er heimssyn@heimssyn.is, sími 551 9800 og 859-9107. Heimilisfang er Ármúla 4-6 Reykjavík

Virðingarfyllst og með baráttukveðjum,

fyrir hönd Heimssýnar,

Jón Bjarnsson formaður

 

Heimssýn samtök sjálfsstæðissinna í Evrópumálum - Nei við ESB.

Ármúla 4-6, 108 Reykjavík - Sími 551-9800 eða 859-9107 - Email heimssyn@heimssyn.is - Vefur www.heimssyn.is


Viðreisn á flótta í ESB-málinu

Það er ljóst af þessari frétt að Viðreisn telur það ekki til vinsælda fallið að setja ESB-mál á oddinn. Í staðinn leggur flokkurinn áherslu á vestræna samvinnu. Í dag leggja flestir aðrir flokkar áherslu að víðtækari alþjóðlega samvinnu.


mbl.is Benedikt formaður Viðreisnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópa í uppnámi - Viðreisn fortíðarstjörf

Helmingur Breta vill yfirgefa ESB. Jaðarpólitík ræður ríkjum í Austurríki. Hvarvetna í Evrópu skiptast þjóðir í tvo, nokkurn veginn jafnstóra hópa í afstöðunni til ESB. Æ fleiri láta í ljós andúð á þeirri vegferð sem ESB er. Á sama tíma segir talsmaður væntanlegrar Viðreisnar að Íslendingar hafi áhuga á því að flytjast búferlum inn í brennandi hús!

 


mbl.is Grikkir samþykktu skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi framselur fjármálaeftirlitsvald til Brussel

Ekki verður annað séð en að tveir helst fræðimenn hér á landi á sviði stjórnskipunar telji að Alþingi áformi að framselja til Brussel vald með óeðlilegum hætti. Í álitsgerð fræðimannanna, Bjargar Thorarensen prófessors og Stefáns Más Stefánssonar prófessors við tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvarðana er varðar evrópskar reglur um fjármálaeftirlit segir m.a.:

        „Með innleiðingu gerðanna yrði stigið skrefi lengra að því er varðar framsal framkvæmdarvalds og dómsvalds en áður hefur verið fallist á að rúmist innan 2. gr. stjórnarskrárinnar. Slíkt framsal samrýmist ekki fyrri viðmiðum um afmarkað framsal á ríkisvaldi á takmörkuðu sviði gagnvart einkaaðilum. Jafnframt yrði framsalið íþyngjandi fyrir fjármálafyrirtæki á Íslandi. Í ljósi þessa teljum við að framsalið rúmist ekki innan venjuhelgaðrar reglu um að almenna löggjafanum sé heimilt að framselja ríkisvald í takmörkuðum mæli og á tilteknum forsendum til alþjóðastofnana.“

    Þá var talið að vald hinna evrópsku eftirlitsstofnana væri hvorki vel afmarkað né á þröngu sviði, enda tæki það í raun til hvers kyns starfsemi fjármálafyrirtækja.

    Í samantekt álitsgerðarinnar sagði loks eftirfarandi:
    
        „Innleiðing ákvæða reglugerða ESB nr. 1093, 1094 og 1095/2010, um heimildir evrópskra eftirlitsstofnana á fjármálamarkaði til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart íslenskum eftirlitsstofnunum og bindandi ákvarðanir sem hafa bein og íþyngjandi réttaráhrif gagnvart íslenskum fjármálafyrirtækjum, er háð annmörkum með tilliti til íslensku stjórnarskrárinnar. Í þeim felst yfirþjóðlegt vald eftirlitsstofnana þar sem þátttökuréttur Íslands er ekki tryggður og ekki um gagnkvæmni að ræða varðandi réttindi og skyldur aðildarríkjanna eða aðila innan þeirra. Með innleiðingu gerðanna yrði stigið skrefi lengra í framsali framkvæmdarvalds og dómsvalds en áður hefur verið fallist á að rúmist innan 2. gr. stjórnarskrárinnar, enda samrýmist hugsanleg innleiðing reglugerðanna ekki fyrri viðmiðum um afmarkað framsal á ríkisvaldi á takmörkuðu sviði. Í ljósi þessa teljum við að framsalið rúmist ekki innan venjuhelgaðrar reglu um að almenna löggjafanum sé heimilt að framselja ríkisvald í takmörkuðum mæli til alþjóðastofnana.“


Fjármálaeftirlitið til Brussel?

Norska ríkisstjórnin hefur lagt til að yfirstjórn norska fjármálaeftirlitsins verði færð til Brussel. Um þetta eru talsverðar deilur í Noregi. Óvíst er að ríkisstjórnin fái þetta í gegn því þrír fjórðu hlutar þingmanna verða að samþykkja framsal á fullveldi með þessum hætti.

Fróðlegt væri að kafa ofan í sambærilegt mál á Íslandi. Ríkir þar þögnin ein? Hver skyldi annars staða málsins vera hér á landi?

Frestur til að gera athugasemdir rennur út í dag!


ESB vill ráða sem mestu og steypa sem flestu í sama mót

BorisTheBoxerÞað er Boris Johnson á við er að ESB vill ná æ stærri hluta af efnahags- og stjórnmálavaldi frá aðildarríkjunum. Jafnframt vill ESB steypa sem flestu í sama mót. Hinn sýnilegi árangur í dag er umtalsvert atvinnuleysi, doði í efnahagslífi og upplausn í stjórnmálum og félagsmálum í álfunni.

Viljum við það?

 

Mbl. greinir svo frá:

Fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri London, Bor­is John­son, sagði í viðtali í breska blaðið Sunday Tel­egraph í gær að Evr­ópu­sam­bandið væri að haga sér á sama hátt og nas­ist­a­leiðtog­inn Ad­olf Hitler með því að reyna að búa til of­ur­ríki í Evr­ópu.

John­son er einn af helstu tals­mönn­um þess að Bret­land gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu, en kosið verður um það 23. júní næst­kom­andi. Miðað við niður­stöður kann­ana er mjótt á mun­um milli fylk­inga í mál­inu.

Í viðtal­inu sagði John­son að saga Evr­ópu síðustu tvö þúsund árin væri saga end­ur­tekn­inga um að reyna að koma álf­unni allri und­ir sam­eig­in­lega stjórn, svipað og gert var af Róm­ar­veldi forðum.

Vísaði hann til þess að bæði Na­po­leon og Hitler hefðu reynt þetta, en niðurstaðan væri alltaf hræðileg. „Evr­ópu­sam­bandið er ein til­raun­in til að gera þetta með ann­arri aðferð,“ sagði John­son í viðtal­inu. Bætti hann við að vanda­málið væri að þegn­ar álf­unn­ar gætu ekki komið sér sam­an um að virða eitt og sama yf­ir­valdið. 


mbl.is Út fyrir mörk ásættanlegrar umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB kveiki uppreisn í Evrópu

flottamennFyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar, MI6, sagði á opnum fundi breska ríkisútvarpsins í Lundúnum í gær að takist leiðtogum ekki að stjórna straumi flóttamanna til álfunnar sé hætta á uppreisn almennings. Hann segir að búast megi við milljónum flóttamanna á næstu fimm árum, sem geti breytt pólitísku landslagi Evrópu. Þá varaði hann við því að Tyrkir fái að ferðast án vegabréfsáritana og líkti því við að hella olíu á eldinn.

Visir.is skýrir frá.

Þar segir einnig:

Fleiri tóku til máls á fundinum. Þeirra á meðal var Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, sem sagði vandamálið orðið það stórt að allar þjóðir heims þurfi að bera ábyrgð. Ekki dugi að vísa flóttamönnum til annarra landa.

Grandi sagði að um sextíu milljónir manna væru nú á vergangi og flótta í heiminum í dag vegna stríðsátaka og örbirgðar. Ástandið sé þannig í dag að aðeins örfá ríki taki við stærstum hluta flóttamanna og því sé nauðsynlegt að fleiri ríki opni sín landamæri.


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 168
  • Sl. sólarhring: 415
  • Sl. viku: 2025
  • Frá upphafi: 1109313

Annað

  • Innlit í dag: 156
  • Innlit sl. viku: 1767
  • Gestir í dag: 155
  • IP-tölur í dag: 155

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband