Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2019

Orkupakkinn verri en Icesave

virkjunÍ umræðum síðustu daga um Orkupakka 3 hefur komið fram að samþykkt hans á Alþingi getur haft miklar afleiðingar fyrir afkomu íslenska ríkisins og þar með þjóðarinnar allrar. Komið hefur í ljós að hinn svokallaði fyrirvari, sem virðist helst felast í einhverjum kunningjasamtölum í útlöndum, hefur enga þýðingu. Standi Alþingi í vegi fyrir lagningu sæstrengs, sem bresk fyrirtæki virðast nú þegar tilbúin að hefja undirbúning á (sæstrengur er sagður fullfjármagnaður), þá á íslenska ríkið yfir höfði sér himinháar bótakröfur frá viðkomandi fyrirtæki eða fyrirtækjum og verður að öllum líkindum dæmt til að greiða stórar fjárhæðir miðað við nýleg dómafordæmi. 

Á hvaða vegferð er ríkisstjórnin eiginlega? Ríkisstjórnarflokkarnir berjast þarna gegn meirihlutasamþykktum eigin flokksfólks og vilja meirihluta þjóðarinnar. Fyrir hvern er ríkisstjórnin eiginlega að berjast?

 


Skorað á Alþingi að fresta orkupakkanum til hausts

Ótal spurningum er ósvarað í málinu.  Þeim verður að svara áður en málið er afgreitt. Á meðan leitað er svara geta stjórnvöld reynt að sannfæra þjóðina um orkulagabálkurinn sé þjóðþrifamál. 

Með því að líka við hér, styðja menn áskorun um frestun:

https://www.facebook.com/%C3%81skorun-til-forseta-Al%C3%BEingis-2338736622856754/

 

https://kjarninn.is/skodun/2019-05-28-hvers-vegna-ad-fresta-orkupakkamalinu/


Steingrímur getur bjargað heiðri VG

steingrimur jSteingrímur Sigfússon, forseti Alþingis, getur bjargað því litla sem eftir er af heiðri VG varðandi afstöðu til orkumálanna með því að leyfa umræðunni um þau að halda eins lengi áfram og þingmenn vilja. 

Útifundurinn í dag og sú þverpólitíska hreyfing sem myndast hefur gegn Orkupakka 3 endurspeglar andstöðu þjóðarinnar við pakkann og þann ótta að hann geti leitt yfir þjóðina miklar ógöngur. Þess vegna er mikilvægt að halda andstöðunni áfram og þökk sé þeim sem standa vaktina í þeim efnum.

Þess vegna skulum við sem flest mæta og sýna okkur á útifundinum á Austurvelli klukkan 14 í dag. 

 


mbl.is Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkumótmæli á Austurvelli kl.14, laugardaginn 25. maí 2019

Þingmenn Miðflokks spyrja nú á hverri nóttu áleitinna spurninga um ýmsar afleiðingar allra þeirra bálka sem kallaðir hafa verið 3.orkupakki Evrópusambandsins.  Stjórnvöld og flestir þingmenn láta það allt sem vind um eyru þjóta og virðast vilja samþykkja allt að óathuguðu máli af ástæðum sem eru óskýrðar.

Krafan um að spurningum verði svarað og málinu frestað a.m.k. til hausts mun verða höfð í frammi á Austurvelli kl.14, laugardaginn 25. maí. 

Ávörp flytja Birgitta Jónsdóttir, Haraldur Ólafsson, Styrmir Gunnarsson og Vigdís Hauksdóttir

https://www.facebook.com/events/2337268616525513/?notif_t=plan_user_associated&notif_id=1558702091476413

 

 

  


Orkupakkinn færir EES í EES-plús

orkubitinnÝmislegt er óljóst í huga margra varðandi svokallaðan orkupakka númer þrjú. Hins vegar virðist lang flestum orðið ljóst að samþykkt orkupakkans snýst ekki um að tryggja tilvist EES-samningsins heldur að auka við hann í eins konar EES-plús, eða jafnvel EES++. Með þessu minnkar alltaf bilið sem var á milli ESB og upprunalega EES. 


mbl.is „Þetta eru bara góðar umræður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 OP: náttúrunni fórnað fyrir markaðsöflin

Ef Ísland innleiðir 3. orkupakkann mun Evrópusambandið krefjast þess að ESB-reglur gildi um virkjanir hér á landi. Út á það gengur regluverk ESB, eitt skal yfir alla ganga.

Það hefur í för með sér að evrópskum markaðsöflum verður gefinn laus taumurinn í náttúru Íslands.

Íslendingar munu ekki lengur ráða virkjunarframkvæmdum hér á landi. ESB-reglur gilda framar landslögum.

Er eitthvað vit í því að framselja ákvörðunarvald yfir náttúruauðlindum okkar til Brussel?


mbl.is Ber að krefjast markaðsverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þverpólitísk samstaða gegn orkupakkanun

SturlaBMeirihluti þjóðarinnar tekur afstöðu gegn orkupakkanum. Áberandi stjórnmálamenn úr öllu pólitíska litrófinu taka afstöðu gegn orkupakkanum. Nú síðast bættist Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, í hóp fyrrverandi ráðherra úr Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænun, Framsóknarflokki og úr hópi jafnaðarmanna.

Andstaðan við orkupakkann, eins flókinn og hann virðist vera við fyrstu sýn, er í raun megn. 

Samþykkt hans þýðir hættu á að við séum að kasta frá okkur fjöreggi þjóðarinnar.Við þurfum óskoruð yfirráð yfir orkumálum hér á landi ekki síður en sjávarútvegsmálum. Fólk er smám saman að gera sér grein fyrir því.  


mbl.is Óforsvaranlegt að samþykkja orkupakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakúgun í Samfylkingunni?

ossur_esbFregnir berast af því að mismunandi skoðanir varðandi orkupakkann margfræga séu ekki liðnar í Samfylkingunni. Til er umræðuvefur á vegum flokksins þar sem ætlunin var að gefa flokksfólki kost á að skiptast á skoðunum og ræða málin. En ekki orkumálin.

Viðri einhver efasemdir um orkupakkann mætir viðkomandi þvílíkur fúkyrðaflaumur og skammir sem ekki er hægt að verjast með öðru en draga sig út úr umræðunni. Þetta kemur svo sem ekki á óvart miðað við það að til langs tíma hefur aðeins ein skoðun varðandi ESB verið liðin í flokknum. Það er þó athyglisvert að það séu talsverðar efasemdir meðal Samfylkingarfólks um orkupakkann, eins og komið hefur fram á umræðuvef flokksins og í því að fyrrverandi ráðherrar Samfylkingar og Alþýðuflokks vara við samþykkt orkupakkans. 

Opin og frjáls skoðanaskipti eru forsenda virks lýðræðis. Það er því hægt að hafa samúð með Össuri Skarphéðinssyni þegar hann kvartar yfir skömmum sem hann hefur fengið yfir sig á netinu. Honum ætti að vera í lófa lagið að draga úr slíku í sínum heimahögum og gera umræðuna opnari og málefnalegri í Samfylkingunni með því að leyfa andstæðingum orkupakkans að tjá sig án þess að fá yfir sig ómálefnalegan fúkyrðaflaum.

Varðandi þessa umræðu er hins vegar spurningin hvort umræða af þessu tagi geti orðið opin og frjáls þegar annars vegar stenda einstaklingar í lítt skipulögðum hreyfingum og hins vegar sameinað ríkisvaldið hér á landi, stór hagsmunasamtök hér innanlands, ríkisstjórnir annarra landa og samband á borð við ESB. Miðað við þetta ójafna valdahlutfall í umræðunni er það stórfrétt að meirihluti landsmanna skuli vera andvígur orkupakkanum. 

En ræður hér vilji lýðsins eða verða það innlendar og erlendar valdastofnanir sem keyra sinn vilja í gegn?


Friðarverðlaunahafi vill leggja niður Evrópusambandið

Það vekur athygli að Lech Walesa, verkalýðshetja, friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrverandi forseti Póllands, leggur til að Evrópusambandið verði lagt niður. Hann segir það komið á leiðarenda, í öngstræti, og að Evrópubúar þurfi að byrja upp á nýtt. Þessi gamla kempa segir Evrópusambandið vera allt annað en lagt var upp með og að ósætti á milli ríkja sambandsins um leiðir sé varla yfirstíganlegt.

Ummæli Walesa vekja athygli, ekki hvað síst vegna þess að han hefur verið heldur hliðhollur ESB til þessa.


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 179
  • Sl. sólarhring: 181
  • Sl. viku: 1961
  • Frá upphafi: 1142064

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 1739
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 147

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband