Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Samfylkingarmótsögn Steingríms J.

Aðildarsinnar, einkum þeir sem starfa í Samfylkingunni, halda iðulega fram því sjónarmiði að ekki sé hægt að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu fyrr en samningur liggur fyrir. Aðildarsinnar segja gjarnan að ekki sé hægt að taka ,,upplýsta" ákvörðun fyrr en samningur er undirritaður. Með því viðurkenna þeir að eigin ákvörðun um að styðja aðild er ekki byggð á upplýstri afstöðu.

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er smitaður af samfylkingarmótsögninni og af því tilefni skrifar leiðarahöfundur Morgunblaðsins.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, ræddi afstöðuna til aðildar að Evrópusambandinu á fundi í Háskóla Íslands í fyrradag. Í ræðunni sagðist hann í hópi þeirra sem teldu »að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að ganga í Evrópusambandið«, en sagðist samt ekki telja það góðan kost fyrir neinn »að setja málið á ís núna«.

 

Þetta er auðvitað mjög mótsagnakennd afstaða, því að þeir sem telja aðild að Evrópusambandinu ekki þjóna hagsmunum Íslands hljóta að vilja hætta því ferli sem stjórnvöld hafa komið Íslandi í og hefur þann tilgang að búa landið undir aðild og gera það að fullgildum aðila eftir aðlögun.

Enginn frýr Steingrími J. vits en meir er hann grunaður um græsku.


Afnemum stjórnmál, göngum í ESB

Stjórnmál eru til að almenningur fái tækifæri til áhrifa, til að yfirvöld hlusti á raddir fólksins. Fyrr á öldum, á tímum einveldis, voru engin stjórnmál, aðeins ríkisvald sem réttlætti sig með vísun á guð almáttugan. Aðildarsinnar á Íslandi eru orðnir svo þreyttir á stjórnmálum að þeir óska sér einveldis frá Brussel.

Hér er samfélagsgreining eins helsta talsmanns aðildarsinna á Íslandi, Ólafs Stephensen ritstjóra Fréttablaðsins.

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði í ræðu sinni á Evrópuþinginu í gær að það hefði verið tálsýn að halda að hægt væri að hafa sameiginlegan gjaldmiðil og sameiginlegan innri markað á meðan hvert ríki færi sínu fram í efnahags- og ríkisfjármálum. Það er rétt. Tilhneiging stjórnmálamanna til að kaupa sér vinsældir og atkvæði með því að eyða um efni fram og safna skuldum er alþjóðlegt vandamál og krefst alþjóðlegra lausna.

Og auðvitað er einveldi ESB hafði yfir spillingu. Það sitja aðeins einstaklingar sem af guðs náð eru stjórnvitringar er gera aldrei neitt rangt. Amen.


Sænska ASÍ varar við miðstýringu ESB

Evrópusambandið hyggst auka miðstýringuna á fjárlögum allra aðildarríkjanna, ekki aðeins evru-ríkjanna 17. Miðstýringin felur í sér auknar kröfur um að fjárlög einstakra ríkja fylgi samræmdum stöðlum um leyfðan halla.

Talsmenn sænsku verkalýðshreyfingarinnar  telja að auknar valdheimildir til Evrópusambandsins á sviði ríkisfjárlaga muni bitna á launafólki og velferðarkerfinu.

Svigrúm þjóðríkja til að ákveða kaup og kjör innan sinna vébanda verður takmarkað ef fyrirætlanir Evrópusambandsins ganga fram. Lýðræðishalli Evrópusambandsins eykst og stuðningur við sambandið minnkar, segja talsmenn sænsku verkalýðshreyfingarinnar.


ESB-umsókn í ógöngum

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var samþykkt á röngum forsendum 16. júlí 2009. Nýkjörið alþingi var ekki með umboð frá kjósendum að senda inn umsókn. Aðeins einn flokkur, Samfylkingin, var með aðild á stefnuskrá sinn og fékk 29 prósent atkvæðanna.

Samfylkingin beitt Vinstri græna pólitískri fjárkúgun og neitaði að mynda ríkisstjórn nema Vinstri grænir féllust á að svíkja stefnuskrá sína og kjósendur með því að styðja þingsályktun um að sótt skyldi um aðild að Evrópusambandinu.

Samfylkingarumsóknin um ESB-aðild er vegferð á fyrirheits. Sláum umsóknina af. Skrifum undir hjá skynsemi.is 


mbl.is Opinn fundur um aðildarumsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýðing Lissabonsáttmála í ljósi ESB-umsóknar

Lissabon sáttmálinn hefur verið þýddur á Íslensku. Sáttmálinn lýsir réttindum og skyldum aðildarríkja í smáatriðum. Þess vegna er mikilvægt að þýðingin sé vönduð og nákvæm en því miður virðist það markmið ekki hafa náðst. Hér eru nokkur dæmi:

2. KAFLI, SÉRTÆK ÁKVÆÐI UM SAMEIGINLEGA STEFNU Í UTANRÍKIS- OG ÖRYGGISMÁLUM, 1. ÞÁTTUR ALMENN ÁKVÆÐI, 24. gr :

“Þau skulu forðast að gera nokkuð það sem vinnur gegn hagsmunum Sambandsins eða kynni að skaða áhrif þess sem afls í þágu samheldni í alþjóðasamskiptum.”

"They shall refrain from any action which is contrary to the interests of the Union or likely to impair its effectiveness as a cohesive force in international relations."

Þetta er rangt þýtt því "Cohesive force in international relations" þýðir “samheldið afl í alþjóðasamskiptum”, en alls ekki “afl í þágu samheldni í alþjóðasamskiptum”.

XXI. BÁLKUR ORKUMÁL 194. gr.

“1. Með tilliti til stofnunar og starfsemi innri markaðarins og með skírskotun til þarfarinnar á að varðveita og bæta umhverfið skal stefna Sambandsins í orkumálum miða að því, í anda samstöðu meðal aðildarríkjanna, að:

a) tryggja starfsemi orkumarkaðarins,

b) tryggja öryggi í orkuafhendingu í Sambandinu, “

"(b) ensure security of energy supply in the Union; "

Þetta telst röng þýðing því “supply” þýðir “framboð” en ekki “afhending” Lið b) ætti því frekar þýða þannig "tryggja öryggi orkuframboðs í Sambandinu." Aðildarríki eru hér að samþykkja að Brussel taki ákvarðanir um öruggt orkuframboð (auðlindina) en ekki bara örugga afhendingu orku.

I. BÁLKUR FLOKKAR OG SVIÐ VALDHEIMILDA SAMBANDSINS 3. gr.

“1. Eftirtalin svið skulu falla undir fullar valdheimildir Sambandsins: a) tollabandalag, b) setning nauðsynlegra samkeppnisreglna vegna starfsemi innri markaðarins, c) peningamálastefna fyrir þau aðildarríki sem hafa evru sem gjaldmiðil, d) verndun lífrænna auðlinda hafsins innan sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar, e) sameiginleg viðskiptastefna. “

"1. The Union shall have exclusive competence in the following areas: "

Exclusive þýðir að sambandið sé alfarið einrátt um þessa málaflokka. Sem mætti þýða "Sambandið skal hafa óskiptar valdheimildir á eftirfarandi sviðum". Þetta skiptir máli því aðildarríkin eru hér að samþykkja að lúta einhliða ákvörðunum ESB í þessum flokkum.

C. YFIRLÝSINGAR AÐILDARRÍKJANNA

“... og Evrópudagurinn 9. maí verða áfram í þessum löndum tákn samfélags borgara í Evrópusambandinu og tengsla þeirra við það. “

"... and Europe day May 9th will for them continue as symbols to express the sense of community of the people in the European Union and their allegiance to it."

Orðið „allegiance" getur þýtt: obligation, commitment, devotion, faith og loyalty. Þarna er á ferð yfirlýsing um hollustu við Evrópusambandið en ekki bara "tengsl" við það.

Finnst einhverjum fleirum en mér að þessar þýðingavillur séu best til þess fallnar að láta þennan grundvallarsáttmála Evrópusambandsins líta út fyrir að vera eitthvað ásættanlegri en hann er í raun og veru? 

Íslensk þýðing: http://www.utanrikisraduneyti.is/media/esb/lissabon-sattmali/Lissabon-heildarskjal.pdf

Enska útgáfan: http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:C:2010:083:FULL:EN:PDF 

(Tekið héðan og þar er líka að finna fróðlegar umræður í athugasemdakerfi)


Viðræður og aðlögun; Jón Bjarna. veit muninn, Össur þykist ekki vita

Það er haft eftir rúmenskum Evrópuþingmanni að Jón Bjarnason ætli ekki að leyfa aðildarviðræðum við ESB um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál að fara fram. Hefur þetta orðið sumum tilefni til þess að saka landbúnaðarráðherra um að standa ekki við stjórnarsáttmálann.

Vissulega er ekki hægt að útiloka þá skýringu á skilningi Rúmenans á því sem honum og Jóni fór á milli en er ekki mögulegt að þarna horfi menn framhjá nærtækari skýringu.

Skilningur Evrópusambandsins og valinn skilningur íslenskra aðildarsinna á því sem felst í aðildarviðræðum er nefnilega nokkuð ólíkur. Íslensku aðildarsinnarnir vilja meina að viðræðurnar snúist um að ákveða skilyrði aðildar. Evrópusambandið aftur á móti leggur þann skilning í viðræðurnar (sbr. t.d kynningarbækling þess, bls. 9) að þær snúist um tilhögun og tímasetningu aðlögunar og það sem meira er þá fylgja hverjum kafla bæði opnunnar og lokunarskilyrði um aðlögun.

 Viðræður og aðlögun eru nákvæmlega sami hluturinn í skilningi ESB og það hefur aldrei verið neitt leyndarmál að Jón Bjarnason ætlar ekki að framkvæma aðlögun nema ákveðið verði að ganga í sambandið.

(Tekið héðan.)


Össur vill Ísland á heljarþröm með 17 evruríkjum

Skuldakreppa Grikkja og fleiri Suður-Evrópuríkja, ásamt Írlandi, veldur pólitískri lömun í sjálfum kjarna Evrópusambandsins. Ísland er á biðlista að komast á heljarþröm með 17 öðrum ríkjum sem eiga evru fyrir gjaldmiðil.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að hann hafi umboð til að veðsetja framtíð Íslands vegferð Evrópusambandsins vegna þess að alþingi samþykkti naumlega umsókn 16. júlí 2009.

Snúum baki við umsóknarvitleysunni og skrifum undir hjá skynsemi.is


mbl.is Evrusvæðið má engan tíma missa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran er eins og hjónaband

Evrópusambandið er í uppnámi vegna skuldakreppu evru-ríkja. Evran er aðeins tíu ára gömul mynt. Á sínum tíma var þrýst á bresk stjórnvöld um að fórna pundinu og gera evru að lögeyri. Bretar höfnuðu tilboðinu.

Franski fjármálaráðherrann sagði eftir að hafa farið bónleiður til búðar Breta að hlutdeild í evru væri eins og hjónaband; þeir sem ekki ættu aðild að hjónbandinu væru óvelkomnir í herbergið þar sem fjörið fer fram.

Þessi franski fjármálaráðherra heitir  Dominique Strauss-Kahn og er ekki sérstaklega þekktur fyrir hreinlífi í hjónabandinu.

Þeir Bretar sem stóðu staðfastir og féllu ekki fyrir klækjum Strauss-Kahn og hans nóta, prísa sig sæla í dag.


mbl.is Vill sjá aðgerðir frá Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran er alþjóðlegur kreppuvaldur

Evrópusambandið er þykjustustórveldi sem á ekki innistæðu fyrir útþenslu síðustu áratuga. Skuldakreppa á jaðri sambandsins leiðir í ljós vanmátt sambandsins til að standa undir loforðum um tryggingu fyrir sameiginlegum gjaldmiðli.

Ef ríkisstjóður Þýskalands tryggir ekki lántökur gríska ríkisins er tómt mál að tala um sameiginlegan gjaldmiðil. Evran sem geymsla fyrir verðmæti missir tiltrú ef sameiginleg ábyrgð þeirra sem hafa evruna sem lögeyri er ekki fyrir hendi.

Á meðan evran er í lausu lofti verður efnahagskerfi þeirra 17-ríkja sem hafa evru að lögeyri undir ágjöf. 

 


mbl.is Heimurinn á barmi nýrrar kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskt framboð til Evrulands

Dauðastríð evrunnar stendur yfir. Víða í ríkjum Evrópusambandsins er orðspor verjenda evrunnarvelt upp úr tjöru og fiðri. Aðildarsinnar á Íslandi eru kyriflega með lokuð öll skilningarvit og ætla að bjóða fram nýtt evru-sinnað framboð.

ESB-flokkurinn hans Guðmundar Steingrímssonar verður að byrja að leita að Evrópusambandinu sem flokkurinn ætlar að bjóða íslenskum kjósendum upp á.

Er það 17-ríkja Evrópusambandið sem glímir við evru-kreppuna og veit ekki hvort gjaldmiðillinn stendur eða hverfur? Er það 27-ríkja sambandið sem ekki getur komið sér saman um hvort eigi að bjarga þeim aðildarlöndum sem standa frammi fyrir gjaldþroti.

Evrópusambandið er í reynd klofið. Þjóðríki eins og Bretland og Svíþjóð munu ekki snerta evruna með töngum næsta áratuginn. En á þeim tíma ræðst hvort Þjóðverjar, Hollendingar, Austurríkismenn og Finnar munu niðurgreiða lífskjör í Suður-Evrópu.

Guðmundur og félagar geta ekki reitt sig á að veruleikinn komi þeim til hjálpar í tæka tíð og margfrestað evru-uppgjör knýi fram niðurstöðu. Dauðastríð stórvelda eru jafnan langvinn.

(Byggt á þessu bloggi.)


mbl.is Áhugi víða fyrir nýju framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 80
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 1352
  • Frá upphafi: 1143416

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 1154
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 66

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband