Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2011

Samfylkingarmótsögn Steingríms J.

Ađildarsinnar, einkum ţeir sem starfa í Samfylkingunni, halda iđulega fram ţví sjónarmiđi ađ ekki sé hćgt ađ taka afstöđu til ađildar ađ Evrópusambandinu fyrr en samningur liggur fyrir. Ađildarsinnar segja gjarnan ađ ekki sé hćgt ađ taka ,,upplýsta" ákvörđun fyrr en samningur er undirritađur. Međ ţví viđurkenna ţeir ađ eigin ákvörđun um ađ styđja ađild er ekki byggđ á upplýstri afstöđu.

Steingrímur J. Sigfússon formađur Vinstri grćnna er smitađur af samfylkingarmótsögninni og af ţví tilefni skrifar leiđarahöfundur Morgunblađsins.

Steingrímur J. Sigfússon, formađur Vinstri grćnna, rćddi afstöđuna til ađildar ađ Evrópusambandinu á fundi í Háskóla Íslands í fyrradag. Í rćđunni sagđist hann í hópi ţeirra sem teldu »ađ ţađ ţjóni ekki hagsmunum Íslands ađ ganga í Evrópusambandiđ«, en sagđist samt ekki telja ţađ góđan kost fyrir neinn »ađ setja máliđ á ís núna«.

 

Ţetta er auđvitađ mjög mótsagnakennd afstađa, ţví ađ ţeir sem telja ađild ađ Evrópusambandinu ekki ţjóna hagsmunum Íslands hljóta ađ vilja hćtta ţví ferli sem stjórnvöld hafa komiđ Íslandi í og hefur ţann tilgang ađ búa landiđ undir ađild og gera ţađ ađ fullgildum ađila eftir ađlögun.

Enginn frýr Steingrími J. vits en meir er hann grunađur um grćsku.


Afnemum stjórnmál, göngum í ESB

Stjórnmál eru til ađ almenningur fái tćkifćri til áhrifa, til ađ yfirvöld hlusti á raddir fólksins. Fyrr á öldum, á tímum einveldis, voru engin stjórnmál, ađeins ríkisvald sem réttlćtti sig međ vísun á guđ almáttugan. Ađildarsinnar á Íslandi eru orđnir svo ţreyttir á stjórnmálum ađ ţeir óska sér einveldis frá Brussel.

Hér er samfélagsgreining eins helsta talsmanns ađildarsinna á Íslandi, Ólafs Stephensen ritstjóra Fréttablađsins.

José Manuel Barroso, forseti framkvćmdastjórnarinnar, sagđi í rćđu sinni á Evrópuţinginu í gćr ađ ţađ hefđi veriđ tálsýn ađ halda ađ hćgt vćri ađ hafa sameiginlegan gjaldmiđil og sameiginlegan innri markađ á međan hvert ríki fćri sínu fram í efnahags- og ríkisfjármálum. Ţađ er rétt. Tilhneiging stjórnmálamanna til ađ kaupa sér vinsćldir og atkvćđi međ ţví ađ eyđa um efni fram og safna skuldum er alţjóđlegt vandamál og krefst alţjóđlegra lausna.

Og auđvitađ er einveldi ESB hafđi yfir spillingu. Ţađ sitja ađeins einstaklingar sem af guđs náđ eru stjórnvitringar er gera aldrei neitt rangt. Amen.


Sćnska ASÍ varar viđ miđstýringu ESB

Evrópusambandiđ hyggst auka miđstýringuna á fjárlögum allra ađildarríkjanna, ekki ađeins evru-ríkjanna 17. Miđstýringin felur í sér auknar kröfur um ađ fjárlög einstakra ríkja fylgi samrćmdum stöđlum um leyfđan halla.

Talsmenn sćnsku verkalýđshreyfingarinnar  telja ađ auknar valdheimildir til Evrópusambandsins á sviđi ríkisfjárlaga muni bitna á launafólki og velferđarkerfinu.

Svigrúm ţjóđríkja til ađ ákveđa kaup og kjör innan sinna vébanda verđur takmarkađ ef fyrirćtlanir Evrópusambandsins ganga fram. Lýđrćđishalli Evrópusambandsins eykst og stuđningur viđ sambandiđ minnkar, segja talsmenn sćnsku verkalýđshreyfingarinnar.


ESB-umsókn í ógöngum

Umsókn Íslands um ađild ađ Evrópusambandinu var samţykkt á röngum forsendum 16. júlí 2009. Nýkjöriđ alţingi var ekki međ umbođ frá kjósendum ađ senda inn umsókn. Ađeins einn flokkur, Samfylkingin, var međ ađild á stefnuskrá sinn og fékk 29 prósent atkvćđanna.

Samfylkingin beitt Vinstri grćna pólitískri fjárkúgun og neitađi ađ mynda ríkisstjórn nema Vinstri grćnir féllust á ađ svíkja stefnuskrá sína og kjósendur međ ţví ađ styđja ţingsályktun um ađ sótt skyldi um ađild ađ Evrópusambandinu.

Samfylkingarumsóknin um ESB-ađild er vegferđ á fyrirheits. Sláum umsóknina af. Skrifum undir hjá skynsemi.is 


mbl.is Opinn fundur um ađildarumsókn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţýđing Lissabonsáttmála í ljósi ESB-umsóknar

Lissabon sáttmálinn hefur veriđ ţýddur á Íslensku. Sáttmálinn lýsir réttindum og skyldum ađildarríkja í smáatriđum. Ţess vegna er mikilvćgt ađ ţýđingin sé vönduđ og nákvćm en ţví miđur virđist ţađ markmiđ ekki hafa náđst. Hér eru nokkur dćmi:

2. KAFLI, SÉRTĆK ÁKVĆĐI UM SAMEIGINLEGA STEFNU Í UTANRÍKIS- OG ÖRYGGISMÁLUM, 1. ŢÁTTUR ALMENN ÁKVĆĐI, 24. gr :

“Ţau skulu forđast ađ gera nokkuđ ţađ sem vinnur gegn hagsmunum Sambandsins eđa kynni ađ skađa áhrif ţess sem afls í ţágu samheldni í alţjóđasamskiptum.”

"They shall refrain from any action which is contrary to the interests of the Union or likely to impair its effectiveness as a cohesive force in international relations."

Ţetta er rangt ţýtt ţví "Cohesive force in international relations" ţýđir “samheldiđ afl í alţjóđasamskiptum”, en alls ekki “afl í ţágu samheldni í alţjóđasamskiptum”.

XXI. BÁLKUR ORKUMÁL 194. gr.

“1. Međ tilliti til stofnunar og starfsemi innri markađarins og međ skírskotun til ţarfarinnar á ađ varđveita og bćta umhverfiđ skal stefna Sambandsins í orkumálum miđa ađ ţví, í anda samstöđu međal ađildarríkjanna, ađ:

a) tryggja starfsemi orkumarkađarins,

b) tryggja öryggi í orkuafhendingu í Sambandinu, “

"(b) ensure security of energy supply in the Union; "

Ţetta telst röng ţýđing ţví “supply” ţýđir “frambođ” en ekki “afhending” Liđ b) ćtti ţví frekar ţýđa ţannig "tryggja öryggi orkuframbođs í Sambandinu." Ađildarríki eru hér ađ samţykkja ađ Brussel taki ákvarđanir um öruggt orkuframbođ (auđlindina) en ekki bara örugga afhendingu orku.

I. BÁLKUR FLOKKAR OG SVIĐ VALDHEIMILDA SAMBANDSINS 3. gr.

“1. Eftirtalin sviđ skulu falla undir fullar valdheimildir Sambandsins: a) tollabandalag, b) setning nauđsynlegra samkeppnisreglna vegna starfsemi innri markađarins, c) peningamálastefna fyrir ţau ađildarríki sem hafa evru sem gjaldmiđil, d) verndun lífrćnna auđlinda hafsins innan sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar, e) sameiginleg viđskiptastefna. “

"1. The Union shall have exclusive competence in the following areas: "

Exclusive ţýđir ađ sambandiđ sé alfariđ einrátt um ţessa málaflokka. Sem mćtti ţýđa "Sambandiđ skal hafa óskiptar valdheimildir á eftirfarandi sviđum". Ţetta skiptir máli ţví ađildarríkin eru hér ađ samţykkja ađ lúta einhliđa ákvörđunum ESB í ţessum flokkum.

C. YFIRLÝSINGAR AĐILDARRÍKJANNA

“... og Evrópudagurinn 9. maí verđa áfram í ţessum löndum tákn samfélags borgara í Evrópusambandinu og tengsla ţeirra viđ ţađ. “

"... and Europe day May 9th will for them continue as symbols to express the sense of community of the people in the European Union and their allegiance to it."

Orđiđ „allegiance" getur ţýtt: obligation, commitment, devotion, faith og loyalty. Ţarna er á ferđ yfirlýsing um hollustu viđ Evrópusambandiđ en ekki bara "tengsl" viđ ţađ.

Finnst einhverjum fleirum en mér ađ ţessar ţýđingavillur séu best til ţess fallnar ađ láta ţennan grundvallarsáttmála Evrópusambandsins líta út fyrir ađ vera eitthvađ ásćttanlegri en hann er í raun og veru? 

Íslensk ţýđing: http://www.utanrikisraduneyti.is/media/esb/lissabon-sattmali/Lissabon-heildarskjal.pdf

Enska útgáfan: http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:C:2010:083:FULL:EN:PDF 

(Tekiđ héđan og ţar er líka ađ finna fróđlegar umrćđur í athugasemdakerfi)


Viđrćđur og ađlögun; Jón Bjarna. veit muninn, Össur ţykist ekki vita

Ţađ er haft eftir rúmenskum Evrópuţingmanni ađ Jón Bjarnason ćtli ekki ađ leyfa ađildarviđrćđum viđ ESB um landbúnađar- og sjávarútvegsmál ađ fara fram. Hefur ţetta orđiđ sumum tilefni til ţess ađ saka landbúnađarráđherra um ađ standa ekki viđ stjórnarsáttmálann.

Vissulega er ekki hćgt ađ útiloka ţá skýringu á skilningi Rúmenans á ţví sem honum og Jóni fór á milli en er ekki mögulegt ađ ţarna horfi menn framhjá nćrtćkari skýringu.

Skilningur Evrópusambandsins og valinn skilningur íslenskra ađildarsinna á ţví sem felst í ađildarviđrćđum er nefnilega nokkuđ ólíkur. Íslensku ađildarsinnarnir vilja meina ađ viđrćđurnar snúist um ađ ákveđa skilyrđi ađildar. Evrópusambandiđ aftur á móti leggur ţann skilning í viđrćđurnar (sbr. t.d kynningarbćkling ţess, bls. 9) ađ ţćr snúist um tilhögun og tímasetningu ađlögunar og ţađ sem meira er ţá fylgja hverjum kafla bćđi opnunnar og lokunarskilyrđi um ađlögun.

 Viđrćđur og ađlögun eru nákvćmlega sami hluturinn í skilningi ESB og ţađ hefur aldrei veriđ neitt leyndarmál ađ Jón Bjarnason ćtlar ekki ađ framkvćma ađlögun nema ákveđiđ verđi ađ ganga í sambandiđ.

(Tekiđ héđan.)


Össur vill Ísland á heljarţröm međ 17 evruríkjum

Skuldakreppa Grikkja og fleiri Suđur-Evrópuríkja, ásamt Írlandi, veldur pólitískri lömun í sjálfum kjarna Evrópusambandsins. Ísland er á biđlista ađ komast á heljarţröm međ 17 öđrum ríkjum sem eiga evru fyrir gjaldmiđil.

Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra telur ađ hann hafi umbođ til ađ veđsetja framtíđ Íslands vegferđ Evrópusambandsins vegna ţess ađ alţingi samţykkti naumlega umsókn 16. júlí 2009.

Snúum baki viđ umsóknarvitleysunni og skrifum undir hjá skynsemi.is


mbl.is Evrusvćđiđ má engan tíma missa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evran er eins og hjónaband

Evrópusambandiđ er í uppnámi vegna skuldakreppu evru-ríkja. Evran er ađeins tíu ára gömul mynt. Á sínum tíma var ţrýst á bresk stjórnvöld um ađ fórna pundinu og gera evru ađ lögeyri. Bretar höfnuđu tilbođinu.

Franski fjármálaráđherrann sagđi eftir ađ hafa fariđ bónleiđur til búđar Breta ađ hlutdeild í evru vćri eins og hjónaband; ţeir sem ekki ćttu ađild ađ hjónbandinu vćru óvelkomnir í herbergiđ ţar sem fjöriđ fer fram.

Ţessi franski fjármálaráđherra heitir  Dominique Strauss-Kahn og er ekki sérstaklega ţekktur fyrir hreinlífi í hjónabandinu.

Ţeir Bretar sem stóđu stađfastir og féllu ekki fyrir klćkjum Strauss-Kahn og hans nóta, prísa sig sćla í dag.


mbl.is Vill sjá ađgerđir frá Evrópu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evran er alţjóđlegur kreppuvaldur

Evrópusambandiđ er ţykjustustórveldi sem á ekki innistćđu fyrir útţenslu síđustu áratuga. Skuldakreppa á jađri sambandsins leiđir í ljós vanmátt sambandsins til ađ standa undir loforđum um tryggingu fyrir sameiginlegum gjaldmiđli.

Ef ríkisstjóđur Ţýskalands tryggir ekki lántökur gríska ríkisins er tómt mál ađ tala um sameiginlegan gjaldmiđil. Evran sem geymsla fyrir verđmćti missir tiltrú ef sameiginleg ábyrgđ ţeirra sem hafa evruna sem lögeyri er ekki fyrir hendi.

Á međan evran er í lausu lofti verđur efnahagskerfi ţeirra 17-ríkja sem hafa evru ađ lögeyri undir ágjöf. 

 


mbl.is Heimurinn á barmi nýrrar kreppu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Íslenskt frambođ til Evrulands

Dauđastríđ evrunnar stendur yfir. Víđa í ríkjum Evrópusambandsins er orđspor verjenda evrunnarvelt upp úr tjöru og fiđri. Ađildarsinnar á Íslandi eru kyriflega međ lokuđ öll skilningarvit og ćtla ađ bjóđa fram nýtt evru-sinnađ frambođ.

ESB-flokkurinn hans Guđmundar Steingrímssonar verđur ađ byrja ađ leita ađ Evrópusambandinu sem flokkurinn ćtlar ađ bjóđa íslenskum kjósendum upp á.

Er ţađ 17-ríkja Evrópusambandiđ sem glímir viđ evru-kreppuna og veit ekki hvort gjaldmiđillinn stendur eđa hverfur? Er ţađ 27-ríkja sambandiđ sem ekki getur komiđ sér saman um hvort eigi ađ bjarga ţeim ađildarlöndum sem standa frammi fyrir gjaldţroti.

Evrópusambandiđ er í reynd klofiđ. Ţjóđríki eins og Bretland og Svíţjóđ munu ekki snerta evruna međ töngum nćsta áratuginn. En á ţeim tíma rćđst hvort Ţjóđverjar, Hollendingar, Austurríkismenn og Finnar munu niđurgreiđa lífskjör í Suđur-Evrópu.

Guđmundur og félagar geta ekki reitt sig á ađ veruleikinn komi ţeim til hjálpar í tćka tíđ og margfrestađ evru-uppgjör knýi fram niđurstöđu. Dauđastríđ stórvelda eru jafnan langvinn.

(Byggt á ţessu bloggi.)


mbl.is Áhugi víđa fyrir nýju frambođi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 716
  • Frá upphafi: 1116253

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 624
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband