Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Ingibjörg Sólrún: án aðlögunar verður engin ESB-aðild

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingar viðurkennir að án aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu sé tómt mál að tala um að landið verði aðili að sambandinu. Hún segir í viðtali við RÚV, og fjallað er bæði um á Evrópuvaktinni og Samfylkingar-Eyjunni, að afar langsótt sé að Íslendingar samþykki aðild að Evrópusambandinu.

Smátt og smátt er að renna upp fyrir Samfylkingunni að umsóknin er dautt mál. Varnarlína aðildarsinna liggur núna við slagorðið ,,leyfum þjóðinni að kjósa." Þegar Ingibjörg Sólrún viðurkennir þar sem svili hennar í utanríkisráðuneytinu þverneitar, að forsenda inngöngu er aðlögun, er varnarlínan orðin að gatasigti.

Aðlögun felur í sér að þjóðin taki upp lög og reglur Evrópusambandsins á meðan að aðildarviðræður standa yfir. Og þjóð sem ætlar ekki inn í Evrópusambandið tekur vitanlega ekki í mál að aðlagast sambandinu.

Skrifum undir hjá skynsemi.is og tökum þar með undir þá hógværu ósk að aðildarumsókninni verði lagt til hliðar.


Tveir kostir ESB: Stór-Evrópa eða afnám evru-samstarfs

Breska blaðið Telegraph stóð fyrir könnun meðal lesenda sinna og spurði hvort væri líklegra að evru-samstarfið yrði aflagt eða fjármálalegur samruni evru-landanna 17 yrði aukinn. Þrír fjórðu svarenda töldu líklegra að evru-samstarfið myndi leggjast af.

Pólitískt er ekki vinnandi vegur fyrir þjóðríki Evrópusambandsins að auka samruna álfunnar í skjóli skuldakreppunnar. Og þótt verulegur sársauki fylgi því að evru-tilraunin mistakist er það samt sem áður sennilegri niðurstaða.

Og hvað ætti Ísland að gera? Jú, draga umsókina tilbaka. Skrifum undir hjá skynsemi.is 


mbl.is Vara við nýrri kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falli Grikkland, fellur Ítalía, fellur...Evrópusambandið

Lækkun á lánshæfismati Ítalíu gerir Berlusconi og félaga enn háðari stuðningi Evrópska seðlabankans sem kaupir ríkisskuldabréf Suður-Evrópuríkja til að halda ávöxtunarkröfunni niðri. Grikkland er vitanlega töpuð orrusta en Evrópusambandið þorir ekki að láta Grikki í gjaldþrot af ótta við að tiltrú á evrulandi hrynji.

Lækkun á lánshæfismati Ítala herðir Þjóðverja í andstöðunni við að bjarga Grikklandi; þeir vita að Ítalir koma óðara og biðja um sömu skuldauppgjöf.

Í Berlin er án efa búið að hanna áætlun sem gerir ráð fyrir nýju gjaldmiðlabandalagi Þjóðverja, Austurríkismanna, Hollendinga og Finna.


mbl.is Lánshæfiseinkunn Ítalíu lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðis um aðild að ESB krafist í Bretlandi

Einn af frammámönnum Íhaldsflokksins í Bretlandi, Mark Pritchard, krefst þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Breta að Evrópusambandinu. Kröfunni er slegið upp í breskum fjölmiðlum og talin valda erfiðleikum í stjórnarsamstarfi Íhaldsflokksins og Frjálslyndra, sem eru hallir undir ESB.

Pritchard segir fullveldi Bretlands ógnað af Evrópusambandinu. Sífellt auknar valdheimildir sem flust hafa frá Westminster til Brussel á umliðnum árum grafa undan forræði Breta á eigin málum.

Pritchard á sér mörg skoðanasystkini í Íhaldsflokknum. Skuldakreppan í evrulandi og ráðstafanir Evrópusambandsins hafa aukið á tortryggni Breta gagnvart Brusselvaldinu.


Ísland borgar með sér í óvissuferð ESB

Evrópusambandið er í óvissuferð. Skuldakreppan krefst þess að evru-ríkin 17 leggi drög að Stór-Evrópu með sameiginlegu ríkisvaldi sem samræmdi fjármál, skatta og launakjör í evrulandi. Pólitískar forsendur eru ekki fyrir hendi að skapa Stór-Evrópu.

Án Stór-Evrópu er evru-samstarfið búið að vera. Spurningin er aðeins hvernig undið verði ofan af samstarfinu.

Ísland er með umsókn um að ganga inn í evru-samstarfið. Við munum borga með okkur um 15 milljarða króna - án þess að eiga nokkuð erindi í sambandið. Skrifum undir hjá skynsemi.is og leggjum umsóknina til hliðar.


mbl.is 3 milljarða nettóútgjöld við ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin íslensk samningsmarkmið, aðeins ESB-aðlögun

Ísland hefur ekki sett fram samningsmarkmið gagnvart Evrópusambandinu og eru þó viðræður hafnar um aðild. Aftur á móti hefur Evrópusambandið sett fram aðlögunarkröfur á sviði landbúnaðar og neitar að hefja viðræður um landbúnaðarkafla fyrr en íslensk stjórnvöld hafa mætt kröfum sambandsins.

Jón Bjarnason landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra skrifar grein í Morgunblaðið í dag og útskýrir hvað krafa Evrópusambandsins felur í sér.

Sé Íslandi ætlað að leggja nú fram heildstæða áætlun um lagabreytingar sem síðan verði að veruleika eftir samþykki aðildar, þá hefur það áhrif á stöðu okkar. Almennt geta Alþingi og ríkisstjórn farið mismunandi leiðir að settu marki og hafa þar ákveðið frelsi til ákvarðana, einnig þegar kemur að því að uppfylla samninga við erlend ríki. En sé svo að ríkisstjórnin hafi þegar lagt fyrir ESB áætlun um hvernig þetta verði gert þá hefur slík áætlun sjálfstætt lagabindandi gildi gagnvart Evrópusambandinu og getur þá beinlínis skert sjálfræði þess þings sem ókjörið er. 

Jón hefur staðið vaktina í sínu ráðneyti og gætt hagsmuna Íslands, Samráðherra Jóns, Össur Skarphéðinsson, er á hinn bóginn vakinn og sofinn yfir hagsmunum Evrópusambandsins.


Ísland lykill ESB að norðurslóðum

Þá liggur það fyrir hjá málsmetandi fulltrúa evrópskra hagsmuna: Evrópusambandinu er akkur í Íslandi vegna aðkomunnar að norðurslóðum.

Philippe De Buck, framkvæmdastjóri Business Europe, sem eru samtök atvinnulífsins á evrusvæðinu, segir að með aðildarviðræðum íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins sé að myndast svigrúm fyrir ESB til að auka áhrif sín á norðurslóðum.

Þeirri spurningu er ósvarað hve miklu Evrópusambandið er tilbúið að kosta til að Ísland gangi í sambandið.


mbl.is Tækifæri fyrir ESB í norðri með aðild Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grískt gjaldþrot undirbúið

Seðlabankar austan hafs og vestan undirbúa grískt gjaldþrot með því að opna hirslur sínar stíffrosnu evrópsku bankakerfi. Þegar gjaldþrota Grikkja verður tilkynnt er óttast að bankakerfið lamist og að önnur óreiðuríki lendi í grískri stöðu innan fárra vikna.

Ójafnvægið innan evru-samstarfsins verður hvorki leyst með grísku gjaldþroti né peningaprentun. Evrópusambandið og Þjóðverjar eiga enn eftir að taka ákvörðunina sem skiptir sköpum. Annað hvort að mynda Stór-Evrópu úr 17 ríkjum evru-samstarfsins eða skipta upp evru-svæðinu á milli Norður-Evrópuþjóða með fjármálin í lagi (Þýskaland, Holland, Austurrík og Finnland) og Suður-Evrópu sem þarf á um það bil 30 prósent gengislækkun að halda.

Gríska gjaldþrotið verður aðeins millileikur til að kaupa tíma.


mbl.is Seðlabankar munu veita neyðarlán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll fattar ónýta evru

Viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, fékk bandarískan hagfræðing í heimsókn til sín og bloggar eftirfarandi


Fékk Robert Aliber í heimsókn áðan hingað í ráðuneytið. Það var gaman að ræða við hann um stöðu mála á gjaldeyrismörkuðum á þessum óvissutímum. Maður getur ekki annað en hugsað um það hvort við séum komin að endimörkum þess kerfis fullkomlega frjálsra gjaldeyrismarkaða, sem við höfum vanist í okkar heimshluta í tvo áratugi. Munum við áfram búa við kerfi fljótandi gjaldmiðla þar sem engin höft eru á fjármagnsflutningum og ríki beita vöxtum einvörðungu í baráttu við verðbólgu, eða erum við að fara inn í tímabil þar sem fjölbreyttari umgjörð verður um fjármálaviðskipti í hinu alþjóðlega kerfi? 

Aliber, sem er nokkrum ljósárum greindari en viðskiptaráðherra, segir að evru-samstarfið munu liðast í sundur innan tveggja mánaða. Líklega fattar Árni Páll um jólin hvað Aliber sagði í september. 


Neyðarkall frá Evrópusambandinu

Evrópusambandið er glatað, spurningin er aðeins hversu glatað. Neyðarkall forseta framkvæmdastjórnarinnar til umheimsins um að bjarga evru-samstarfi 17 af 27 ríkjum ESB sýnir í hnotskurn þá tvo kosti sem sambandið stendur frammi fyrir.

Í fyrsta lagi að Þjóðverjar bjargi evru-samstarfinu með því að samþykkja sameiginlega ábyrgð hinna 17 evruríkja á skuldum hvers annars. Gangi þessi kostur eftir felur það í sér stóraukna miðstýringu á ríkisfjármálum þeirra 17 ríkja sem mynda evrusvæðið. Þau tíu ríki Evrópusambandsins, s.s. Pólland, Bretland og Svíþjóð, sem standa utan evrunnar munu ekki eiga hlut að samrunaþróuninni. Evrópusambandið myndi einfaldlega klofna.

Í öðru lagi er að evru-samstarfinu verði skipt upp. Það getur gerst með tvennum hætti; að óreiðuríki eins og Grikkland verði þvinguð út úr samstarfinu eða að Þjóðverjar og önnur fjárhagslega öguð ríki eins og Austurríki, Finnland og Holland gangi út stofni til nýs myntsamstarfs og skilji Suður-Evrópu eftir með evruna.

Hvort heldur sem er þá er Evrópusambandið klofið bandalag.


mbl.is Orrustan um Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 102
  • Sl. sólarhring: 185
  • Sl. viku: 681
  • Frá upphafi: 1116874

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 598
  • Gestir í dag: 94
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband