Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2015

Ríkisstjórnin verđur ađ gera betur

hopefulRíkisstjórn međ ţá skýru stefnu ađ Ísland eigi ekki ađ ganga í ESB og ekki vera umsóknarríki, stefnu sem bökkuđ er upp af samţykktum ćđstu lýđrćđisstofnana ţeirra flokka sem ađ ríkisstjórninni standa, verđur ađ gera betur en ţetta til ađ draga umsókn um ađild ađ ESB til baka og sjá til ţess ađ ekki sé litiđ á Ísland sem umsóknarríki ađ ESB.

Ţađ er ekki nema von ađ dyggum stuđningsmönnum ríkisstjórnarflokkanna mislíki ţetta árangursleysi ríkisstjórnarinnar.


Skýrsla úr fílabeinsturni

Á ţessari frétt Morgunblađins um skýrslu starfsmanns endurskođunarfyrirtćkisins KPMG verđur ekki annađ séđ en ađ viđkomandi fylgist ekki vel međ ţví sem er ađ gerast í efnahagsmálum.

Í fyrsta lagi er ESB miklu meira en bara gjaldmiđilsbandalag. Í öđru lagi virđist ekkert miđ vera tekiđ af ţví ađ ţetta gjaldmiđilsbandalag er ekki sjálfbćrt miđađ viđ núverandi skipulag. Í ţriđja lagi skiptir litlu máli hvort viđ séum á leiđ inn í ESB eđa ekki; ákveđin atriđi varđandi höftin verđur ađ leysa óháđ ţví og áđur en af mögulegri inngöngu gćti orđiđ.

Svo er líka vert ađ muna ađ ţađ kom okkur ađ engu haldi ađ vera umsóknarríki í ESB varđandi höftin. ESB og utanríkisráđuneytiđ voru međ einhverja sýndartilburđi um sérfrćđiađstođ en öll sú sérfrćđiađstođ sem ţegin hefur veriđ kemur annađ hvort frá innlendum sérfrćđingum eđa sérfrćđingum Alţjóđagjaldeyrissjóđsins. Sérfrćđingar AGS á ţessu sviđi eru svo ađallega frá öđrum löndum en Evrópulöndum.


mbl.is Heppilegra ađ losa höftin međ evru
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evran lifir ekki af viđ núverandi ađstćđur

eurocoffinFramkvćmdastjórar stćrsta fjárfestingasjóđs í heimi segja ađ evrusvćđiđ muni ekki lifa af viđ núverandi fyrirkomulag. Eina leiđin fyrir framtíđ evrunnar er sú ađ ţau lönd sem nota evruna verđi ađ einu ríki međ sameiginlegri stjórn á sköttum og fjármálum ríkisins.

Ţetta segja Andrew Bosomworth og Mike Amey sem eru framkvćmdastjórar The Pacific Investment Management Company (PIMCO) í samtali viđ breska blađiđ The Telegraph. Ţeir segja ađ hćgagangurinn í efnahagslífinu á evrusvćđinu međ litlum eđa engum hagvexti ađ undanförnu og miklu atvinnuleysi, sem hefur veriđ nálćgt 11% ađ undanförnu ađ međaltali og nálćgt 23% hjá ungu fólki, hafi fćtt af sér öflugar stjórnmálahreyfingar á ystu vćngjum stjórnmálanna til hćgri og vinstri, svo sem Podemos á Spáni, Syriza í Grikklandi og Front National í Frakklandi.

Framkvćmdastjórarnir segja ađ sagan sýni ađ fyrirkomulag á borđ viđ evruna geti ekki stađist til lengdar og vísa međal annars til gamla norrćna myntbandalagsins (1873-1914) í ţeim efnum. Miđstýrđ peningastefna, eins og hjá Seđlabanka evrunnar, geti ekki lifađ af án ţess ađ henni fylgi miđstýrđ ríkisfjármálastjórn.  


Eigum viđ ađ afhenda ESB makrílinn?

makrillESB hefur unniđ gegn Íslendingum varđandi veiđar á makríl og öđrum svökölluđum deilistofnum eđa flökkustofnum. Í fyrstu vildi ESB ekki viđurkenna rétt Íslendinga til ađ veiđa makríl en síđan krafđist sambandiđ ađ Íslendingar veiddu ekki meira en um 6% í stađ ţeirra ca. 17% sem íslensk stjórnvöld hafa taliđ réttan hlut. Ef ESB hefđi ráđiđ hefđu útflutningstekjur Íslendinga veriđ um hundrađ milljörđum króna minni síđustu ár og mun erfiđara fyrir Íslendinga ađ ná sér upp úr erfiđleikunum eftir kreppuna.

Ef Ísland gengur í ESB tćki forysta ESB yfir samningsrétt okkar varđandi flökkustofna eins og makríl. Hefđum viđ veriđ komin undir ESB-valdiđ áriđ 2010 er líklegt ađ viđ hefđum ekki fengiđ ađ veiđa neinn makríl til ađ byrja međ og síđan ađ líkindum í hćsta lagi ađeins brot af ţví sem viđ höfum veitt í dag.

Vill fólk afhenda ESB samningsréttinn varđandi deilistofna? Lesendur eru hvattir til ađ taka ţátt í lítilli skođanakönnun um ţađ hér til hliđar.


70% Norđmanna hafna ESB og aukin umrćđa um EES-samninginn

norski_faninnŢessi frétt á mbl.is sýnir hve gífurlega mikil andstađa er gegn inngöngu Noregs í ESB. Jafnframt sýnir hún ađ umrćđan um kosti og galla EES-samningsins er vaxandi í Noregi. Ţannig hafa ţrjú stétt­ar­fé­lög ţegar tekiđ upp ţá stefnu ađ tengsl Nor­egs viđ innri markađ Evr­ópu­sam­bands­ins verđi ekki byggđ á EES-samn­ingn­um. Hér á landi er andstađan viđ inngöngu í ESB álíka mikil. Fólk er líka smátt og smátt ađ gera sér grein fyrir "ómöguleika" ţess ađ halda áfram viđrćum á grunni umsóknar međ margháttađa galla. Ţá eru flestir nú sammála um ađ hiđ gallađa regluverk fyrir fjármálafyrirtćki á EES-svćđinu hafi ekki dregiđ úr skađanum sem bankabólunni fylgdi fyrir 2008 - síđur en svo. 

Fréttin á mbl.is er hér: 

Sjö af hverj­um tiu Norđmönn­um vilja ekki ganga í Evr­ópu­sam­bandiđ sam­kvćmt niđur­stöđum nýrr­ar skođana­könn­un­ar. Um 20% vilja hins veg­ar ganga í sam­bandiđ en ađrir eru óákveđnir. Könn­un­in var gerđ af fyr­ir­tćk­inu Sentio fyr­ir norsku dag­blöđin Nati­on­en og Klassekam­pen.

Fram kem­ur í frétt Nati­on­en ađ skođanakann­an­ir hafi sýnt stöđugan meiri­hluta gegn inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandiđ und­an­far­inn ára­tug. Fyr­ir vikiđ leggi sam­tök and­stćđinga inn­göngu í sam­bandiđ, Nei til EU, meiri áherslu í dag á and­stöđu viđ ađild Norđmanna ađ samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svćđiđ (EES) og vinni ađ ţví ađ fá stétt­ar­fé­lög til ţess ađ taka af­stöđu gegn hon­um. Ţrjú stétt­ar­fé­lög hafi ţegar tekiđ upp ţá stefnu ađ tengsl Nor­egs viđ innri markađ Evr­ópu­sam­bands­ins verđi ekki byggđ á EES-samn­ingn­um.

Greint er frá ţví ađ Jon­as Gahr Střre, formađur norska Verka­manna­flokks­ins, hafi ritađ langa grein í Klassekam­pen ný­veriđ ţar sem hann hafi varađ viđ ţví ađ segja EES-samn­ingn­um upp. Haft er eft­ir Kat­hrine Kleve­land, for­manni Nei til EU, ađ grein­ina hefđi hann ekki skrifađ nema hann hafi taliđ sig til­neydd­an. Hins veg­ar kem­ur fram í frétt­inni ađ meiri­hluti Norđmanna vilji sam­kvćmt skođana­könn­un­um halda í EES-samn­ing­inn.


mbl.is 70% Norđmanna vilja ekki í ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Var umsókn Össurar á skjön viđ lög og stjórnarskrá?

Ljóst er ađ Össur Skarphéđinsson fór á skjön viđ viđmiđ Evrópusambandsins ţegar hann afhenti forystumönnum ESB umsókn um inngöngu Íslands án ţess ađ getiđ var um ţá fyrirvara sem Alţingi Íslands setti um fiskveiđimál og fleira. Ţegar ţeir fyrirvarar komu í ljós steytti umsóknin á skeri.

Ţađ er í fleiri atriđum sem umsóknin brýtur gegn lögum og stjórnarskrá samkvćmt skilningi margra. Ţannig fól umsóknin í sér fyrirćtlun um valdaframsal til erlends ađila sem var og er óheimilt samkvćmt stjórnarskránni. 

Í öđru lagi telja margir ađ umsóknin hafi veriđ ţađ mikilvćg stjórnarráđstöfun ađ ţađ hefđi átt ađ bera hana upp í ríkisráđi. Ţađ var ekki gert.

Hvernig í ósköpunum ćtlar fólk sér ađ láta fara fram ţjóđaratkvćđagreiđslu um framhald umsóknar sem var vafasöm, ekki ađeins út frá stjórnarskrá og íslenskum lögum, heldur einnig gagnvart ţeim reglum sem gilda í Evrópusambandinu?


VG vill skođa ađild Íslands ađ nýju hernađarbandalagi

Sem kunnugt er hefur forysta VG, ţvert á samţykktir flokksins, viljađ toga Ísland í átt ađ ESB og meira ađ segja vinna ađ ţví ađ gerđur verđi samningur svo hćgt sé ađ kíkja í pakkann, sem kallađ er. Ráđamenn í ESB vilja gera samtökin ađ hernađarbandalagi.

Forysta VG vill ţví skođa ađild Íslands ađ nýju hernađarbandalagi. 


Frakkland er stóra vandamáliđ í ESB

Fyrrverandi forsćtisráđherra Ítala og ţekktur hagfrćđingur ţar í landi segja ađ Frakkland sé ađ verđa ađ stćrsta vandamáli ESB. Frakkar eigi erfitt međ ađ fylgja ýmsum reglum og reglugerđum sem ESB setur, ţeir heimti ađ fá fresti til ađ uppfylla skilyrđi um opinberan rekstur og svo sé almenningsálitiđ í Frakklandi mjög andsnúiđ ESB.

Einhverjir héldu ađ Grikkland vćri ađalvandamál ESB. En ţađ er víst bara smárćđi á viđ ţađ ef eitt af stóru ríkjunum er á leiđ í skammarkrókinn.


Umsókn Össurar á skjön viđ stjórnsýslu ESB

Ţađ verđur ekki annađ séđ en ađ sú umsókn sem Össur Skarphéđinsson, fyrrverandi utanríkisráđherra, sendi forkólfum ESB fyrir hönd ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur og ţáverandi meirihluta Alţingis hafi ekki uppfyllt ţćr kröfur sem ESB gerir til slíkra umsókna. Umsóknin var skilyrt en ESB gerir kröfur um skilyrđislausa umsókn.

Össur lét vera ađ kynna ESB ţá fyrirvara sem Alţingi gerđi međ vísan til álits meirihluta utanríkismálanefndar. Ţeir fyrirvarar komu hins vegar upp á yfirborđiđ ţegar fariđ var ađ rćđa sjávarútvegsmál voriđ 2011. Á ţví strandađi máliđ. 

Össur fór ţví af stađ međ ótćka umsókn og sigldi ţví í raun og veru undir fölsku flaggi gagnvart ESB og íslensku ţjóđinni.


Gögn utanríkisráđuneytis um umsóknarferliđ

Lesendur Heimssýnarvefjarins eru fljótir ađ átta sig á ţví sem ađrir í tímahraki fundu ekki strax. Gögn utanríkisráđuneytisins um umsóknarferliđ voru náttúrulega á sínum stađ ţótt leiđum ađ ţeim hefđi einhvers stađar veriđ breytt. Svona skilar samvinnan sér. Hafiđ bestu ţakkir fyrir. Utanríkisráđuneytiđ var vitaskuld međ ţetta á vísum stađ! Glöggir lesendur geta svo séđ hvort ţarna vanti ađ ţýđa einhverjar skýrslur.

Sbr. fyrri fćrslu:

Glöggir lesendur Heimssýnarvefjarins hafa tekiđ eftir ţví ađ efni á íslensku um ađildarviđrćđur viđ ESB sem áđur var ađgengilegt er ekki vel sýnilegt lengur á vef utanríkisráđuneytisins. Efniđ er ađgengilegt á ensku en viđ viljum gjarnan hafa áfram ađgang ađ ţví efni sem hinir ţýđingarmiklu ţýđendur stjórnarráđsins höfđu fyrir ađ vinna. 

Ţess vegna er ţeim eindregnu tilmćlum beint til ráđuneytisins ađ gera ţetta efni betur ađgengilegt ţví ţar er ýmsan fróđleik ađ finna.

Á ensku er ţetta hér: http://eu.mfa.is/documents/

Sé hér um einhvern misskilning eđa mislestur ađ rćđa skal strax beđist afsökunar á ţví!


Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 510
  • Frá upphafi: 1116612

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 446
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband