Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2018

Jarđakaup útlendinga eftir aldarfjórđung í EES

HGHjörleifur Guttormsson náttúrufrćđingur ritar grein sem birt er í Morgunblađinu í dag um ofangreint efni. Í greininni fer hann yfir ţađ hvernig EES-samningurinn hefur opnađ ađgang erlendra ađila ađ jarđnćđi á Íslandi og hann hvetur til ţess ađ undirstađan fyrir sjálfbćra nýtingu og íslenskan umráđarétt verđi styrkt. Greinin í Morgunblađinu er endurbirt hér:

Jarđakaup útlendinga eftir aldarfjórđung í EES

Und­an­fariđ hafa marg­ir stigiđ fram og varađ viđ mikl­um upp­kaup­um er­lendra ađila á land­ar­eign­um hér­lend­is. Fyr­ir rúmu ári gerđi Örn Bergs­son, formađur Lands­sam­bands land­eig­enda (LLÍ), kaup bresks auđjöf­urs á Gríms­stöđum og jörđum í Vopnafirđi ađ um­tals­efni á ađal­fundi sam­tak­anna í Reykja­vík. „Er ţetta ţađ sem viđ vilj­um, erum viđ til­bún­ir ađ selja landiđ? Heilu sveit­irn­ar til er­lendra auđjöfra? Leggja ţćr ţess vegna í eyđi? Eđa ađ viđ verđum leiguliđar í eig­in landi?“ (Bćnda­blađiđ 20. apríl 2017) Jó­hann­es Sig­fús­son á Gunn­ars­stöđum tók sama mál upp á ađal­fundi Land­sam­bands veiđifé­laga 13. júní sl. „Ţetta er ţróun sem er mjög al­var­leg. Vatns­rétt­ind­in eru til framtíđar séđ gríđarlega verđmćt, ekki síđur en laxveiđirétt­ur­inn. Svo ekki sé talađ um nátt­úr­una. ... Viđ verđum ađ koma ein­hverj­um bönd­um á ţetta. Viđ erum ađ missa landiđ úr hönd­um okk­ar“ (Bćnda­blađiđ 21. júní sl.). Í Mýr­dals­hreppi, ţar sem sviss­nesk­ur auđmađur keypti jarđir og veiđirétt­indi ţegar áriđ 2003, hef­ur fast­eigna­fé­lag međ höfuđstöđvar í Alaska nú keypt Hót­el Kötlu á Höfđabrekku aust­an viđ Vík ásamt međ 4.700 hekt­ur­um lands og veiđirétt­ind­um. Fleiri jarđir eru til sölu á ţess­um slóđum, t.d. Hjör­leifs­höfđi um 12.000 hekt­ara ađ stćrđ, og út­lend­ing­ar tald­ir lík­leg­ir kaup­end­ur. (Mbl. 10. júlí 2018) Í Fljót­um í Skagaf­irđi hef­ur banda­ríska ferđaţjón­ustu­fyr­ir­tćkiđ Eleven Experience keypt marg­ar búj­arđir og fast­eign­ir og ţví tengt er fé­lagiđ Fljóta­bakki sem rek­ur ţar stórt lúx­us­hót­el. Bćnd­ur á svćđinu og formađur Byggđaráđs Skaga­fjarđar lýsa áhyggj­um yfir ţess­ari ţróun fyr­ir sam­fé­lagiđ sem fyr­ir er og telja ađ ríkiđ ţurfi ađ grípa til ađgerđa ţar og á landsvísu. (Mbl. 14. júlí 2018).

 

EES-samn­ing­ur­inn og vett­linga­tök stjórn­valda

Ţađ ferli sem hér er komiđ á fullt skriđ víđa um land á rćt­ur í EES-samn­ingn­um og háska­leg­um vett­linga­tök­um ís­lenskra stjórn­valda viđ gerđ hans. Í opnu bréfi til Stein­gríms Her­manns­son­ar for­sćt­is­ráđherra sem birt­ist í Tím­an­um 1. fe­brú­ar 1991 vakti ég at­hygli á hvert stefndi ţvert á yf­ir­lýs­ing­ar hans viđ upp­haf máls­ins 1989. Í svar­grein hans í sama blađi viku síđar vísađi Stein­grím­ur í for­kaups­rétt sveit­ar­fé­laga og bćtti viđ: „Allt slíkt er gert ráđ fyr­ir ađ herđa. Eign­ar­hald er­lendra ađila á landi, sem ekki er nauđsyn­legt vegna at­vinnu­rekst­urs, verđur ekki leyft.“ Eft­ir stjórn­ar­skipt­in 1991 var falliđ frá flest­um fyr­ir­vör­um viđ samn­ing­inn af Íslands hálfu og vísađ til vćnt­an­legra ákvćđa í fjár­fest­inga-, fast­eigna-, jarđa- og ábúđarlög­um, sem sett voru síđar á ára­bil­inu 1996-2004. Ţegar til kast­anna kom reynd­ust ţau hald­lít­il eđa hald­laus, enda ţar ađ margra mati gengiđ lengra í ađ opna fyr­ir fjár­fest­ing­ar út­lend­inga en EES-rétt­ur­inn krafđist. – Á 140. lög­gjaf­arţingi 2011-2012 flutti Guđfríđur Lilja Grét­ars­dótt­ir ţingmađur Vinstri grćnna til­lögu til ţings­álykt­un­ar um end­ur­skođun á lagaum­hverfi er varđar upp­kaup á landi (329. mál). Í ít­ar­legri grein­ar­gerđ rakti hún liđ fyr­ir liđ und­an­hald og hyskni stjórn­valda, meiri­hluta Alţing­is og rík­is­stjórna, viđ ađ gćta ís­lenskra hags­muna á ţessu sviđi um langt skeiđ. Vinstri grćn­ir end­ur­fluttu til­lög­una ţríveg­is óbreytta, síđast Svandís Svavars­dótt­ir ásamt fleir­um voriđ 2017, en sem fyrr án telj­andi viđbragđa frá öđrum ţing­flokk­um. Ţađ er loks nú ađ ýms­um öđrum á Alţingi og í sveit­ar­stjórn­um virđist orđin ljós al­vara máls­ins.
 

Fót­festa í stjórn­arsátt­mála

Í stjórn­arsátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar seg­ir und­ir liđnum byggđamál eft­ir­far­andi: „Kannađar verđa leiđir til ađ setja skil­yrđi viđ kaup á landi sem taka miđ af stefnu stjórn­valda um ţróun byggđar, land­nýt­ingu og um­gengni um auđlind­ir.“ Ţótt hér sé ekki fast ađ orđi kveđiđ vek­ur ţetta ákvćđi von­ir um ađ loks verđi brugđist viđ ţeirri háska­legu ţróun sem viđ blas­ir. Ţar duga aug­ljós­lega eng­in vett­linga­tök. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sćt­is­ráđherra gaf til kynna um síđustu helgi ađ unniđ vćri ađ mál­inu á veg­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og fregna vćri ađ vćnta í nćsta mánuđi um und­ir­bún­ing ađ fyr­ir­huguđum ađgerđum. Hér er um afar stórt og margţćtt mál ađ rćđa, sem reynt get­ur á túlk­un og ţanţol EES-samn­ings­ins. Miklu skipt­ir ađ ríki og sveit­ar­stjórn­ir nái sam­an um leiđir ađ marki, ţar sem túlk­un skipu­lags­ákvćđa, nátt­úru­vernd, vatns­vernd og marg­ir fleiri ţćtt­ir geta komiđ viđ sögu.
 

Auđlind­ir, sam­eign eđa sér­eign

Af­drifa­ríkt skref var stigiđ fyr­ir tveim­ur ára­tug­um ţegar sett voru lög nr. 57/1998 um rann­sókn­ir og nýt­ingu á auđlind­um í jörđu. Í 3. grein ţeirra seg­ir: „Eign­ar­landi fylg­ir eign­ar­rétt­ur ađ auđlind­um í jörđu, en í ţjóđlend­um eru auđlind­ir í jörđu eign ís­lenska rík­is­ins, „nema ađrir geti sannađ eign­ar­rétt sinn til ţeirra.“ Um sama leyti voru sett lög­in um ţjóđlend­ur og ákvörđun marka eign­ar­landa og af­rétta (nr. 58/1988) sem mjög hafa komiđ viđ sögu síđan. Međ fyrr­nefndu lög­un­um var eig­end­um jarđa í einka­eign af­hent­ur eign­ar­rétt­ur auđlinda sem ţeim tengj­ast svo langt niđur sem kom­ist verđur. Hér­lend­is snert­ir ţetta ekki síst rétt­inn til jarđhita. Međ ţess­um lög­um var hafnađ laga­frum­varpi sem ég ásamt fleiri ţing­mönn­um Alţýđubanda­lags­ins hafđi flutt margsinn­is um ađ lög­festa sem ţjóđar­eign all­an jarđhita und­ir 100 metra dýpi, líkt og kveđiđ er á um víđa er­lend­is, m.a. í Banda­ríkj­un­um og Nýja-Sjálandi. Lćr­dóms­ríkt er ađ skođa af­leiđing­ar ţessa viđ nú­ver­andi ađstćđur ţegar út­lend­ing­ar eru ađ eign­ast ć fleiri jarđir hér­lend­is. – Bet­ur tókst til ţegar Alţingi setti fyrstu lög­in um eign­ar­rétt ís­lenska rík­is­ins ađ auđlind­um hafs­botns­ins inn­an ís­lenskr­ar efna­hagslög­sögu (nr. 73/1990). Sam­kvćmt ţeim er ís­lenska ríkiđ eig­andi allra auđlinda – á, í eđa und­ir hafs­botn­in­um utan net­laga.

 

Nú á af­mćlis­ári full­veld­is er ţess ósk­andi ađ stjórn­völd legg­ist sam­an á árar til ađ treysta und­ir­stöđuna sem felst í ís­lensk­um umráđarétti og sjálf­bćrri nýt­ingu gćđa lands og hafs.

Höf­und­ur er nátt­úru­frćđing­ur.

 


Hvers vegna vilja ţeir ađ erlend ríki stjórni orkumálum á Íslandi?

Haraldur Ólafsson, formađur Heimssýnar, ritađi grein međ ţessu heiti sem Morgunblađiđ birti síđastliđinn föstudag. Greinin er svohljóđandi:

 
Skúli Jóhannsson ritar í Morgunblađiđ 23. júní sl. ađ HarOlÍslendingar eigi ađ setja Evrópusambandslög um orkumál. Sendiherra Evrópusambandsins sargađi á svipađan streng í Fréttablađinu 7. júní sl. en hann telur farsćlast fyrir Íslendinga ađ afhenda ríkjasambandi ţví, sem hann sjálfur vinnur fyrir, meiri völd í orkumálum. Rök ţessara tveggja heiđursmanna eru ađ nokkru ólík, en lík ađ ţví leyti ađ ţau eru mjög sérkennileg. Sendiherrann telur ađ Íslendingum sé óhćtt ađ framselja valdiđ til útlanda vegna ţess ađ stađan í Bretlandi sé um ţessar mundir međ ţeim hćtti ađ ekki sé alveg víst ađ framsaliđ gangi eftir. Skúli fer á hinn bóginn ótalmörgum orđum um ágćti markađsbúskapar í orkumálum og ţess vegna sé best ađ setja lög sem hjálpi ţess háttar búskap. Engin orđ hefur hann um valdaframsal í orkumálum til útlanda sem hann ţó mćlir međ í leiđinni. Kannski finnst honum ţađ ekki skipta máli. Kannski telur hann ađ menn sem vinna fyrir erlend ríki séu betur til ţess fallnir ađ stjórna á Íslandi, en íslenskir ráđamenn, ţví útlendingunum ţyki svo vćnt um Íslendinga eđa hugsi svo skýrt.

 

Ekki verđur fullyrt hér ađ loku sé fyrir ţađ skotiđ ađ Íslendingar geti grćtt á ađ viđhafa markađsbúskap í orkumálum, en ekki er heldur erfitt ađ skilja sjónarmiđ ţeirra sem fullyrđa ađ ţađ kosti bara meiri umsýslu og vesen. Fáir hafa ađ minnsta kosti enn sem komiđ er misst nćtursvefn vegna sverđaglamurs í orkusölusamkeppni. Óháđ öllum slíkum vangaveltum er Íslendingum vitaskuld í lófa lagiđ ađ stunda hverjar ţćr markađsćfingar sem ţeim sýnist í orkumálum án ţess ađ afhenda nein völd til erlendra ađila. Ţađ er deginum ljósara og ţess vegna fráleitt ađ halda áfram undirbúningi fyrir framsal valds í orkumálum í óţökk yfirgnćfandi meirihluta ţjóđarinnar.

Höfundur er formađur Heimssýnar haraldur68@gmail.com


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Júlí 2018
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 182
  • Sl. viku: 222
  • Frá upphafi: 939244

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 193
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband