Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
Þriðjudagur, 31. janúar 2012
Atvinnuleysi og matarmiðar í sæluríki Samfylkingar
Samfylkingin vill gera Ísland að evru-landi með 10,4 prósent atvinnuleysi að meðaltali. Samfylkingin vill færa Ísland á menningarstig þar sem matarmiðum er dreift í grunnskóla til vannærða barna vegna þess að mamma og pabbi eru atvinnulaus og samfélagið gjaldþrota.
Í Evrópusambandinu ríkir upplausnarástand vegna þess að lausn á skuldakreppu álfunnar er hvergi nærri í augsýn. Grikkland er í reynd gjaldþrota og Portúgal komið á sama stig. Í biðröðinni eru Spánn og Ítalía.
Sæluríki Samfylkingarinnar með fátækt, pólitískri upplausn og svörtum framtíðarhorfum verður ekki stundinni lengur framtíðarsýn íslenskra stjórnvalda þegar loksins loksins kjósendur fá tækifæri að losa sig við óværun.
Atvinnuleysið 10,4% á evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 30. janúar 2012
Prófessor gerir könnun í þágu ESB-aðildar
ESB-sinnar lærðu það snemma að í áróðrinum ber fremur að tala um ,,viðræður við Evrópusambandið en aðildarumsókn,- og hvað þá aðlögun. Fólk er hvatt til að skoða hvað er pakkanum. Viðræður er saklaust orðalag og gefur til kynna að engar skuldbindingar fylgi. En það er öðru nær.
Ríki sem sækir um aðild að Evrópusambandinu fer inn í aðlögunarferli þar sem umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og reglugerðir Evrópusambandsins. Ráðamenn í Brussel gera ráð fyrir að umsóknarríki hafi gert upp hug sinn og vilji inn í félagsskapinn. Evrópusambandið býður ekki upp á neinar óskuldbindandi viðræður. Orðrétt segir Evrópusambandið
First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable.
Víkur þá sögunni að Rúnari Vilhjálmssyni prófessor sem keypti könnun af Félagsvísindastofnun til að kanna afstöðu þjóðarinnar til umsóknarferlisins. Rúnar gefur sig út fyrir að vera áhugamaður um opinbera umræðu um Evrópumál og hefur gagnrýnt fyrri kannanir.
Hvaða spurningu kaupir Rúnar af Félagsvísindastofnun, líklega fyrir um 150 - 200 þús. kr? Jú, hún er þessi: Hver er afstaða þín til aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins? Vilt þú halda aðildarviðræðunum áfram eða hætta þeim?
Til að stimpla það inn í huga þeirra sem svara eru búnar til tvær spurningar þar ,,aðildarviðræður koma fram og þar með er áfram spunnin sá þráður að við séum í viðræðum til að sjá hvað er í boði.
Hlutlægari mæling á afstöðu þjóðarinnar til núverandi stöðu málefna Íslands og Evrópusambandsins er að spyrja um afstöðuna til umsóknarinnar. Capacent Gallup spurði fyrir Heimssýn eftirfarandi spurningar ,,Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?
Niðurstaðan var eftirfarandi
51,0 prósent sögðust hlynnt því að umsóknin yrði dregin tilbaka.
10,5 prósent sögðust hvorki hlynnt né andvíg
38,5 prósent sögðust andvíg því að umsóknin yrði dregin tilbaka.
Könnunin var gerð 16. til 23 júní. Fjöldi svarenda var 820.
Helmingur vill viðræður áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 29. janúar 2012
Norðmenn óttast flóttamenn frá evru-svæðinu
Efnahagskerfi evru-svæðisins, einkum Suður-Evrópu, býður þegnum sínum upp á 15-25 prósent atvinnuleysi. Norðmenn óttast að með hækkandi sól komi efnahagslegir flóttamenn frá sæluríki Samfylkingarinnar í austri og setjist upp á norska velferðakerfið.
Flóttamönnum frá evru-svæðinu finnst betra að liggja í almenningsgörðum á Norðurlöndum en lepja dauðan úr skel í evrulandi.
Samfylkingin stefnir að fullri aðild Íslands að evrulandi. Vá, hvað við hlökkum til.
Laugardagur, 28. janúar 2012
ESB tekur Grikkland upp í skuld
Grikkland er ófullvalda hjálenda Evrópusambandsins sem skipar grísku ríkisstjórninni yfirráðherra er fer með neitunarvald á öllum útgjöldum gríska ríkisins. Evrópusambandið krefst þess að 150 þúsund opinberum starfsmönnum verði sagt upp í Grikklandi til að lækka ríkisútgjöld.
Í textasem Financial Times birtir eru kröfur Evrópusambandsins settar fram. Tryggingar fyrir endurgreiðslu á alþjóðlegum lánum til Grikkja verða m.a. að sérstakur framkvæmdastjóri frá ESB, nokkurs konar yfirráðherra, verði settur yfir fjármál gríska ríkisins.
Grikkir, sem hafa hótað að fara í gjaldþrot, verður meinuð sú útgönguleið með því að lögfesta algjöran forgang lánadrottna að skatttekjum gríska ríkisins.
Land Sókratesar, Platón og Artistótelesar er ekki lengur fullvalda lýðræðisríki.
ESB taki yfir fjármál Grikkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 27. janúar 2012
Króötum hótað endurtekinni ESB-kosningu
Króötum var hótað að kysu þeir ekki ,,rétt" í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu yrði kosið aftur. Atkvæðagreiðslan var háðung fyrir þarlenda stjórnmálaelítu og Evrópusambandið; aðeins 44 prósent kosningabærra tók þátt.
Tæp 29 prósent Króata sagði já við aðild, um 14,5 prósent sögðu nei en rúm 56 prósent mættu ekki á kjörstað.
Króatísk stjórnvöld höfðu látið þau boð út ganga að ef þjóðin segði nei við aðild yrði kosið að nýju. Áhugaverð umgengni við lýðræðið, svo ekki sé meira sagt.
Fimmtudagur, 26. janúar 2012
Steingrímur J. í alvöruviðræðum við ESB
Steingrímur J. Sigfússon formaður VG segir í Morgunblaðinu í dag að eftir heimsókn sína til Brussel verði hafnar ,,alvöurviðræður" við Evrópusambandið um aðild Íslands. Til skamms tíma þóttist Steingrímur J. vera andstæðingur aðildar Íslands að ESB.
Núna er Steingrímur J. aftur helsta von aðildarsinna að þvæla Íslandi inn í Evrópusambandið með góðu eða illu.
Til upprifjunar fyrir Steingrím J. er stefna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Evrópumálum eftirfarandi.
Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Landsfundurinn ályktar að í yfirstandandi aðildarviðræðum beri að hafna því að Ísland afsali sér forræði og yfirstjórn sjávarauðlinda innan íslenskrar efnahagslögsögu og leggur áherslu á að Ísland haldi samningsrétti vegna deilistofna á Íslandsmiðum, s.s. makríl, kolmunna, úthafskarfa, loðnu og norsk-íslensku síldinni. Sama á við hvað varðar umfang á stuðningi við íslenskan landbúnað svo og um náttúruauðlindir sem fyrirhugað er að lýsa þjóðareign í nýrri stjórnarskrá.
Landsfundurinn bendir á þá miklu skerðingu lýðræðis sem felst í ESB-aðild ásamt fullveldisafsali á fjölmörgum sviðum. Þróun innan ESB að undanförnu, nú síðast vegna átaka um framtíð evru-samstarfsins, stefnir í átt að enn frekari samruna með hertri miðstýringu. Með Lissabon-sáttmálanum er einnig kominn vísir að samstarfi um utanríkis- og hernaðarmálefni. Jafnframt eiga félagsleg sjónarmið, umhverfisvernd, fæðu- og matvælaöryggi og réttindi launafólks undir högg að sækja innan sambandsins. Þá mun VG tryggja að íslenskt stjórnkerfi verði ekki aðlagað stjórnkerfi ESB á meðan á aðildarviðræðum stendur. (leturbr Heimssýnarblogg)
Landsfundurinn telur það vera eitt af forgangsverkefnum VG, flokkseininga og þingflokks, að herða róðurinn við að upplýsa þjóðina um eðli og afleiðingar ESB-aðildar
Miðvikudagur, 25. janúar 2012
Elítan makar krókinn, almenningur borgar
Dagpeningar og ferðapunktar eru fríðindi þeirra sem starfa sinna vegna ferðast erlendis. Embættismenn og stjórnendur hagsmunasamtaka eru reglulega í förum til Brussel, bæði vegna ESB-umsóknarinnar og margvíslegs samstarfs á Evrópska efnahagssvæðinu.
Einkahagsmunir þessara hópa eru að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Ekki aðeins yrðu fríðindin meiri heldur atvinnumöguleikar þessa fólks stórum meiri. Stjórnkerfi ESB er mannað fólki frá aðildarríkjum og Ísland fengi starfsmannakvóta í Brussel við inngöngu.
Íslenskur almenningur mun borga fyrir nýju stjórnsýsluna. Varleg áætlun segir að árlega muni almenningur greiða 15 milljarða til Evrópusambandsins. Styrkirnir sem kæmu á móti rynnu í gegnum hendurnar á nýju yfirstéttinni sem sæi um tengsl almennings við yfirvaldið i Brussel.
Stofnanaveldið ánetjast ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 24. janúar 2012
Grískur harmleikur um tapað fullveldi og eilíft ábyrgðarleysi
Grikkir eru fjárhagslega gjaldþrota eftir margra ára óreiðu í skjóli evrunnar. Þeir eru siðferðilega gjaldþrota eftir margbrotin loforð um að taka til í eigin ranni. Die Welt líkir Grikklandi við sáluga austur-þýska alþýðulýðveldið og vill reka Grikki úr evru samstarfinu.
Grikkir þurfa a.m.k. 70 prósent afskrif af skuldum sínum til að sjá til lands. Afskriftir af þeirri stærðargráðu skapa fordæmi fyrir önnur Suður-Evrópuríki að greiða ekki skuldir sínar. Þá er allsendis óvíst að Grikkir hætti óráðsíunni þegar þeir komast upp á lagið með að aðrir borgi hana.
Í evru-skjólinu komust Grikkir upp á lagið með að láta aðra bera ábyrgð á ríkisfjármálum sínum. Grikkir fórnuðu fullveldinu fyrir eilífa meðgjöf frá ríku Norður-Evrópuþjóðunum - eða svo héldu þeir.
Hvetja til samkomulags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. janúar 2012
Á eftir landsdómi kemur ESB-umsóknin
Eitt stærsta mál ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var að efna til uppgjörs við hrunið, fyrst með ítarlegri rannsóknaskýrslu og síðan með málshöfðun gegn ráðherrum hrunsstjórnarinnar. Málshöfðunin rann út í sandinn þegar ekki tókst samstaða um að ákæra nema einn ráðherra: Samfylkingin fékk sitt fram og meirihluti alþingis sýknaði fyrirfram ráðherra Samfylkingar í hrunstjórninni.
Þegar Samfylkingin fellur frá stuðningi við eitt aðalbaráttumál Vinstri grænna, uppgjörið við hrunið, þá hlýtur að vera réttmætt að Vinstri grænir dragi tilbaka stuðning sinn við baráttumál Samfylkingarinnar númer eitt, tvö og þrjú: ESB-umsóknina.
Vinstri grænir þurfa jú að huga að næstu kosningum og það stendur skrifað skýrt í stefnuyfirlýsingu þeirra að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.
Hart sótt að Ögmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 22. janúar 2012
ASí veit betur en bæði Eurostat og Seðlabanki Evrópu
Hans Haraldsson vekur athygli á nýjum möguleika Íslands til útflutnings á þekkingu. Í Silfur Egils mættu gáfnatröll frá Alþýðusambandinu, Gylfi Arnbjörnsson og Ólafur Darri Andrason, og lögðu fram útreikninga sem sýndu að Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hefur reiknað húsnæðiskostnað Íslendinga of hátt.
Með álíka göldrum, segir Hans, mætti reikna út nýjar hagstærðir í ESB og veitir ekki, samanber ónýt evru-hagkerfi í Grikklandi, Portúgal, Spáni, Ítalíu og á Írlandi.
Ekki nóg með að félagarnir frá ASÍ reikni Eurostat í kaf þá hafa þeir leiðrétt Seðlabanka Evrópu og gefið bankanum heimild til að verða lánveitandi til þrautavara.
Brilljant menn, Gylfi og Ólafur Darri.
Nýjustu færslur
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
- Hver er valkosturinn?
- Ósannindi aldarinnar
- Friðsamir krókódílar
- Eldað í flórnum
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 179
- Sl. sólarhring: 181
- Sl. viku: 1961
- Frá upphafi: 1142064
Annað
- Innlit í dag: 152
- Innlit sl. viku: 1739
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar