Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2018

Ine Marie leggst á Guđlaug Ţór

Ţingmađur norska Miđflokksins, Sig­bjřrn Gj­elsvik, telur forkastanlegt ađ utanríkisráđherra Noregs, Ine Marie Erik­sen Sřrei­de, skuli vera ađ reyna ađ beita Guđlaug Ţór Ţórđarson, utanríkisráđherra Íslands, og Íslendinga ţrýstingi til ađ samţykkja tilskipun um ţriđja orkupakka Evrípusambandsins. Ţingmanninum finnst ađ Íslendingar eigi taka sjálfir ákvörđun án ţess ađ Norđmenn séu ađ skipta sér af slíku. Norskir fjölmiđlar greina frá ţessu - og Morgunblađiđ segir frá ţessu hér.


mbl.is Sögđ beita Ísland ţrýstingi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Klárt stjórnarskrárbrot ef framselja á vald í orkumálum til Evrópusambandsins

haraldurŢađ er klárt  stjórnarskrárbrot ef framselja á vald í orkumálum til Evrópusambandsins. Ţetta var međal ţess sem fram kom í máli Haraldar Ólafssonar formanns Heimssýnar í síđdegisútvarpi Útvarps Sögu í gćr. 

Haraldur segir ţćr hugmyndir um valdaframsal í ţessum efnum fráleitar, enda sé nánast öll ţjóđin á móti valdaframsali “ ţađ er alveg ótrúlegt ađ nokkrum skuli detta í hug ađ leggja slíkt til viđ sjálft Alţingi, ţetta er alveg ótrúlegt og alveg út í höll“,segir Haraldur. Haraldur segir ađ ţađ ađ framselja vald til Evrópusambandsins megi líkja viđ ţađ sem hann kallar pylsukenninguna ” ef ţú tekur sneiđ af spćgipylsu ţá er alveg sama hversu ţunna sneiđ ţú skerđ ţá verđur pylsan á endanum búin, og ţannig allt vald komiđ yfir til Evrópusambandsins“.

Hlusta má á ţáttinn hér.

 


Óli Björn segir framsal valdheimilda óstjórnlegt reglufargan

olibjornÓli Björn Kárason, ţingmađur Sjálfstćđisflokksins, segir í grein í Morgunblađinu í dag ađ framsal valdheimilda međ EES-samningnum hafi orđiđ meira en nokkurn órađi fyrir og ađ íslenskt samfélag sé ađ breytast í reglugerđarsamfélag. Hvorki almenningur né kjörnir fulltrúar á Alţingi eigi möguleika á ađ móta regluverkiđ ađ neinu marki.

Óli Björn segir EES-samninginn nú allt annan en ţann sem var samţykktur á sínum tíma. Ţá segir Óli Björn ađ Alţingi hafi aldrei látiđ reyna á stjórnskipulegan fyrirvara sem ţó hafi veriđ ein helsta forsenda ţess ađ samningurinn var samţykktur hér á landi í upphafi.

Ţá segir Óli og vitnar til orđa Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstćđisflokksins:

Í umrćđum um lög um afleiđuviđskipti í febrúar síđastliđnum benti hann á ađ Íslendingar stćđu frammi fyrir ţví „í hverju málinu á eftir öđru, ţađ er nánast orđinn árlegur viđburđur, ađ Evrópusambandiđ krefst ţess ţegar viđ tökum upp Evrópugerđir, tilskipanir eđa reglugerđir, ađ viđ Íslendingar fellum okkur viđ ađ sćta bođvaldi, úrslitavaldi, sektarákvörđunum eđa međ öđrum hćtti skipunum frá alţjóđastofnunum sem Evrópusambandiđ hefur komiđ sér upp en viđ eigum enga ađild ađ“. Međ ţessu sé vegiđ ađ grunnstođum EESsamningsins og tveggja stođa kerfinu.

 

Grein Óla Björns er birt í Morgunblađinu í dag.


Auđlindir í eigu ţjóđar er árétting um fullveldi

Ţeir atburđir sem nú hafa orđiđ, m.a. stórfelld jarđakaup erlendra ađila og áhyggjur af eignarhaldi einstaklinga eđa lögađila á landi eđa bújörđum eru ţess eđlis ađ varpa öđru ljósi á hugmyndir um stjórnarskrárákvćđi um náttúruauđlindir.Yfirlýsing um ađ auđlindir í náttúru Íslands tilheyri íslensku ţjóđinni felur í sér áréttingu á fullveldi Íslands yfir landi og auđlindum. 

Ţetta kemur m.a. fram í grein um fullveldi og auđlindir eftir Ágúst Ţór Árnason og Ragnheiđi Elfu Ţorsteinsdóttur, kennara viđ lagadeild Háskólans á Akureyri, sem birt var í Morgunblađinu síđastliđinn fimmtudag.  

Í greininni segir m.a.:

"Umrćđa ţessi er mikilvćg og tímabćr, ekki síst í ljósi ţess áhuga sem Íslendingar hafa sýnt ţví ađ binda í stjórnarskrá ákvćđi um náttúruauđlindir. Eign á landi fylgja ýmis réttindi, eins og til auđlindanýtingar, en flestar auđlindir Íslands eru bundnar landi. Fullveldisréttur Íslands yfir landi er einn ţáttur/hluti fullveldisins og ţess ađ vera sjálfstćđur lögađili ađ ţjóđarétti. Fullveldisréttur Íslands felur ţađ í sér ađ Ísland hefur eitt heimild til ţess ađ setja lög og reglur og ađ framfylgja ţeim á yfirráđasvćđi sínu.

Eins og málum er háttađ eru nćr engar hömlur á kaupum EES-borgara á landi á Íslandi. Fram til ţessa hefur nauđsyn ţess ađ setja í stjórnarskrá ákvćđi um náttúruauđlindir fyrst og fremst snúist um fiskveiđiauđlindina og nauđsyn ţess ađ lýsa tilteknar auđlindir ţjóđareign, ţ.e. ađ auđlindir í náttúru Íslands sem ekki eru undirorpnar einkaeignarrétti. Ákvćđi af ţví tagi er hins vegar takmarkađ ađ ţví leyti ađ ţađ snýst fyrst og fremst um eignarrétt á auđlindum en lögum samkvćmt ríkir ekki svo mikil óvissa um hann. Ţessi áhersla á eignarrétt ađ auđlindum birtist til ađ mynda í ţjóđaratkvćđagreiđslu ţeirri sem fram fór áriđ 2012 ţar sem spurt var: „Vilt ţú ađ í nýrri stjórnarskrá verđi náttúruauđlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar ţjóđareign?“ Af gildum atkvćđum svöruđu 74% spurningunni játandi en mestur stuđningur fékkst viđ ađ stjórnarskrárbinda auđlindaákvćđi af ţeim sex spurningum sem atkvćđi voru greidd um."

Síđar segir:

"Ţćr tillögur sem komiđ hafa fram um breytingar á stjórnarskrá eru ţví marki brenndar ađ ţćr leysa ekki sérstaklega úr ţessu álitaefni ţar sem ţćr hafa um of beinst ađ eignarhaldi. Međ tveimur undantekningum ţó. Annars vegar tillaga stjórnlaganefndar frá árinu 2010 um ađ auđlindir í náttúru Íslands vćru ţjóđareign sem bćri ađ nýta á sjálfbćran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Hins vegar tillaga sem fram kom í frumvarpi sem lagt var fyrir Alţingi haustiđ 2016 ţar sem ţví er lýst í 1. mgr. ađ „auđlindir í náttúru Íslands [skuli] tilheyra íslensku ţjóđinni. Ţćr ber[i] ađ nýta á sjálfbćran hátt og til hagsbóta landsmönnum öllum.“

Ákvćđi í stjórnarskrá um auđlindir í náttúru Íslands er ţví ákaflega vandmeđfariđ. Ţađ ţarf ađ gagnast ţegar upp koma óţekkt og ný vandamál og ţví er mikilvćgt ađ ţađ feli í sér stefnu og hugmyndir okkar um ţađ hvernig viđ viljum ađ náttúruauđlindir séu nýttar, til hagsbóta hverjum og hverjum ţćr tilheyra. Yfirlýsing um ađ auđlindir í náttúru Íslands tilheyri íslensku ţjóđinni felur í sér áréttingu á fullveldi Íslands yfir landi og auđlindum. Ţađ fer ţví vel á ţví ađ rćđa ţennan ţátt fullveldisins á aldarafmćli ţess."

 


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Ágúst 2018
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 130
  • Sl. sólarhring: 287
  • Sl. viku: 874
  • Frá upphafi: 940987

Annađ

  • Innlit í dag: 116
  • Innlit sl. viku: 720
  • Gestir í dag: 114
  • IP-tölur í dag: 114

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband