Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2010

Segja evruna í stórhćttu vegna stöđu mála á Spáni

Sérfrćđingar hafa auknar áhyggjur af stöđu evrunnar eftir ađ lánshćfismat Spánar var lćkkađ sl. föstudag. Ekki var tilkynnt um lćkkunina fyrr en eftir lokun fjármálamarkađanna á Spáni og ţví er ekki ađ vćnta viđbragđa ţeirra fyrr en á morgun mánudag ţegar ţeir opna á ný. Spánverjar hafa átt í gríđarlegum fjárhagserfiđleikum og telja margir ađ landiđ sé á sömu leiđ og Grikkland. Telja sérfrćđingar horfurnar mjög slćmar sem gerir ţađ ađ verkum ađ tiltrú á evrunni fer minnkandi.

Lesa meira


Viđurkennir ađ almennir borgarar evruríkja voru blekktir

Forseti Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, viđurkenndi sl. ţriđjudag ađ ţví hafi veriđ haldiđ frá almennum borgurum í ríkjum Evrópusambandsins ađ upptaka evrunnar hefđi ţađ m.a. í för međ sér ađ efnahagsţróun í öđrum evruríkjum hefđi beinar afleiđingar á lífskjör ţeirra. Međ ţví var van Rompuy ađ vísa til ţess ađ önnur evruríki hafi ţurft ađ hlaupa undir bagga međ Grikkjum í efnahagsţrengingum ţeirra og munu hugsanlega ţurfa ţess í tilfelli fleiri ríkja á evrusvćđinu.

Lesa meira


Enginn vill bera ábyrgđ á ESB-umsókninni

Ljóst er ađ lítill áhugi er fyrir ţví ađ axla ábyrgđ á umsókn ríkisstjórnarinnar um inngöngu í Evrópusambandiđ. Á fundi sem fram fór í dag á skrifstofu Heimssýnar međ rúmenska ESB-ţingmanninum Christian Dan Preda lagđi hann mikla áherslu á ţađ ađ íslensk stjórnvöld hefđu lagt fram umsóknina. Ţađ hefđi ekki veriđ ađ frumkvćđi sambandsins. Hliđstćđ sjónarmiđ komu fram hjá talsmönnum Evrópusambandsins sl. haust ţegar skođanakannanir sýndu vaxandi andstöđu Íslendinga viđ inngöngu í sambandiđ.

Lesa meira


Vogunarsjóđir veđja á hrun evrunnar

Stórir alţjóđlegir vogunarsjóđir veđja nú á ađ gengi evrunnar eigi eftir ađ hrynja og hafa tekiđ svokallađa skortstöđu gagnvart henni. Örvćntingarfullar ađgerđir Evrópusambandsins og Alţjóđagjaldeyrissóđsins til ţess ađ reyna ađ bjarga evrunni nýveriđ međ yfirlýsingum um 750 milljarđa evra neyđarsjóđi fyrir evrusvćđiđ hafa engu breytt í ţeim efnum. Ofan á annađ eru uppi miklar efasemdir um ađ sambandiđ hafi burđi til ţess ađ útvega slíkar fjárhćđir ef ţörf yrđi á ţví en ekkert hefur veriđ upplýst um ţađ hvađan ţađ á ađ koma.

Lesa meira


Skugga verđi ekki varpađ á hátíđarhöldin 17. júní

Allir fulltrúar í íţrótta- og tómstundaráđi Reykjavíkur utan einn samţykktu bókun í dag ţar sem ţeirri ósk er beint til ríkisstjórnarinnar ađ sjá til ţess ađ formleg ákvörđun verđir ekki tekin á ţjóđhátíđardag Íslands um ađ hefja viđrćđur um inngöngu í Evrópusambandiđ, en jafnvel er búist viđ ađ slík ákvörđun verđi tekin á fundi leiđtogaráđs sambandsins sem fram fer 17. júní nk. Stefán Jóhann Stefánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í ráđinu, lagđi bókunina fram en hinn fulltrúi flokksins, Oddný Sturludóttir, var ein um ađ leggjast gegn henni.

Lesa meira


Björgunarađgerđir vegna evrunnar kaupa ađeins tíma

Björgunarađgerđ Evrópusambandsins vegna evrunnar upp á 750 milljarđa evra kaupir ađeins tíma fyrir evrusvćđiđ ţar til fjárlagahalla ríkja á svćđinu hefur veriđ komiđ í lag. Ţetta sagđi Angela Merkel, kanslari Ţýskalands, í rćđu sem hún flutti í gćr 16. maí á ţingi ţýsku verkalýđshreyfingarinnar. Ţessi orđ fela í sér talsvert annan bođskap en yfirlýsingar hennar og annarra forystumanna sambandsins fyrst eftir ađgerđina ţar sem talađ var um ađ ţćr fćlu í sér algera björgun evrusvćđisins.

Lesa meira


Merkel vill Evrópusambandsher og eina efnahagsstjórn

Kanslari Ţýskalands, Angela Merkel, sagđi í rćđu sem hún flutti 13. maí sl. í ţýsku borginni Aachen ađ verja yrđi evruna ţar sem endalok hennar ţýddu endalok Evrópusambandsins. Ríki sambandsins yrđu ţví ađ koma sér saman um eina sameiginlega efnahagsstjórn. Sagđi hún ađ Evrópusambandiđ vćri ađ ganga í gegnum erfiđasta tímabil í sögu sinni og ađ nauđsynlegt vćri ađ koma á sameiginlegri efnahagsstefnu og pólitískri stefnu innan ţess. Í kjölfariđ mćtti síđan skođa t.a.m. hugmyndir um Evrópusambandsher.

Lesa meira


Norđmenn sem fyrr andsnúir inngöngu í ESB

Mikill meirihluti Norđmanna er áfram andsnúinn inngöngu í Evrópusambandiđ samkvćmt nýrri skođanakönnun sem gerđ var fyrir norska ríkisútvarpiđ NRK eins og veriđ hefur í hverri einustu könnun sem gerđ hefur veriđ í Noregi síđan áriđ 2005. 55% segjast nú andvíg inngöngu í sambandiđ en einungis 32,2% eru ţví hlynnt. 12,7% eru óákveđin.

Lesa meira


Vaxandi efasemdir um björgun evrunnar

Sú ákvörđun leiđtoga evruríkjanna ađ setja á laggirnar sérstakan neyđarsjóđ til ţess ađ bjarga evrunni upp á 750 milljarđa evra er vćgast sagt umdeild. Fyrstu viđbrögđ markađarins voru jákvćđ en efasemdir hafa síđan fćrst í aukana. Óvíst ţykir hvort ađgerđin dugi til ţess ađ koma evrunni í skjól og ađ líklegra ađ hún muni ađeins fresta vandamálinu. Einnig eru efasemdir um ađ ađgerđin komi í veg fyrir árásir spákaupmanna á evruna og sé allt eins líkleg til ţess ađ gera hana enn ákjósanlegra skotmark.

Lesa meira


Evrópusambandssinnar fagna í dag

Eins og áđur fagna Evrópusamtökin og önnur samtök Evrópusambandssinna í dag Evrópudeginum svokölluđum á heimasíđum sínum. Ţann 9. maí áriđ 1950 sendi ţáverandi utanríkisráđherra Frakka, Robert Schuman, frá sér svonefnda Schuman-yfirlýsingu sem markađi upphafiđ ađ Evrópusambandinu eins og viđ ţekkjum ţađ í dag. Dagurinn er ţjóđhátíđardagur sambandsins.

Lesa meira


Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 505
  • Frá upphafi: 1116607

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband