Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2016

Efnahagur Íslands óvenju góđur vegna krónunnar

gylfizÍ viđtali viđ Stöđ2 í kvöld sagđi Gylfi Zoëga, prófessor í hagfrćđi og fulltrúi í peningastefnunefnd Seđlabanka Íslands ađ stađa Íslands vćri óvenju góđ og ađ engin ástćđa vćri fyrir Íslendinga ađ líta til annarra gjaldmiđla svo sem evru. Viđtaliđ var tekiđ í kjölfar ţess ađ seđlabankastjóri sagđi í viđtali í ţćttinum Sprengisandi ađ hann myndi ekki eftir jafn góđri stöđu í íslensku efnahagslífi.

Gylfi sagđi í viđtalinu ađ ţađ vćri hćgt ađ reka öfluga peningastefnu međ krónunni. Allt tal um ađ skipta um gjaldmiđil til ađ fá einhvern ímyndađan veruleika úr öđrum löndum vćri allt saman á misskilningi byggt. 

 

Ein af ástćđum ţess hversu vel hefur tekist til hér á landi á síđustu árum er ađ viđ höfum okkar eigin gjaldmiđil. Viđ getum ţakkađ honum ađ verulegu leyti efnahagsbatann eftir fjármálakreppuna.


Fulltrúi AGS varar Íslendinga viđ evrunni

Anne Krueger, fyrrum ađstođarframkvćmdastjóri hjá Alţjóđagjaldeyrissjóđnum, rćđur Íslendingum frá ţví ađ ganga í evrusamstarfiđ. Í viđtali viđ Jón Hákon Halldórsson sem birt er í Fréttablađinu í dag segir: „Hefurđu séđ hvađ gerđist í Grikklandi?“ spyr hún og bćtir viđ ađ Grikkir hafi ekki getađ notađ venjuleg bjargráđ vegna ađildar ađ evrusamstarfinu. „Ef Grikkir hefđu haft sjálfstćđa mynt ţá hefđu ţeir getađ lćkkađ gengiđ. Ţeir hefđu vissulega glímt viđ vandamál en ţau hefđu veriđ miklu minni,“ sagđi Krueger."

Í Fréttablađinu segir jafnframt: 

Stóra spurningin ađ loknu afnámi hafta er hvernig peningamálum verđur háttađ í framtíđinni. Krueger telur ađ Íslendingar geti vel notađ krónu áfram. „Gjaldmiđillinn mun ná ţeirri stöđu sem ásćttanleg er, markađurinn sér um ţađ svo lengi sem peningastefnan og ríkisfjármálastefnan hér heima er í lagi." Krueger ítrekar ađ lykillinn sé öguđ peningastefna og ríkisfjármálastefna. „Ekki annađ hvort, heldur hvort tveggja. Ţćr verđa ađ verka saman.“ Ţćr verđi ađ stuđla ađ verđstöđugleika. Ţá sé hćgt ađ nota gengi gjaldmiđilsins til ţess ađ bregđast viđ sveiflum í alţjóđahagkerfinu.

 


Jón Baldvin og sjálfsmorđsleiđangur ESB

ESB-umsóknin 2009 var sjálfsmorđsleiđangur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur. Ţetta er í raun ţađ sem fyrrverandi formađur Alţýđuflokksins og leiđtogi ESB-ađildarsinna, Jón Baldvin Hannibalsson, viđurkennir í viđtali viđ Ríkisútvarpiđ. „Ţađ ţýđir ekkert ađ tala um ađ ganga inn í brennandi hús ... ţegar ég horfi á Evrópu ţá sé ég Evrópusamband sem er nánast í sjálfsmorđsleiđangri vegna ţess ađ pólitíska forystan hefur algjörlega brugđist  – og ţađ er kreppa eftir kreppu“. Svo segir Jón Baldvin í viđtali viđ morgunţátt Ríkisútvarpsins.

Nú vćri skynsamlegast hjá forystu Samfylkingar og Vinstri Grćnna ađ fylgja kúvendingu Jóns Baldvins eftir og viđurkenna mistök sín međ ESB-umsókninni og biđja ţjóđina afsökunar. Ţetta er reyndar ţađ sem Árni Páll Árnason formađur Samfylkingarinnar gerir í opnu bréfi til félaga sinna, eins og fram kemur í bréfi Árna Páls til félaga í Samfylkingunni.

Ríkistjórn Framsóknar og Sjálfstćđisflokks heyktist á ađ afturkalla ESB umsóknina refjalaust og ótvírćtt eins og lofađ var.

Forysta Samfylkingar og Vinstri Grćnna hefur tćkifćri til ađ ganga enn hreinna til verks og taka frumkvćđiđ í afturköllun ţessa ólánsgjörnings sem umsóknin var.

Ţannig geta ţessir flokkar hreinsađ borđiđ hjá sér og hafiđ baráttu fyrir öđrum stefnumálum sínum á trúverđugum  grunni.


Jón Baldvin segir skattaparadísarskúrka stýra brennandi flaki ESB

JBHJón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráđherra, sagđi í ţćttinum Morgunvakt Rásar 1 á Ríkisútvarpinu í morgun ađ ţađ vćri skúrkur sem byggt hefđi upp skattaparadís í Lúxemborg sem vćri nú ćđstiprestur ESB. Sambandsbyggingin vćri eftir ţví og ESB vćri nú ađ hruni komiđ vegna bandvitlausrar peninga- og efnahagsstefnu og algjörs getuleysis gagnvart flóttamannavandanum.

Ţessi ummćli Jóns Baldvins eru mjög athyglisverđ ţví hér talar fyrrum ESB-mađur númer eitt á Íslandi. Hann var formađur Alţýđuflokksins, utanríkisráđherra ţegar viđ gengum í EES og helsti pólitíski talsmađur ţess síđustu áratugi ađ Ísland gerđist ađili ađ ESB. Nú hefur Jón Baldvin algjörlega skipt um skođun á ESB. Hann telur ţađ bákn nú vera ónytjasdrasl. 

Ýmsir hafa orđiđ til ţess á bloggsíđum ađ taka undir međ Jóni Baldvini í dag. Međal ţeirra er Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfrćđi viđ Háskóla Íslands. Ţađ er enn fremur athyglisvert ađ núverandi forysta Samfylkingarinnar hefur viđhaft ummćli sem ekki er hćgt ađ skilja öđru vísi en svo ađ ESB-stefna flokksins hafi veriđ röng.

 

 


Pólitískt atvinnubann - berufsverbot - tengt ESB

ESB-ađildarsinnar hafa löngum hrćtt efnilegt fólk međ atvinnubanni viđri ţađ skođanir gegn ađild ađ ESB. Slíkrar tilhneigingar hefur gćtt í stjórnkerfi margra Evrópulanda. Fram­kvćm­stjóra Breska viđskiptaráđsins (BCC) hefur nú veriđ sagt upp störf­um eft­ir ađ hann mćlti fyr­ir ţví ađ Bret­ar segđu sig úr Evr­ópu­sam­band­inu. Berufsverbot nćr víđa.

John Longworth, fram­kvćmda­stjóri BCC, lét um­mćl­in falla í rćđu í síđustu viku, en afstađa hans til veru Breta í sam­band­inu er önn­ur en yf­ir­lýst stefna sam­tak­anna um hlut­leysi. 

Longworth sagđi í sam­tali viđ Sky News ađ hagsmunum Bretlands sé best borgiđ međ ţví ađ yfirgefa ESB.

Fyrir ţau ummćli var hann rekinn.


mbl.is Rekinn fyrir ađ mćla fyrir úrsögn úr ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Baktjaldamakkiđ í VG

Hverjir gerđu baktjaldasamkomulagiđ á milli VG og Samfylkingar um umsóknina ađ ESB í ađdraganda kosninganna 2009? Svo spyr Bergţór Ólafsson í ađsendri grein sem Morgunblađiđ birtir í dag. Hvernig hljómađi baktjaldasamkomulagiđ, hverjir gerđu ţađ og hvenćr? Hvers vegna fást ekki svör viđ ţví, spyr Bergţór? Vinstri grćn höfđu heitiđ ţví ađ halda Íslandi utan viđ ESB. Ţau sviku ţađ loforđ. Hvers vegna spyr enginn um ţátt núverandi forystumanna VG í ţessu baktjaldamakki?


Áskorun frá Heimssýn

esbneitakkHeimssýn fagnar samţykkt svissneska ţingsins um afturköllun umsóknar ađ ESB. Ţađ er stór frétt sem alţjóđlegir fjölmiđlar gera góđ skil. Blađamanni nokkrum hér á landi ţykir ţađ hins vegar talsverđ frétt ađ Heimssýn skuli ekki hafa tekiđ ţađ skýrt fram ađ einungis skuli hafa veriđ um neđri deild ţingsins ađ rćđa í ţetta skiptiđ. Ţađ fréttamat blađamannsins er í sjálfu sér örlítil frétt (hann fer reyndar ekki rétt međ nafn félagsins). Viđ fögnum hins vegar öllum fréttum sem upplýsa um afstöđu ţjóđa og ţinga til ađildar ađ ESB.

Heimssýn hefur notađ ţetta tćkifćri til ţess ađ skora međ ályktun á ríkisstjórn Íslands og Alţingi Íslendinga ađ fylgja ţví fordćmi Svisslendinga sem skrefiđ sem ţing ţeirra steig međ samţykkt sinni ber vott um. 

Ályktun Heimssýnar er svohljóđandi:

Framkvćmdastjórn Heimssýnar skorar á ríkisstjórn Íslands ađ fylgja fordćmi Sviss og afturkalla formlega umsóknina um ađild ađ Evrópusambandinu.

Skiptar skođanir hafa veriđ um hver sé stjórnsýsluleg stađa  umsóknar Íslands um ađild ađ Evrópusambandinu frá 2009. Utanríkisráđherra lagđi fyrir Alţingi 2014 tillögu til ţingsályktunar um afturköllun umsóknarinnar ađ ESB. Tillögunni var ekki fylgt eftir á nćsta ţingi en í stađ ţess sendi utanríkisráđherra framkvćmdastjórninni bréf ţar sem tilkynnt var ađ núverandi ríkisstjórn Íslands liti ekki á Ísland sem umsóknarríki. Og jafngilti ţađ ţví ađ umsóknin hafi veriđ afturkölluđ.

Formleg stađfesting af hálfu ESB um sama skilning á málinu hefur hinsvegar ekki borist.  Sendiherra ESB hér á landi hefur lýst ţví í viđtali ađ ESB líti svo á ađ umsókn Íslands sé áfram virk. Stađa umsóknar Sviss og Íslands hefur ţví veriđ í áţekk.

Svissneska ţingiđ  hefur nú samţykkt  međ 126 at­kvćđum gegn 46 ađ draga form­lega til baka um­sókn Sviss um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandiđ sem veriđ hef­ur á ís frá ţví ađ sviss­nesk­ir kjós­end­ur höfnuđu ađild ađ Evr­ópska efna­hags­svćđinu (EES) í ţjóđar­at­kvćđagreiđslu áriđ 1992. Viđrćđur höfđu ţá haf­ist um inn­göngu í sam­bandiđ en í kjöl­far ţjóđar­at­kvćđis­ins ákváđu sviss­nesk stjórn­völd ađ hćtta ţeim og setja um­sókn­ina á ís ţar sem hún hef­ur veriđ síđan.

Svissneska ţingiđ lítur svo á ađ mikilvćgt sé ađ hafa hreinar línur í framtíđarsamskiptum viđ Evrópusambandiđ og ţví sé mikilvćgt ađ umsóknin sé formlega og ótvírćtt dregin til baka.

Sama má segja um stöđu umsóknar Íslands. Ýmsir stjórnmálaflokkar, samtök og einstaklingar líta opinberlega svo á ađ umsókn Íslands sé í fullu gildi og ađ hvenćr sem er sé hćgt ađ   halda áfram ferlinu um inngöngu í Evrópusambandiđ.

Ţess vegna er mikilvćgt ađ á  Íslandi eins og í Sviss séu hreinar línur í ţessum efnum gangvart Evrópusambandinu. Ţví er mikilvćgt ađ ríkisstjórn og  Alţingi fylgi fordćmi Sviss og samţykki formlega afturköllun umsóknarinnar ađ ESB frá 2009.

 


Nú er ţađ svart!

Nú er ţađ svart! Viđ kippum okkur ekki upp viđ ţađ ţótt ýmsir minni spámenn sjái svart. En ţegar sjálfur Göran Persson, fyrrverandi forsćtisráđherra Svíţjóđar og helstikrati Evrópu, Mervyn King, fyrrverandi seđlabankastjóri Englands og sjálfur Alan Greenspan, fyrrverandi seđlabankastjóri í Bandaríkjunum telja verulega hćttu framundan - ja - ţá fer mađur ađ velta fyrir sér hvađ doktor ragnarök segir.

Allir eru á ţví ađ lágvaxtastefna seđlabanka í Evrópu og víđar sé ađ valda miklum vandrćđum og sé m.a. ađ grafa undan evrunni.


Svisslendingar draga umsóknina ađ ESB til baka

svissNú ţegar svissneska ţingiđ hefur samţykkt ađ draga umsóknina ađ ESB formlega til baka ćtti ađ vera hćgđarleikur fyrir íslenska ţingiđ ađ koma í kjölfariđ. Ţađ er reyndar mjög athyglisvert ađ svissnekska ţingiđ skuli nú međ 126 atkvćđum gegn 46 samţykkja ađ draga umsóknina formlega til baka en nćr fjórđungur úr öld er frá ţví svissnekskir kjósendur höfnuđu ađild ađ EES og ţar međ ađ ESB. 

Skođa má samţykkt svissneska ţingsins sem yfirlýsingu um ađ Sviss hafi og muni betur farnast utan ESB. Ţótt umsóknin hafi ađ mestu veriđ dauđur bókstafur frá ţví hún var sett á ís eftir ţjóđaratkvćđagreiđsluna um EES áriđ 1992 var taliđ nauđsynlegt ađ hafa skýrar línur í ţessu ţar sem ESB hafi vegna umsóknarinnar ekki litiđ á Sviss sem sjálfstćtt og fullvalda ríki. Umsóknin hafi ţannig í vissum atriđum stađiđ Svisslendingum fyrir ţrifum.

Samkvćmt skođanakönnunum vija ađeins 5% Svisslendinga ganga í ESB.


mbl.is ESB-umsókn Sviss verđi dregin til baka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband