Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2012

Atvinnuleysisbandalag Evrópu og Ísland

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu mćlist núna 11,2 % og nálgast ađ vera tvöfalt atvinnuleysi á Íslandi. Vaxandi atvinnuleysi í Evrópusambandinu er til marks um stöđugt dýpri kreppu sem ekki sér fyrir endann á.

Í jađarríkum evrunnar eru atvinnuleysi hćrra en međaltaliđ, tćp 15 prósent á Írlandi og nćrri 25 prósent á Spáni.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er međ umsókn um ađild ađ atvinnuleysisbandalagi Evrópu.


mbl.is Aldrei meira atvinnuleysi á Ítalíu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hr. Evra: ađeins nokkrir dagar í evru-hrun

Eftir tvo mánuđi gćti evran ekki lengur veriđ til, segir Jean-Claude Juncker forsćtisráđherra Lúxembúrgar og formađur evru-hópsins svokallađa ţar sem í sitja 17 fjármálaráđherrar evru-landa. Juncker er stundum kallađur Hr. Evra.

Í samtali viđ ţýskt dagblađ um helgina bođađi Juncker örvćntingarađgerđir Seđlabanka Evrópu til ađ bjarga evrunni. Formađur evru-hópsins styđur Mario Draghi, seđlabankastjóra, sem vill ađ bankinn kaupi ríkisskuldabréf Spánar og Ítalíu til ađ lćkka ávöxtunarkröfuna sem er ađ sliga ríkissjóđi ţessara landa. Seđlabanki Ţýskalands leggst gegn slíkum áformum.

Verkefni Junckers og Draghi nćstu vikur er ađ halda Grikklandi í evru-samstarfinu annars vegar og hins vegar ađ lćkka ávöxtunarkröfu á suđur-evrópsk ríkisskuldabréf. Ţjóđverjar eru meira og minna búnir ađ gefast upp á Grikkjum og ţeim gest ekki ađ tilhugsuninni ađ veđsetja ţýskan fjármálastöđugleika fyrir spćnsk og ítölsk ríkisverđbréf.

Hr. Evra er skiljanlega í nokkurri geđshrćringu.


mbl.is Markađir undir áhrifum loforđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evran afhjúpar pólitískt gjaldţrot Evrópu

Á nýöld hét Evrópa ,,hinn kristni heimur." Á tímum kalda stríđsins var aldrei talađ um Evrópu sem eina heild heldur var henni skipt í austur og vestur. Eftir fall Berlínarmúrsins fékk hugtakiđ ,,Evrópa" pólitíska merkingu međ Evrópusambandinu. Ákvörđun um sameiginlegan gjaldmiđil Evrópu var tekin í samhengi viđ sameiningu ţýsku ríkjanna.

Evrópa er ekki ýkja hátt skrifuđ í pólitískri međvitund almennings. Evran ţótti hagkvćmt verkfćri til ađ stunda viđskipti en breytti litlu um ţađ ađ Frakkar vilja helst starfa og búa í Frakkland og ţađ sama gildir um ţorra almennings í ţeim 17 ríkjum sem mynda evru-samstarfiđ.

Evran ţykir ekki lengur hagkvćm mynt vegna ţess ađ hún skapar kreppu í Suđur-Evrópu sem aftur kalla fram kröfu til íbúa Norđur-Evrópu ađ veita fjármagni suđur á bóginn. Íbúar Norđur-Evrópu eru á hinn bóginn aldeilis ekki á ţví ađ niđurgreiđa lífskjör sunnanmanna.

Án fjármagnsflutnings frá norđri til suđurs er evru-samstarfiđ búiđ ađ vera.

Stóra fréttin í evru-umrćđunni er ađ Evrópuhugsjónin er pólitískt gjaldţrota.


mbl.is 51% Ţjóđverja vill evruna burt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

90% líkur ađ Merkel/Hollande verđi ósannindafólk

Kanslari Ţýskalands og forseti Frakklands ćtla ađ gera ..allt" til ađ verja evru-samstarf 17 ríkja. Ţađ felur í sér ađ Grikkir haldi áfram í samstarfinu. Bandaríski bankinn Citigroup telur 90 prósent líkur á ađ Grikkir yfirgefi evru-samstarfiđ á nćstu misserum.

Til ađ Grikkir haldist innan evrunnar ţarf ađ útbúa nýjan björgunarpakka handa ţeim, ţann ţriđja. Grikkir eru komnir upp á lagiđ ađ skrifa upp á samninga um tiltekt í ríkisfjármálum en efna ekki sinn hluta samningsins og fá lengri frest og meiri stuđning.

Ef ţolinmćđina gagnvart Grikkjum ţrýtur ekki mun Spánverjar trúlega feta sömu slóđ og fá niđurgreiđslu á lífskjörum sínum frá Norđur-Evrópu.

Á nćsta ári eru kosningar í Ţýskalandi. Merkel mun ekki líđast ađ grafa undan ţýskum fjármálastöđugleika međ auknum stuđningi viđ ríkisfjármál óreiđuríkja.


mbl.is „Gera allt til ađ verja evrusvćđiđ“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Erik Boel: ađeins bjánar vanmeta ESB-andstöđu Íslendinga

Landhelgin og evru-kreppan eru ađeins yfirvarp fyrir andstöđu Íslendinga ađ ganga í Evrópusambandiđ. Í reynd er ţađ sjálfstćđiđ sem er ástćđan fyrir ţví ađ tveir ţriđju hlutar eyţjóđarinnar eru á móti inngöngu í ESB.

Á ţessa leiđ skrifar Erik Boel formađur dönsku Evrópuhreyfingarinnar. Erik hefur komiđ til Íslands nokkrum sinnum. Hann er ESB-sinni í húđ og hár og sá fyrir sér ađ innganga Íslands myndi hafa í för međ sér aukinn áhuga fyrir Evrópusambandinu í Noregi og Fćreyjum.

En núna segir Erik ađeins bjána vanmeta andstöđu Íslendinga viđ ađ afsala fullveldinu til Evrópusambandsins.  


Ólafur Ragnar og utanríkisstefna ţjóđarinnar

Ólafur Ragnar Grímsson forseti talar fyrir utanríkisstefnu ţjóđarinnar ţegar hann hafnar ađild Íslands ađ Evrópusambandinu. Afgerandi meirihluti ţjóđarinnar er á móti ađild og stjórnmálaályktanir ţriggja flokka af fjórum á alţingi hafna ađild. Ađeins Samfylkingin vill Ísland inn í Evrópusambandiđ.

Ólafur Ragnar útskýrir í nokkrum setningum hvers vegna Ísland á ekki heima í Evrópusambandinu.

Mín afstađa hefur byggst á nokkrum atriđum. Eitt er ađ viđ erum hluti af Norđur-Atlandshafinu og norđurhluta Evrópu. Nágranni okkar í vestri, Grćnland ákvađ ađ yfirgefa Evrópusambandiđ. Nágranni okkar í austri, Noregur, gekk tvisvar í gegnum ţjóđaratkvćđagreiđslur um inngöngu í Evrópusambandiđ og mistókst í bćđi skiptin. Ef ţú ferđ um alla norđanverđa Evrópu frá Grćnlandi gegnum Ísland, Bretland, Noreg, Danmörku og Svíţjóđ er ţađ ekki fyrr en á Finnlandi sem ţú finnur evruríki.

Í reynd hefur nánast öll Norđur-Evrópa ákveđiđ ađ halda í eigin gjaldmiđil og ef ţú bćtir viđ landfrćđilegri stađsetningu okkar og hvernig nágrannaríki okkar hafa valiđ ađ fara ađra leiđ í gjaldmiđilsmálum og bćtir svo viđ yfirráđunum yfir landhelginni og auđlindum landsins. Ţađ hefur alltaf veriđ mitt mat ađ ţađ vćri betra fyrir Ísland, ađ ţessu gefnu, ađ halda ţjóđinni utan viđ Evrópusambandiđ,“ sagđi Ólafur Ragnar.

Er ekki ráđ ađ ríkisstjórnin setjist á skólabekk á Bessastöđum?


mbl.is „Sigur lýđrćđislegrar byltingar“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

5 ára neyđaráćtlun til bjargar evru

Evru-kreppan kallar fram margvísleg viđbrögđ, til dćmis ađ reisa tollmúra. Einir 17 alţjóđlega viđurkenndir hagfrćđingar sendu frá sér 5 ára neyđaráćtlun til ađ bjarga evrunni. Hagfrćđingarnir eru ESB-sinnar og telja Evrópusambandiđ i hćttu fari illa fyrir evrunni.

Hagfrćđingarnir segja evru-samstarfiđ byggja á rangri hönnun sem ţurfi ađ leiđrétta. Leiđréttingin fćli í sér ađ smíđa sérstakar stofnanir um evruna, s.s. sérstakt eftirlit međ fjármálastofnunum og ríkisfjármálum.

Til ađ ná tökum á skuldavandanum verđa ríku evruţjóđirnar Ţýskaland, Austurríki, Finnland og Holland ađ veita aukinn stuđning til Suđur-Evrópuţjóđa.

Neyđaráćtlunin er byggđ á traustri hagfrćđilegri greiningu en jafnframt innblásin ESB-pólitík. Neyđaráćtlun til fimm ára sýnir hversu langt er í land í evru-kreppunni.


mbl.is Vilja endurskođa fríverslunarsamning
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţýska stjórnin í hćttu vegna Grikklands

Grikkland ţarf ţriđja björgunarpakkann upp á 30 til 50 milljarđa evra til ađ landiđ verđi áfram í evru-samstarfinu. Eftir ţví sem Grikkland fćrist nćr bjargbrúninni vex ţrýstingur á ţýsk stjórnvöld ađ grípa í taumana og samţykkja ný neyđarlán.

Die Welt segir deiluna um hvort bjarga eigi Grikklandi eđa ekki geta fellt ríkisstjórn Angelu Merkel.

Á međan gríska vandamáliđ er óleyst sekkur Spánn dýpra í kviksyndi evru-kreppunnar.


mbl.is Spánn sekkur enn dýpra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

75% ESB-andstađa í Noregi

Um 75 prósent Norđmanna hafna ađild ađ Evrópusambandinu, samkvćmt nýrri skođanakönnun. Norđmenn hafa í tvígang hafnađ í ţjóđaratkvćđagreiđslu, árin 1972 og 1994. Eftir ţví sem evru-kreppan dýpkar eykst andstađan í Noregi viđ ađild ađ ESB.

Efasemdir um annađ evrópskt samstarf eykst einnig í Noregi. Ţigmađur Miđflokksins vill ađ Noregur hćtti Schengen-samstarfinu. Schengen auđveldar glćpamönnum flutning milli landa.

Kreppan í Evrópusambandinu mun hafa ófyrirséđar afleiđingar.


Meiri miđstýring til ađ bjarga evrunni

Evru-kreppan stafar af hönnunargalla. Sameiginlegt mynt 17 ríkja flytur ríkisfjármálavanda eins ríkis yfir á önnur án ţess ađ nokkur sameiginleg úrrćđi séu fyrir hendi til ađ taka á vandanum.

Mario Draghi bankastjóri Seđlabanka Evrópu segir í viđtali sem birtist í ţýđingu á Evrópuvaktinni ađ aukin miđstýring sé forsenda fyrir ţví ađ hćgt sé ađ ná tökum á evru-kreppunni.

Í Evrópusambandinu er 27 ríki en ađeins 17 hafa evruna sem lögeyri. Ţau tíu ríki sem ekki búa viđ evru munu ekki taka ţátt í aukinni miđstýringu evru-ríkja.


Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 277
  • Sl. viku: 510
  • Frá upphafi: 1116612

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 446
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband