Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Suður-Evrópa í evru-sárum; útflutningur fellur

Markaðslönd okkar í Suður-Evrópu fyrir saltfisk eru í uppnámi vegna evru-hrunsins. Íslensk útflutningsfyrirtæki hljóta að leita eftir öðrum mörkuðum fyrir afurðirnar og það getur tekið tíma. Breskir útflytjendur finna fyrir stórfelldum samdrætti á mörkuðum í Suður-Evrópu.

Mest lesna viðskiptafrétt Telegraph síðustu daga fjallar um þá staðreynd að Evrópusambandið er ekki lengur stærsti hlutinn af útflutningsmarkaði Breta.

Íslendingar rétt eins og Bretar munu í auknum mæli eiga viðskipti við nýmarkaðslönd í Suður-Ameríku og Asíu.


mbl.is Þorskverð gæti lækkað mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk evra, ónýt Evrópa

Gengi evrunnar ræðst af stöðu þýska efnahagskerfisins, sem jafnan er sterkt. Aðrar þjóðir í evru-samstarfinu, einkum Suður-Evrópa, búa við veikara efnahagskerfi og annað fyrirkomulag á atvinnumarkaði en þekkist í Þýskalandi.

Sterk og sameiginleg evra hentar ákaflega illa þjóðum sem ratað hafa í ógöngur með efnahagslífið. Aðferðin til að snúa atvinnulífinu aftur í gang er gengisfelling en sú leið er evru-löndum útilokuð. Í staðinn blasir við niðurskurður í opinberum rekstri og lækkun launa með inngripum í kjarasamninga. Og það er nær ómögulegt í framkvæmd: portúgalski stjórnlagadómstóllinn úrskurðaði afnám sumar- og jólabónusa opinbera starfsmanna ólögmæta. 

Mesta aðlögun jaðarríkja evru-samstarfsins fer þó fram með atvinnuleysi. Enda er atvinnuleysi víða í Suður-Evrópu mælt í tugum prósenta.

Evran er myllusteinn um háls Evrópusambandsins.


mbl.is Mótmæli á götum Spánar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland rekur óskiljanlega utanríkisstefnu

Evrópusambandið gerir fríverslunarsamninga fyrir hönd aðildarríkja sinna. Ríki eins og Frakkland og Þýskaland geta ekki verið með sjálfstæða fríverslunarsamninga við Japan eða Kína. Yfirlýst markmið utanríkisstefnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir er að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.

Hvernig í veröldinni er samtímis hægt að stunda víðtækar samningaviðræður við Kínverja um fríverslunarsamning þegar vitað er að sá samningur fellur úr gildi ef Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu?

Eins og áður hefur verið vikið að á þessum vettvangi sér Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra enga mótsögn í utanríkisstefnunni sem hann rekur gagnvart Kína annars vegar og hins vegar Evrópusambandinu. Össur er á hinn bóginn orðinn að skotspæni fyrir háðsglósur í erlendum fjölmiðlum og myndi seint teljast marktækastur íslenskra stjórnmálamanna.


mbl.is ESB ýtir á fríverslunarsamning við Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Die Welt: Ísland vill ekki brennandi ESB-hótel

Hver hefur áhuga að kaupa sér gistingu á brennandi ESB-hóteli? spurði Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi og gaf blaðamanni Die Welt hugmynd að fyrirsögn fyrir umfjöllun um vaxandi andstöðu Íslendinga við aðild að Evrópusambandinu.

Blaðamaðurinn telur Þóru til ESB-andstæðinga vegna ummælanna, sem þætti bratt af staðkunnugum, en tekur fram að sigurvegari forsetakosninganna, Ólafur Ragar Grímsson, keyrði sína baráttu á grundvelli andstöðu við ESB-aðild - sem er hárrétt.

Blaðamaður Die Welt telur allar líkur á að umsókn Íslands verði afturkölluð, ekki seinna en eftir næstu kosningar. Sjálfstæður gjaldmiðill bjargaði Íslandi úr kreppu og fiskimiðin eru þjóðinni lífsnauðsynleg. Hvorttveggja er í hættu við inngöngu í ESB, segir blaðamaðurinn.

Trúverðugleiki umsóknar Össurar og félaga hans í utanríkisráðuneytinu minnkar stöðugt. Hagsmunir Íslands að standa utan Evrópusambandsins verða æ augljósari samtímis sem kreppan á evru-svæðinu dýpkar jafnt og þétt.

Umsóknin þjónar eingöngu flokkshagsmunum Samfylkingar.


Sambandsríki utan um evruna

Evru-kreppan býður aðeins upp á tvær lausnir. Í fyrsta lagi að brjóta upp evru-samstarfið og í öðru lagi að búa til sambandsríki Evrópu utan um evruna. Á þessa leið mælir Thilo Sarrazin fyrrum bankaráðsmaður í þýska seðlabankanum í grein í Frankfurter Allgemeine.

Eftir því sem valkostirnir í evru-kreppunni verða skýrari er erfiðara að taka ákvarðanir. Evran er niðurstaða af sambúðarvanda Þjóðverja og Frakka frá 19. öld. Stjórnmálamenn kikna undan minni þunga en tveim heimsstyrjöldum.

Áhugi fyrir evrópsku sambandsríki er lítill sem enginn á meginlandi álfunnar - og töluvert minni en enginn í útjaðrinum, s.s. á Bretlandseyjum og Norðurlöndum.

Uppbrot á evru-samstarfinu er óhjákvæmileg. Spurningin er aðeins hvenær og hvernig.


mbl.is Evran á uppleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

16. júlí 2009: ESB-umsókn um eymd

Fyrsta hreina vinstristjórn lýðveldisins gerði léleg lífskjör, aukið atvinnuleysi og tapað fullveldi að meginverkefni sínu 16. júlí 2009 þegar ríkisstjórnarmeirihlutinn á alþingi samþykkti að senda aðildarumsókn til Evrópusambandsins.

Lífskjör á Íslandi eru langtum betri en í þorra ríkja Evrópusambandsins. Atvinnuleysi er lægra á Íslandi og hagvöxtur meiri. Innganga í Evrópusambandið fæli í sér stóraukna skuldabyrði ríkissjóðs vegna björgunarsjóðs evru-ríkja.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir vinnur gegn hagsmunum almennings í bráð og lengd með því að halda ESB-umsókninni til streitu.


Evran er kerfismistök: Stór-Evrópa er lausnin

Evru-samstarfi 17 ríkja (af 27 sem eru í Evrópusambandinu) verður aðeins bjargað með sameiginlegu átaki allra ríkjanna sem í hlut eiga. Meginatriðið í átakinu er sameiginleg ábyrgð á skuldum og sameiginleg ákvarðanataka.

Á þessa leið talar þýski hagfræðingurinn Peter Bofinger sem er einn af fimm hagspekingum með sérstaka stöðu gagnvart þýskum stjórnvöldum. Í viðtali við Spiegelsegir Bofinger fullum fetum að evran sé kerfismistök. Að óbreyttu fari Ítalía sömu leið og Spánn, Portúgal, Grikkland og Írland - beint á kúpuna.

Til að leiðrétta kerfismistökin þarf nýtt kerfi utan um evruna. Bofinger lýsir kerfinu í fáum orðum og nefnir m.a. nauðsyn þingræðis fyrir sameinuðu evru-löndin. Lausnin er Stór-Evrópa þar sem núverandi þjóðríki evru-samstarfsins yrðu héruð innan nýja stórríkisins. 


mbl.is Bankarnir endurspegla hagkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur, Kína og ESB: hver platar hvern?

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist í viðræðum við Kína um fríverslunarsamning. Síðast þegar fréttist var sami Össur í viðræðum við Evrópusambandið um aðild Íslands. Þetta tvennt fer óvart ekki saman. Evrópusambandið fer með viðskiptasamninga fyrir hönd aðildarríkja sinna.

Málið er allt hið undarlegasta. Í Vísi er frétt þar sem talað er við utanríkisráðherrann.

Össur segir samningaviðræður við Evrópusambandið ekki neinu breyta um þessar samningaviðræður við Kína. „Ekki nokkru," segir hann. Hann bætir við að Kína sé fyrst og fremst framtíðarmarkaður. Viðskiptin séu ekki svo mjög mikil núna. „Kína er vaxandi markaður og með aukinni velsæld verður þetta stærsti markaður sem hægt er að slást um á næstu árum. Þá skiptir máli að hafa það forskot sem felst í fríverslun," segir Össur að lokum.

Annað hvort eru viðræðurnar við Kína bara í plati eða að viðræðurnar við Evrópusambandið markleysa.

Össur er þekktur fyrir stjórnmál á mörkum hins vitræna en er hér ekki fulllangt gengið?

 


VG óttast 16.júlí - svikin

Vinstrihreyfingin grænt framboð fékk stuðning kjósenda við stefnu um að Íslandi væri best borgið utan Evrópusambandsins. Það var margyfirlýst stefna VG og hefur verið frá stofnun flokksins.

 Meirihluti þingflokks VG sveik stefnu flokksins og kjósendur með þvi að samþykkja á alþingi 16. júlí 2009 þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar og Samfylkingarinnar um að sækja um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

16. júlí-svikin munu fylgja VG eins og skugginn þangað til að fyrir þau hefur verið bætt með afturköllun umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu.


mbl.is VG hefur áhyggjur af fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ASÍ vill fórna atvinnu fyrir evru

Forysta Alþýðusambands Íslands vill fórna atvinnu félagsmanna sinna fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Atvinnuleysi í Evrópusambandinu er tíu prósent til margra ára og fer hækkandi.

Alþjóðasamband verkalýðsfélaga, ILO, fordæmir atvinnuástandið á evru-svæðinu fara og segir 4,5 milljónir manna munu missa vinnuna á næstu árum.

Forysta ASÍ vinnur ekki í þágu hagsmuna félagsmanna sinna þegar hún boðar ESB-aðild Íslands.


mbl.is Segja upp 8 þúsund starfsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 34
  • Sl. sólarhring: 645
  • Sl. viku: 2742
  • Frá upphafi: 1166942

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2370
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband