Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014
Sunnudagur, 30. nóvember 2014
Kathrine Kleveland nýr formaður Nei til EU í Noregi
Á ársfundi norsku samtakanna Nei til EU sem berjast gegn aðild Noregs að ESB var Kathrine Kleveland kjörin nýr formaður samtakanna. Kathrine tók við af Heming Olaussen sem verið hafði formaður samtakanna síðastliðin 10 ár.
Kathrine Klveland hefur lengi verið virk í þjóðarhreyfingunni í Noregi gegn aðild að ESB. Hún hefur gegnt stöðu formanns í kvennasamtökum norskra bænda og er félagi í norska Miðflokknum.
Á myndinni má sjá Heming Olaussen, fráfarandi formann, og Kathrine Kleveland, nýkjörinn formann Nei til EU í Noregi þegar kjörinu hafði verið lýst um helgina.
Kathrine Kleveland hefur meðal annars vakið athygli fyrir þá skoðun sína að Norðmenn eigi að segja upp EES-samningnum. Hún segir það mjög undarlega stöðu að á meðan meira en 70% af Norðmönnum vilji ekki að Noregur gerist aðili að ESB hafi sambandið samt aldrei haft meiri áhrif í Noregi í gegnum EES-samninginn.
Sunnudagur, 30. nóvember 2014
Fullveldishátíð Heimssýnar 1. desember
Fullveldishátíð Heimssýnar verður haldin á Hótel Sögu annað kvöld, mánudagskvöldið 1. desember 2014 klukkan 20.00 á Hótel Sögu. Hátíðarræðu flytur dr. Atli Harðarson, heimspekingur og fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands og nú lektor við Háskóla Íslands.
Fullveldishátíð Heimssýnar 1. desember 2014
Heimssýn fagnar fullveldisdeginum 1.desember næstkomandi mánudagskvöld í Snæfelli á Hótel Sögu klukkan 20.00 með fjölbreyttri dagskrá:
Hátíðarræða: Dr. Atli Harðarson fyrrverandi skólameistari, lektor við Háskóla Íslands.
Ávörp: Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Heimssýnar.
Jóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður og varaformaður Heimssýnar.
Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB-aðild.
Tónlist: Hópur söngvara og hljóðfæraleikara flytur söngva úr Söngvasafni Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings.
Hljómsveitin Reggie Óðins flytur nokkur lög.
Þorvaldur Þorvaldsson syngur við undirleik Judy Þorbergsson.
Fjöldasöngur
Kaffiveitingar
Allir eru hjartanlega velkomnir
1.desember 1918 öðlaðist Ísland fullveldi á ný eftir áratuga og alda baráttu.
Stöndum vörð um fullveldið!
Evrópumál | Breytt 1.12.2014 kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 30. nóvember 2014
Verdens Gang: Allir í Noregi eru á móti aðild að ESB
Norska stórblaðið Verdens gang birti nýlega niðurstöðu skoðanakönnunar um afstöðu Norðmanna til aðildar að ESB. Niðurstaða blaðsins er sú að allir í Noregi séu á móti aðild að ESB.
Blaðið segir að konur og karlar á öllum aldri, í öllum landshlutum og úr öllum stjórnmálaflokkum séu sammála um að Noregur eigi ekki að sækja um aðild að ESB.
Blaðið virðist þarna vera að skoða meirihlutaafstöðu í hinum ýmsu hópum. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar eru þær þegar aðeins er litið til þeirra sem taka afstöðu að 72% Norðmanna myndu hafna aðild að ESB væri kosið um það núna. Aðeins 28% myndu kjósa aðild. Fólk undir þrítugu er mest á móti aðild. Þar myndu 78% kjósa gegn aðild.
Niðurstaða blaðsins er sú að norska þjóðin sé almennt á móti aðild að ESB. En það er gjá á milli þjóðarinnar annars vegar og þingsins, embættismannakerfisins og fjölmiðlanna hins vegar. Meirihluti Stórþingsins er fylgjandi aðild en hefur ekki þorað að taka málið upp þar sem góður og stöðugur meirihluti hefur verið meðal þjóðarinnar gegn aðild. Aðeins 27% af kjósendum Verkamannaflokks Jonas Gahr Störe er fylgjandi aðild og 64% eru á móti. Meðal kjósenda annars af stærri flokkunum, Íhaldsflokknum, flokki Ernu Solberg forsætisrráðherra, eru einnig fleiri kjósendur á móti aðild að ESB en með.
Í annarri könnun sem birt var nýlega kemur einnig fram að stór meirihluti norsku þjóðarinnar er á móti ESB-aðild. Nationen birtir niðurstöður könnunar þar sem fram kemur að 74 prósent þjóðarinnar eru á móti aðild og aðeins 16,8 prósent eru hlynnt aðild. Tæplega 10 prósent taka ekki afstöðu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 30. nóvember 2014
Fullveldishátíð 1. desember
Fullveldishátíð Heimssýnar verður haldin á Hótel Sögu annað kvöld, mánudagskvöldið 1. desember 2014 klukkan 20.00 á Hótel Sögu. Hátíðarræðu flytur dr. Atli Harðarson, heispekingur og fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands og nú lektor við Háskóla Íslands.
Allir eru velkomnir.
Nánari upplýsingar um fullveldishátíðina:
Fullveldishátí 1. desember í Snæfelli Hótel Sögu kl. 20:00
Fjölbreytt dagskrá:
Jóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður og varaformaður Heimssýnar
Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar
Hljómsveitin Reggie Óðins
Þorvaldur Þorvaldsson
Judy Þorbergsdóttir, píanóleikari
Hópur söngvara og hljóðfæraleikara: Úr söngvasafni Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings
Fjöldasöngur
Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra, formaður Heimssýnar
Hátíðarræða: Dr. Atli Harðarson fyrrverandi skólameistari, lektor við Háskóla Íslands.
Allir velkomnir
Evrópumál | Breytt 1.12.2014 kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 29. nóvember 2014
Þjóðaratkvæðagreiðsla um EES-samninginn?
Umræða um EES-samninginn er vaxandi í Noregi. Norðmenn fengu ekki að kjósa um samninginn á sínum tíma. Þótt samningurinn sé ekki nema mjög lítill hluti af ESB-regluverkinu og aðeins hluti ESB-reglna hverju sinni verði hluti af EES þá bætist við samninginn ár frá ári. Nú er svo komið að verkalýðshreyfingin í Noregi hefur vaxandi efasemdir um samninginn og þá sérstaklega hvernig hann þenst út.
Enn sem komið er styður meirihluti Norðmanna EES-samninginn. Æ fleiri vilja hins vegar spyrna við fótum gegn ýmsum nýjum tilskipunum sem hafa áhrif á norskt samfélag. Meginhreyfingin í Noregi er því í þá veru að staldra beri við og taka ekki sjálfkrafa upp allar tilskipanir sem frá ESB-koma. Minnihluti Norðmanna vill svo segja upp sjálfum samningnum. Í Osló er hafin söfnun undirskrifta í því skyni að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.
Krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu heyrist æ oftar og víðar. Því sjónarmiði hefur vaxið fiskur um hrygg að þjóðir eigi að fá að ákveða um mál sem miklu skipta í beinni kosningu. Er kannski komin ástæða til þess að ræða það frekar hér á landi hvort rétt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 29. nóvember 2014
EES er aðeins brot af ESB
Því er haldið fram að Ísland sé svo gott sem í ESB þar sem landið sé bundið af EES-samningnum. Það er fjarri sanni. EES-samningurinn tekur ekki nema til um 10 prósenta af því sem fylgir ESB-aðild. Á tíu ára tímabili frá 2000 til 2009 voru 3.119 gjörðir samþykktar sem hluti af EES-samningnum. Á sama tíma voru samþykktar samsvarandi 34.733 gjörðir tengdar ESB. EES var sem sagt 9% af ESB.
Þótt það hafi verið hugsunin með EES-samningnum að koma Íslandi og öðrum EES-ríkjum hljóðlega bakdyramegin inn í ESB erum við að mestu laus við reglugerðarfargan ESB. Við höfum enn stjórn á utanríkis- og öryggismálum okkar, við stýrum enn sjálf helsta auðlindagrunni okkar, fiskimiðunum, og við höfum enn stjórn á landbúnaði okkar. Við erum laus við evruna, myntina sem á stærstan þátt í því að 25 milljónir manna eru atvinnulausar í ESB-ríkjunum. Með evru hefði bankakerfið á Íslandi stækkað enn meira og hraðar, bankakreppan orðið stærri og ríkið hefði verið þvingað til að ábyrgjast mun stærri hluta af skuldum bankanna. Gleymum ekki þeim einbeitta ásetningi leiðtoga ESB-ríkjanna í bankakreppunni að fá skattgreiðendur til að ábyrgjast skuldir bankanna likt og gerðist á Írlandi. Krónan hjálpaði okkur að koma efnahagsmálunum í betra horf og er nú svo komið að hagvöxtur er einna mestur á Íslandi af öllum Evrópulöndum.
Íslensk þjóð á það skilið að hún ráði sínum málum sjálf en ekki fámenn framkvæmdastjórn ESB sem hefur nánast einkarétt á því að leggja fram lagafrumvörp í ESB.
Tryggjum lýðræðið, tryggjum sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar - höldum okkur utan ESB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 28. nóvember 2014
ESB er friðarspillir
ESB hefur spillt friði með afgerandi hætti í nokkur skipti. Þegar Þjóðverjar knúðu það í gegn að ESB-ríki mynd viðurkenna Króatíu þótt landið uppfyllti ekki kröfur um stöðu minnihlutahópa stuðlaði það að stríði á Balkanskaga í lok síðustu aldar. Svipað má segja um afskipti ESB af stöðu mála á Sri Lanka og í Vestur-Afríku.
Þetta var meðal þess sem fram kom í erindi Lave K.Broch, varaþingmanns dönsku þjóðarhreyfingarinnar gegn ESB-aðild á hátíðarfundi samtakanna Nei til EU í Noregi í dag í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá því að Norðmenn fengu stjórnarskrá og 20 ár frá því að Norðmenn höfnuðu síðast aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Í máli Broch kom fram að ESB hefði í mörgum málum unnið gegn ályktunum og áliti Sameinuðu þjóðanna og þannig grafið undan friðarviðleitni SÞ og ýmissa ríkja í Evrópu og víðar. Broch minnti meðal annars á friðarhlutverk Íslendinga á Sri Lanka sem ESB hefði spillt fyrir með þeim afleiðingum að á bilinu 40 þúsund til 70 þúsund manns voru drepnir í átökum Tamil Tígra og yfirvalda. Með því að setja Tamil Tígra á hryðjuverkalista gerði ESB stjórnvöldum á Sri Lanka auðveldar að grípa til hernaðaraðgerða og láta alla friðarviðleitni lönd og leið.
Í Vestur-Afríku lék ESB álíka óleik þegar sambandið gerði samning um fiskveiði við Marokko um hafsvæði sem Marokkó hafði engin lögleg yfirráð yfir, en þá stóðu yfir harðvítugar deilur Marokkó og nærliggjandi svæða í Vestur-Afríku.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 26. nóvember 2014
Juncker byggir sandkastala
Ýmsum þingmönnum í ESB-löndunum þykir sem fjárfestingaáform framkvæmdastjórnar ESB í þeim tilgangi að koma efnahagslífinu á fætur séu ekkert annað en sandkastalasmíð sem muni ekki skila tilætluðum árangri.
Enn sem komið er eru fjárfestingaáformin bara hugmyndir á blaði sem ræða þarf á þingi ESB og á þingum og í ríkisstjórnum aðildarríkjanna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. nóvember 2014
Lóan, vorboðinn ljúfi, veidd í net við Miðjarðarhaf
Styrmir Gunnarsson fjallar um það að fuglar hafi horfið frá Evrópu í stórum stíl. Á 35 árum hafa 400 milljónir fugla horfið af mannavöldum.
Í tilteknu Evrópulandi við Miðjarðarhafið hafa farfuglar verið veiddir í net, og með öðrum aðferðum, bæði vor og haust.
Veiðarnar eru mjög umdeildar í landinu en veiðimenn hafa fundið glufur í reglugerðum ESB til að halda þeim áfram. ESB virðist ekkert geta gert í málinu.
Skyldi lóunni og öðrum farfuglum hafa fækkað hér á landi á undanförnum árum vegna þessara veiða?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. nóvember 2014
Aðlögun Landhelgisgæslunnar að ESB-stofnunum
Flóttamannastraumurinn yfir Miðjarðarhafið til Evrópu er stöðugur. Um helgina björguðu Ítalir um 600 illa búnum flóttamönnum á leið til Ítalíu. Þúsundir flóttamanna hafa streymt yfir hafið í ár og yfir þúsund látist.
Varðskipið Týr er á leið til gæslustarfa í Miðjarðarhafi,suður af Ítalíu, þar sem skipið mun næstu tvo mánuði sinna landamæragæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Ráðgert er að varðskipið verði á þeim slóðum út janúar.
Verkefnið er að hluta til aðlögun íslenskra stofnana að stofnunum ESB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Á 17. mínútu
- Bókunarstríðið að hefjast - Leiðin út
- Nei, nei, nei, nóg er nóg.
- Skynsemi
- Skjöldur að sunnan
- Valdalaus bleikja
- Gagnleg samantekt um séríslenska umræðuþoku
- Meira lýðskrum
- Það molnar undan
- Hver á að ráða hverjir mega koma í heimsókn?
- Samkvæmisleikur stórvelda
- Hver er valkosturinn?
- Ósannindi aldarinnar
- Friðsamir krókódílar
- Eldað í flórnum
Eldri færslur
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 179
- Sl. sólarhring: 183
- Sl. viku: 1961
- Frá upphafi: 1142064
Annað
- Innlit í dag: 152
- Innlit sl. viku: 1739
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar